Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 26. maí 1994 - DAGUR - 3 Lundakjör gjaldþrota Meö úrskurói Héraðsdóms Norðurlands eystra uppkveðn- um 2. maí sl. var bú verslunar- innar Lundakjörs hf. á Akureyri tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrsti skiptafundur verður haldinn _3. ágúst nk. og hefur Benedikt Ól- afsson hdl. verið skipaður skiptastjóri. Útimarkaöur í göngugötunni Eins og á liðnu sumri verður starfræktur utimarkaður í göngugötunni á Akureyri á iaugardögum í sumar. Markaðurinn í fyrra lífgaði upp á mióbæjarlífið og stemmningin var góð. í frétt frá JC Akureyri segir að öllum sé frjálst aö koma með boró og taka þátt í upp- byggingu útimarkaóarins. JC Akureyri ieigir út aðstöðu fyrir þá sem vilja, þ.e. borð og skjól í tjaldi. Opnunartimi markaðar- ins í sumar verður kl. 11-15 á laugardögum. Nánari upplýs- ingar og borðapantanir í sím- um 27029 (Eygló), 27075 (Begga) og 26657 (Kristín). Nýtt ferðablað um ferðaþjónustu Nýtt fréttablað um feróaþjón- ustu er að koma á markaóinn. Það nefnist Ferðamál og útgef- andi þess er Farvegur hf., sem einnig gefur út feróatímaritið Farvís-Afanga. Ritstjóri blaös- ins er Þórunn Gestsdóttir. Ferðamál verður gefið út mánaðarlega og til umfjöllunar er ýmislegt er viðkemur feróa- þjónustu. Fjallað verður um fólk í ferðaþjónustu, fyrirtæki og stofnanir, þróun og vænt- ingar, menntun og fundi. Ferðamálum verður aðal- lega dreift til áskrifenda, en upplag fyrsta tölublaðsins er tvö þúsund eintök. Blaóið er í dagblaðsformi, tólf síður að stærð. Innbærínn á Akureyrí: Afskrifuð útlán bankastofnana vegna Alls 13 stúdcntar útskrifuðust af fjórum brautum frá Framhaldsskólanum á Húsavík fyrir skömmu. Mynd: Víkurblaðió. Framhaldsskólinn á Húsavík: 33 nemendur útskrifast Alls luku 33 nemendur prófum við Framhaldsskólann á Húsa- vík í vor, auk eins þýsks skipti- nema sem stundaði nám við skólann. Það voru 13 stúdentar sem útskrifuðust 14. maí sl. af fjórum brautum. Einnig útskrif- aðist einn meistari úr iðnnámi, 5 sjúkraliðar, einn af uppeldis- braut, 3 luku verslunarprófi af viðskiptabraut, 2 af þroska- braut, einn af starfsbraut og 7 af almennri verknámsbraut. Kristrún Karlsdóttir, kennari, var heiðruð, en hún var að hætta störfum eftir dygga þjónustu við skólann. Skólameistari segir að aósókn nýnema fyrir næsta haust sé góð, og á næsta ári stefni í að yfir 200 nentendur stundi nám viö skólann. Samstarfi við hótelið um rekst- ur heimavistar er lokið. Næsta vetur verður rekin heimavist fyrir 12-15 nemendur í Túni. Auk þess er framboð af herbergjum í'yrir nemendur í heimahúsum, en skól- inn hefur kannað möguleika á vistun nemenda í heimahúsum í bænum. Skólameistari segir brýnt að vinna að undirbúningi bygg- ingu heimavistarhúsnæðis, sent komast þurfi í gagnið sem allra fyrst. IM Félagsstofnun stúdenta: Leigir út íbúöir og herbergi á stúdenta- görðunum Tveir nemar í rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri, þeir Steingrímur Pétursson og Orn Arnar Óskarsson, hafa að und- anförnu unnið fyrir Félagsstofn- un stúdenta á Akureyri, að markaðsetningu herbergja og íbúða í stúdentagörðunum við Klettastíg og Skarðshlíð til út- leigu á tímabilinu 1. júní til 20. ágúst. I samtali við Dag sögðu þeir Steingrímur og Örn að stúdenta- garðarnir hafi á undanförnum ár- um verið fullnýttir yfir sumarmán- uðina en nú hafi verið fyrirséð að vannýting yrði á húsnæöinu. Þess vegna hafi verið ákveðið að kanna möguleikann á útleigu húsnæóis- ins yfir sumarmánuðina og hafi frekast verið horft til hópa og fé- lagasamtaka í því sambandi. Með- al annars var útbúinn veglegur bæklingur sem var sendur til allra stéttar- og verkalýósfélaga á land- inu og stærri starfsmannafélaga. Steingrímur og Öm sögðu að vióbrögð hafi verið mjög góð. Þegar væri búið að leigja allar þær íbúðir sem voru lausar og kæmu leigutakar víða að af landinu. Þeir sögðu hins vcgar að nokkrum her- bergjum væri óráðstafað og er þeim sem kynnu að vilja leigja herbergi á stúdentagörðunum í sumar bent á að hafa samband vió umsjónarmann í farsíma 985- 40787. óþh sjávarútvegs námu 1,1 milljaröi Iieildarútlán viðskiptabanka og sparisjóða, að frádregnum lán- um til ríkis og sveitarfélaga, námu í árslok 1993 um 184 milljörðum króna. Endanlegar afskriftir þessara stofnana á ár- inu 1993 námu rúmlega 5,2 milljörðum króna og á sl. þrem- ur árum afskrifuðu bankar og sparisjóðir tæplega 10,5 millj- arða. Á árinu 1993 var rnest af- skrifað vegna verslunar og þjónustu, 29,5%, en 20,5% vegna útgerðar og fiskvinnslu en var 23,7% á árunum 1991- 1993. Afskriftir vegna fiskeldis voru 16,9% árið 1993 en var 12,1% 1991-1993; vegna iðnaðar 15,5% en var 16,2%; vegna byggingar- verktaka 6,1 % en var 7,1 %; vegna landbúnaðar 0,8% en var 1,2% og vegna einstaklinga 10,7% en var 11,7%. Uttckt þessi er unnin af Sam- tökum fiskvinnslustöðva vegna umræðna um afkomu og útlánatöp bankastofnana hér á landi og er unnin uppúr gögnum frá Lands- banka jslands, Búnaóarbanka ís- lands, íslandsbanka, Sambandi ísl. sparisjóða og Seðlabanka Islands. Niðurstaða hennar leiðir í ljós að þrátt fyrir mikla erfiðleika í sjáv- arútvegi á undanförnum árum, hafa bankar og sparisjóðir þurft að afskrifa hlutfallslega minnst hjá fyrirtækjum í fiskvinnslu og út- gerð af öllum atvinnugreinum. I hlutfalli við skuldastöðu sjáv- arútvegs á árinu 1993 voru af- skriftir viðskiptabanka og spari- sjóða 2,5%; vegna verslunar og þjónustu 2,7%; vegna iðnaðar 4,6%; vegna byggingastarfsemi 7,1%; vegna fiskeldis og landbún- aðar 10,9% og vegna einstaklinga 1,0%. GG Landsþing Slysavarnafélags íslands: Öryggi betur tryggt með einu neyðarnúmeri Ibúar hafa áhyggjur afhraðakstrí (búar í Innbænum á Akureyri hafa miklar áhyggjur af hraó- akstri í Innbænum og nú síðast í fyrrakvöld var ökumaður tek- inn á 95 km hraða í Aðalstræti. Innbæjarsamtökin hafa ver- ið tilbúin aó leggja bæjaryfir- völdum lið í þeirri baráttu að draga úr ökuhraóa og m.a. bent á að komið verði upp hraðahindrunum. í Innbænum búa mörg börn á aldrinum 3ja til 6 ára og eru þau mikið á ferðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að foreldrar hafi áhyggjur af börnum sínum. Launavísitalan hækkar um 0,1% Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir maímánuð 1994 mióað við meðallaun í apríl sl. Er vísitalan 132,2 stig eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavfsitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.891 stig Ijúní 1994. Landsþing Slysavarnafélags ís- lands, hið 25. í röðinni, var haldið í Reykjavík um sl. helgi. Alls 220 fulltrúar úr ölluni landsfjórðungum sóttu þingið og hafa aldrei jafn margir full- trúar sótt landsþing félagsins. Á þinginu var undirritaó sam- komulag milli samgönguráðuneyt- isins, Pósts og síma og Slysa- varnafélags Islands, urn að hefja uppbyggingu á sjálfvirkri tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa. Stefnt er að því að hcfja notkun eins fljótt og unnt er. Á þinginu urðu talsverðar um- ræður og skiptar skoðanir um samstarfssamning SVFI og Lands- bjargar. Samþykkt var að halda viðræðum áfram og mörkuð stefna fyrir áframhaldandi vióræð- ur. I sérstakri ályktun var lýst ánægju með frumvarp til laga um neyðarnúmer 112 sem dómsmála- ráðherra hefur lagt fram til kynn- ingar. Nú eru skráð um 150 neyð- arnúmer og ljóst að öryggi lands- manna verður betur tryggt með einu númeri. Þá var á þinginu samþykkt aó hefja undirbúning aó átaki í slysa- vörnum aldraöra. Afleiðingar slysa hjá öldruðum eru oft mun al- varlegri en hjá þeim scm yngri eru og hefur mörgum þáttum slysa- varna ekki verið nægilega vel sinnt til þessa. Mikil gróska hefur verið í unglingastarfi félagsins að undanförnu og kom fram mikil ánægja með starfsemi unglinga- deildanna. Einnig kom fram mikil ánægja með ákörðun ríkisstjórnar- innar um kaup á stórri fullkominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna. KK Mánudagsblab Dags Vegna sveitarstjórnarkosninganna á laugardag kemur Dagur út á mánu- dag. í blabinu verður úrslitum kosninganna í öll- um sveitarfélögum á Norðurlandi gerð ítar- leg skil, birtar tölulegar upplýsingar og við- töl við frambjóöendur. Skilafrestur auglýsinga í þetta mánu- dagsblab Dags er til kl. 14 föstudag- inn 27. maí. Auglýsingadeild, síml 24222. Opið frá kl. 8 til 17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.