Dagur - 22.09.1994, Blaðsíða 1
" '
Akureyri, iimmtudagur 22. septcmber 1994
179, tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhririgar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Félagsmálaráö Akureyrar:
Farið fram á 15
milljóna króna
aukafjárveitingu
Danskcnnsla cr nú hafin hjá 9 ára börnum á Akurcyri. Þcssi fótmcnnt cr orðin skyldufag i grunnskólum bæjarins og
Dansskóli Hciðars Astvaldssonar sér um námið. Ljósmyndari Dags leit við í Barnaskóla Akureyrar í gær þegar Ijör-
ið stóð sem hæst cn nánari umijöllun er á bls. 2. Mynd: Robyn.
Verömæti Smuguþorsks á árinu 3 milljaröar króna:
Þrjátíu og fimm íslenskir
togarar mokveiða í Smugunni
Fjárþörf Félagsmálaráðs Ak-
ureyrar til að geta veitt ein-
staklingum og fjölskyldum
nauðsynlega aðstoð virðist ætla
að verða verulega meiri á þessu
ári en ráð var fyrir gert, sem
reyndar kom ekki mjög á óvart.
Við endurskoðun fjárhagsáætl-
unar hefur félagsmálaráð farið
fram á 15 milljónir aukalega og
hefur þegar fengið 5 milljónir. I
rauninni var aldrei búist við að
upphafleg fjárveiting dygði
nema hálft árið.
Sigfríður Þorsteinsdóttir, for-
seti bæjarstjórnar og formaður fé-
lagsmálaráðs, sagöist ekki vita til
þess aö þörfin fyrir aóstoó hefði
neitt farið minnkandi en næsti
fundur ráðsins er nk. föstudag.
„Auðvitað væri óskandi aö þetta
yrði minna en ég hef ekki enn séð
neinar tölur sem staðfesta það.
Mér skilst að í síðasta mánuði hafl
Verðsamkomu-
lag við Þor-
móö ramma
framlengt
- minna af ufsa
eir smábátar á Siglufírði sem
yerið hafa á handfærum í
sumar hafa flestir skipt yfir á
Iínu, en 26 bátar leggja upp afl-
anum hjá Þormóði ramma hf. á
Siglufirði og er það lunginn úr
siglfirska trilluflotanum. Það
magn sem lagt hefur verið upp
hjá Þormóði ramma hf. er svip-
að og var sl. sumar.
I vor var gert samkomulag
milli trillukarla og forsvarsmanna
Þormóðs ramma hf. um að verð til
þeirra yrði óbreytt fram til 20.
september. Það samkomulag hefur
verið framlengt ótímabundið en
bátarnir fá hins vegar lægra verð
fyrir óaðgerðan fisk.
Aílamagn bátanna hefur verið
mjög breytilegt að undanförnu,
blandaður afli, og hefur aflinn að-
allega verið þorskur en minna af
ufsa sem er töluvert breytt mynst-
ur frá síðustu sumrum. Síðustu
daga hafa bátarnir verið á fá væna
ýsu allt upp í landsteinum og
einnig steinbít, en þá lengra frá
landinu. Ysuaflinn hefur verið allt
upp í 300 kg á bát og 500 kg af
steinbít. Aflinn er allt frá nokkuð
hundruð kílóum upp í 20 tonn, en
algengast að hann hafi verið frá
10 til 12 tonn. Þeir bátar sem hafa
aflað mest hafa verið að koma að
landi meö um 1.200 kg, sem tclj-
ast verður þokkalegt.
Vegna skyndilokunar hefur
stórt línusvæði út af Siglullrði
verið lokað í viku, en átti að opn-
ast í gær, en þá gaf ekki á sjó
vegna veóurs. GG
verið minna atvinnuleysi en í
sama mánuði í fyrra en það getur
vel hafa verið tilfallandi, en mað-
ur vonar auðvitað að þetta fari
skánandi,“ sagði Sigfríður.
Hún sagði að þörf fyrir aðstoð
væri mest hjá þeim sem hafa misst
vinnuna eða eru að verða atvinnu-
lausir. Sér fyndist líka að þaö væri
frekar fjölskyldufólk en einstæðir
foreldrar sem væru aðstoðar þurfi.
Erfiðasti mánuðurinn væri desem-
ber. Hann væri á við tvo venju-
lega. HA
rjátíu og fímm íslenskir tog-
arar eru að veiðum í Smug-
unni og hefur verið mokveiði á
svæðinu sl. fimm daga eftir
mjög tregt fískerí allnokkra
daga þar á undan. Aflinn hefur
verið um 20 tonn í holi af stór-
um físki.
„Það eru engir togarar að veiða
á Svalbarðasvæðinu en þeir hafa
stundum farið 3 til 4 mílur vestur
fyrir línuna í toginu svo þeir eru
ekki að fara innfyrir heldur er
þetta spurning um að teygja svo-
lítið á línunni,“ sagði Jóhann A.
Jónsson, útgerðarmaður á Þórs-
höfn.
Togararnir eru á tveimur svæð-
um, bæói nyrst og syðst, og fylgist
norska strandgæslan náið með ís-
lenska flotanum og stjakar skipun-
um til baka ef þeim finnst þau
vera komin of langt. Þeim tilmæl-
Ekki eru allar laxeldisstöðvar
reknar með tapi, þó fréttir af
taprekstri í þessari atvinnugrein
hafí verið miklu algengari síð-
ustu misseri og ár. Rifós hf. í
Kelduhverfi, sem stofnað var
eftir gjaldþrot ísnó hf., var rekið
á síðasta ári með 22 milljóna
króna hagnaði. Ástæða þessarar
góðu útkomu er m.a. aukin
framleiðsla en stefnt er að 400
tonna framleiðslu á þessu ári og
minni yfirbygging á fyrirtækinu.
um er ávallt sinnt. í fyrradag
höfðu Norðmenn afskipti af sjö
togurum og voru sumir þeirra
komnir nokkrar mílur inn fyrir.
Afli Baldvins Þorsteinssonar
EA, sem kom úr Smugunni sl.
sunnudag, reyndist um 400 tonn
af frystum flökum, og aflaverð-
mæti um 90 milljónir króna, sem
er mesta aflaverðmæti sem skipið
hefur komið með aö landi. Þaó
kann að breytast ef umtalsvert
verðfall veróur á mörkuóum er-
lendis, en þar hefur vcrð farió
lækkandi vegna mikils framboðs,
ekki síst af Smuguþorski. Baldvin
Þorsteinsson EA fer nú á grálúðu-
eða karfaveiðar á heimaslóð.
Til samanburðar vió aflann úr
Smugunni má geta þess að þorsk-
kvóti Baldvins Þorsteinssonar EA
er 812 tonn, en heildarkvóti í
þorskígildistonnum 2.186 tonn.
Miðað við 40% nýtingu er um
í stöðinni eru um 170 þúsund
fiskar undir einu kg; 170 þúsund
fískar sem eru 50 grömm og 80 til
90 þúsund fiskar sem slátrað verð-
ur á þessu ári. Olafur Jónsson,
framkvæmdastjóri Rifóss hf.,
sagði nýlega í samtali við DAG aö
stöðin styrkti innlendan iðnað og
vildi með því skila þjóðinni aftur
einhverju af þeim peningum sem
runnið hafa til fiskeldis á Islandi.
Það væri nánast glæpur aö afskrifa
alla þá peninga. GG
liðlega 900 tonn að ræða upp úr
sjó. Hásetahlutur í túrnum er um
975 þúsund krónur eftir liðlega
sex vikna veiðiferð, en ef um 5
daga stans í landi fyrir og eftir túr-
inn er tekið með er hér um tveggja
Sem kunnugt er hefur sú
stefna verið mörkuð að
leggja af starfsemi á vistheimil-
inu Sólborg á Akureyri og íbúar
flytjist á sambýli. Endanleg
tímasetning þess ræðst að sögn
Bjarna Kristjánssonar, fram-
kvæmdastjóra Svæðisstjórnar
um málefni fatlaðra á Norður-
landi eystra, nokkuð af því hve-
nær kaupandi fæst af húsunum
en þeir flutningar sem fyrirhug-
aðir voru á þessu ári hafa gengið
skv. áætlun.
Sl. vor var starfsfólki á Sólborg
sagt upp, þar sem fyrirhugað var
að stofna sambýli á Húsavík og
Blönduósi og þær áætlanir gengu
cftir. Við þaó fækkar stöóugildum
á Sólborg um 16. Þegar er búið að
ráóa starfsfólk á sambýlió á Húsa-
vík og þar hefst starfsemi í lok
mánaðarins og á Blönduósi í lok
október.
Á næsta ári er fyrirhugað að
allir íbúar á Sólborg flytji út. „Það
hafa verið ýmsar hugmyndir uppi
með nýtingu á fasteigninni og við
höfum vonað aó mesta alvaran
væri hjá Háskólanum á Akureyri.
Niðurstaða hefur þó ekki fengist
mér vitanlega en vonandi fer þetta
að skýrast því framvindan ræðst
svolítið af því. Þarna er starfsemi
sem í sjálfu sér cr ckki ástæóa að
flytja nema nýr nýtandi að fast-
mánaða laun að ræða.
LIU telur að þorskaflinn í Bar-
entshafí sé um 30 þúsund tonn
það sem af er þessu ári og útflutn-
ingsverðmæti þess afla gæti verið
um þrír milljarðar króna. GG
eigninni finnist."
Þeir flutningar sem fyrirhugað-
ir voru á þessu ári hafa því gengið
samkvæmt áætlun en aó sögn
Bjarna er óljósara með næsta
áfanga af fyrrgreindum ástæóum.
HA
Slys um borð í Baldri:
Skipstjórinn
fótbrotnaði
að slys varð um borð í togar-
anum Baldri EA-108 frá
Dalvík, þar sem hann var á veið-
um í Flæmska hattinum um 200
mflur undan strönd Nýfundna-
lands, að skipstjórinn og eigandi
skipsins, Snorri Snorrason, hlaut
opið fótbrot er hleri sem hann
var að sjóða í skall á honum.
Veður var sæmilegt á veiði-
slóðinni, 4 til 5 vindstig. Þegar var
haft samband við lækni í landi en
vegna veðurs þar komst þyrla með
lækni ekki strax af stað. Skipstjór-
inn komst svo undir læknishendur
í St. John sjö tímum seinna. Sonur
hans, Snorri Snorrason yngri, tók
við skipinu.
Togarinn landaði í sl. viku afla
fyrir 20 milljjónir króna og haföi
nýlega hafíð aftur veiðar. Alli hef-
ur verið mjög tregur. GG
Rifós hf. í Kelduhverfi:
Rekið með 20 millj.
kr. hagnaði í fyrra
Breytingarnar á Sólborg:
Samkvæmt áætlun