Dagur - 19.05.1994, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 19. maí 1994
DACPVEUA
Stjörnuspá
eftir Athenu Lee
Fimmtudagur 19. maí
Vatnsberi ^
(80. jan.-18. feb.) J
Vegna anna í vinnu þarftu að
fórna einhverjum gleðistundum í
einkalífi en fórnin er vel þess virði.
Leitaðu að góðum félagsskap í
kvöld.
Fiskar
(19. feb.-20. mars)
)
Fólkið í kringum þig er stjórnsamt
og tekur ákvarðanir fyrir þig. Ef
ekki er mikið í húfi skaltu leyfa
þessu að viðgangast; það léttir á
þérsjálfum.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
Nú er bjart yfir heimilislífinu og
kjörið að fá fjölskyldumeðlimina
til samstarfs. Farðu varlega með
peninga því þér hættir til að vera
örlátur.
(W
Naut
(20. apríl-20. maí)
Þú skiptir um skoðun í grundvall-
aratriðum í máli þar sem viturleg-
ast hefði verið að hlusta á hina
hlið málsins. Fortíðin sækir þig
heim.
(S
Tvíburar
(21. maí-20. júní)
)
Þig skortir sjálfstraust þessa dag-
ana og hefur því lítil áhrif á aöra.
Vertu ákveðnari í að koma
skoðunum þínum á framfæri. Ein-
hver nákominn þér þreytir þig.
d[
Krabbi
(21. júní-22. júli)
)
Þessa dagana ertu að ganga í
gegnum gott tímabil þar sem þú
átt auðvelt með að ná árangri.
Notfærðu þér þetta út í ystu æsar.
(ijon 'N
\JLX'U (25. júlf-28. ágúst) J
Þú færð hugmynd í vinnunni sem
gæti bætt hag þinn til muna ef
þú nýtir hana vel. Vertu vel vak-
andi fyrir öllum breytingum til
batnaðar.
Meyja
(23. ágúst-22. sept.
D
Þú uppskerð nú fyrir velvilja og
hjálp sem þú hefur veitt öðrum.
Þá virðist vera bjart yfir fjármálun-
um sem þú skalt samt halda vel
utan um.
(25. sept.-22. okt.) J
Þú færð fréttir sem lífga upp á
hversdagsleikann en láttu þetta
samt ekki trufla þig það mikið að
þú gleymir því sem nauðsynlegt
er að gera.
<5
Sporðdreki
(23. okt.-2l. nóv.
Ð
Eitthvaö fær þig til að staldra við
og hugsa; kannski hittir þú
áhugavert fólk eða lest góða bók.
Þú lítur nú bjartari augum á tilver-
una.
'/A Bogmaður ^
>TL x (22. nóv.-2l. des.) J
Q
Þú ert óþolinmóður en taktu samt
ekki ákvarðanir án þess að ráð-
færa þig viö alla sem eiga í hlut.
Farðu út að skemmta þér í kvöld
en gættu að eyðslunni.
Q
Eirðarleysi gerir að verkum að þú
átt erfitt með að taka þátt í hefð-
bundnum störfum svo reyndu að
gera eitthvað óvenjulegt. Hafðu
samband við góðan vin.
Steingeit "'N
<T7l (82. des-!9.jan.) J
3
Á léttu nótunum
Þetta þarftu
ab vita!
Geimverur í heimsókn
Tveir Marsbúar lentu geimskipi sínu í Afríku og voru strax umkringdir af
öpum. Þá sagði annar Marsbúinn við kunningja sinn:
- Þeir líta sannarlega ekki svo heimskulega út þessir hérna, en ég bjóst ekki
við að þeir væru beysnir eftir að hafa hlustab á útvarpsdagskrána hjá þeim.
Afmælisbarn
dagsins
Orötakið
Litasjónvarp í 54 ár.
Fyrsta sjónvarpssendingin í lit var
send út af bandarísku CBS sjón-
varpsstöðinni frá sendi á Chrysler
Building í New York árib 1940.
Þrátt fyrir að þetta hljómi ólíklega
þá verður þú hættulega örlátur á
fyrirgefningar og fleira og muntu
gjalda þess á árinu. Þá þarftu að
taka mikilvæga ákvörbun áður en
langt um líður. Persónuleg sam-
bönd blómstra hins vegar og
jafnvel samband sem nýlega hef-
ur verið stofnab til.
Sníða sér stakk eftir vexti
Orðtakib merkir að „ráðast í það
sem er í samræmi við getu
manns". í raun merkir orðtakið
að „sníða föt sín í samræmi vib
vaxtarlag sitt".
Spakmælib
Afneitun
Sumum er alveg sérstaklega gefið
ab neita stabreyndum.
(C.T.Prentice).
&/
• Boltinn ab byrja
áb rúlla
Nú geta knatt-
spyrnuunn-
endur teklð
gleði sína þvf
annað kvöld
byrjar boltinn
að rúlla á Ak-
ureyri. Það er
2. deildar lið
KA sem ríður á vabib og fyrsti
alvöruleikurinn á keppnistíma-
billnu fer fram á KA-vellinum
en Selfyssingar koma í heim-
sókn og mæta KA-mönnum.
Þórsarar hefja síðan keppni í
fyrstu deildinni á annan í hvíta-
sunnu og fá Vestmannaeyinga
í heimsókn. Bæði Akureyrarlib-
in eiga því heimaleiki í fyrstu
umferð íslandsmótsins. Ekki
þarf að efa ab hinir fjölmörgu
knattspyrnuunnendur á Akur-
eyri fjölmenna á þessa fyrstu
alvöruleiki Akureyrarfélaganna
og stybja vonandi vel vib bakib
á sínum mönnum. Vonandi
verbur sem fyrst hægt að leika
á aðalvellinum í miðbænum
því það er engin spurning ab
aðsókn eykst mikið þegar liðin
fara aö leika þar. Vonandi
gengur liðum á Norðurlandi
betur en síðasta sumar í hinni
hörðu baráttu í ýmsum deild-
um íslandsmótsins.
• KvenhyUi
Þá er komið
að pólitíkinni.
Eins og kunn-
ugt er birtist
könnun í
Svæðisútvarp-
inu á Akureyri
sl. þribjudag
um fylgi
stjórnmálaflokkanna sem bjóba
fram á Akureyri í bæjarstjórn-
arkosningunum 28. maí nk.
Þab var Gallup á íslandi sem
framkvæmdi könnunina og
hún ætti því að vera marktæk
eba hvað? Þegar nemendur
Menntaskólans á Akureyri
framkvæmdu könnun fyrir
nokkru, sem birtist í Degi, þá
fannst sumum pólitíkusum hér
í bæ ástæba til ab gera lítib úr
henni og telja hana lítt mark-
tæka. I könnun Gallup kemur
fram ekki ósvipað fylgi vib
flokka eins og í fýrri könnun,
sem birtist í Degi. í Gallup-
könnuninni kom í Ijós ab fylgi
kvenna vib G-listann var miklu
meira en vib aðra lista.
• Þab er Heimir
Ritari S&S
ræddi vib
nokkra bæjar-
búa um þessa
könnun á
þriðjudags-
kvöld. Og einn
sagði: Þab er
___________Heimir. - Ha,
Heimir. - já, það er Heimir karl-
inn, sem nýtur svona mikillar
kvenhylli. Það er gráa hárið. í
framhaldi af þessu kemur svo
lauflétt saga úr kosningabar-
áttunni. Heimir hitti kjósanda í
göngugötunni, heilsar honum
og segir: Kýst þú ekki Alþýðu-
bandalaglð núna? Nei, Heimir
minn, ég get alveg eins kosið
Sjálfstæðlsflokkinn milliliba-
laust! Umsjón: Svavar Ottesen.