Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 24.09.1994, Blaðsíða 15
 Laugardagur 24. september 1994 - DAGUR - 15 mm ekki eins erfitt og í fljótu bragði virðist.“ Verður Vatnsleysubóndinn ríkur? - Gefa þessir flutningar eitthvað í aðra hönd, Jón, verður þú ríkur? „Oskaplega ríkur alveg, nei aðal- atriðið er að þjónusta viðskiptavin- ina. Það verður enginn ríkur af seðl- um af því að flytja hross. En auðvit- að verður þetta að standa undir sér og eitthvað kaup verður eftir hér á Vatnsleysu. En ef allar stundir væru taldar og öll símtölin, yrði tíma- kaupið fremur lágt. - Þú hefur farið nokkuð víóa í Evrópu. Hvernig líst þér á stööu ís- lcnska hestsins á meginlandinu? „Unnendur íslenska hestsins eru óskaplega líkir hvar sem er í heim- að auglýsa þessa vöru og markaðs- setja. Galdurinn er eingöngu sá að vanda vöruna, þá auglýsir hún sig sjálf. Hver einasti hestur er lifandi auglýsing, sem árum saman er boð- beri vörunnar hvar sem hann fer. Það er allt annað en ein fiskblokk sem er étin og horfin. Þess vegna þarf svo lítið að hafa fyrir markaós- setningunni.“ - Er þá íslenski hesturinn ekki um leiö lifandi auglýsing fyrir ís- land? „Hann er besta auglýsingin. Stóran hluta ferðamanna sem hing- að koma má skrifa á íslenska hest- inn. Hestamennskan er ein mesta landkynningin. Fjöldi unnenda ís- lenska hestsins kemur hingað árlega og dáir allt sem íslenskt er. Þetta fólk fer svo til síns heimalands og líf þess snýst aó miklu leyti um ís- lenska hestinn og það vekur svo sannarlega forvitni meðal kunningja þessa fólks. Hvati þess að fjölmargir ferðamenn koma hingað er kominn frá hesti eða hestamanni. Það hefur aldrei verió metið að fullu hve stór þáttur hestsins er í allri ferðaþjón- ustu bæói beint og óbeint.“ Hross í fremstu víglínu - Hross frá Vatnsleysubúinu hafa tekið þátt í öllum helstu hesta- mannamótum á síðustu árum, er ekki svo? „Það er nú svolítið misjafnt. Bæði skýrist það af því að árgangar og einstaklingar í ræktun búsins eru eðlilega misgóðir og svo því að stundum seljum við meira en minna og þá eru hrossin einfaldlega farin. Nú eru nokkur hross frá mér í fremstu röð. Þar má geta Þyrils, sem var í öðru sæti í B-flokki gæðinga á Landsmótinu á Hellu í sumar. Vign- ir Siggeirsson hefur verið með hann og eftir Landsmótið fór hann að huga að því að keppa á honum í hestaíþróttum og á stórmóti sunn- lenskra hestamanna í sumar varð hann Suðurlandsmeistari í tölti. Sennilega er Þyrill þekktasti geld- ingur búsins nú. Hann er undan Kolkuóshryssunni Dáð, sem er hér heimahryssa og stóðhesti úr þessari sveit, Þyt frá Enni. Á Landsmótinu var líka Vatns- leysuhryssan Alísa, sem er hæst- dæmda íslenska klárhryssan fyrir hæfileika sem komió hefur fram frá upphafi en hún fékk hinsvegar ekki nema 7.75 fyrir byggingu. Hún hlaut 8.60 fyrir hæfileika en 5.0 fyr- ir skeið, þá fékk hún 9.5 fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð í reið. Hún er undan Hervari og klárhryssunni Báru frá Vatnsleysu, sem var sigur- vegari í 5 vetra flokki á Landsmót- inum árið 1974. Víða slitin liðbönd - I kjölfar Gýmismálsins svo kall- aða eftir Landsmót hestamanna hef- ur verið töluverð umræða um það hvemig hestum er beitt í keppni og hvaða hjálpartæki eru notuð. Hvað finnst þér, eru hestamenn komnir út í ógöngur í keppnismálunum? „Eg tel aó við ættum að staldra við og hugleiða þessi mál frá grunni. En hvað þetta eina slys varðar þegar Gýmir sleit liðbönd á keppnis- vellinum og var felldur í kjölfarið þá eru þetta í raun hlutir sem alltaf eru að gerast. Fótboltamenn eru sí- fellt aó slíta á sér liðbönd og því er ekkert óeðlilegt við það þó það komi einnig fyrir dýr. Hinsvegar ef menn verða uppvísir aó því aó nota einhver lyf þá er það afar neikvætt og óforsvaranlegt eins og í öórum íþróttum og ef hestur er ekki heil- brigður þegar hann hefur keppni er það forkastanlegt. Eg er hinsvegar ekki dómbær á þetta einstaka tilvik og þekki ekki þá sögu sem þar ligg- ur að baki. En ég veit að liðbönd geta slitnað á hestum bara út í haga. Hryssa hér á Vatnsleysu sleit lið- bönd hér á heimatúninu.“ „Sumir kalla það Kátínuhús“ Næsta verkefni fjölskyldunnar á Vatnslcýsu er að reisa sumarhús á fögrum stað í Vatnsleysulandi. Hús- ið á sér sérstaka sögu. Það er gamalt norskt bjálkahús sem fjölskyldunni áskotnaðist í Noregi og þau drifu sig til Noregs rifu húsið niður á þremur dögum komu því fyrir í tómum hejtaflutningagámi og fluttu það heim. Nú er komið að því að endur- byggja húsið, sem er um 150 fer- metrar. Hjónin á Vatnsleysu ætla að reisa húsið sér til ánægju. Það verð- ur ekki leigt út en án efa býðst einhverjum þeirra fjölmörgu sem sækja Vatnsleysuheimilið heim að gista þar. Um næstu helgi er • Laufskálarétt Þaö er í mörg horn að líta hjá Jóni bónda, síminn hringir án afláts, er- lendir kaupendur vilja fá upplýsing- ar um skipaferðir og ótal margt fleira. Þessa dagana er óvanalega mikill erill í flutningunum enda vet- ur í nánd og þá leggjast flutningar með skipum niður fram á vordaga. Nú eru þrír gámar frá Vatnsleysubú- inu með tæp 50 hross innanborðs ýmist að fara úr landi eða á leið til erletidra hafna. Á næstu dögum njóta norskir og sænskir hestamenn gestrisni þeirra Árdísar og Jóns og uifl næstu helgi er Laufskálarétt. Þar verður Vatns- leysufjölskyldan með sitt fjölþjóð- lega lið. Jón og Bjöm beina folum og merum inni í Vatnsleysudilkinn en Árdís gæfír dilkdyranna og merkir við í hrossabækumar. Svo leggja Vatnsleysubændur á hágenga gæðinga úr eigin ræktun og reka stóðiðheim. KLJ inum. Maður gæti haldið að sérstök manngerð laóaðist að íslenska hest- inum. Þetta er allt afar líkt fólk við og erlendu hestamennirnir. En hugs- anlega er fólk almennt einfaldlega líkara hvort ööru en við höldum.“ • - Hafa hestamenn einhver sér- stök einkenni? „Þeir kunna allir að njóta þeirrar ánægju sem íslenski hesturinn veit- ir. Það er það sem skiptir máli. Sí- fellt fleiri og fleiri bætast í hóp hestaunnenda, fjöldi þeirra er að margfaldast bæði hérlendis og er- lendis.“ Hestar selja íslandsferðir - Er þá nægur markaður? „Já og það er afskaplega auðvelt Björn Jónsson sýnir glæsihryssuna Alísu á Landsmóti hestamanna á Heilu í sumar. Þessi börn fæddust síðla apríimánaðar 1993. Myndarlegur hópur þejta! Sængurkonur íirá apríl 1993 ætla að hittast Sængurkonur frá ca. 16. apríl til 26. apríl 1993 ætla að hittast með börnin í safnaðarsal Glerárkirkju á Akur- eyri nk. þriójudag 27. september kl. 10. Nánari upplýsingar gefa Dagný í síma 22303 og Ásta í síma 24343. imn Hestamannafélagið Léttir býður hestamönnum að koma með hross sín til haustbeitar nk. sunnudag frá kl. 13-15. Um er aó ræöa fjallshólf ofan við Kífsártún. Klippa þarf haganúmer í vinstri síðu allra hrossa. Haga- gjöld greiðist á staðnum: 500 kr. fyrir hvert hross fé- lagsmanna, og 1000 kr. fyrir hvert hross utanfélags- manna. Nánari upplýsingar í símum 26670 og 26064. Söngáhugafólk! Óskum eftir söngáhugafólki í allar raddir, einkum sækjumst við þó eftir karlaröddum. Söngnám ekki inngönguskilyrði. Ahugavert og skemmtilegt félagsstarf. Söngstjóri er Michael Jón Clarke. Upplýsingar gefa Þórunn Pálma, sími 26838, Erla Hrund, sími 23046, Ásdís Halldóra, sími 22011. MANAKORINN. Frá íþróttahúsi Hrafnagilsskóla Vetrarstarfsemin hefst mánudaginn 26. september nk. Ennþá eru nokkrir tímar lausir í húsinu. Þeir sem áhuga hafa á að fá tíma eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann íþrótta- húss, sími 31229 eða skrifstofu Hrafnagilsskóla, sími31137. Umsjónarmaður. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDI EYSTRA Vantar þig aukavinnu? Okkur vantar stuöningsf jölskyldur. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlaðan ein- stakling í sólarhringsvistum 3-5 daga í mánuði í þeim til- gangi að létta álagi af fjölskyldu hans. Hafir þú áhuga, hafðu þá samband við Vilborgu á Svæð- isskrifstofu fatlaðra í síma 26960. Námskeið í Ijósmyndun fyrir byrjendur og lengra komna Sigríður Soffía, B.A. í Ijósmyndafræðum heldur eft- irfarandi námskeið á haustönn í vinnustofu sinni í Grófargili: Námskeið B001 - Undirstaða svart/hvítrar Ijósmyndunar og framköllunar. Námskeið F002 - Framhald svart/hvítrar Ijósmyndunar og myrkraherbergisvinnu. Námskeið F003 - Ljós, lýsing og portrait. Námskeið X005 - Listljósmyndabækur. Námskeið F004 - Pin-hole myndavél. Námskeiðin hefjast í lok september. Skráning og nánari upplýsingar í símum 12412 og 25159. '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.