Dagur - 24.09.1994, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 24. september 1994
POPP
MAÚNÚS CEIR 6UÐMUNDSSON
Qamlir vcndir
sópa besi
Arið 1994 ætlar þegar upp er staó-
ið að verða ár „hinna gömlu“ í
poppheiminum. í það stefnir alla-
vega nú þegar um níu mánuðir eru
að verða liðnir af því. Vissulega
hafa þó ýmis ný nöfn í hinum
margvíslegu geirum poppsins
komið fram á sjónarsvióið í ár,
sem eflaust eiga eftir að láta mikið
aó sér kveða, auk annarra nýtil-
kominna sem fest hafa sig frekar í
sessi. Eru Oasis í framsæknu
rokki og Underworld í danspopp-
inu t.a.m. prýðisgóó dæmi um nýj-
ar sveitir sem komið hafa til sögu
með hvelli. En þeir gömlu, eldri
og reyndari, hafa hins vegar
enn og aftur sannað þaö í
ár að máltækið gamla og
góða, „Gamlir vendir
sópa best" er í fullu
gildi. Út af fyrir sig
nægir bara að
nefna Pink
þessu til staó-
festingar. Nýja
platan, Division
bell, hefur selst
í milljónum ein-
taka, farið á topp-
inn bæói austan
hafs og vestan og í
kjölfarið hafa Dave
Gilmour og félagar
farið (tón
leikajsigurför
víða um
heim.
Hefur aðsóknin á tónleika þeirra
sumstaðar farió yfir eitt hundrað
þúsund. Rolling stones með sína
Voodoo loungeplötu, Eagles með
sína afburða endurkomutónleika,
Neil Young með enn eitt meistara-
verkið og Eric Clapton nú nýbúinn
að senda frá sér From the cradle,
eru svo frekari dæmi af fjölmörg-
um eldri meisturum sem enn gera
það gott. Um plötu Claptons og
nýstirnin í Oasis verður væntan-
lega fjallað nánar innan tíðar.
í skugganum en...
Aðrar eldri kempur
en þær sem áð-
voru upp-
taldar ásamt
fleirum,
hafa svo
einnig
verió
að
gera
ekki
síður at-
hyglis-
veróa
hluti, en
ekki náó
álíka ár-
angri.
Þeirra á
er
BBM,
an
Bacer, Bruce og Moore, þríeyki
sem heldur betur er athyglisvert.
Þeir hinir tveir fyrrnefndu, Ginger
Baker trommuleikari og Jack
Bruce bassaleikari og söngvari,
eru einmitt fyrrum félagar Eric
Clapton í einu frægasta tríói rokks-
ins, Cream, sem garóinn gerði
frægan um miðbik og seinni hluta
sjöunda áratugarins. Sá þriðji er
svo írska gítarhetjan Gary Moore,
sem er tónlistaráhugafólki að góðu
kunnur. Það vakti mikla athygli
þegar þaó spurðist snemma á ár-
inu að þessi „næstum því endur-
reista Cream“ væri aó myndast og
biðu menn spenntir eftir útkom-
unni. Hún. kom í sumar í formi
plötunnar Around the next dream
og er víst sem fyrr sagði að um at-
hyglisvert verk er að ræóa. En
eins og jafnan áður á seinni árum
hjá Baker og Bruce, fellur þetta
endurnýjaóa samstarf þeirra líkt og
annað sem þeir hafa brallað, nokk-
uð í skuggann af annarra „rokk-
jöfraverkum". Dugir þá ekki til
nema að takmörkuðu leyti aðild
Moore að verkinu. Hafa þeir tveir
t.a.m. eins og menn geta ímyndað
sér alltaf staóió í skugganum af
Clapton. Er það hin mesta synd og
þá sérstaklega hvað varðar Jack
Bruce. Hans sérstæða og jafn-
framt frábæra söngrödd verður
seint metin til fjár og er ef eitthvaó
er, betri nú á Around a next dre-
am, en nokkru sinni fyrr. Hefði
hann aó ósekju mátt vera einn um
sönginn á plötunni, en Moore, sem
vissulega er ágætur söngvari,
skiptir því hlutverki meó honum.
Útkoman þykir annars vel viðun-
andi og ber á köflum eins og við
var búist nokkurn keim af Cream.
Eru lög á boró vió Waiting in the
wings, Why does love (Have to go
wrong) og City of gold (blús í stíl
við Crossroads eftir Robert John-
son, sem Cream setti á plötu)
dæmi um þaó. Sinn svip setur
Moore svo vel í lögum eins og
Glory days og Naked flame. Gaml-
ir aðdáendur Cream og aðrir sem
hyggja gott til glóóarinnar með
blúsplötu Claptons, ættu ekki að
láta Around the next dream fram
hjá sér fara.
Dave Gilmour og félagar hans í Pink Floyd hafa vart verið vinsælli en
nú, rúmum 20 árum frá stofnun sveitarinnar.
BBM hafa ekki náð álíka vinsældum og margir félagar þeirra í „eldri-
mannarokkinu" hafa náð í ár, en eru samt í sama gæðaflokki.
f f
MELODIUMEISTARAR
Það verður ekki beinlínis sagt
um margar af helstu og fræg-
ustu hljómsveitum rokksins fyrr
og síðar, að innan þeirra og
um þær hafi ríkt ró og friður.
Sagan sýnir að það er öðru
nær og var fjallað um nokkur
fræg dæmi þess efnis hér í
Poppi fyrir skömmu (í grein
tengdri bresku hljómsveitinni
Suede, sem sá á eftir gítarleik-
ara sínum fyrr í sumar). Þaðan
sem margar af „heitustu" sveit-
unum hafa komið hver af ann-
arri síðustu ár, frá Seattle, er
sömu sögu að segja og nægir
þar að benda á nýleg tíðindi af
tilvistarkreppu Alice in chains
og trymbilsmissi Pearl Jam.
Væri (oó hægt að tína margt
fleira til af þeim bænum. Und-
antekningu (sem líklega sann-
ar þessa illu reglu) er þó a.m.k.
eina hægt að nefna og þaó
meira að segja ættaða frá, Se-
attle. Er þar aó sjálfsögóu átt
við meiódísku harðrokkarana í
Queensryche, sem ný tíðindi
eru nú af. Hefur sveitin nefni-
lega bæði afrekað þaó að slá í
gegn svo um munar eftir ára-
langa baráttu og hefur allan
sinn feril ekki svo mikið sem
skipt einu sinni um meólim.
„Fyrirheitna landið" nálgast
Frá stofnun árió 1981 hafa
gítarleikararnir Michael Wilton
og Chris DeGarmo, Geoff Tate
söngvari, Eddie Jackson
bassaleikari og Scott Rock-
enfield trommuleikari, skipaó
Queensryche. Kom fyrsta plat-
an, EP skífan Queen of the
reich út árið 1983, en meó
þeirri fimmtu, Empire, sem kom
út 1990, sló hún fyrir alvöru í
gegn. Fór sú plata m.a. á topp
tíu í Bandaríkjunum. Það síó-
asta sem kom frá fimmmenn-
ingunum var lagið Real world í
myndinni Last action hero fyrir
um tveimur árum síóan.
12. október næstkomandi er
svo von á nýrri plötu frá Que-
ensryche, sem spáð er miklum
vinsældum. Mun hún bera heit-
ið The promised land, Fyrir-
heitna landið, og innihalda
ellefu lög. Segja þeir sem heyrt
hafa, aó búast megi vió
melódísku og grípandi rokk-
verki sem aldrei fyrr. „Melódíu-
meistararnir" séu mættir í full-
um herklæðum til leiks á ný.
Verður fróðlegt að sjá hvort
Queensryche nái að halda sínu
striki eftir þetta fjögurra ára hlé
frá síðustu hljóðversplötu. Vilja
þeir áreiðanlega ekki vera
neinir eftirbátar fjölmargra
sambæinga sinna frá Seattle.
Queensryche kemur frá Seattle eins og flestar af vinsælustu rokk-
sveitum samtímans. Tónninn hjá þeim er þó öllu melódískari og
mildari en hjá flestum hinna.
The Cult. Ný fiðsskipan og
ný plata.
Danspoppiö heldur áfram
að blómstra ( hinum vest-
ræna heimi og virðist lítið
lát ætla að verða á vin-
sældum þess. Ein heitasta
sveitin í danspoppinu
þessa stundina er The
Prodigy, sem að undan-
förnu hefur verið með
plötuna sína, Music forthe
jilted generation, inn á
topp tíu í Bretlandi. Er hún
nú stödd hér á (slandi og
heldur tónleika í Kapla-
krika í dag (laugardag).
•
The Cult, breska rokk-
sveitin sem gegnum tíðina
hefur sent frá sér
gæðaplötur á borð við
Love, Electric og Sonic
temple, sem selst hafa í
stórum upplögum, er nú
búin aó senda frá sér nýja
plötu sem einfaldlega kall-
ast The Cult. Eru þeir fé-
lagarnir, lan Astbury
söngvari og Billy Duffy gít-
arleikari, sem fyrr á sínum
stað, en sér til fulltingis
hafa þeir nú fengió þrjá
nýja meðlimi. Mun nýja
platan að sögn vera í stíl
við Love, sem kom út
1985.
Mörgum rokkaðdáandan-
um án efa til mikils léttis,
hefur það nú verið tilkynnt
að gítarleikarl Manic street
preachers, Rickey James,
muni vera að ná heilsu og
snúi aftur til starfa með
sveitinni aó nýju í október.
Voru afdrif hans og þ.a.l.
hljómsveitarinnar sjálfrar í
mikiili óvissu vegna
þessa, eins og áður hefur
verið fjallað um í Poppi,
en nú er sú óvissa sem
sagt úr sögunni. í bili að
minnsta kosti.
Einhver kergja virðist vera
komin upp í herbúðum
bandarísku sveitarinnar
vinsælu Lemmonheads.
Gekk víst þátttaka hennar
í Readingtónlistarhátíðinni
fyrir mánuði ekki snurðu-
laust fyrir sig, þannig að
innbyröisdeilur kviknuðu.
Hefur bassaleikarinn Nic
Dalton sagst ætla að
hætta, ef söngvarinn Evan
Dando samþykki ekki að
gera hlé á tónleikahaldi.
Er talið líklegt að söngvar-
inn fallist á að stoppa í bili,
enda vart orðið hlé á tón-
ieikahaldi hjá Lemmonhe-
ads ( ein tvö ár, en hvað
svo síðan gerist er óvist.
Gæti alveg eins svo farið
að Dando hætti sjálfur.