Dagur - 24.09.1994, Page 20
Kartöfluuppskera meö besta móti:
Bestu árin hjá kartöflubændum
þegar hæfilega illa gengur
- heyfengur í góðu meðallagi
Eg hef á tilfinningunni að
heyfengur sé nálægt meðal-
lagi, sums staðar er hann tæp-
lega það en annars staðar í góðu
meðallagi. Þarna er ég að tala
Hvað skyldi hann hafa ípokahorninu?
Mynd: Robyn
um magnið en ég held að óhætt
sé að fullyrða að gæðin séu með
því betra,“ sagði Ólafur Vagns-
son, ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi EyjaQarðar, aðspurð-
ur um heyfeng í sumar hjá
bændum á svæðinu.
„Víðast um svæðið var mjög
hagstæð heyskapartíð eftir að
Olafsfjörður:
Stækkun kirkju og bygging
safnaðarheimilis í deiglunni
Fallið hefur verið frá hug-
myndum um byggingu nýrr-
ar kirkju í Ólafsfirði á lóðinni
gegnt kirkjugarðinum en í þess
stað er fyrirhugað að stækka nú-
verandi kirkju og byggja við
hana safnaðarhús. í tengslum
við þessar framkvæmdir þarf að
ganga frá Ióðarmálum kirkjunn-
ar og huga að framtíðarskipu-
lagi bflastæða. Bæjarráð Ólafs-
fjarðar hefur óskað eftir því að
samhliða hönnun safnaðarhúss
og stækkun kirkjunnar verði
gerð tillaga að breytingu á aðal-
skipulagi þannig að þörfum
kirkjunnar verði mætt.
Sóknarpresturinn, sr. Svavar A.
Jónsson, segir að ekki hafi ríkt
eining um það að staðsetja nýja
kirkju á áðumefndri lóð og því
hafi verið farið að huga að stækk-
un núverandi kirkju. Efasemdir
voru einnig uppi um það hvort
það væri mögulegt, því bæði
þyrfti aö lengja og breikka kirkj-
una verulega, en unnar voru til-
lögur að lengingu. Það gerir málið
enn erfiðara að kirkjan er friðuð,
en vióbrögð Húsfriðunarnefndar
ríkisins voru jákvæð og í fram-
haldi af því ákvað sóknarnefnd að
vinna áfram að framgangi máls-
ins.
Safnaðaheimilið verður byggt
út úr kirkjunni þannig að við stór-
ar athafnir í kirkjunni verður hægt
að opna þangað inn og sjá þá þeir
sem þar sitja inn aö altari kirkj-
unnar. Kirkjan tekur í dag um 100
manns í sæti, en eftir breytingarn-
ar munu um 400 manns komast
þar fyrir þegar einnig er setið í
safnaðarheimilinu.
Til þess aó þessar hugmyndir
nái fram að ganga þarl' að fjar-
lægja eitt hús og mun bærinn
kaupa þaö og síðan fjarlægja.
„Kostnaðaráætlun vegna þess-
ara framkvæmda hljóðar upp á 70
milljónir króna, en þessar breyt-
ingar, ef af veróur, verða unnar í
mörgum áföngum, þó þannig að
það bitni ekki á eðlilegu starfi
kirkjunnar. Það er ekki síður mik-
ilvægt aó setja fjármuni kirkjunn-
ar í starf en í steinsteypu," sagði
sr. Svavar A. Jónsson. GG
Slökkvilið Akureyrar:
Útkall vegna heybruna
Ifyrrakvöld var Slökkvilið Ak-
i
Lureyrar kallað að bænum
Skriðulandi í Arnarneshreppi.
Þar hafði verió kveikt í ónýtu
heyi en þegar vindátt breyttist ótt-
uðust menn að eldurinn kæmist í
nýrra hey skammt frá. Slökkvilió
var á staðnum nær alla nóttina en
kom al'tur til Akureyrar undir
morgun. HA
Húnavatnsssýslur:
Bílvelta og árekstur
s
Igærmorgun lenti bfll út af sjúkrahús en meisl hans voru ekki
veginum á Skagastrandarvegi fullkönnuð þegar síðast fréttist.
á móts við býlið Höskuldsstaði. Bílinn er talinn ónýtur. Einnig
Bíllinn valt og ökumaður, sem varð árekstur á Víóidalsárbrú en
var einn í honum, var fluttur á þar urðu ekki meiðsl á fólki. HA
hlýnaði í júlímánuði. Þá gátu
menn hirt hey eftir mjög skamman
þurrktíma á velli, sem hefur mikið
aó segja upp á gæðin. Það hefur
vaxið jafnt og þétt að menn verki
hey í rúllubagga en kostir þeirra
eru þeir að hcyið þarf ekki nenra
mjög stuttan þurrktíma á velli svo
menn geta verið með lágmarks-
vcrkunartap. Sprettan var mjög
hæg framan af, þaó var kalt í júní
og eftir að fór að hlýna voru menn
því að slá frekar lítið sprottin tún
með næringarríku grasi. Ég álít
því að efnamagn í grösunum sé
með besta móti og fóðrunargildi
heyjanna ætti því að vera mjög
gott,“ sagði Ólafur og taldi gott
hljóð í bændum.
Hann sagði aó kartöfluupp-
skera væri með besta móti en
samstöðuleysi bænda í sölumálum
skyggði á og leiddi til þess að
verðið færi stöðugt niður á vió,
undirboð væru í gangi og það
stefndi í að verð færi niður fyrir
framleiðslukostnað þannig að
bændur fengju lítið í eigin vasa.
„Það er ansi kaldhæðnislegt aó
kartöflubændur tala gjarnan um
þaó að bestu árin hjá þeim séu
þegar hæfilega illa gengur. Þegar
magnið er innan þess sem hægt er
að selja innanlands er frekar hægt
að halda uppi verði. Hinsvegar
ættu þeir að 'geta verið meó lægra
verö fyrir neytendur þegar vel
gengur og stuóla þannig aó auk-
inni sölu, en það gengur ekki til
lengdar að verð fari svo nióur úr
öllu valdi aó menn hafi ekki laun
fyrir vinnu sína eins og því miður
hefur orðið í þessum miklu upp-
skeruárum undanfarið,“ sagði
Ólafur. IM
Frystikistur
Verð frá kr. 28.830
0
KAUPLAND HF.
Kaupangi v/Mýrarveg, slmi 23565
Menntaskólinn á Akureyri settur á morgun:
Fleiri nýnemar
Menntaskólinn á Akureyri
verður settur í Akureyrar-
kirkju á morgun, sunnudag, kl.
14.00. Skráðir nemendur við
skólann í vetur eru 584, aðeins
færri en á síðasta vetri. Nýnem-
ar eru 175 og eru þeir 25 fleiri en
í fyrra. Valdimar Gunnarsson er
settur skólameistari við MA en
Tryggvi Gíslason er í árs leyfi.
Veðurstofan spáir kólnandi
veðri um helgina og norð-
lægum áttum. Hæg norð-
austlæg átt og skúrir verða í
dag á Norðurlandi. Á morg-
un, sunnudag, verður vest-
læg eða breytileg átt á land-
inu, skúrir um allt land og
hiti um_ 7-10 stig norðan-
lands. Á mánudaginn snýst
vindátt aftur í norðrið, nokk-
uð hvasst veróur austan til
með skúrum norðanlands.
Þá kólnar heldur aftur.
Margrét K. Jónsdóttir er aðstoð-
arskólameistari.
Jón Már Héðinsson er áfanga-
stjóri MA og að hans sögn má
rekja ástæðu þess að fleiri nýnem-
ar eru teknir inn nú til þess að
menn sjá fram á rýmra húspláss
innan skamms. Nýbygging
Menntaskólans er í fullum gangi
og vonir standa til að öll bygging-
in verði til haustið 1996, ári fyrr
en áætlað var.
Hlutfall kynjanna í skólanum
er hið sama og undanfarin ár en
stelpurnar eru 60% nemenda á
móti 40% stráka. í vor verða
væntanlega um 140 stúdentar út-
skrifaðir. Jón Már sagói óvenju
snemma hafa verið búið að ganga
frá öllum kennararáðningum, allt
hafi verið klappað og klárt um
mitt sumar.
Sem fyrr segir hefst setningin
kl. 14.00 í Akureyrarkirkju. Þar
mun m.a. Lýður Ólafsson leika á
gítar og að lokinni setningu verður
opið hús í borðsal heimavistar.
HA
WHJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • RÉTTARHVAMM11 • S. 96-12600
Opii laugardaga kl. 10-15
RAFGEYMAR
★ Mælum gamla
rafgeyma
★ Seljum nýja
rafgeyma
★ ísetning á
staðnum
HJÓLBARÐAR
Erum með mikið úrval nýrra
og sólaðra hjólbarða undir
allar gerðir ökutækja
Fullbúið hjólbarðaverkstæði
með