Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 9
IÞROTTIR
Þriðjudagur 28. júní 1994 - DAGUR - 9
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Fjör í Leikja- og sportskólanum
Scnn styttist í að fyrstu námskciðin í Leikjaskóla og Sportskóla KA vcrði búin. Næstu námskcið hcfjast um mánað-
armótin. Þcgar blaðamaður lcit við í síðustu viku var citingalcikur í fullum gangi og svo sannarlcga hainagangur í
öskjunni. Mynd: Halldór.
Norðurlandamót í kvennaknattspyrnu
U-16 ára:
Stelpurnar okkar
enn án sigurs
Sem kunnugt er fer Norður-
landamót í kvennaknattspyrnu
fyrir 16 ára og yngri nú fram á
Ákureyri. Þrjár umferðir eru
búnar en leikið er á 5 stöðum
norðanlands. Auk íslands eru lið
frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi,
Danmörku og Hollandi ineðal
þátttakenda. Finnar standa best
að vígi eftir þrjár umferðir með
fullt hús stiga.
Fyrsta uml’erðin fór fram á 01-
afsfirði sl. föstudag. Þá lck Island
við Finna og tapaði 3:4 eftir að
hafa verió 4:0 undir í leikhléi. Ás-
laug R. Ákadóttir, Brynja Péturs-
dóttir og Guðrún Sigurstcinsdóttir
skoruðu mörk Islands. Holland og
Noregur gerðu markalaust jafn-
tefii í þessari fyrstu umferð og
Svíar unnu Dani 4:1.
Næst var leikið á Sauðárkróki á
laugardaginn. Þá máttu okkar
stelpur þola 1:5 tap fyrir Hollend-
ingurn og skoraði Áslaug Áka-
dóttir mark Islands. Finnar unnu
Dani 1:0 og Noregur lagði Sví-
þjóð 2:0.
Á sunnudaginn var leikið á
Húsavík. Þá tapaði ísland 0:1 fyrir
Svíum, Danir unnu Norómenn 1:0
og Finnar Hollendinga 1:0.
Fjóróa umferð mótsins fer l'ram
á Dalvík í dag. Þá leika saman
Holland-Svíþjóð, Finnland-Nor-
egur og Island- Danmörk. Mótinu
lýkur síðan á Akureyri á miðviku-
daginn.
ESSO mót KA fyrir 5. flokk sett á morgun:
Ómissandi þáttur í
bæjarlífi Akureyringa
Þá er komið að hinu árlega
ESSO móti KA. Mótið er sem
kunnugt er knattspyrnumót fyr-
ir 5. aldursflokk og hefur notið
mikilla vinsælda á undanförn-
um árum. Biðröð er eftir að
komast að en fjöldi þátttakenda
er takmarkaður við 20 félög.
Keppt er í flokki A, B, C og D-
liða. ESSO mót KA hefur áunn-
ið sér ákveðin sess í hugum Ak-
ureyringa og er í raun orðinn
ómissandi þáttur í bæjarlífinu
um mánaðarmótin júní-júlí,
ekkert síður en Andrésar Andar
leikarnir á skíðum á vorin. Olíu-
félagið ESSO styrkir mótið með
myndarlegum hætti og á þakkir
skyldar fyrir. Keppendur eru
um 800 talsins.
Dagskrá mótsins er í grófum
dráttum meó þeim hætti að móts-
setning verður í KA-húsinu kl.
20.30 á morgun. Öll liðin mæta
við Lundaskóla 15 mín. fyrr og
þaðan fer skrúðganga að KÁ-hús-
inu. Er það jafnan tilkomumikil
sjón að sjá allan skarann, hvert lið
í búningum síns félags, þar sem
hann fyllir götur bæjarins. For-
eldrar barna á Akureyri eru ein-
dregiö hvattir til aó mæta meó
krökkunum og taka þátt í
skrúógöngunni.
Keppni hefst síðan á fimmtu-
dagsmorgun kl. 9.00 og stcndur
stanslaust til kl. 18.50. Kvöldmat-
ur verður snæddur í íþróttahöll-
inni og um kvöldið kl. 20.30 fer
fram þrautakeppni í KA-húsinu. Á
föstudaginn og laugardaginn
stendur keppni einnig yfir miíli kl.
9.00 og 18.50 og mótsslit og verð-
launaafhending verða í KA- hús-
inu kl. 21.00 á laugardagskvöld.
Liðunum er skipt í 4 riðla. I A-
riðli eru UBK, Stjarnan, Valur,
KA og Huginn. í B-riðli IBK, ÍR,
Þór Ak„ Týr og Þróttur. í C-riðli
Afturelding, Fylkir, FH, KR og
Þór Vestm. I D-riðli eru Fram,
Víkingur, ÍA, Haukar og Völsung-
ur. Öll félög nema Huginn senda
lið til keppni í fiokki A-, B- og C-
liða. Huginn er með A-lið en
Iþróttadeild Samherja í Eyjafirói
sendir lió í flokki B- og C-liða.
Einnig senda mörg stærri félögin
D-lið til keppni.
Skrifstofa mótanefndar ESSO
er í KA-heintilinu og síminn þar
er 96-26615. Formaóur nefndar-
innar er Gunnar Níelsson.
Torfæra á Egilsstöðum:
Norðanmenn
góðir
Ein besta torfærukeppni sum-
arsins til þessa fór fram á Eg-
ilsstöðum um helgina, haldin
af AIK Start og Bflabúð
Benna. Keppni var afar hörð í
útbúna flokknum og þar sigr-
aði Haraldur Pétursson á
Handverkinu með 1600 stig.
Norðdekk-Dreki Einars
Gunnlaugssonar frá Akureyri
skilaði eigenda sínum 2. sæti
mótsins mcð 1440 stig og hann
cr cnn í efsta sæú í keppninni
uni íslandsmeistaratitilinn. I 3.
sæti varö annar Eyfirðingur,
Helgi Schiöth á Frissa fríska og
því óhætta að segja aó uppskera
Norðlendi íga hafi vcrið góó að
þessu s ni. í götubílaflokki
sigraði R. ;nar Skúlason og hef-
ur hann u nió öll þrjú mót ársins
en alls eri þau 6 talsins.
KA-þjálfarar í Þýskalandi:
Afar gagnleg ferð
- segir Jóhannes Bjarnason
Eins og greint var frá í Degi fyr-
ir skömmu, héldu þrír þjálfarar
hjá KA á námskeið fyrir hand-
boltaþjálfara í Þýskalandi. Þetta
voru þeir Alfreð Gíslason, Árni
Stefánsson og Jóhannes Bjarna-
son. Að auki fór Atli Hilmarsson
þjálfari Fram með þeim. Að
sögn Jóhannesar var ferðin afar
gagnleg í alla staði nauðsynlegt
að sjá hvað þjálfarar annarra
landa eru að aðhafast.
Námskeiðið sem stóð í 3 daga
fór fram í Mindan í Þýskalandi og
Styttist í Akureyrarmaraþon
Nú er mjög farið að styttast í
Akureyrarmaraþon sem fram
fer þann 23. júlí nk. en forskrán-
ingu lýkur þann 18. júlí. Ung-
mennafélag Akureyrar heldur
hlaupið sem orðinn er árlegur
viðburður. Jakob Björnsson bæj-
arstjóri mun ræsa keppendur kl.
12.00 við íþróttavöllinn.
Þrjár vegalengdir eru í boöi og
því ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi. Þetta eru hálfmaraþon, 10 km hlaup og 4 km skemmti- skokk. I tveinrur styttri vegalengd- um er skipt í 6 aldursflokka; 12 ára o.y., 13-15 ára, 16-39 ára, 40- 49 ára, 50-59 ára og 60 ára o.e. Sama aldursskipting er í hálfmara- þoni nema þar er ekki keppt í tveimur yngstu flokkunum. Þátttökugjald fyrir þá sem hlaupa hálfmaraþon er 1.100 kr, 1.000 kr. fyrir 10 krn og 800 fyrir skemmtiskokkið. 12 ára o.y. borga 600 kr. Innifalið í skráningargjaldi er frí pastaveisla frá Greifanum fyrir þá sem skrá sig í forskrán- ingu en henni lýkur sent fyrr segir 18. júlí. Þátttökunúmerið gildir einnig sem happdrættismiði og frímiði í Sundlaug Akureyrar á keppnisdag. Allir sem ljúka hlaupinu fá viö- urkenningu en aó auki fær fyrsti maður í mark í hálfmaraþoni 10.000 kr peningaverðlaun, Punra íþróttaskó frá Sportveri, nráltíð á Greifanum, bikar til eignar og veglegan farandbikar. I tveimur lengri vegalengdunum fá fyrstu aðilar hjá báðum kynjum í öllum flokkum bikara til eignar og veró- launapening. Hér að neðan er skráningarblað fyrir Akureyrar- maraþon 1994.
Akureyrarmaraþon 23. júlí 1994 „Skráningarblað“
Nafn Kennitala Vegalengd
Heimili Sími Gjald
Skráningarblað sendist til UFA í pósthólf 385, 602 Akureyri, eða fax 96-25513.
voru sumir af þekktustu þjálfurum
heims með fyrirlestur. „Við vor-
um mjög ánægðir aö sjá hversu
vel við i rauninni stöndum varó-
andi unglingastarfið. Hins vegar
er alveg nauösynlegt að sjá hvað
menn eru að gera annars staðar og
námskeiðió var afar lærdómsríkt.
Ekki síst var fróólegt að sjá
hversu mikill áherslumunur getur
verið á þjálfun milli hinna ýmsu
landa,'1 sagði Jóhanncs. Seinna í
sumar hyggur hann á ferð til Dan-
merkur í svipuóum erindagjöróum
ásamt Andrési Magnússyni, þjálf-
ara hjá KA og e.t.v. einhverjum
fleiri.
□□
'“□ *□■ □□
ny a° ifEir*" □ □ □
★
Leíkfimi
★
Nuddpottur
★
Cufubað
★
Ljösabekkir
Hamar, félagsheimili Þórs
við Skarðshlíð.
Sími12080.