Dagur - 23.07.1994, Síða 18

Dagur - 23.07.1994, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 23. júlí 1994 POPP MAúNÚS ÚEIR CUÐMUNDSSON Góður endír á gítarfestívalí - Með KK og Guðmundí Péturssyní ins og tón- listarunn- endur og bæjarbúar al- mennt hafa væntanlega orð- ið varir við, stóð yfir gítarhátíð, Gítarfestival 94, hér á Akureyri í síóustu viku. Var þetta í þriója sinn á jafn mörgum árum sem festivalió er haldió og hefur það verið í tengslum við Listasumarið hér í bænum í tvö síðari skiptin (beint eða óbeint). Var uppistaða við- buróa festivals- ins, sem stóð frá þriðjudegi til sunnudags, í ætt vió klassík að venju, þar sem heimsókn- ar hins fræga Oscars Chiglia verður ekki hvað síst minnst, en lokahnykkurinn var hins vegar á blúsuóu nótunum, með þeim Guðmundi Péturssyni og Kristjáni Kristjánssyni, KK hin- um „seinni“. Komu þeir fram í fjöllistasalnum Deiglunni á sunnudeginum með tvo kassa- gítara og rödd Kristjáns að vopni. Er skemmst frá því að segja að um fínt „jam“ var að ræða hjá þeim félögum og nutu þeir sín býsna vel, KK við sönginn og taktspilið, sem fáir eru honum fremri í og Guð- mundur í einleiknum, sem var á köflum skemmtilega djassaó- ur og framúrskarandi. Efnis- skráin var blanda af lögum KK sjálfs t.d. I got a woman af fyrstu plötunni og Bein leið af samnefndri plötu og frægum blúsum eins og Baby what you want me to do eftir Jimmy Reed og Honey hush eftir Lo- well Fulson. Eðalblanda, sem svo var krydduð með ekki ómerkari „slögurum" en Johnny B. good úr rokksmiðju Chuck meistara Berry og I got you frá sálarkónginum James Brown. Er alltaf gaman að heyra slíka „klassík" og skemmir þá ekki fyrir að fá hana í svona öðruvísi bún- ingi, einfaldari og hrárri. Á þessum fínu tónleikum, er stóðu í vel yfir klukkustund, var þó þess saknaó að enginn var munnharpan hjá Kristjáni né „slidehólk- urinn" hjá Guðmundi í spilamennsk- unni, sem hefóu gert dagskrána enn skemmti- legri og fjöl- breyttari. En það verður bara vonandi bót á því næst. Meðfylgjandi mynd tók um- sjónarmaður af þeim Guðmundi og KK í „góðum gír“. Þess má svo geta að lokum aó þeir félagar fengu örlitla radd- aðstoð frá bassaleikara KK bandsins, Þorleifi Guðjónssyni og féll það í góðan jarðveg hjá tónleikagestum, sem fylltu Deigluna. GLEÐIGUMAR egar hinir tápmiklu sveinar í gleðisveitinni Greifunum lögðu upp laupana fyrir nokkrum árum, áttu menn ekki beinlínis von á að önnur sam- bærileg kæmi fram á sjónar- sviðið í náinni framtíð. Því hafa þó sumir óneitanlega viljað halda fram upp á síðkastið í til- viki einnar nýjustu poppsveitar landsins, sem slegið hefur í gegn, Vinum vors og blóma. Er það ekki hvað síst vegna nýj- asta lags hljómsveitarinnar, Frjáls, að menn hafa verið að líkja henni við Greifana og er sú samlíking ekki svo galin. Það er a.m.k. sameiginlegt með því lagi og fjölmörgum með Greifunum aó það hefur náð mikilli hylli, sem sannar- lega ekki er ástæða til aó kvarta yfir, hvað svo sem öór- um samanburði líður. Var Frjáls fjórða lagið sem kom út með Vinum vors og blóma og hafa vinsældirnar verið aó vaxa stig af stigi með hverju lagi. Hin lögin voru Gott í kroppinn, sem er að finna á Lagasafninu 3, Tapað fundið á íslensk tónlist og Maður með mönnum, sem Skífan gaf út á safnplötunni Heyrðu 2. Það var því í rökréttu framhaldi að fyrsta platan, Æði, var gefin út með Vv&b fyrir skömmu. Er um 11 laga grip að ræða með Frjáls, Maður með mönnum og Gott í kroppinn innanborðs auk átta nýrra og frumsaminna. Vinir vors og blóma hafa starfaó síðan 1992, þegar hún var stofnuð upp úr annarri sveit, Busunum, en í núverandi vinir vors & blóma iCD Vinir vors og blóma halda gleði- sveitamerkinu vel á lofti. mynd hefur hún verið síóan í febrúar 1993. Skipa sveitina þeir Þorsteinn G. Ólafsson söngvari, Siggeir Pétursson bassaleikari og Njáll Þóróars- son hljómborðsleikari, sem ver- ið hafa í henni frá upphafi og Birgir Nielsen trommuleikari og Gunnar Þ. Eggertsson gítar- leikari, sem komu nokkru síðar til sögunnar. Munu hinir þrír fyrstnefndu vera upphaflega frá Stykkishólmi, en hinir tveir frá Húsavík og Reykjavík. Þegar hlustað er á Æði kemur Greifa- samanburðurinn aftur upp, en lög á borð við titiliagið og Fjar- lægðin minna frekar á Sálina hans Jóns míns/Pláhnetuna, sem ekki er svo sem verra. Þeir Vv&b félagar bæta hins vegar litlu við það sem hinar sveitirnar hafa nú þegar gert, þannig að hún rís ekki hátt. Gleðina vantar samt ekki og mun það sjálfsagt fleyta þeim áfram og lengra í vinsældunum ef að líkum lætur. Hörðtir t hnotskttrn Hörður Torfason hefur tví- mælalaust verið einn merk- asti farandssöngvari (trúbador) landsins gegnum tíð- ina og telst líklega einnig vera Platan Þel geymir mörg af vin- sælustu lögum Harðar Torfa. með þeim fyrstu sem tók upp þá iðju svo eitthvað kvað af. Hann hefur nú um nær þriggja áratuga skeiö borið boðskap sinn I Ijóðum og lögum á borð fyrir landsmenn, sem margir hafa bundist honum tryggðar- böndum. En eins og sjálfsagt margir vita hefur feríll Haröar ekki alltaf verið dans á rósum. Hraktist hann m.a. úr landi um miðjan áttunda áratuginn til Danmerkur, þar sem hann svo bjó um árabil, eftir að hafa opin- berað samkynhneigö sína í frægu viðtali við tímaritið Samú- el. Hann fiuttist hins vegar aftur heim fyrir nokkrum árum og hefur síðan verið duglegur við að senda frá sér plötur. Leiklist- arstarfsemi hefur líka verið ríkur þáttur hjá Herði, bæði áður og eftir að, hann snéri alkominn heim til íslands. Hefur hann t.d. unnið töluvert með áhugaleikfé- lögum út um land við uppsetn- ingar. Fyrir skömmu kom út frá Herði í samvinnu við Japis, safnplata sem hann nefnir Þel og inniheldur hún 17 lög. Spannar hún tuttugu og tveggja ára tlmabil í ferli Harðar frá ein- um af hans fyrstu upptökum (Þú ert sjálfur Guðjón, Ég leit- aði blárra blóma) 1970, til 1992 (Ljóð, Dúfan. Er síöarnefnda lagið af plötunni til styrktar Sop- hiu Hansen, Börnin) Verður ekki annað sagt en að Þel sé verðug samsetning, sem sýni um margt merkan listamann í hnotskurn. Bon Jovi senda frá sér safnplötu f haust og nýja plötu f byrjun "æs“pti tt ktar-- Stórrokkararnir í BonJovi eru nú komnir á fullt skrið með vinnu á nýrri hljóð- versplötu. Hafa nú þegar 17 til 18 lög verið forunnin með plötuna í huga auk þess sem söngvarinn Jon Bon Jovi og fé- lagar eru enn að semja. Á sem sagt að vera meira en nóg af lögum til að moða úr þegar lokaupptökurnar hefjast. Nokk- ur bið veróur þó á því vegna þess að áður á að koma út safnplata með helstu smellum Bon Jovi. Er gert ráð fyrir að sú plata komi út í október og að á henni auk eldri laga verði tvö ný. Nýju hljóðversplötunnar, sem verður sú sjötta í röðinni, veróur þvl ekki að vænta fyrr en á nýju ári, í febrúar eða mars. ("“ins og kom fram hér I |“Poppi fyrir nokkru, var I—söngvaranum raddmikla Michael Bolton stefnt fyrir rétt vegna meints stulds á lagi Isley bræðra, Love is a wonderfui thing. Féll dómur í málinu nú fyrir stuttu og það Bolton í óhag. Var hann dæmdur til að greiða Isley bræðrum 2/3 af ágóóa lagsins og einnig að greiða þeim 28% af söluhagn- aði piötunnar Time, love and tenderness, sem inniheldur lag- ió. Herma fregnir að Bolton hafi ekki verið alls kostar sáttur við úrskurðinn og hyggist áfrýja honum. Isley bræður munu að sögn ekki óttast þá áfrýjun og vonast þeir jafnvel eftir að fá allan ágóðann af laginu dæmd- an tii sín og helming af sölunni á plötunni. Verður því væntan- lega meira af þessu síðar. Rokkjöfurinn Neil Young lætur ekki deigann síga frekar en fyrri daginn og er nú á leiðinni með enn eina plötuna. Ber hún heitið Sleep with angels og er hljómsveitin Crazy horse honum enn og aft- ur innan handar við gerð henn- ar. Var sú ágæta hljómsveit í fríi á síðustu plötu Youngs, Harvest moon, en er nú sem sagt með aftur. Mun hún innihalda tólf iög og er útgáfu- dagur 16. ágúst næstkomandi. Platan mun að sögn þeirra sem fengið hafa að heyra, vera nokkuð þunglyndisleg, en samt líka með hinni alkunnu angur- værð Youngs í bland. Hvað síóan einstök lög varðar þá er uppi grunur um að titillag plötunnar fjalli um hið fallna rokkgoð Kurt Cobain. Mun Young hafa haft einhver kynni af honum, en þó ekki eins og af félögum hans frá Seattle í Pearl jam, sem spiluöu með honum á tónleikum í fyrra. I

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.