Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. júní 1994 - DAGUR - 5
Molar úr sögu flugs á Akureyri
Karl Magnússon við Grunian 9 á Melgerðismclum.
Tigcr Mouth TF-KAD og Pipcr Cub TF-KAH vélar I'lugskóla Akureyrar á Melgcrð-
ismelum. Ljósmynd: Gísli Ólafsson.
Undirritaðir samningar um „Nord“ flugvclina scm aldrci var kcypt. F.fri röð frá
vinstri: Svcrrir Vilhjálmsson, Jóhannes I'ossdal, flugmaður, Frcyr Ofcigsson, Magn-
ús Jónsson, framkvæmdastjóri Þórshamars, og óþckktur. Ncðri röð frá vinstri:
Tryggvi Hclgason, flugmaður, Kristján Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Niður-
suðuvcrksmiðju K. Jónssonar, óþekktur, óþckktur.
Síóast var horfið frá er nýr flugvöllur
hafði verió tekinn í notkun á Akur-
eyri í desember árið 1954. Margt er
enn ótalið en ekki er hægt að ljúka
þessum molurn nema minnast á Svif-
flugfélag Akureyrar, sem ól upp
margan atvinnufíugmanninn, fyrstu
flugkennsluna hér um slóðir og
Norðurfiug. Þetta eru merkir þættir í
akureyskri flugsögu, þó hver með
sínum hætti.
Svifflugfélag Akureyrar
Þaó var snemma árs 1937 aó stofnað
var svifflugfélag á Akureyri, nánar
tiltekið þann 9. apríl það ár. Ahuginn
var tilkominn vcgna frétta af því sern
var aó gerast í svifflugmálum í
Reykjavík. Akureyringarnir voru til-
búnir að leggja á sig ómælda vinnu
og jafnvel fjárútlát, af litlum efnum,
til þess aó sjá draum sinn rætast.
Fyrsta árið fór mest í undirbúning
og fjáröflun, cn Agnar Kofoed-Han-
sen gekk í aó útvega félaginu efni í
renniflugu af gcróinni Grunau 9 frá
Þýzkalandi. Einnig fylgdi með mikil
og voldug teygja, sem notuó var til
þess aö skjóta renniflugunni á loft.
Vorið 1938 hófst smíði á renniflug-
unni á húsgagnasmíðaverkstæói
Kristjáns Aóalsteinssonar í Hafnar-
stræti 96 (París). Kristján var félög-
um svifflugfélagsins vænn, svo ekki
sé mcira sagt. Einnig kom hingað
þýzkur maður, vanur svifflugusmiður
og ilugmaður. í júlíbyrjun sumarió
1938 var rennitlugan tilbúin og félag-
ar svifflugfélagsins fluttu hana upp á
tún Jakobs Karlssonar við býli hans
Lund ofan Akureyrar. Nú var teygj-
unni krækt í ncf flugunnar og þýzki
flugmaðurinn settist við stýri, teygjan
var strekkt, hcnni sleppt og flugan
þaut af stað. Allt gekk vel og félagar
svifflugfélagsins flugu nú hver á eftir
öðrum. Flugin sem kölluó voru
„rúss“, stóöu í nokkrar sekúndur og
voru 200-400 mctra löng, cn flug
samt.
Hér hófst upphaf mikils ævintýris
sem enn stendur. Svifllugfélag Akur-
eyrar varð skóli fyrir marga flug-
menn, sem mikiö komu við sögu
Flugfélags Islands og Loftleiða.
Nægir hér aó nefna nöfn Jóhannesar
R. Snorrasonar, Aðalbjörns Krist-
bjarnarsonar, Viktors Aðalsteinsson-
ar og Magnúsar Guömundssonar.
Ekki gengu Uugæfingar allar eftir
áætlun eóa áfallalaust, en óbilandi
kjarkur og áhugi IJcytti félögum Svif-
flugfélags Akureyrar yfir alla erfið-
leika.
Ekki veróur saga þessa merka fé-
lags rituð nema aó minnast Karls
Magnússonar, vélsmiðs, sem árum
saman var aðaldriffjöörin í starfi svif-
flugfclagsins. Karl var dvergur hagur
til munns og handa og áorkaði mörgu
og smíóaði fyrir félagiö, m.a. spil til
þess að draga svifflugur á loft.
Arngrímur Jóhannsson, forstjóri
Atlanta flugfélagsins, sem er gamall
lclagi í Svifflugfélagi Akureyrar, hef-
ur minnst Karls á verðugan hátt. Ein
þota Atlanta félagsins ber nafnið Karl
Magnússon og mcrki Svifflugfélags
Akureyrar er málað neðan undir.
Svifflugmenn reyndu víóa fyrir
sér hvar bezt væri aó fljúga í Eyja-
firði og fljótlega uróu Melgerðismel-
ar aóalæfingastaður félagsins, sem
þcir eru enn í dag. Þar hefur svifflug-
félagið komió sér einstaklcga vel fyr-
ir og er mikið flogið þar þegar færi
gefst.
Einnig hafa þeir scm fjarstýróum
flugmódelum fljúga slcgist í hópinn
með llugvelli fyrir sig.
Fyrsta flugsýningin hér norðan
heióa var haldin á Melgeróismeluni
þann 20. ágúst áriö 1939. Mikið til-
stand var í kringum flugdaginn, m.a.
var varpað niður auglýsinguni úr
flugvél yfir bæinn og sætaferðir fam-
ar frá B.S.O. Talið var aó allt að
1000 manns hefðu sótt flugdaginn,
sem þótti takast allvel þrátt fyrir frek-
ar slæm veðurskilyrói.
Ymislegt annaö gerði Svifflugfé-
lag Akureyrar til þess að vekja áhuga
Akureyringa á flugi og flugmálum.
Félagió hélt m.a. skemmti- og
fræðslusamkomu í Nýja-Bíói í maí
árið 1938. Samkoman var fjölsótt og
þótti takast vel.
Flugskóli Akureyrar
Árið 1945 var merkt í flugsögu M-
ureyrar, en það ár stofnuðu þeir Árni
Bjamarson, bókaútgefandi, Gísli 01-
afsson, lögregluþjónn og Steindór
Hjaltalín, útgerðarmaður, flugskóla á
Melgerðismelum. Allir voru þessir
menn miklir áhugamenn um flug og
framgang þess og því viidu þeir gefa
4. grein
Sigurður Eggert Davíðsson.
ungu fólki tækifæri til flugnáms hcr
heima.
Árni Bjarnarson hafði snemma
hrifist af fluglistinni og árið 1931
skrifaði Árni Dr. Alcxander Jóhann-
essyni bréf, en í því ræðir Árni
möguleika þess að hefja útgáfu blaðs
um flug og mál því tcngdu. I svari
Dr. Alexanders kemur fram aó hann
er ekki bjartsýnn á útgáfu flugtíma-
rits hér á landi. Ekki lét Árni dcigan
síga, heldur reyndi hann að vekja
áhuga fólks á flugi með grcinaskrif-
um í blöð. Hann var lengi ásarnt
Gísia Olafssyni í stjórn Svifflugfé-
lags Akureyrar.
Merkilegasta framlag Árna Bjarn-
arsonar í útgáfumálum cr flug varóa
cr bókin Lærðu að fljúga, sem út
kom nálægt áramótum 1944-45. Bók-
in var eftir Frank A. Swoffer, cn þýð-
andi var Helgi Valtýsson, kennari.
Agnar Kofoed-Hansen skrifaói for-
mála og lofar framtak Árna mjög
m.a. nýyrðasmíði þýöandans varð-
andi flug.
Stcindór Hjaltalín var mikill
áhugamaður um flug og gcta má þess
að dóttir hans Erna lauk fyrst ís-
lenzkra kvenna flugprófi. Steindór
keypti um 1950 stóra flugvél af
Lockheed Hudson gerð, sem hann
ætlaði að nota til síldarleitar og ein-
kaflugs, jafnvel landa á milli. Stutt
varð í notkun flugvélarinnar þar sem
hún skemmdist á Mclgerðismelum
og var ckki notuð eftir það.
Flugskóli Akureyrar festi þegar
kaup á tveimur kennsluflugvélum af
Tiger Moth gerð og uppi voru áfom
um að kaupa fleiri flugvélar til
kennslu. Flugskólinn starfaði í nokk-
ur ár við vinsældir. Stofnendur flug-
skólans gerðu sér grein fyrir að ekki
yrði um fjárhagslegan ábata að ræða
og framtak þeirra því lofsverðara fyr-
ir vikið.
Norðurflug
Aó kvöldi 1. nóvember árið 1959
lenti í fyrsta sinn á Akureyrarflug-
velli, sjúkraflugvélin svokallaða, TF-
JMH, tveggja hreyfla flugvél af geró-
inni Piper Apache, vel búin að þeirrar
tíóar hætti. Tryggvi Helgason, tlug-
maður, hafði fest kaup á vélinni
ásamt Slysavamadeild kvenna á Ak-
ureyri og Rauðakrossdeildinni hér í
bæ. Þeir Tryggvi og Aðalbjörn Krist-
bjamarson, þá flugstjóri hjá Flugfé-
lagi Islands, flugu vélinni heim frá
Ameríku.
Svo var til ætlast aö þessi flugvél
sinnti sjúkraflugi ásarnt öörum
tilfallandi verkefnum og varð Norð-
urflug til kringum þá starfssemi
ásamt flugkennslu, scm Tryggvi hóf
fljótlega.
Fljótlega kom í ljós að vcrkefni
voru meiri hér noróanlands, en hin
nýja flugvcl annaði, svo brátt var far-
ið að huga að stækkun llugflotans.
Eftir allítarlega athugan var ákveðið
að kaupa flugvélar af gerðinni
Beechcraft C-45H sem tóku 9 far-
þega.
Tryggvi komst í samband við of-
fursta í Bandaríska llughemum, Lorr-
cn L. Perdue frá Alabama. Hann sá
um útvegun flugvélanna og ferjaði
þær heim ásamt amerískum flug-
mönnum og Birni Sveinssyni flug-
virkja. Hingað til Akureyrar komu
flugvélamar 2. júlí árið 1964 eftir
ágætt flug frá Alabama í Bandaríkj-
unum.
Önnur flugvélin sem bar cinkenn-
isstafina TF-JMD hóf fljótlcga flug á
vegum Noróurllugs, sem nú var farið
að halda uppi flugi um noróaustur-
horn landsins og til Grímseyjar. Hin
flugvélin, TF-JME var mikið endur-
bætt hér í bæ áður cn hún hóf llug á
vegum Norðurflugs. M.a. var væng-
endum breytt, sett á vöruhurð, út-
blásturskerfi bætt og stclhjól hækkað.
Allt bætti þetta flugeiginleika flug-
vélarinnar og jók hraða hennar. Báó-
ar þessar flugvélar reyndust framúr-
skarandi vel og voru í notkun alla tíð
meðan Norðurllug starfaói.
Merkasti þátturinn í sögu Norður-
flugs er án cfa áform félagsins um
kaup á stórri flugvél af geröinni
NORD 262 A20 og umsókn félagsins
um leyfi til áætlunarllugs á leiðinni
Akureyri-Rcykjavík. Þcssi hugmynd
var opinbcrlega kynnt í desember ár-
ió 1966. I mars næsta ár var Norður-
flugi breytt í hlutafélag, sem yfirtók
allar eigur Norðurflugs, nema sjúkra-
flugvélina, eignarhald á henni var
óbreytt.
Ástæður þcss aö Noróurflugi var
breytt í hlutafélag voru hin áformuðu
flugvélakaup, mciri uppbygging á
Akureyrarflugvclli ásamt almennu
rekstraröryggi. Heldur þótti ríkis-
valdið svifaseint í samskiptum sínum
við félagið.
í fyrstu stjórn Norðurflugs h.f.
voru m.a. Kristján Jónsson, forstjóri
Nióursuóunnar (mágur Tryggva
Helgasonar), Magnús Jónsson, sölu-
stjóri (á Þórshamri) og Sverrir heitinn
Vilhjálmsson, flugumferðarstjóri.
Framkvæmdastjóri varð Tryggvi
Helgason.
Snemma í júní árið 1967 voru við
hátíólcga athöfn undirritaðir formleg-
ir samningar um kaup á NORD 262
A20 skrúfuþotu, sem átti að afhenda
ásamt varahlutum vorið 1968. Veró
ásamt þjálfun flugmanna var um 30
milljónir króna á þávirói. Samning-
anna undirrituðu fulltrúar Nord Avi-
ation frá Frakklandi ásamt Kristjáni
Jónssyni og Tryggva Helgasyni fyrir
hönd Norðurflugs h.f. Hlutafjáröflun
gekk vel og bjartsýni var ríkjandi.
Eins og alkunna er varð aldrei af
því að NORD flugvélin kæmi til Ak-
ureyrar og má nær örugglega kenna
um hagsmunum sem rákust á og inn-
byggóri tregóu kerfisins.
Einhverjir sáu ástæóu til þess að
koma af stað gróusögum um óáreió-
anleika NORD flugvélanna sem
mjög spillti fyrir og dugði þá ekkert
að benda mönnum á að mjög góð
reynsla var þá þegar af notkun
NORD-262 í Bandaríkjunum.
Þessir atburðir uróu Noróurflugi
h.f. mikið áfall, cn Tryggvi Helgason
gafst ckki upp og hclt flugrekstri sín-
um áfram. Eg held að ekki sé ofmælt
aó farsæld hafi einkennt reksturinn,
bæði flugiö sjálft og ráðningu starfs-
manna. Enn sem fyrr var kerl'ió tregt
í skiptum sínum vió Norðurllug.
. Þann 3. maí árió 1972 lcnti
Tryggvi Helgason ásamt eiginkonu
sinni Petru Konráðsdóttur á Akureyr-
arflugvelli eftir rúmlega níu klst. Ilug
frá Goose Bay á Labrador. Farkostur-
inn var nýlcg flugvél af gerðinni Pi-
pcr Aztec sem Tryggvi hafói fest
kaup á í Bandaríkjunum. Einkum var
þessi flug\ hugsuð til þess að leysa
gömlu sjú' aflugvélina af hólmi og
til nota í igrckstri félagsins. Þessi
flugvél bc inkennisstafina TF-JMA
og er enn : otkun.
Um þc i leyti barst Noröurflugi
beiöni um að fljúga til Station Nord á
norðurstriuid Grænlands mcð vara-
hluti og llugvirkja til viðgeróar á
Beechcraft E-18S (sem er endurbætt
gerð C-45H) í eigu Landflugs í
Reykjavík. Skemmst er frá því að
segja að þar sem aukaeldsneytis-
geymar voru enn í TF-JMA flugu
þeir Tryggvi og Jón E. Karlsson yfir-
flugvirki Norðurflugs norður og
gerðu viö llugvélina.
Þetta \ ar upphaf á miklu leigu-
llugi til Grænlands sem enn stendur.
Skömmu eftir þctta kcypti Norður-
llug E-18S flugvélina af Landflugi
og hlaut hin einkennisstafina TF-
JMB. RcynJist þessi llugvél ágæt-
lega en var seinna scld. Rckstur fé-
lagsins gckk allvel næstu árin og
verkefni voru næg.
Þegar kemur fram á árió 1974 er
ljóst að ckki verður skotió á frest aó
hefja endurnýjun á flugflota félags-
ins. Það var bæði dýr og flókin aó-
geró, svo Tryggvi Helgason ákvaó aó
hætta rekstri Norðurflugs haustió
1974. Þá ákvcða starfsmcnn Norður-
flugs aó kaupa félagið af Tryggva
Helgasyni og halda flugrekstrinum
áfram. Upp úr því verður Fluglélag
Norðurlands til, sem starfað hefur
síðan undir stjórn Sigurðar Aóal-
steinssonar á flugrekstrarsviói og
Jóns E. Karlssonar á viðhalds- og
tæknisviði. F.N. hóf cndurnýjun flug-
flotans af stórhug, sem enn stcndur.
Einstök farsæld hefur hvílt yfir
starfscmi þessara tveggja fluglélaga,
þrátt fyrir smá óhöpp, og einlæg ósk
mín er sú að svo vcrði áfram og tæki-
færi gefist til ritunar á sögu F.N. síð-
ar.
Að lokum vil ég sérstalega þakka
Herói Geirssyni á Minjasafninu á
Akurcyri fyrir frábæran dugnað og
áhuga vió útvegun mynda í þessa
flugsögumola.
Sig. Eggcrt Davíðsson.