Dagur - 22.09.1994, Page 6

Dagur - 22.09.1994, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 22. september 1994 Sinfóníuhljómsveit íslands á Norðurlandi Á morgun, fóstudag, leggur Sin- fóníuhljómsveit íslands upp í for til Norðurlands og verða tónleikar haidnir á Biönduósi 23. september kl. 21 í íþrótta- húsinu, á Sauðárkróki 24. sept- ember kl. 14 í íþróttahúsinu, á Akureyri 24. september kl. 21 í íþróttahúsi KA og að lokum á Húsavík 25. september kl. 14. Hljómsveitarstjóri verður aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, Osmo Vánská, en einleikari fiðluleikarinn Sigrún Hljómsveitarstjórinn Osmo Vánska. J V FJÖR Á POLLINUM L/M HELQINA! Billi og Qrímur spila og syngja Kaffí og kökur frá fímmtudegi til sunnudags Strandgötu 49 • Símí 12757 Afgreiðsiutími: Sunnud.-fimmtud. kl. 14-01 Föstud. og laugard. kl. 14-03 r Eðvaldsdóttir. Efniskrá tónleikanna er sú hin sama og verður á fyrstu áskriftar- tónlcikum hljómsveitarinnar í Reykjavík í kvöld, að undanskildu verki Oliver Kentish, „Mitt fólk“, sem er gjöf bresku ríkisstjórnar- innar til íslensku þjóðarinnar á 50 ára lýðveldisafmæli hennar, en það tónverk krefst svo stórrar hljómsveitar aö ekki var við kom- ió að feróast með það. I stað þess hefjast tónleikarnir á verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Díafónía. Þorkell er meðal okkar virtustu tónskálda og má geta þess aó hann hlaut nýverið heiðurslaun Tónvak- ans, sem eru tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins. Annaó verk á efnisskrá tónleik- anna er fiðlukonsert eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius. Einleik- arinn á fiðlu, Sigrún Eðvaldsdótt- ir, er án efa einn af okkar þekkt- ustu tónlistarmönnum og hefur hún vakið athygli fyrir litríka túlk- un og mikla tækni. Hún hefur tek- ið þátt í virtustu fiðlukeppnum heims, s.s. Sibeliusar-keppninni í Finnlandi, þar sem hún vann til verólauna og nú í sumar í Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu, þar sem hún komst í úrslit. Lokaverk á tónleikunum er sin- fónía nr. 5 eftir rússneska tón- skáldið Pjotr Tsjajkovskíj, en þessa sinfóníu samdi hann árið 1888. Þegar sinfónían var frum- fiutt í Pétursborg það sama ár, undir stjórn höfundar, hlaut hún heldur óblíðar móttökur gagnrýn- enda, sem sérstaklega þótti hljóm- sveitarstjórn Tsjajkovskíjs ábóta- vant, en hinn almenni áheyrandi hreifst mjög af verkinu og svo hefur verió alveg fram á þennan dag. Einlcikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir. Aðalfiundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra: Atvinnuleysið alvarlegasta meinsemd þjóðfélagsins Aðalfundur kjördæmisráós Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra telur stóraukió at- vinnuleysi í tíð núverandi ríkis- stjómar alvarlegustu meinsemd þjóðfélagsins nú um stundir. Því er brýnasta forgangsverkefni ís- lenskra stjórnvalda að ráðast gegn atvinnuleysinu með öllum tiltæk- um ráðum og forsenda þess er gjörbreytt stjórnarstefna. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar á, með afskiptaleysi sínu og úreltri frjáls- hyggjustefnu, stærstu sök á því hvemig komið er í atvinnumálum. Stjórnin er með öllu ófær um að leiða þjóðina út úr vítahring sam- dráttar og atvinnuleysis og því fyrr sem hún fer frá völdum, því betra. Skapa þarf víðtæka samstööu í þjóðfélaginu um stórátak tii efl- ingar íslensku atvinnulífi, nýsköp- un og aukinn útflutning. Meó auk- inni verómætasköpun, og ekki síð- ur auknum jöfnuði í launum og iífskjörum, þarf að tryggja fulla atvinnu í landinu og treysta á nýj- an leik undirstööur almennrar vel- ferðar. Kjördæmisþingið ítrekar l'yrri mótmæli sín við þcirri stórfelldu tilfærslu skattbyrði frá fyrirtækj- um yfir á launafólk, sem ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar hefur staðið fyrir. Þvert ofan í gefin lof- orð um skattalækkanir í aódrag- anda alþingiskosninga hafa Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýöufiokk- urinn flutt skatta af fyrirtækjum yfir á launafólk svo nemur a.m.k. 5-6 þúsund milljónum króna. Áhrifin eru að koma l'ram þessa mánuðina í svo til skattfrjálsum stórgróöa ýmissa fyrirtækja, á sama tíma og skattpíning almenn- ings er rneiri en nokkru sinni. Atlögur ríkisstjórnarinnar að velferðakerfínu Kjördæmisþingið ítrekar einnig mótmæli sín við þeim atlögum sem ríkisstjóm Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks hefur gert aó velferða- kerfinu. Ýmiss konar gjaldtaka og niðurskurður í heilbrigðis- og menntamálum bitnar harðast á þeim sem síst skyldi og slíkar breytingar eru enn alvarlegri cnn ella á tímum fallandi kaupmáttar og aukins atvinnuleysis. Kjördæmisþingið átelur þá ákvöróun forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að hætta við haust- kosningar, þar sem honum er full- Ijóst, eins og öllum öórum, að rík- isstjórnin er löngu orðin óstarf- hæf. Það er afar dýrt fyrir þjóðina að sitja uppi með verra en gagns- lausa ríkisstjórn einn vetur til og þar með frestun á öllum aðgerðum í efnahags- og atvinnumálum, scm brýnt er að ráðast í. Kjördæmisþingið hvctur alla félaga og stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu til að hefja þegar undirbúning fyrir væntanlegar alþingiskosningar. Alþýðbandalagið hefur jafnt og þétt verið að styrkja stöðu sína hér í kjördæminu og það er því raun- hæft markmió að setja sér að fá hér kjörna tvo þingmenn í næstu kosningum. Til þess þurfa sem allra flestir að leggja sitt af mörk- um. GG Athugasemd vegna fréttar Vegna fréttar í Degi miðvikudag- inn 21. september 1994 um hús- næðismál félags- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar vill bæjarstjóri að eftirfarandi komi fram: Eins og fram hefur komið hef- ur Lífeyrissjóður Norðurlands slit- ið samningaviðræðum við Akur- eyrarbæ um leigu á Glerárgötu 26. Akureyrarbær lítur svo á að þeim viðræðum hafi verið slitið þar sem Lífeyrissjóðurinn er ekki tilbúinn til þess aó semja um málið á þeim forsendum sem lagt var upp mcð í málinu. Þrátt fyrir þetta tekur sjóðurinn fram í bréfi sínu að hann sé enn tilbúinn til þess að leita leiða til þess að nýta fast- eignina. I þessu ljósi hcfur Akureyrar- bær nú óskað eftir vióræðum vió Lífeyrissjóðinn á þeim forsendum sem ætla má að samstaða geti náðst um meó aðilum. Um frétt Dags aó öðru leyti skal tekið fram að þar cr að stór- um hluta til verið að vitna í samtöl sem blaðamaður átti við viðkom- andi aðila fyrir nokkrum vikum síðan og gefa þar af lciðandi ekki rétta mynd af stöðu málsins í dag. Harmað er að látið sé líta svo út sem viótöl þessi séu nýleg eða eins og ætla má af fréttinni að þau hefðu verið tekin daginn áður en fréttin er birt. Akureyri 21. scptember 1994 Jakob Björnsson, bæjarstjóri. Athugasemd blaðamanns Bæjarstjóri, Jakob Björnsson, seg- ir í ofanritaðri athugasemd að vitnað sé í viðtöl sem séu margra vikna gömul. Það cr rétt að undir- ritaður talaði við framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs Norðurlands fyrir þremur vikum síðan og síðan aftur á þriðjudag og þá staófcsti hann þaö sem áður hafði farið okkar á milli og bætti raunar nokkru vió. Það er mergurinn málsins, enda fréttin fyrst og fremst byggð á samtali við hann. Hvort orð hagsýslustjóra og bæj- arstjóra voru sögð í gær eða fyrir viku síðan breytir að mínu mati engu um þá staðreynd málsins að viðræður Akureyrarbæjar og Líf- eyrissjóðs Norðurlands sigldu í strand um síðustu mánaðamót. Geir A. Guðsteinsson, blaðamaður. Leiðrétting Ranglega var sagt í frétt Dags í gær að Náttúrufræðistofnun Is- lands muni flytja starfsemi sína til Akureyrar eigi síðar en 1. febrúar. Hins vegar er stefnt aö því, eins og kemur fram í fréttinni, að emb- ætti veiðistjóra (ekki vciðimála- stjóra) flytjist til Akureyrar eigi síðar en 1. febrúar á næsta ári. Þess má síðan að lokum geta að á Akureyri er setur Náttúrurfræði- stofnunar Islands.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.