Dagur - 19.05.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 19.05.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. maí 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIRA. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Á dögunum var kynnt enn ein svört skýrsla um ástand þorskstofnsins þar sem fram kemur svo ekki verður um villst að landsmenn þurfa að biða enn um sinn eftir efnahagsbatanum. Málið er ekkert flóknara en svo að án vaxtar þorskstofnsins verður hér engin efnahagsuppsveifla. Svo nátengd er afkoma okkar vexti og viðgangi þorsksins. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, hefur túlkað skýrsluna á þann veg að ef ekki verði unnt að veiða meira en 175 þúsund tonn af þorski á ári fyrr en eftir aldamót, sé ekkí að vænta þess að dragi að marki úr þvl mikla atvinnuleysi sem hér hef- ur verið á síðustu misserum. Þetta eru alvarleg tíð- indi og ekki til þess fallin að auka mönnum bjartsýni. Þau ganga því miður þvert á fagnaðarerindið í vor- ræðu forsætisráðherra á Alþingi á dögunum. Boðskapur Þórðar Friðjónssonar bendir til þess að fullkomlega óraunhæft sé að ætla að atvinnuleysi verði útrýmt með einhverri hókus, pókus aðferð. Hins vegar verða stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar að leggjast á eitt við að leita lausna á vandanum. Sérfræðingar OECD boða heldur ekki betri tíð með blóm í haga í skýrslu sinni um íslensk efnahagsmál á yfirstandandi ári. Þeir telja litlar líkur á því að þorsk- kvótinn verði aukinn á næsta fiskveiðiári og því sé nær öruggt að þorskaflinn dragist enn frekar saman. Orðrótt segja skýrsluhöfundar: „Þrátt fyrir litilshátt- ar aukningu annars útflutnings eru því allar líkur á að útflutningsgreinamar stuðli ekki að hagvexti á ár- inu og að viðskiptajöfnuðurinn snúist yfir í lítilshátt- ar halla, nema til komi veruleg verðhækkun á fiski á heimsmarkaði. Tekjusamdráttur heldur aftur af eftir- spurn heimilanna og atvinna gæti dregist saman." Og á öðrum stað í skýrslunni segir: „Þegar á allt er litið er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 1% og atvinnuleysi haldi áfram að aukast og verði að meðaltali um 6%.“ Svo mörg voru þau orð sérfræðinga OECD. Því miður bendir allt til þess að spár þeirra um stig at- vinnuleysis hér á landi eigi við rök að styðjast og ekki sé að vænta umtalsverðrar uppstyttu í atvinnu- málum landsmanna á næstunni. Það em heldur dap- urleg tíðindi í sumarbyjun. Víti til varnaðar Ég vil þakka Hauki Helgasyni, hagfræðingi, fyrir ágætar greinar í Morgunblaðinu 23. og 26. apríl sl. Þar rekur hann á skilmerkilegan hátt feril samningsins um evr- ópska efnahagssvæóió og flettir ol'an af blekkinga- og ósanninda- vaóli Jóns Baldvins um „ágæti“ þessa óheillamáls sem felur í sér ótvíræó brot á grundvallarákvæð- um stjórnarskrárinnar og stórfellt afsal landsréttinda. Þetta er þörf og mögnuð hugvekja, orð í tíma töluð, því það er nú óðum að koma í Ijós sem við andstæðingar EES óttuðumst - og raunar vissum - að samningurinn var hugsaður sem áfangi inn í Evrópubandalagið, sem nú kallast Evrópusambandið. Með öðrum orðunt: Aðstand- endur samningsins voru vísvitandi að blekkja landsmenn. Áróðursherferð fyrir inngöngu Islands í ESB er greinilega hafin. Kratar og ýmsir svokallaðir „stjórnmálafræóingar", jafnvel þjóðréttarfræðingar, lúta svo lágt að lítilsvirða fullveldið, telja fólki trú um að þaó sé liðin tíð og jal'n- framt óæskilegt. Og fréttamenn útvarps og sjón- varps, flestir a.m.k., styðja þennan áróóur. I mínum huga er þetta lít- illækkandi og hættulegt daður vió erlent vald. Ekki alls fyrir löngu var um- ræóuþáttur í sjónvarpi um Evr- ópumálin. Þrír þátttakendur, auk „stjórnandans“, mæltu meó inngöngu í ESB, og færðust mjög í aukana með áróóur sinn eftir því sem á þáttinn Ieið. Sá fjórði iór sér hægar en taldi þó innlimun í ESB næstum óumflýjanlega. Sig- mundur Guðbjamason talaði einn gegn inngöngu og mælti með tví- hliða viðskiptasamningum við Evrópuríkin í staðinn fyrir EES. Það vatki undrun mína aó fylg- ismenn ESB minntust vart cinu orði á, í hverju ávinningur aðildar væri fólginn: „Viö mættum bara ekki missa af lestinni“. Er tiltrúin kannski ekki meiri en svo að „vin- unum“ sé ætlað að loka dyrum að „sæluríkinu“ ef íslendingar draga á langinn að sækja um inngöngu í ESB? Þessir menn sniðgengu gjörsamlega kjarna málsins: Full- veldisafsalió, sem jafnvel Jón Baldvin, trúboði Evrópuhyggjunn- ar, viðurkennir. Það ber vott um ótrúlega skammsýni og blinda trú aó halda blákalt fram að nýgerður samn- ingur Norömanna við ESB sé hvetjandi fyrir Island. Með honum eru Norðmenn - verði hann full- giltur - að afsala sér umráðum yf- ir eigin auðlindum, fískveiðilög- sögunni, að loknum umsömdum aðlögunartíma. Sem kunnugt er, er gildi sjávaraflans mörgum sinn- um stærra mál fyrir Island en fyrir Noreg. Það liggur því í augum uppi aö þessi samningur Norð- manna er víti til varnaðar. Til- svarandi samningur fyrir ísland myndi - þó ekki kæmi annað til - væntanlega leggja í rúst efnahags- legt og stjórnarfarslegt sjálfsfor- ræði þjóðríkisins. Það verður að kveða niður þessar vondu hugmyndir um inngöngu í ESB, en gera þess í stað tvíhliða viðskiptasamríinga vió Evrópuríkin á tilsvarandi hátt og við önnur ríki heimsbyggðar- innar í staðinn fyrir EES, sem verði látið sigla sinn sjó. Það er óþarfi aö gera því skóna að ofríkisöflin og auðhyggjufíkl - arnir úti í Brussel hafi í hyggju aó stunda hér einhverja góðgerðar- Friðjón Guðmundsson. starfsemi. Sameining Evrópuríkja - án vopnavalds þó - í eitt stórríki er takmarkið. Þar á Island ekki heima, það verður bara gleypt. Þar veróur réttur hinna fátæku og smáu fyrir borö borinn og þar veróur réttur norrænna jaðar- „Ég vantreysti rík- isstjóm og meiri- hluta Alþingis stórlega í þessum Evrópumálum. Jón Baldvin, Björn Bjarnason og þeirra undir- sátar eru til alls vísir.“ byggða fótum troðinn, ef að líkum lætur. Ég vantreysti ríkisstjórn og meirihluta Alþingis stórlega í þessum Evrópumálum. Jón Bald- vin, Björn Bjarnason og þeirra undirsátar cru til alls vísir. Nýleg formannaskipti í Framsóknar- flokknum spá ekki góðu. Halldór Ásgrímsson er bcggja handa járn í Evrópumálunum. Afstaða hans viö afgreiðslu EES samningsins á Alþingi í l'yrra bcr þess vitni. Ný- legar yfirlýsingar hans um við- ræður við ÉSB cru blendnar og cf ég hefi tekið rétt eftir útilokar hann ekki umsókn um inngöngu í ESB. Verum þess minnug að ríkis- stjórn og Alþingi hafa ekki fcngið ncitt umboð lil að selja landið okkar og versla meó fjöreggið. Kratar munu hins vegar leggja of- urkapp á að koma fram vilja sín- um fyrir næstu kosningar. Það cr því algjört grundvallaratriði að þjóðin vakni strax til fullrar vit- undar um alvöru þcssa mál og gcri allt sem unnt er til að stöðva djöfladansinn: Braskið með sjálfs- forrœði íslenska þjóðríkisins. Friðjón Guðinundsson. Höfundur er bóndi á Sandi í Aóaldal. Heilbrígð sál í hraustum líkama Ár fjölskyldunnar hvetur okkur enn frekar til að huga að andlegri og líkamlegri vellíðan barna okk- ar. I tæknivæddu nútímaþjóófélagi verða til sífellt fieiri tómstundir sem ekki krefjast líkamlegrar orku og hreyfingar. Rannsóknir hafa sýnt að of mörg nútímabörn ía ekki nægilega Iíkamlega þjálfun við leiki sína. Því er nauðsynlegt aó hvetja börn og unglinga til hollrar tómstundaiðju og íþrótta- iðkunar. Þaó hefur einning sýnt sig að íþróttaiókun, þó í töluverð- um mæli sé, kemur ekki niður á námsárangri barna og unglinga heldur eykur þol og skerpir hugs- un. Og þó ekki verói allir afreks- menn, þá verða þeir sem langt ná fyrirmynd og hvati lyrir önnur ungmenni. * Ometanlegt uppeldisstarf Hér á Akureyri hafa íþróttafélögin og önnur tómstundafélög boðiö börnum og unglingum þátttöku í margs konar íþróttum og félags- starfi, og sinnt þannig uppeldis- starfi sem ekki verður metið til fjár. Ymsum þykir of miklu af fjármunum bæjarbúa varið til „Vel hefur tekist til með rekstur félagsmiðstöðva í skólum bæjarins og hafa öll skóla- hverfi slíka að- stöðu nema Odd- eyrin og þarf að bæta úr því.“ íþróttamála, en sannleikurinn er að Akureyrarbær ver minna fé til styrktar íþróttafélögum og félags- miðstöðvum en sambærileg bæjar- félög annars staðar á landinu. Samt viljum við að okkar íþrótta- fólk sé jafnokar annarra og erum hreykin ef okkar menn vinna til verðlauna. Valgerður Jónsdúttir. Félagsmiðstöðvar Vel hefur tekist til við rekstur fé- lagsmióstöóva í skólum bæjarins og hafa öll skólahverfi slíka aó- stöðu nema Oddeyrin og þarf að bæta úr því. íþrótta- og tóm- stundaráó hefur ásamt íþróttafull- trúa bæjarins og fáum starlsmönn- um haft veg og vanda af rekstri þessara félagsmiðstöðva og með dyggri aðstoð unglinganna í hverfunum hcfur þctta vcrið til fyrirmyndar. Ungmenni á aldrin- um 16-19 ára hafa þó vcrið dálítið afskipt og þarf nauðsynlega að koma til móts viö þarfir þeirra til tómstundastarfs, sérstaklega þar sem stór hópur þessa unga fólks er án atvinnu í dag. Öflugur stuðningur Við framsóknarmenn á Akureyri lcggjum áherslu á að íþrótta- og tómstundalclög njóti öflugs stuön- ings bæjaryfirvalda og hvetjum til samvinnu við félögin unt hvernig sá stuðningur nýtist bcst. Það er hagur allra foreldra og forráóamanna barna og ungmcnna að þeim séu skapaóar sem bestar aöstæður til að stunda hvers kyns íþróttir og þroskandi tómstunda- störf, þannig aó við stuðlum að hcilbrigðri sál í hraustum líkama. Að þessu rnunu framsóknar- menn vinna af heilum hug. Valgerður Jónsdóttir. Höfundur skipar 7. sæti á B-lista Framsóknar- flokksins vió bæjarstjórnarkosningamar á Ak- ureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.