Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 20

Dagur - 26.05.1994, Blaðsíða 20
Saiiwi) «i() sigri Akureyri, fimmtudagur 26. maí 1994 ^ Útboði - íslenskur upplýsingabanki: Arleg velta í útboðum 7-10 milljarðar króna segir í upplýsingabæklingi frá Út- boða. Með tilkomu upplýsingabank- ans eiga bjóðendur, hvar sem er á landinu, samtímis kost á upplýs- ingurn urn tiltekin útboð, fyrirtæki geta lækkað auglýsingakostnað sinn og hagsmunaaðilar hafa betri yfirsýn yfir markaðinn. Samstarfsráö hagsmunaaðila ákveóur hvaða upplýsingar skal vista í Útboða. Skýrr mun hafa umsjón með rekstri Útboða næstu þrjú árin og þar má fá allar nánari upplýsingar. Ríkiskaup fara með stjórn samstarfsráðsins. SS Eingreiðslan 1. júní: Þriggja mánaða viðmiðunartímabil Þann 1. júní næstkomadi fá launþegar 6.000 kr. ein- greiðslu samkvæmt samkomu- lagi launanefndar ASI og vinnu- veitenda. Fulla greiðslu fá þeir sem verið liafa í starfí hjá við- komandi launagreiðanda síð- ustu þrjá mánuði. Samkvæmt þeim skilyröum sem sett eru fyrir eingreiðslunni skal starfsmaður vera í starli hjá fyrirtækinu þann 1. júní og hafa verió í starfi þar frá 1. rnars sl. Þeir sem eru í hlutastarfi á þessu tímabili fá greitt hlutfallslega. Þeir sem eru í orloli þann 1. júní, í veikindaleyfi eða á uppsagnar- fresti teljast vera í starfi og eiga því fullan rétt á eingreiðslunni. Blonduós: Rækjuaflinn um 25% meiri en á sama tíma í fyrra Vædderen á Akureyri Danska eftirlits- og rannsóknarskipið Vœdderen kom til Akureyrar í gær en þjónustusvæði skipsins er við Grænland og Færeyjar sem út- heimtir færni í sjómennsku 60 manna áhafnar auk þess sem hún er langtímum fjarri heimahöfn. Skipið er 3500 tonn að stærð, 112 metra langt og 14 metra breitt, ganghraði um 20 hnútar og um borð er ein þyrla. Verkefni skipsins er fyrst og fremst verndun landhelgi, eftirlit, björgunarstörf, mengunarvarnir og aðstoð við yfirvöld og íbúa Grænlands og Færeyja. A innfelldu myndinni er skipstjórinn Lars H. Skotte. GG/Mynd: GG Stofnaður hefur verið íslensk- ur upplýsingabanki um út- boð og nefnist hann Útboði. Markmiðiö með stofnun hans er að auðvelda kaupendum að kynna útboð með ódýrum og ör- uggum hætti, svo og að auð- velda bjóðendum yfirsýn yfir þau útboð sem eru á markaðin- um á hverjum tíma. í Útboða verður hægt að fá yfirlit yfir öll útboð sem eru í gangi hérlendis, auk yfirlits yfir útboð sem hafa verið opnuó og eru á samningsstigi. Jafnframt verða fyrir hendi upplýsingar um fyrri útboö og samningsaðila. „A þennan hátt fæst miklu gleggri yfirsýn ylir íslenskan út- boðsmarkað en áður, jafnframt því sem auðvclt verður fyrir útboðs- aðila og tilboðsgjafa aó kortleggja markaðinn og fylgjast með niður- stöóum einstakra útboða. Það er varlega áætlaó að á Islandi fari að minnsta kosti l'ram 700 útboð á ári hverju og aó þessi kaupvangur velti um 7-10 milljöróum króna,“ Afli þeirra báta sem hafa lagt upp rækju hjá rækjuverk- smiðjunni Særúnar hf. á Blönduósi hefur verið mjög góð- ur þótt eitthvað hafi dregið úr veiði í þessari viku. í viðskiptum hjá Særúnu hf. eru fjórar bátar, þ.e. Dagfari, Ingimundur gamli, Opiö hús hjá LA - á kosningadaginn Og kýrnar leika við kvurn sinn fingur“. Þessa yfir- skrift ber dagskrá sem Leikfé- lag Akureyrar ætlar að bjóða uppá síödcgis næstkomandi laugardag, kosningadaginn 28. maí. Með þessari opnu dagskrá ætlar félagið að þakka bæjarbú- um fyrir samskiptin á leikárinu en því lýkur með sýningu á Óperudraugnum á föstudags- kvöld. Að undanförnu hafa leikarar LA heimsótt stofnanir og fyrirtæki rneð stuttar dagskrár. Þær hafa nú VEÐRIÐ verið felldar saman í eina heild af þessu tilefni. Þá hafa söngvarar sem sungiö hafa í Óperudragunum æft nokkur létt lög sem þeir munu flytja og kalla þeir sig Ó.D. kvar- tettinn. Skralli, einn frægasti trúð- ur landsins, mun taka á móti gest- um og kynna dagskrána með sínu lagi. Ekki þarf að taka fram aó þessi dagskrá leikfélagsmanna er gest- um að kostnaðarlausu og hefst húnkl. 16. JÓH Nökkvi og Ilúni en Gissur hvíti leggur upp á Hólmavík þennan mánuð en hann hefur verið í viðskiptum við Særúnu hf. Unnið hefur veriö á tveimur vöktum siöan fyrir rúmri viku og um 15 rnanns á hvorri vakt. Ef aflabrögð verða sæmileg verður það vinnufyrirkomulag fram undir jól en í fyrra var einnig unnið frá lokum maímánaóar þar til starfs- fólkið fór í jólaleyfi. Kári Snorrason, framkvæmda- stjóri Særúnar hf„ segir rækjuafl- ann á þessum árstíma a.m.k. 25% meiri cn hann var á sama tíma árið 1993 og erfitt sé að koma auga á aðra haldbæra skýringu en þá að minna sé um aðrar fisktegundir í hafinu til aó fæla rækjuna í burtu og minna um þorsk til að éta hana. Bátarnir leita nokkuð djúpt, eða allt norður og vestur fyrir Kol- beinsey. Einnig hafa miðin vestur undir Horni verið gjöful nú í vor. Rækjuvinnsla er einnig á fullu hjá öðrum verksmiðjum vió Húnaflóann, þ.e. hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd, Meleyri hf. á Hvammstanga og hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík og Drangsnesi. „Innfjarðarrækjan sem veiddist á síðustu vertíð var bölvaó rusl og ég lagði til fyrir þremur árum síó- an að flóanum yrði lokað vegna þess hve smá hún hefur verið en fiskifræðingarnir hjá Hafrann- sóknastofnun vildu ekki hlusta á það. Þá töldust allt upp í 600 rækj- ur í kg en í vetur var það best 350 til 360 stk/kg. Eg á ekki von á fiskfræðingum hingað fyrr en í októbcrmánuði en veiðar byrjar væntanlega í nóvember ncma þeir sjái aó sér. Það þýðir ekki að veiða svona smáa rækju ef stunda á rækjuveiðar á Húnaflóa til fram- búðar,“ sagði Kári Snorrason. GG Merkjum aukinn áhuga á skógrækt - segir Guðni Þorsteinn Arnþórsson hjá skógræktinni á Vöglum Full ástæða er til að gleðj- ast yfir veóurfarinu þessa dagana því áfram er spáð hlýindum og björtu veðri. Víðáttumikil hæó og vax- andi er yfir landinu og veld- ur hún mestu um staðviórió. Á Norðurlandi verður hæg vestlæg vindátt í dag og bjart veður. Guðni Þorsteinn Arnþórsson, starfsrnaður skógræktar- innar á Vöglum í Fnjóskadal, segir að salan á trjáplöntum gangi vel og greinilega megi merkja aukinn áhuga fólks á skógrækt. Á þessum tíma snúast vorverk starfsmanna skógræktarinnar fyrst og frcmst um plöntuupptöku og sölu. „Það er fullt að gera og við merkjum greinilega vaxandi áhuga á skógrækt. Lerkið er vin- sælast og síðan kemur birkið og stafafuran. Almennt virðist vera aukinn áhugi á skógrækt,“ sagði Guðni. Guðni sagði að skógurinn komi vel undan snjó. „Þaó versta fyrir skóginn er þegar haugast í hann bleytusnjór, en það gerðist ekki núna,“ Guðni sagði að ekki væri horfinn allur snjór úr skóginum, en þó væri ekki langt í land. „Hluti tjaldstæðanna er ennþá undir snjó,“ sagói Guðni. Guðni sagði útlit fyrir að tjald- stæðin yrðu opnuð um 10. júní. Það væri ekki ósvipaður tími og í meðalári. „Eins og framvindan er núna, þá geri ég ráð fyrir að við getum opnaó tjaldsvæðin um þetta leyti.“ óþh - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.