Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 15.09.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. september 1994 Ráðstefna Eyþings um ferðaþjónustuna: Litlu gulu hænuna vantar Félagar í Líf og fjör!! Nú fer fjörið að byrja Aðalfundur klúbbsins veróur haldinn á Fiðlaranum 4. hæó, laugardaginn 1. október og hefst kl. 21.00. Dansleikur verður eftir fundinn. Endurnýjun félagsskírteina fer fram á Fiðlaranum miðviku- daginn 28. september og fimmtudaginn 29. september kl. 17.00-19.00 og 1. október kl. 19.00-21.00. Nýir félagar velkomnir. mjög mikið í gistirými á sama tíma og það hefur verið kannað að nýting á gistirými á höfuðborgar- svæðinu hefur farió minnkandi. Við höfum fjárfest geysimikið í samgöngutækjum, um 20 millj- arða á síðustu fimm árum hjá Flugleiðum. Um átta milljaróar eru taldir liggja í hótelrými og álíka há upphæð talin vera í sum- arhúsum. Þetta mikla gistirými í sumarhúsum er að sjálfsögðu ekki allt virkt inni á feróamarkaðnum, en það getur orðiö þaö. I framtíö- inni er þarna um möguleika á miklu framboöi að ræða sem gæti haft áhrif á markaðinn. Eg er þama aö tala um sumarhús í eigu einstaklinga og félagasamtaka sem eru ekki rekin sem ferðaþjón- ustusumarhús. Bændur gætu orðió í samkeppni við þennan markað og eru það í raun nú þegar. Ef verkalýósfélögin hefðu farið þá leið að fjárfesta ekki í gistirými en verða viðskiptaaðilar við bænd- urna þá hefði þessi þróun oróið meö öðrum hætti, og hagstæóari gistiþjónustu bænda. Nú er þróun- in að verða meiri á þann veg að félagasamtök fjárfesta ekki eins mikið í húsum og huga að því að skipta við bændurna. Það styrkir rekstargrundvöll gistiþjónustu bænda,“ sagði Tómas Ingi. Ferðaþjónustan orðin ein af undirstöðu- atvinnuvegunum Tómas Ingi vék að vióhorfinu til ferðaþjónustunnar í Evrópu þar sem hann sagði eftirvæntingarnar miklar. „Það er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir að allsstaðar í Evrópu, einkum og sér í lagi þar sem atvinnuleysi er mikið, eru menn mcð gífurlega miklar vænt- ingar til ferðaþjónustunnar. Menn líta svo á að innan þeirrar atvinnu- greinar séu langmestir möguleikar varóandi nýsköpun. Ekki síst vegna þess aó ntenn vita aó það mun aukast eftirspurn eftir ferða- þjónustu og menn vita líka að þessi atvinnugrein er vinnuafls- frek. Þessi þróun varpar líka ljósi á það að í öðrum atvinnugreinum hafa menn orðið fyrir vonbrigðum með möguleikana á atvinnusköp- un. Þess vegna snúa allir sér að ferðaþjónustu og afleiðingin af því verður sú að samkeppnin í ferðaþjónustu verður á komandi árum mjög hörð. Við þurfum að búa okkur undir það að við þurf- um að hafa mikið fyrir okkar markaði í ferðamálunum. Þess vegna vil ég undirstrika það að við þurfum að sinna þessari at- vinnugrein með sömu aðferðum og við sinnum okkar undirstöðuat- vinnugreinum. Þetta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinunum okkar og við verðum að horfast í augu við það og sinna henni sem slíkri, m.a. meö því að láta hana njóta athygli í sambandi við rann- sóknir og þróunarstarf sem hún hefur ekki fengið hingað til. Við þurfum að beina meiri athygli að þessari grein, verja meiri fjármun- um til rannsókna- og þróunarstarfs og upplýsingastarfsemi.“ Von um upplifun dregur að Fjórir frummælendur fluttu fróð- leg erindi á ráðstefnunni. A eftir hverju erindi voru leyfðar fyrir- spurnir og umræður og að lokum fóru fram pallborðsumræður. Margt athyglisvert kom fram yfir daginn. Fyrsti frummælandinn, Páll Þór Jónsson, hótelstjóri á Húsavík, lagði mikla áherslu á nauðsyn þess aö ráöa ferðamála- fulltrúa í Þingeyjarsýslu. Paul Richardsson frá Ferða- þjónustu bænda sagói að nýting hjá mörgum ferðaþjónustuaðilum væri aðeins 30-45 dagar á ári. Hann sagói að hótel eitt úti í haga hefði ekki aðdráttarafl, rnenn þyrftu að eiga von á einhverri upplifun á svæóinu til að hafa ástæðu til að koma, eöa að þar væri haldin ráðstefna cða nám- skeið. Kolbrún Ulfsdóttir frá Rauðu- skrióu í Aðaldal sagði frá upp- byggingu þeirra hjóna á feröa- þjónustu sinni, allt frá hugmynd til framkvæmdar. Kolbrún sagði að ferðaþjónusta gengi ekki án áhuga þeirra sem að henni störf- uðu. Kolbrún svaraði spurningu Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, alþingismanns, um æskilega lengd lánstíma við uppbyggingu ferða- þjónustu og sagði að hann mætti vera 20 ár í staó 5 og 10 ára eins og nú. „Eyþing er að slíta barnskónum og festa sig í sessi. Þróun í upp- byggingu samtakanna má t.d. marka af sameiginlegri úttekt á sorpmálum á svæðinu og sam- vinnan á eftir að hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin þeg- ar yfirfara þarf útreikninga á skólakostnaði er sveitarfélögun- um verða markaðir tekjustofnar til að taka við rekstri grunnskól- ans. Mér fmnst samtökin vera að vinna sér sess,“ sagði Einar Njálsson, formaður Eyþings, eft- ir aðalfund samtakanna, sem haldinn var á Raufarhöfn 8.-9. september sl. Atvinnuvegur en ekki aukageta Feróaþjónusta á Norðurlandi eystra - markaóssetning svæðisins sem heildar, var yfirskrift ráö- stefnu urn ferðamál, sem haldin var síðari dag þingsins. „Almennt fannst mér fundurinn mjög vel heppnaður og þau erindi sem þarna voru flutt mjög góð. Mér fannst menn fjalla um þessi mál miðað við þaó að ferðaþjónustan væri atvinnuvegur sem væri jafn mikilvægur og jafn rétthár eins og hinir svokölluðu undirstöðuat- vinnuvegir. Menn voru ekki að fjalla um ferðaþjónustu sem neina aukagetu heldur sem alvöruat- vinnuveg sem vió þyrftum að sýna jafnmikla alúó með þróunarstarfi og rannsóknum. A fundinum kom fram mikil samstaða þeirra sem tjáðu sig af öllu svæðinu, um nauðsyn og vilja til að vinna sam- eiginlega aó þessum málum en aó vera ekki að stíga skóinn hver af öðrum. Þeir ferðamenn sent koma fljúgandi inn á svæðið koma til Akureyrar eða Húsavíkur og er síðan miðlað þaðan svo það er í hæsta máta eölilegt aó menn af öllu þessu svæði vinni saman. Þeir styrkja hvem annan og það er sameiginlegt hagsmunamál allra að fá ferðafólk inn á svæðið. Sam- starfið kemur ekki í veg fyrir að menn af einstökum svæðum geti lagt áherslu á einhver séreinkenni. Mér fannst koma fram samstaða á fundinum með að ráða ferðamála- fulltrúa á vegum Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga. I því felst eng- in aðskilnaðarstefna, þrátt fyrir samstöðuna fannst mér menn inni á því að hægt væri að setja niður starfsmenn á fleiri en einum stað á svæðinu en að þeir hefðu síðan náiö samstarf um markaðssetn- ingu,“ sagði Einar. Mjög er horft til ferðaþjónustunnar sem vaxtarbrodds í atvinnusköpun á næstu árum. Nú heyrist æ ofltar talað um ferðaþjónustuna scm alvöru atvinnugrein hcrlcndis þó fyrir fáum árum hafi hún verið talin frcmur tii hliðargrcina. Mikil fjárfesting Tómas Ingi Olrich, varaformaður Ferðamálaráós, flutti ávarp. Hann vitnaði í skýrslu Byggðastofnunar um ferðamál í ávarpi sínu og sagði í samtali við Dag: „Þar kem- ur fram að það hefur verið fjárfest Vetrarstarf Barnakórs Akureyrarkirkju er að hefjast. Nýir söngfélagar velkomnir. Allar nánari upplýsingar gefur Hólmfríóur Bene- diktsdóttir í síma 41795. fc Stjórnin. Halidór Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, og Kristín Kristjánsdóttir frá Syðri-Brekkum á Langancsi fylgjast með.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.