Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. maí 1994 - DAGUR - 5 Akureyringar - saman að sigri X-D Veljum áfram örugga fjármála- stjóm fyrír Akureyrarbæ = X-D Á laugardaginn ganga landsmenn að kjörborði og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjómir. Sumir kjósa um menn, en aðrir um flokka. Ef til vill ræður hvorutveggja ferðinni í sum- um tilvikum. Kjósendur meta mál- stað og menn og kjósa í samræmi við eigin sannfæringu. Áróðurs- meistarar frambjóðenda reyna að gera sinn fugl sem glæsilegastan, oft með æmum tilkostnaði, en eng- inn veit í raun hvaða áhrif það hef- ur. Hins vegar spretta upp ótal sér- fræðingar þegar talið hefur verið upp úr kjörkössum og vita upp á hár hvers vegna þetta fór nú svona, en ekki á hinn veginn. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig síöan ég man eftir mér. Þrjár skoðanakannanir hafa ver- ið gerðar um fylgi listanna á Akur- eyri. I þeirri fyrstu var Framsókn spáð mikilli sókn og fimmta bæjar- fulltrúanum á kostnaö krata. Menn spurðu í forundran, hvemig getur Framsókn verið í framsókn, flokkur sem hefur verið í minnilhluta allt síðasta kjörtímabil, án þess að leggja fram nokkrar marktækar til- lögur um stjómun bæjarins. Að vísu komust þeir að þeirri djúp- hugsuðu niðurstöðu, að besta leiðin til aó útrýma atvinnuleysi sé að skapa atvinnu fyrir alla!!, svo vitn- að sé orðrétt í stefnuskrá Fram- sóknar. Það er vissulega gleðilegt að framsóknarmenn skuli hafa átt- að sig á þessum mikla vísdómi. Næst finna þeir ef til vill leiöir til nýsköpunar í atvinnulífi, en þar Þórarinn B. Jónsson. eiga þeir enn langt í land. Enda fór það nú svo, að bæjarbúar hafa smátt og smátt áttað sig á þeirri staðreynd, að það stendur ekkert á bak við orðagjálfur Framsóknar. I næstu skoðanakönnun höfðu þeir tapað helmingnum af þeirri fylgis- aukningu sem þeir fengu í þeírri fyrstu. Vonandi heldur sú þróun áfram. Það vakti hins vegar athygli í skoðanakönnun Ríkisútvarpsins, að samkvæmt henni átti Alþýðubanda- lagið að vinna mann af Sjálfstæðis- flokknum. Standa þessir flokkar þó saman að meirihluta, sem minni- hlutinn hefur sakað um lindkind í atvinnumálum. Og er það Alþýðu- bandalagsmaðurinn Heimir Ingi- marsson sem heldur enn um stjóm- artaumana í atvinnumálanefnd. En „Kjósendur mega ekki afsala sér þeirri ábyrgð að leggja sitt lóð á vogarskálina við að kjósa bænum stjórn. Það getur oltið á einu atkvæði hvort stjórnun bæjarins lendir aftur í vinstri villum, eða nýtur áfram styrkrar forystu sjálfstæðismanna.“ Alþýðubandalagið hefur beitt þeim lævísa áróðri, að þeir eigi góðverk- in, en það sem miður fer sé Sjálf- stæðislíokknum og ríkisstjóminni að kenna. Þeir hafa meira að segja fengið liðsinni Framsóknar við að bera þennan áróður á torg, en síðan hefur Alþýðubandalagið notið af- rakstursins og fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Slíkt er ekki stór- mannlegt. Eg hef í fyrri greinum mínum bent á, að núverandi meirihluti hef- ur staðið sig vel í vamarbaráttu í at- vinnumálum. Stór fyrirtæki hafa hrunið, en það hefur tekist að koma flestum á fætur á ný, þannig að þau eigi framtíð fyrir sér. Og menn mega heldur ekki glcyma því, að á undanfömum árum hefur verið Dagskipun I-listans! Þann 17. maí s.l. birtist í Degi grein eftir Svanfríði Jónasdóttur sem hún nefndi „I-listinn veifar réttu tré“. Greinilegt er á skrifum hennar að hún er ekki allskostar ánægð með það góöa ástand sem ríkt hefur í atvinnu- og bæjarmál- um á Dalvík síóustu árin. Þó alltaf megi bæta um betur er atvinnu- leysi langt undir landsmeðaltali þrátt fyrir umtalsverða fólksfjölg- un á staðnum. Dalvíkingar geta vel viö sinn hlut unað hvað þetta varðar þó auðvitað kysum við helst að sjá atvinnuleysisskrána auða. Þetta má þakka jjeim dug- miklu einstaklingum og fyrirtækj- um á Dalvík sem rekið hafa fyrir- tæki sín af skynsemi og dugnaði. Að opna augun og viðurkenna staðreyndir er greinilega crfitt lyr- ir greinarhöfund nú í lok kosn- ingabaráttunnar. Greinarhöfundur scgir aó fréttaflutningur frá Dalvík hafi einkennst af góðum fréttum af ntálefnum bæjarfélagsins og at- vinnu- og athafnalífi sem þar fer fram. Þetta er hárrétt. Og er það vel ef fréttamenn á tímum frjálsrar fjölmiðlunar sjá það sem vel er gcrt og birta til tilbreytingar já- kvæðar fréttir, öðrum til upplyft- ingar og cftirbreytni. En greinar- höfundur missir fótanna þegar hún heldur því fram að bæjarfulltrúar á Dalvík stjórni fréttaflutningi frá rúmlega 1500 rnanna byggðarlagi. Þaö er hins vegar gott til þess að vita hvaða trú hún virðist hafa á stjórnkænsku bæjarfulltrúa D-list- ans á Dalvík. I framhaldi af þessum hugarór- um glansmynda og barnaskap greinarhöfundar veður hún áfram í villu og svima og nú unt kosn- ingamál sitt, kvótamál á Dalvík. Snýr hún blaðinu við og gerir þau Svanhildur Árnadóttir. „Það er alvarlegt uni- hugsunarefni að greinar- höfundur skuli neita að viðurkenna þessar stað- reyndir og líta svo á að kvóti fyrirtækis á Dalvík skuli ekki talinn bæjarfé- laginu til tekna. Dagskip- un Svanfríðar Ingu Jón- asdóttur í þessari kosn- ingabaráttu er því líkast til veifum fremur röngu tré en öngvu“. alkunnu sannindi að sínum aö veiðiheimildir í tonnum talið á Dalvík hafi ntinnkað. Allir vita nema e.t.v. greinarhöfundur að heildarkvóti landsmanna hefur verið skorinn niður um tugi pró- senta á síðustu árum. Flestir vita líka hvaða aðferóir cru notaðar til að skoða kvóta einstakra staða í samanburði við önnur byggðarlög, þ.e. að sjá hver hlutur hvers og eins er í þeim heildarkvóta sem til úthlutunar er ár hvert. Þannig sjá- um við hvort kvótinn hefur rýrnað eða aukist sem hlutfall af heild. Greinarhöfundur kýs aó telja ekki 1591 þorskígildi Söltunarfé- lags Dalvíkur meó þcgar hún fjallar um hlutdeild Dalvíkur í heildarkvóta. Sú staðreynd hefur alltaf legið fyrir og það er illskilj- anlegt að fyrrverandi bæjarfulltrúi kjósi að líta fram hjá þessu atriói þcgar fyrir liggur að kvóti þessi hel'ur vcrið nýttur á cftirfarandi hátt hér á Dalvík. Þessi 1591 þorskígildi sköpuðu Dalvíkingum 111 þúsund vinnustundir s.l. ár en hjá fyrirtækinu voru þær aðeins 25 þúsund árið 1989. Þá komu til vinnslu í verksmióju SFD síðast- liðið ár 3486 tonn af rækju en voru 680 tonn árið 1989. Þetta hefur jafnframt skapað aukin unt- svif vió Dalvíkurhöfn. í dag njót- um við enn þessa kvóta þar sem SFD hefur tekið á móti 1800 tonn- um af rækju frá síðustu áramótum. Að meðtöldum rækjukvóta SFD er hlutdeild Dalvíkur 6,69% í rækjukvóta landsmanna en ekki 3,31% eins og greinarhöfundur segir. Þaö cr alvarlegt umhugsunar- el'ni að greinarhöfundur skuli neita að viðurkenna þessar stað- reyndir og líta svo á aó kvóti fyrir- tækis á Dalvík skuli ekki talinn bæjarfélaginu til tekna. Dagskipun Svanfríðar Ingu Jónasdóttur í þessari kosningabaráttu er því lík- ast til vcifum fremur röngu tré en öngvu. Svanhildur Árnadóttir. Höfundur skipur annaó sæti D-listuns á Dalvík. mikill vaxtarbroddur í ýmsum greinum atvinnulífsins, þó því sé sjaldnar hampað en atvinnuleysinu. Til dæmis hefur störfum í opinberri þjónustu fjölgað um hálft þúsund á undanförnum tíu árum. Munar þar mest um Háskólann, framhalds- skólana og Sjúkrahúsið. En nú eru að skapast aðstæður til að slaka á varnarbaráttunni og hefja nýja sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðismönn- um er best treystandi til að stýra þeirri sókn. Tryggjtim Valgerði sæti í bæjarstjórn Skoðanakannanir hafa sýnt, að það er hart barist um ellefta manninn í bæjarstjóm Akureyrar. Þó hann hafi verið settur hjá einum flokki í dag þá getur hann verið hjá öðrum á morgun, samkvæmt skekkju- mörkum þessara kannana. Kjós- endur mega ekki afsala sér þeirri ábyrgð að leggja sitt lóð á vogar- skálina við að kjósa bænum stjóm. Það getur oltið á einu atkvæði hvort stjómun bæjarins lendir aftur í vinstri villum, eða nýtur áfram styrkrar forystu sjálfstæðismanna. Akureyringar. Kjósum D-listann á laugardaginn og tryggjum Val- gerði Hrólfsdóttur ömggt sæti í bæjarstjóm Akureyrar. Þórarinn B. Jónsson. Höfundur skipar þriója sætió á framboóslista Sjálfstæóisflokksins vió bæjarstjómarkosning- amar 28. maí nk. Eyjafjarðarsveit Kjörstaöir við sveitarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara laugardaginn 28. maí 1994, verða í félagsheimilinu Sólgarði og Hrafnagils- skóla. Kjörfundur hefst kl. 10 og honum lýkur kl. 22. Eyjafjarðarsveit er skipt í tvær kjördeildir, sem hér segir: I. Kjördeild, Félagsheimilið Sólgarður, fyrir þá íbúa hreppsins sem búsettir eru á landsvæði Saurbæjar- hrepps, eins og það var fyrir sameiningu hreppanna. II. Kjördeild, Hrafnagilsskóli, fyrir þá íbúa hreppsins, sem búsettir eru á landsvæði Hrafnagilshrepps og Öngulsstaðahrepps, eins og það var fyrir sameiningu hreppanna. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun nafnskírteinis eða á annan fullnægjandi hátt. Talning atkvæða fer fram í Hrafnagilsskóla að kjörfundi loknum. Á kjördegi hefir yfirkjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, síma 31136. Yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar 24. maí 1994. Hörður Adólfsson, Auður Eiríksdóttir, Emilía Baldursdóttir. Föstudagur Pláhnetan Laugardagur Kosningadansleikur Karma Kjallarinn Gústi góði föstudag og laugardag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.