Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR
Þriðjudagur 28. júní 1994 - DAGUR - 3
Islenskir bændur:
Góðir möguleikar á lífrænni framleiðslu
- að dómi erlendra sérfræðinga sem hér hafa dvalið að undanförnu
Að lokinni ráðstcfnu á Hótcl Sögu s.l. (ostudag héldu fjórmcnningarnir
stuttan fund með Jóni Baldvin Hannibaissyni, utanríkisráðhcrra og cr
myndin tckin í höfuðstöðvum Stéttarsambands bænda að honum loknum.
Frá vinstri cru; Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands-
ins, Mei Coleman jr. Jón Baldvin Hannibalsson, Thomas B. Harding, Mcl
Coleman sr., Carl Hcast og Baldvin Jónsson, markaðsráðgjafi, scm nú vinn-
ur á vegum bændasamtakanna að athugunum á mögulcikum íslcndinga til
framlciðslu lifrænt ræktaðra matvæla. Mynd M
Akureyri:
Bæjarmála*
punktar
■ Hallgrímur Ingólfsson og
Anna Þóra Baldursdóttir hafa
vcriö tilncfhd af hálfu bygg-
inganefndar í samstarfsnefnd
um ferlimál fatlaöra.
■ A fundi félagsmálaráös 22.
júní sl. voru lagóar fram nióur-
stöður könnunar, scm varaó
hefur í fimm mánuói á Flúðum
og Síðuseli um breytingar á
fyrirkomulagi nestis. Félags-
málaráð álítur aö árangur hafi
orðió ágætur af þeirri tilraun,
sem hér var gerð um mat á
vegum leikskólans í staó nestis
á kostnaðarveröi, og telur að
stefna beri að þessu fyrirkomu-
lagi á þeim leikskólum Akur-
eyrarbæjar þar sem það er
unnt.
■ Á fundi atvinnumálanefndar
var lögð fram styrkbeiöni til
Atvinnuleysistryggingasjóðs
frá Tölvu- og hugbúnaðarþjón-
ustunni, þar sem sótt er um
styrk er nemur atvinnuleysis-
bótum í 6 mannmánuói til hug-
búnaðarþróunar. Samþykkt var
að senda umsóknina til At-
vinnuleysistryggingasjóðs.
■ Lagt var fram bréf frá Út-
gerðaifélagi Akureyringa hf.
sem er svar við fyrirspurn at-
vinnumálanefndar Akureyrar
dags. 4. maí sl. varóandi
möguleika til vaktavinnu. I
svari ÚA kemur fram að í ljósi
aflaheimilda það sem cftir lifir
ársins er sýnt, aó ekki verður
hægt að taka upp vaktavinnu
hjá fyrirtækinu í ár.
■ Á fundi húsnæóisnefndar
10. júní sl. var tckið fyrir er-
indi dags. 6. júní sl. frá íbúum
við Hjallalund 20-22 hvaó
varðar umtalsveróar sprungur á
plötuskilum forsteyptra platna.
Forstöðumanni var falið að
kanna málið frekar og skila
skýrslu til ncfndarinnar.
■ Húsnæðisnefnd hcfur sam-
þykkt að fela forstöðumanni aó
ganga til vióræöna við Bygg-
ingarfélagið Hymu hf. varð-
andi frágang íbúða við Dreka-
gil 28. Húsnæðisnefnd sam-
þykkti að fela forstöðumanni
að ganga til vióræóna við aðila
og undirrita samninga með fyr-
irvara um samþykki nefndar-
innar og bæjarráðs.
■ Á fundi félagsmálaráðs var
lagt fram erindi Guðmundar B.
Guðmundssonar varðandi for-
gangshópa á leikskólum, en
Guómundi gremst að nemar í
Háskólanum á Akureyri njóti
forgangs á leikskólum. Einnig
var lagt fram crindi Félags
stúdenta við Háskólann Akur-
eyri þar sem mótmælt er fram-
kominni tillögu um að reglur
um afslætti fyrir námsmenn
verði þrengdar.
■ Á fundi félagsmálaráðs var
lögð fram fyrirspurn félags-
málastjóra um afstöóu ráðsins
til þess að leiksvæói Krógabóls
verði á næsta ári einnig nýtt
fyrir tvær sex ára bekkjardcild-
ir Síðuskóla, sem verða munu í
skólastofum í Glcrárkirkju.
Deildarstjóra leikskóladeildar
og félagsmálastjóra var falið
að leggja fram greinargerð fyr-
ir næsta fund..
íslendingar eiga auðvelt með að
framleiða Iífrænt ræktaðar land-
búnaðarafurðir. Er það niður-
staða fjögurra erlendra sérfræð-
inga á sviði framleiðslu og
markaðsmála lífrænna matvæla,
er dvalið hafa hér á landi að
undanförnu og kynnt sér að-
stæður til slíkrar framleiðslu.
Hinir erlendu aðilar eru Thomas
B. Harding, búgarðseigandi í
Pennsylvania og forseti IFOAM
(International Federation of
Örganic Agriculture Move-
ments), Carl Heast, fram-
kvæmdastjóri og markaðsráð-
gjafi, Hollendingur en búsettur í
Belgíu, Mel Coleman sr., bóndi
og framleiðandi lífrænts ræktaðs
kjöts í Colorado í Bandaríkjun-
um og sonur hans Mel Coleman
jr., er einnig starfar við fjöl-
skyldufyrirtækið, Coleman Nat-
ural Meats, Inc. Heimsókn fjór-
menninganna hingað til lands
lauk með ráðstefnu á Hótel Sögu
síðast liðinn föstudag þar sem
þeir fjölluðu um lífræna fram-
leiðslu matvæla, markaðsmál og
möguleika íslendinga í þeim
efnum.
Thomas B. Harding benti á að
á íslandi hafi aldrei verið notuö
hormónalyf við framleiðslu á
kjöti, notkun eiturefna vegna skor-
dýra væri í algjöru lámarki og
jarðvegur því að mestu eða alveg
laus við slík efni auk þcss scm
notkun fúkkalyfja í landbúnaði
væri mun minni en í flestum ríkj-
um Evrópu og Norður Ameríku.
Þetta sé í raun undirstaða þess aó
að stunda megi lífræna ræktun og
framleiðslu matvæla. Thomas B.
Harding kvaðst telja að íslenskur
landbúnaður væri almennt ekki
tilbúinn til aó hefja slíka fram-
leiðslu en mjög lítið vantaói á að
bændur gætu aðlagast þeim kröf-
um er gerðar séu og tekist á við
slík viðfangsefni. Hvaö markað-
inn varðar sagði hann að heildar-
velta í viðskiptum með lífrænar
matvörur væri um 50 milljarðar
dollara á ári og færi vaxandi. Þrátt
fyrir að Evrópusambandið reki
hreina verðstefnu í landbúnaðar-
málum en ekki gæðastefnu og
gæði séu því ekki sett á oddinn þá
færi eftirspurn eftir gæðavörum
stöðugt vaxandi í ríkjuni sam-
bandsins og sé nú oróin um 1 % af
matvörumarkaöi í Þýskalandi.
Vegna hinna góðu náttúrulegu að-
stæðna hér á landi ættu íslending-
ar fullt erindi á markaði fyrir líf-
rænar neysluvörur en undirstaóa
þess sé fyrst og fremst að staðið
verði undir þeim kröfum er gerðar
eru til framleiðslunnar.
I máli fjórmenninganna kom
glöggt fram að gæói eru undir-
staða framleiðslu og markaðssetn-
ingar lífrænt ræktaðra matvæla og
það traust sem framleiðendur ná
að byggja upp gagnvart neytcnd-
um. Til þess eru notuð ströng vott-
unarkerfi þar sem varan er vottuð
á öllum stigum framlcióslunnar.
Vottunin hefst í raun í jarðvegin-
urn þar sem fóður sláturdýra cr
ræktað en síðan er stöðugt l'ylgst
meó hverju dýri þar til því er slátr-
að og eftir það mcð framlciðslu-
vörunni þar til hún kcmur í hendur
ncytenda.
Á ráðstcfnunni lýstu Coleman-
feðgar því á hvcrn hátt þeir hófu
framleióslu á lífrænt ræktuðu kjöti
á búgarði sínum í Colorado og
hvaða aðferðir eru notaðar við
sölu og markaóssetningu á því. 1
niáli þcirra kom fram aó mikil-
vægt sé að fullkomió traust skap-
ist á milli framleiðenda og neyt-
enda þannig að ncytcndur geti
veriö fullvissir um að þeir fái þá
vöru scm þcir cru að sækjast eftir.
ÞI
Laxá í Aðaldal:
Um 160 laxar
á land á svæði
Laxárfélagsins
Um miðjan dag í gær voru
komnir um 160 laxar á land á
svæði Laxárfélagsins í Laxá í
Aðaldal. Veiðin gekk nokkuð
treglega um hclgina en í gær-
morgun náðust 6 laxar á land.
Veiðimcnn hafa séð mikið af
laxi í ánni en hann hcfur tckið
frekar illa. Þá cr áin frckar köld,
auk þcss sem ekki hefur viðrað
allt of vcl á vciðimcnn að undan-
förnu. Veitt cr á 12 stangir á
svæði Laxárlélagsins og stærsti
laxinn scm vciöst hcfur til þcssa
cr 19,5 pund.
Veiói í Mýrarkvísl hófst l'orm-
Icga þann 20. júní sl. Áin var köld
og gruggug l'yrstu dagana og það
var ekki l'yrr cn um hélgina að
fiskur náðist á land. Þá fengust
tveir laxar 12-15 pund. Áin cr aö
hlýna og hcfur sést töluvcrt af
llski og cru vciðimcnn bjartsýnir á
framhalilið. Vcitt er á þrjár stangir
íMýrarku'sl. KK
I
m
Veitum alhliða smíða- og
viðgerðarþjónustu.
Fljót og góð þjónusta.
Ifbl SUPPSTÖÐIN
m ODDI HF
Upplýsingar í símum 12700 og 12710.
Kvöld og helgar sími 12710.
MJOHBOSINl
KAUPANGI
Glæsilegt fiskiborð
Fjölbreytt úrval
**•
- Sértilboð
Kjötfais 408 to. kg - Ná 339 to. kg
Beikonfars 430 kr. kg - Nú 359 kr. kg
Paprikufars 430 kr. kg - Nú 359 kr. kg
Saltkjötfars 430 kr. kg - Nú 359 kr. kg
Svikinn héri 430 kr. kg - Nú 359 kr. kg
Munið dagstiiboðin
í kjötborðinu
alla fimmtudaga
KJÖRBÚDIN
;ú\dM íl dj
SlMI 12933 - FAX: 12936