Dagur - 22.09.1994, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 23. ágúst 1994
FRÉTTIR
Akureyri:
Einn, tveir, þrír, hliðar saman hliðar
- danskennsla í grunnskólum bæjarins
Að yfirstíga óttann
við að snertast
Nú eru öll níu ára börn á Akur-
eyri að læra að dansa í grunn-
skólanum sínum. f fyrra fór
Reykjavíkurborg á stað með
skyldutima í dansi fyrir níu ára
böm í skólum borgarinnar og í
vetur er sami háttu hafður á þar.
Nú er danskennsla fyrir þennan
aldurshóp einnig hafin í grunn-
skólum á Akureyri. Það er sveitar-
félagiö sem stendur á bak við
danskennsluna og Dansskóli
Heiðars Astvaldssonar sér um
framkvæmdina.
Oll níu ár börn sækja átta dans-
tíma og þeir eru skyldufag í skól-
anum. Að þeim loknum er haldin
sýning fyrir foreldra. Nú er verið
aö kenna fyrstu tímana í grunn-
skólum bæjarins en kennslunni
Iýkur í lok október. Heiðar Ast-
valdsson danskennari sagði að á
vegum Dansskólans yrði á þessu
tímabili boðið upp á danskennslu
fyrir öll börn og fullorðna í grunn-
skólum bæjarins og Húsi aldraðra.
„Ég hef trú á því að framtíðin
verói sú að allir krakkar í grunn-
skólum fái danskennslu til dæmis
einn tíma á viku í hálfan vetur,“
sagði Heióar.
„Fyrst í stað eru allir strákarnir of-
boðslega á móti því að fara í dans-
tíma, þaó er alveg gegnum
gangandi og ástæðan er númer
eitt, tvö og þrjú sú staóreynd að
þeir þurfa að koma nálægt stelp-
um í danstímum. Þess vegna hef
ég í öllum tímum marseringu, eóa
þess háttar dans, til að tengja sam-
an líf og fjör og snertingu en þaó
er einmitt óttinn vió að snertast
sem þeim finnst svo erfitt að yfir-
stíga,“ sagói Heiðar.
Hann sagði að þrátt fyrir aó
dansinn ætti í vök að verjast, sem
sjá mætti á Akureyri á því að nú
ætti að leggja niður dansleiki á
Hótel KEA og að Sjallinn hefði
verið minnkaður þá væri dansinn
á uppleið á öðrum sviðum.
Fólk er farió að átta sig miklu
meira á þýðingu dansins. Að
dansinn sé eitthvaó annaö er fyllirí
og djamm um helgar, að dansinn
sé íþrótt bæði andleg og líkamleg,
íþrótt fyrir alla. Almenningsíþrótt
rétt eins og sund, skíði og þess
háttar,“ sagði Heiðar.
Danstímarnir bæta sam-
skiptin innan bekkjarins
Bekkjarkennari barnanna kemur
með þeim í danstímana. Kennari
hópsins sem var að dansa í Barna-
skóla Akureyrar þegar starfsmenn
Dags bar þar aó garði er Herdís
Zophaníasdóttir, hvernig líst henni
á þetta framtak.
„Mér líst mjög vcl á þetta að
öllu leyti. I fyrsta lagi er mjög já-
kvætt aó læra aó dansa og í öðru
lagi bætir þetta öll félagsleg sam-
skipti innan bekkjarins. Krakkarn-
ir vcrða óþvingaðri gagnvart hvort
öðru, í danstímunum þurfa þau aó
snertast, koma hvort við annað og
þora að líta hvort framan í annað.
I raun ætti danskcnnsla aó vera
einn liður í námi allra barna í
grunnskóla. Það er ekki spurning
aó danskennsla gæti bætt sam-
skiptin innan skólanna og komið í
veg fyrir ýmis samskiptavanda-
mál. Best væri aö byrja fyrr þann-
ig að börnin vendust þessum nánu
samskiptum scm dansinn skapar
strax frá upphafi.
Svo finnst þeim þetta líka ægi-
Iega gaman, þeim er ekki cins leitt
og þau láta,“ sagði Herdís. KLJ
Á ég aö dansa viö hana?
Heiðar Astvaldsson, sem að öllum líkindum cr flcstum mönnum reyndari þcgar danskcnnsla cr annars vcgar, segir
strákana gcgnum gangandi lítt hrifna af danstímunum því þá þurfa þeir að koma nálægt stelpunum og snerta þær.
Mcnn telja hins vegar víst að danskcnnslan bæti samskipti krakkana. Mynd: Robyn.
Uttekt á fjárhagsstöðu Akureyrarbæjar
Þórarinn E. Sveinsson:
Skuldirnar
hafaaukist
Á fundi bæjar-
stjórnar Akur-
eyrar sl. þriðju-
dag fóru fram ít-
arlegar umræð-
ur um úttekt á
fiárhagsstöðu og
rekstri Akureyr-
arbæjar árin
1990-1994.
Þórarinn E. Sveinsson, Fram-
sóknarflokki,^ kynnti skýrsluna,
sem Arnar Árnason, endurskoð-
andi, hefur tekið sanj^n. Jórarinn
sagði að greinilega kæmi fram í
skýrslunni að skuldir bæjarsjóós
hafi aukist á liðnu kjörtímabili.
Peningaleg staða á íbúa hafi
versnað um 23 þúsund krónur frá
1990 og skuldir á hvern íbúa nemi
nú 329 þúsundum króna. Þórarinn
vitnaði til lokaorða Arnars í
skýrslunni þar sem hann segir að
fjárhagsstaóa bæjarfélagsins hafi
fariö versnandi þó hún sé cnnþá
traust, ef frá séu taldar miklar
skuldir vegna hita- og vatnsveitu.
Þórarinn staldraði við Fram-
kvæmdasjóð Akureyrarbæjar og
sagði að þar yröi aó taka til hcnd-
inni. Við blasti að á næstu árum
yrði að greiða 100-150 milljónir
króna í afborganir lána auk vaxta
og vcrðbóta. Til þess að mæta
þesjú væru í raun aðcins tvær
leiðjri. annað hvort aó selja eignir
eóá fara í fjárhagslega endur-
skipulagningu sjóðsins. Síóari
kosturinn væri betri, en hann
leysti hins vegar ekki vandann.
Þá sagði Þórarinn að staða Líf-
eyrissjóðs bæjarins væri umhugs-
unarverð og það væri dcginum
Ijósara að skuldbindingar hans
væru meiri í framtíóinni cn hann
að óbreyttu gæti ráðið við.
Þórarinn sagði að ekki væri
hægt að halda áfram á braut
skuldaaukningar. Þaó gæti vissu-
lega gengið næstu fjögur árin á
meðan atvinnulífið væri að ná sér
á nýjan lcik á strik, cn þaó væri
aftur á móti óheppileg þróun. Þór-
arinn taldi mikilvægast að auka
tekjur bæjarsjóðs og til þess yrði
bæjarbúum að fjölga meira en á
undanförnum árum. óþh
Siguröur J. Sigurðsson:
Verðum að
skapa ný störf
Sigurður J. Sig-
urðsson, Sjálf-
stæðisflokki, og
fyrrverandi for-
maður bæjar-
ráðs og forseti
bæjarstjórnar,
sagði að úttekt
Arnars Árna-
sonar væri
ánægjulegur vitnisburður um
störf meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags.
Vert væri að hafa í huga að
þegar tekið væri tillit til fjárskuld-
bindinga vegna leiguíbúða Akur-
eyrarbæjar, sem næmu 217 millj-
ónum króna, þá hafi í raun tekist
aö lækka skuldir bæjarins á síð-
asta kjörtímabili um 70- 80 millj-
ónir króna.
Sigurður sagði að nicnn mættu
ekki gleyma því aó meginverkefni
fráfarandi meirihluta á síðasta
kjörtímabili hafi verið aö verja
llciri hundruð störf í bænum. Gíf-
urlcgum fjármunum hafi verið
varið til endurreisnar fyrirtækja.
Miðað við þessar staórcyndir, þá
væri það athyglisvert að sem
dæmi hafi tekist að stórauka fram-
lög til íþróttamála og fræðslumála.
Sigurður vakti athygli á því að
tekjur bæjarins af hvcrjum íbúa
hafi lækkað úr 100 þúsund krón-
um nióur í 98 þúsund krónur.
„Við þurfum auðvitað að skapa ný
störf í bænum. Það cr meginverk-
efnið og aö því veróur markvisst
aó vinna,“ sagði Sigurður J. Sig-
urðsson. óþh
Sigríöur Stefánsdóttir:
Traust fjár-
málastaða
„Þessi skýrsla er
að mínu mati
vitnisburður um
trausta Qár-
málastjórn frá-
farandi meiri-
hluta. Flest
markmið hans
hafa staðist,“
sagði Sigríður
Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi,
á bæjarstjórnarfundinum sl.
þriðjudag.
Sigríður sagði athyglisvert að
fráfarandl-v meirihluti hafi farið
fram á að fá þessa úttekt. Algeng-
ast væri hins vegar að nýir vald-
hafar óski eftir slíkri skýrslu vió
upphaf kjörtímabils.
Sigríður sagði að skýrslan
sýndi svart á hvítu að staða fjár-
mála hjá Akureyrarbæ væri traust
og athyglisvert væri að bera sam-
an þessa skýrslu og nýja skýrslu
um fjármál Hafnarfjarðarbæjar,
sem mjög hafi verið vitnaö til í
fjölmiðlum að undanförnu. Þessi
tvö bæjarfélög væru svipuð að
stærð og tekjur þeirra svipaðar.
Sigríður sagði að samkvæmt
rciknikúnstum fráfarandi bæjar-
stjóra í Hafnarfirði og núverandi
félagsmálaráðhcrra, Guðmundar
Árna Stefánssonar, væri nettó-
skuldastaða bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar sem næst 1300 milljónum
króna, cn sambærileg tala hjá Ak-
urcyrarbæ um síóustu áramót væri
684 mijljónir króna. Á þessum
samanburði mætti glögglega sjá
að fjármálaleg staða Akureyrar-
bæjar og Hafnarfjarðarbæjar væri
gjörólík. óþh
!W
Ólafsfjöröur:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist erindi
frá Ara Eóvaldssyni, þar sem
hann mótmælir uppsögn á nýt-
ingarrétti á heitri lind, sem
honum var vcittur með sarnn-
ingi í júní 1977. Bæjarráð sam-
þykkti að boða Ara á fund bæj-
arráðs.
■ Á fundi feróamálaráós ný-
lega var rætt um aó boða alla
hagsmunaaðila í Olafsfirði scm
hafa með ferðamál að gera til
fundar í október. Þar geta
menn fjallað um það sem betur
má fara og komið á framfæri
nýjum hugmyndum.
■ Húsnæðisnefnd hcfur borist
crindi frá Húsnæöisstofnun,
þar sem minnt er á eindaga
vegna umsókna til Húsnæðis-
stofnunar fyrir árið 1995.
Nefndin samþykkti að viðhafa
könnun á jrörf fyrir félagslegar
íbúðir.
■ Stjóm veitustofnana ræddi
tilraunaboranir og möguleika á
vatnsöflun í framhaldi af þeim
á fundi sínum nýlega. Fram
kom að tvær holur í Hólkoti
gáfu 14 og þótti ekki ástæða til
aó bora fieiri aó sinni.
■ Á fundinum kom einnig
fram að í Laugarengi voru bor-
aðar þrjár holur og gefa þær 40
til 50 og cr ntjög líklegt að þar
sé meira og hcitara vatn aó
finna. Rætt var um hvemig
mætti nýta þetta vatn sém best
og voru nienn sammála um að
æskilegt væri að bora eina holu
cnn í Laugarengi. Fram kom
að búið væri aó tengja nýju
lögnina í bæinn. Þá voru
nefndarmenn sammála um að
æskilegt væri að bora eftir
köldu vatni í hesthúsahverfi.
Bæjarráó hcfur samþykkt þess-
ar boranir til viðbótar.
■ Almannavarnanefnd mælir
með því aö björgunarklippur,
sem nýtast t.d. við bílslys,
verði keyptar sem fyrst. Hugs-
anlega í samvinnu vió Dalvík.
■ Félagsmálaráð ræddi aðstoð
við skólafólk á fundi sínum ný-
lega. Var félagsmálastjóra falið
að skoða hvemig staðið er að
m.a. niðurgrciðslu á leikskóla-
gjöldum eða dagvistargjöldum
barna framhaldsskólanema.
■ Tómstundanefnd hafði bor-
ist erindi frá bæjarráði um út-
tekt á framkvæmdum í íþrótta-
ntálum næstu þrjú árin. Nefnd-
in samþykkti aó fela félags-
málastjóra aö kalla cftir upp-
lýsingum frá Ú.Í.Ó. urn óskir
íþróttafélaganna unt fram-
kvæmdir.
■ Tómstundanefnd hefur
óskað eftir því að fundinn
verði staður fyrir skölagarða
og svæðið unnið í haust svo
hægt verði aö byrja starfsemi
vorió 1995.
■ Á fundi mcnningarmála-
nctndar nýlega, kom fram að 5
umsóknir bárust í 50% starf á
bókasafninu. Nefndin ákvað að
mæla með Grétu Ólafsdóttur í
starfið, m.a. á þeim forsendum
að bókasafnsfræóingur rnælir
mcó hcnni í áframhaldandi
starf.