Dagur - 24.09.1994, Síða 6

Dagur - 24.09.1994, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 24. september 1994 Pétur Steingrímsson með veggspjaldið og spiiin sem gefln hafa vcrið út og myndir af flugunum hans prýða. „Mérfinnst að menn eigi að rœkta garðinn sinn og halda sigfrá öllu stressi, “ segir Pétur Steingrímsson í Laxár- nesi. Pétur fœddist í torfhœ í Nesi, sonur Steingríms Baldurssonar, bónda og skálds og konu hans Sigríður Pét- ursdótturfrá Síreksstöðum í Vopnafirði. Nú býr Pétur í Siglufjarðarhúsi, sem hann reisti á tveimur mánuðum 1979, ásamt konu sinni Önnu Maríu Aradóttur, sem kom * upphaflega frá Finnlandi. Og þau hjónin hafa rœktað garðinn sinn og rúmlega það þvíþau hafa gróðursett tíu þúsund trjáplöntur í 30 hektara lands. Anna María hefur m.a. rœktað upp birki af finnsku frœi. íhúsinu þeirra eru blómstrandi plöntur í tugavís, þrifleg tík og kelinn kettlingur. Hvert horn ber þess merki að íbúamir eru að dunda við eitt og annað þegar tóm gefst til. Dundið hans Péturs hefur vakið athygli og aðdáun og það víða erlend- is, en hann hnýtir laxaflugur og hefur hlotið verðlaun fyr- ir þá iðju sína. Veggspjöld og spil hafa verið gefin út með myndum afflugum Péturs. Blaðamaður Dags settist í stofu með Pétri, var boðið í nefið ogfékk að skoðafallegu flugurnar hans meðan Anna María sultaði grœnmeti úr gróðurhúsinu frammi í eldhúsinu. „Það var ekki byggt steinhús í Nesi fyrr en 1937. Það var þó af vanefnum gert því þá var kreppa og erfitt um alla hluti. Peningaseðil sá ég ekki fyrr en eftir fermingu. Peningamir sá- ust ekki, það voru bara vöruskipti. Vinnu var ekki að fá en við krakkamir áttum svolítið innlegg og gátum tekið út það sem okkur langaði, keypt okkur vasaljós eða eitthvað smálegt. Við vomm fjögur systkinin, þrjár systur." Geymir vísurnar Öll hafa systkinin erft skáldagáfuna, en það er kannski fleira sett saman en almenningur fær að sjá. „Það kemur fyrir að manni dettur ýmislegt í hug, en það má ekki láta það fara. Þetta er svona allavega. Ég sé ýmislegt skoplegt vió náungann sem ekki er kannski æskilegt að fari lengra. Góðar eru þær ekki, en mundu fara víða. Ég á góðar minningar frá uppvaxtarárun- um í torfbænum og var hinn reiðasti þegar átti að flytja í nýja húsió, vildi ekkert fara þang- að. Vió systkinin lásum geysilega mikið og svo voru menn að kveðast á. Þaó voru kennd- ar vísur. Ég var ungur þegar ég gerði fyrstu vísuna, var eitthvað að kafa snjó austur í mó- um og það var mikil hláka og krapasull. Ég gerði eitthvað um það en man ekki vísuna. Það var alltaf nógur matur í Nesi en ekki mikið um nýmeti, því þaó var ekki hægt að geyma mat í frosti eins og nú. Ég gerði tölu- vert af því unglingurinn að skjóta fugl til mat- ar og veiða á stöng.“ Mannshár ekki fiskið Arið 1985 fékk Pétur I. verðlaun fyrir flugu sem hann hannaði og hnýtti, hún heitir Klara. Hann hannaði þá sex stórar klassískar fjaöra- flugur og hefur síðan hannað margar flugur, bæði til að veiða á og til skrauts. Pétur hefur hnýtt flugur fyrir erlenda áhugamenn, m.a. 60 flugu safn fyrir einn Ameríkana. Gefið hefur verið út veggspjald meö myndum af 54 flugum sem Pétur hefur hnýtt. Pétur hefur líka skrifað skýringar með mynd- unum en þær hafa ekki enn verió gefnar út. Myndimar hafa einnig verið notaðar á spil sem gefin eru út af Laxakorti hf. Spilin komu út í júlí og þeim verður dreift víða. Flugumar á myndunum eru margar eftir gömlum upp- skriftum, sumar frá byrjun síðustu aldar. Nokkrar flugur hefur Pétur hannað sjálfur og þær heita kvenmannsnöfnum, og telur Pétur að vel veiðist á nöfnin. Pétur hefur steypt flugur í glært plast, gert þannig muni sem hægt er að nota sem minja- gripi. Salan var ekki nóg til að standa undir framleiðslunni því plastefnið var dýrt að sögn Péturs. - Hvaó er skrýtnasta efni sem þú notar í flugurnar? Þarftu kannski að eltast við rauð- hærðar stelpur til aó ná þér í lokk? „Skrýtnasta efnið er sennilega páfagauks- fjaórir sem notaóar eru í hom á gömlu flug- umar. Þessar fjaðrir eru dálítið merkilegar. Kötturinn fer nú stundum á borðið hjá mér því ég nota svart kattahár mikið og líka hár af hundinum. Hundshár er gott en það þarf að velja það rétt, svo er hárið stundum litað. Mannshár er ekki gott í flugur. Fæ hana hjá kunningjum Ég ætlaði einu sinni að reyna að selja flugur og fór með þær í verslun á Akureyri. Þeir tóku vel í að skoða framleiðsluna og báðu mig að skilja þær eftir. Síðan var fenginn frægur veiðimaður til að meta og taka út vinnuna. Þeir hringdu úr búðinni nokkrum dögum seinna og sögðu að þeir tækju enga flugu frá mér, þær væru ekki nógu góðar. Ég sagði að það næði þá ekki lengra og sótti flugumar þegar ég fór næst í bæinn. Nokkrum dögum seinna fékk ég svo 1. og 3. verðlaun fyrir fluguhnýtingu hjá Litlu flugunni: Viðurkenningar, veiðistöng og staf. Ég hef samt ekki trú á að flugumar hafi neitt batnað viö það þó kunningi minn segði búðarmönnunum frá þessu og þeir héldu að það gæti einhverju breytt.“ - Hefurðu getaó haft einhverja atvinnu af fluguhnýtingunum? „Ekki sem ég get kallað en ég þarf að eiga flugurnar á sumrin. Ég starfa alfarið vió að aðstoða veiðimenn og þá em flugumar bara settar á ef þær eru líklegar til veiði, ekkert spurt hvort borgað sé fyrir þær eða ekki. Ég legg tugi þúsunda í efni í flugumar á ári. Ég er meira að þessu mér til gamans yfir veturinn en til að selja. Dýrasta efnið er lík- lega hliðarspeglaijiir, fasanafjaðrimar sem ég nota í hliðarspegla. Það kostar einn hnakki af því svona sex þúsund.“ - Er það kannski ónýtt aukabúgrein að rækta fugla til fjaðraframleiðslu? „Ég veit að hænsnaframleiðendur gætu selt mikið af fjöðrum, því mikið er notaö af hænsnafjöðrum og allt saman flutt inn. Eins gætu kalkúnaframleiðendur selt drjúgt af fjöðmm. En ég hef fengið marga hana hjá kunningjum, hana sem þeir hafa gefió mér. Það þarf að taka haminn af eftir kúnstarinnar reglum.“ Að sjá hann taka Er þeð ekki mikil kúnst að vita hvaða flugu laxinn tekur? „Jú, það er tölliveróur lærdómur. Ég var 8- 10 ára, smápjakkur þegar ég fór að veiða á stöng. Ég notaði orm og spón um tíma en er löngu hættur því, finnst ekkert gaman að því. Það er sérstaklega gaman að veiða á flotlínu, þá kemur laxinn upp í yfirborð og sækir agn- ið, maður sér hann taka. Laxinn er skynsam- ur, gerir mun á lit og lögun og stærð á flugu. Það er alls ekki sama hvað er sett fram, nema þegar þú hittir á nýmnninn lax sem kemur beint úr sjó, þá er gott að hanna flugu og fara með hana því laxinn tekur allt. Þá verða flug- umar frægar um leið. Þetta nota margir sem hafa aðstöðu til. Ég hef ekki svona aðstöðu héma, laxamir eru ekki það nýir þegar þeir koma hingað. Það er gaman að glíma við laxinn, hann kann ýmislegt, reynir að fara fyrir steina og nudda sundiíf gimió. Þó laxar sleppi særast þeir ekki svo illa af flugu að það drepi þá, en það geta þeir gert bæói af spón og ormi.“ - Þú hlýtur að kunna urmul af veiðisögum? „Stærsti laxinn sem ég hef veitt var 33 pund. Hann fékk ég á gamla oddbrotna bamb- usstöng. Það er mjög langt síðan og^á var ekkert verið að skrá þyngdina á löxunum. Ég var með hann í hálfan annan tíma á stönginni og hefði aldrei náð honum nema fyrir það að

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.