Dagur - 19.05.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 19.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 19. maí 1994 Spurníng víkunnar - spurt í frímínútum í Síðuskóla á Akureyrí - Hvað ætlarðu að gera í sumar? Hörötir Fannar Sigþórsson 11 ára: Ég ætla aö æfa fótbolta og fara í ferðalög. í næsta mánuði fer ég á ættarmót í Hrísey. Svo hugsa ég að ég vinni eitthvað í skólagörðunum Hjördís Elma Jóhannsdóttír 12 ára: Ég veit það ekki alveg. Ég geri ráð ÍYrir að passa systur mína sem er tveggja ára og svo býst ég við að taka þátt í skátastarf- inu. Kannski fer ég svo í íþróttaskóla. Kristín Benediktsdóttir 12 ára: Ég verð kannski aö passa. Svo fer ég meö pabba og mömmu til Flórída í ágúst. Hjördís Ýr Ólafsdóttir 11 ára: Ég verð aö passa. Svo fer ég með mömmu og pabba til Reykjavíkur. Anna G. Ámadóttir 11 ára: Ætli ég veröi ekki að passa. Ég fer kannski í sumarbúðir og vinn í skólagöröunum. Svo getur verið að ég fari til Reykja- víkur og Hveragerðis einhvem tímann í sumar. LESENDAHORNIÐ Enn ein andvökuhelgin Frá íslandsmcistaraniótinu í parakcppni á Akurcyri í síðustu viku. Bikarkeppni Bridgesambandsins: Dregið í fyrstu umferð Akureyri 16. maí ’ 94 I nýlióinni viku, eins og oft áöur, sáum viö, íbúar húss eins vió Strandgötu, l'ram á órólega helgi meö llandrandi fólk fram undir morgun, hafandi hátt og fremjandi sóðalega gjörninga. Og það gekk eftir. Aö vísu byrjaði föstudags- kvöldið 13. maí fremur rólega og lofaði góðu. En smátt og smátt jókst mönnum raddstyrkur, eins og drukkinna er siður og um þaó Icyti sent við vorum að taka á okkur náðir, eitt af öðru, var greinilcgt að fjörið var rétt að byrja. Hálfa nóttina mátti hcyra, að þó við værunt búin að fá nóg, var fráleitt að svo væri með þá scnt héldu til utan við húsið okkar. Ekki var hávaóinn ntinni frá húsi nr. 49 við götuna. Þaðan barst tón- list af miklum styrk, reyndar ágætis tónlist, en til óþæginda fyr- ir okkur sent lágum byltandi okk- ur í rúmununt. Stundum hægóist unt og þá náðu suntir að sofa svolitla stund, en þá færðist fjör í leikinn og píkuskrækir og baul sáu til þess aftur og aftur, að við hrukkum upp ntcð andfælum. Einhvern tíma nætur lögðu Rúnar Júlíusson og Tryggvi Hubner frá sér hljóónem- ana og lljótlega el'tir það fóru mcnn að tínast burt og næturlíf götunnar fjaraði smátt og smátt út. Að morgni, þegar við fórunt á fætur illa sofin og fúl, blasti við okkur sóóaskapurinn eftir gleð- skap næturinnar. Laugardagskvöldið lofaði ekki góðu í byrjun og óróleikaspá okk- ar rættist. Hávaóinn var mikill og angraði vcrulega alla sem heima voru. Söngur, hróp og öskur voru óþolandi og trufluðu svcfn þeirra yngstu og sáu svo um að aðrir fengju ekki sofið. Allt í cinu lék allt á reiðiskjálfi, eins og eitthvað þungt lélli til jarðar. Þegar við athuguóum Itvað gengi á, kont í Ijós að einhvcrjar hctjur höfðu velt einum af þungu gulu kantsteinunum viö enda gömlu Strandgötunnar, (þeir eru býsna þungir), en til hvers þær gerðu það er okkur ekki alveg ljóst. Það er fljótlegra að taka sveig franthjá honunt til að kom- ast leiðar sinnar. Einhvern tíma kvölds hcyróum við aó menn voru að bjástra hjá bílununt utan vió húsió. Þcgar lit- ið var út, sást hvar tveir menn stóðu og voru að pissa á einn bíl- inn. Þegar þeir voru spurðir hvern Ijandann þetta ætti að þýða, sögu þeir spyrjandanum að steinhalda kjafti. Nú halda vafalaust cin- hverjir að þarna hafi unglingar vcrið á ferð, en þessir hlandtittir voru um eða yfir fertugt. Oskur og djöfulgangur ein- kenndu þessa helgi eins og svo margar aðrar og sóðaskapurinn var ekki minni en áður. Glerbrot, sígarettustubbar og pappaglös Iágu dreifð um götu og gangstétt. Taumar á veggjunt, sem byrjuðu 50-60 cm. frá jörð, lágu niður veggina og enduóu í stækum poll- unt eða blettum. Og enn cinu sinni stóðu bílar hlandblautir að ntorgni. Það er harla óskemmtilegt að búa við þetta ástand og sérstak- lega cr það slæmt fyrir þá scnt þurfa að mæta til vinnu snemma ntorguns eftir slíka nótt sem hér er lýst. En þetta hafa samt bæjaryfir- völd kallað yfir okkur. Sveiattan bæjarstjórn!!! Að loknu afmælismóti Bridgcfé- lags Akureyrar í Iþróttahöllinni unt helgina, var dregió í fyrstu umferð í bikarkeppni Bridgesant- bands íslands. Til lciks er skráðar 54 sveitir en athygli vekur að að- cins fjórar þeirra cru frá Norður- landi, tvær frá Húsavík, ein frá Akureyri og ein frá Siglufirði. Sveit BSH á Húsavík mætir sveit Neon úr Reykjavík og verður spilað á Húsavík. Sveit Magnúsar Magnússonar frá Akureyri á úti- leik gegn sveit Tímans úr Rcykja- vík. Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar fékk heimaleik gegn svcit Hall- dórs Sverrissonar úr Rcykjavík og svcit Þórólfs Jónassonar á Húsa- vík, fékk heintaleik gegn sveit Gcorgs Sverrissonar úr Reykjavík. Fýrstu untfcrð skal vcra lokið sunnudaginn 26. júní nk. KK 300558-4969 Vorkliður ’94 í Akureyrarkirkju á hvítasunnudagskvöld: Fjölbreytt efnisskrá Blöskrar framkoman viðOrmarr Hafdís Þórarinsdóttir hringdi: „Mér blöskraði alveg hrópin og köllin í áhangendum KA þegar Þór og KA léku fyrri leikinn í Ak- ureyrarmótinu fyrir skömntu. Sér- staklega framkoma þeirra vió Or- ntarr Orlygsson. Þaó var rétt eins og hann mætti aldrei gera nein mistök, þá glöddust KA-hjörtun innilega. Er manninum ekki frjálst að skipta unt búning og fá tæki- færi til að Icika í 1. deild, jafnvel þó það sem með Þór? Þctta er nú ekki í fyrsta skipti sem Ormarr skiptir um félag, eða cru söniu ntcnn búnir aö gleyma því að hann lék með Frant hér unt árió?“ Ánægja með Hagkaup Júlía Ómarsdóttir hafði sam- band og vildi lýsa yfír ánægju með viðskipti sín við Hagkaup á Akureyri. Hún hafði keypt barna- náttföt og þvegið þau samkvæmt ráðleggingum á flíkinni. Við þvottinn, litaðist annar fatnaður og skemmdist því. Júlía fór í fata- deildina í Hagkaup, þar sem vel var tekið á móti henni og þar fékk hún tjón sitt bætt að lullu og fyrir þaó vill hún þakka. Vorkliður ’94 er tónlistarhátíð, sem er orðinn árviss viöburður í tónlist- arlífi á Akureyri, ntun hljóma í Ak- urcyrarkirkju á hvítasunnudags- kvöld, 22. maí nk., kl. 20.30. Tón- listarstjóri er Roar Kvam. Aðalstef Vorkliðs ’94 er voriö og rómantíkin sem flutt vcrður í fjölbreyttri efnisskrá; s.s. ópcru-, Ijóða-, einsöngs-, einlciks-, kór-, og hljómsveitarlónlist auk upp- lcsturs Ijóða. Flytjendur eru um 80 talsins, þ.e. Karlakór Akureyrar-Geysir, Passíukórinn, Blásarasvcit æsk- unnar, einsöngvararnir Þuríður Baldursdóttir alt, Michael Jón Clarke bariton, Steinþór Þráinsson bariton, Richard J. Simrn píanó og Þráinn Karlsson leikari. Sópransöngkonan Agústa Agústsdóttir vcrður gestasöngvari Vorkliðs á þessu vori. GG Frá Vorklið ’94 en m.a. má sjá f.h. söngvarana Micahel J. Carke, Jón Þorsteinsson, Þuríði Baldursdóttur og Ingi- björgu Marteinsdóttur. Við hlið hennar er stjórnandinn, Roar Kvam.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.