Dagur - 11.10.1994, Síða 9

Dagur - 11.10.1994, Síða 9
EN5KA KNATTSPYRNAN Þriðjudagur 11. október 1994 - DAGUR - 9 SÆVAR HREIÐARSSON Meistarar United lagðir að velli Lið Manchester United tapaði um helgina þegar liðið heimsótti Sheffíeld Wednesday á sama tíma og Liverpool heldur sig- urgöngu sinni áfram og Aston Villa átti ekkert svar við beittum sóknarleik þeirra. Chelsea held- ur áfram að skemmta áhorfend- um með sóknarleik og hið dýra lið Tottenham náði aðeins jafn- tefli gegn grönnum sínum í QPR. SHEFF.WED.-MAN.UTD. 1:0 Sheffíeld Wednesday hafði geng- Urslit Úrvalsdeild: Chelsca-Leicester 4:0 Liverpool-Aston Villa 3:2 Man.City-N.Foresl 3:3 Norwich-Leeds 2:1 Sheff.Wcd.-Man.Utd. 1:0 Soulhamplon-Everton 2:0 Tottcnham-QPR 1:1 West Ham-C.Palace 1:0 Wimbledon-Arsenal 1:3 Newcastle-Blackburn 1:1 1. deild: Barnsley-Southend 0:0 Bristol City-Millwall 1:0 Burnley-Bolton 2:2 Charlton-Reading 1:2 Dcrby-Watlord 1:1 Grimsby-ShefT.Utd. 0:0 Middlesbrough-Tranmerc 0:1 Notts County-Port Vale 2:2 Oldham-Portsmouth 3:2 WBA-Sunderland 1:3 Stoke-Luton 1:2 Staöan - Úrvalsdeild: Ncwcastle 9 7 2 0 26: 9 23 N.Forcst 963 0 20:10 21 Blackburn 953 1 18: 618 Liverpool 852 1 19: 7 17 Man.Utd. 9 5 1 3 14: 7 16 Chelsea 8 503 17:1015 Southampton 94 3 214:13 15 Norwich 9 4 3 2 7: 7 15 Lecds 94 2312:10 14 Tottenham* 9414 15:17 13 Man.City 933314:13 12 Arsenal 9 3 2411:1011 West Ham 93 24 5:1011 Aston Villa 9 23410:13 9 Wimbledon 9234 7:12 9 Sheff.Wed. m>D 9234 11:17 9 oi/ii n.iÁ n Ipswich 82 l 5 9:15 7 C.Palace 9 l 4 4 6:13 6 Covcntry 8 l 3 4 8:18 6 Evcrton 9036 7:20 3 *Scx su'g vcrOa dr timabilsias. cgin af Tottcnham i lok 1. deild Wolves H 72220: 923 Middlesbr. 1172216: 7 23 Rcading 11 63216: 621 Tranmerc II 62 317:14 20 Swindon 11 623 15:11 20 Charlton 1144 3 20:1916 Stoke 1151516:1916 Oldham 1150618:1815 Bolton 1143417:1415 Sheff.Utd. 1043313: 815 Derby 11 434 13:1215 Sunderland 11 36 212: 915 Bristol City 11 4 3410:10 15 Grimsby 1135318:14 14 Port Valc 11 42 5 13:1614 Southcnd 11 4 25 11:20 14 Portsmoulh 1134412:14 13 Luton 11 34412:15 13 Barnsley 113 44 9:1213 Watford 11 254 10:16 11 Millwall 11 24 5 13:16 10 Burnlcy 11245 9:1510 Notts County 11 1 46 13:20 7 WBA 10 1 45 9:17 7 ió hörmulega á heimavelli til þessa i deildinni og átt í miklum erfiðleikum með að skora. Það var því ekki búist við að United ætti í miklum vandræðum með aö sækja öll stigin til Sheffield en annað kom á daginn. I lió United vantaði Eric Cantona, Andrei Kanchelskis og Ryan Giggs og í staðinn kom ungliðinn Keith Gillespie inn í byrjunarliðið ásamt Brian McClair og Roy Keane. I upphafi leiks leit út fyrir að þetta hefði lítil áhrif á liðið og United sótti mun meira. Keith Gillespie, enn einn unglingur- inn í liði United. Kevin Pressman varði vel frá Mark Hughes snemma leiks og Gillespie skoraði af stuttu færi en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Wednesday náði þó ein- staka sókn og þegar ein mínúta var til leikhlés skoraði liðið eina mark leiksins. Vörn United var sofandi á verðinum og David Hirst slapp einn inn fyrir og skor- aði af öryggi. I síðari hálfleik var Wednesday heppið að sleppa við að fá á sig vítaspyrnu þegar fyrir- gjöf frá Gillespie fór upp í hönd- ina á John Sheridan en dómarinn lét það afskiptalaust. Wednesday komst meira inn í leikinn í lokin en náði ekki að bæta við mörkum. LIVERPOOL-ASTON VILLA 3:2 Leikurinn á Anfield var stór- skemmtilegur og bæói lið Iéku fal- lega knattspymu. Liverpool byrj- aði betur og á 20 mínútu kom fyrsta markið. Vamarmenn Villa sendu aftur á Mark Bosnich í markinu sem stöðvaði boltann með höndum áður en framherjar Liverpool náðu til knattarins. Obein aukaspyrna var dæmd í miðjum teignum og kraftakarlinn Neil Ruddock skoraði með hörku- skoti. Sex mínútum síöar var heimaliðið búið aó bæta við öðru marki og þar var undrabamió Robbie Fowler á ferðinni meó glæsilegu skoti. Hann fékk bolt- ann utarlega í teignum og fast skot hans hafnaði efst í markhorninu. Guy Whittingham minnkaði mun- inn á 37. mínútu þegar stórt op myndaðist í vörn Liverpool og hann átti ekki í erfiðleikum með að klára dæmið. Fowler sá um að innsigla sigur Liverpool á 57. mínútu með lúmsku skoti neðst í hornið sem Bosnich hefði átt að verja. Það var síðan Steve Staun- ton, fyrrum leikmaður Liverpool, sem náði að klóra í bakkann á síð- ustu sekúndum leiksins eftir að misskilningur kom upp í vörn Li- verpool. Neil Ruddock, John Sca- les og David James hikuðu allir við að fara í boltann og Staunton renndi honum í netið. Mörkin hefðu hæglega getaó verið fleiri í lciknum og Fowler var óheppinn að ná ekki þrennunni þegar að skot hans sleikti stöngina utan- verða og hinum megin átti Dcan Saunders tvö góó færi til aó skora. MAN.CITY-N.FOREST 3:3 Forest gat komist í efsta sætið með sigri þar sem Newcastle lék ekki lýrr en á sunnudag. Liðið byrjaði vel og markavélin Stan Collymore skoraði fyrsta markið á 22. mínútu. Boltinn stefndi að vísu framhjá en fór í lappirnar á Andy Dibble, markverði City, og í netið. Stuttu fyrir hlé jafnaói Niall Quinn af stuttu færi fyrir City en hann var varnarmönnum Forest oft erfiður. Collymore kom Forest aftur yfír á 53. mínútu en strax í næstu sókn var Quinn búinn að jafna aftur fyrir City, eftir horn- spyrnu. Steve Lomas skoraði með föstu skoti um ntiðjan hálfleikinn eftir að Quinn lagði boltann fyrir hann og City hélt að sigurinn væri í höfn. Ian Woan var þó á öðru málli og tryggði Forest annað stig- ið þegar hann vippaði glæsilega í netió á síóustu mínútu leiksins. TOTTENHAM-QPR 1:1 Ensku blöðin telja að þess sé ekki langt að bíða að Ossie Ardiles verði rekinn frá Tottenham. Eftir tap fyrir Watford í síðustu viku varð liðió að sigra á heimavelli gegn QPR til að bjarga andlitinu en það tókst ekki. Tveimur leik- mönnum, Kevin Scott hjá Totten- ham og Les Ferdinand hjá QPR, var vikið útaf undir lok fyrri hálf- leiks fyrir slagsmál. Colin Calder- wood hafði brotið á Ferdinand en hann taldi Scott hafa verið aó verki og gerði árás. Við þetta brutust út handalögmál og var báðum vikið af leikvelli. A síðustu mínútu fyrri hálfleiks náðu gestimir forustu þegar að Andy Impey skallaði inn fyrirgjöf frá Trevor Sinclair. Tott- enham sótti nær látlaust allan síð- ari hálfleik og Júrgen Klinsmann var tvisvar nálægt því að skora. Nicky Barmby átti einnig skalla að marki sem Tony Roberts varði meistaralega en Barmby kom bolt- anum þó framhjá honum á 79. mínútu og jafnaði fyrir Tottenham. Unglingurinn Danny Hill átti þá sendingu inn í teiginn sem Klins- mann skallaði niður fyrir Barmby og hann potaði í netið. WEST HAM-C.PALACE 1:0 Það var ekki búist viö mörgum mörkum í þessum nágrannaslag í London. Saman höfðu liðin aðeins náö að koma boltanum tíu sinnum í netið fyrir leikinn og það ellefta skildi liðin að á laugardag. Það skoraði Don Hutchinson fyrir West Ham á 72. mínútu og var það hans þriðja mark síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir skömmu. Tim Breacker sendi fyrir frá hægri þar sem Hutchinson kom á fleygiferð og skallaði í netið eftir að hafa kastað sér á eftir boltanum. WIMBLEDON-ARSENAL 1:3 Wimbledon féll á eigin bragói þegar að Arsenal skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu. Löng spyrna frá David Seaman fór yfír alla varnarmenn Wimbledon og Ian Wright skoraði að öryggi. Al- an Smith bætti öðru marki við á 57. mínútu þegar hann potaði yfir línuna af stuttu færi eftir að Hans Segers náði ekki að halda skoti frá Wright. Kevin Campbell skoraði þriðja mark liósins á 65. mínútu þegar hann lagði boltann fyrir sig Leikmcnn Newcastle höfðu ástæðu til að fagna á sunnudag. Frá vinstri: Marc Ilottiger, Darren Peacock, Stcve Howey, Robcrt Lce, Scott Sellers og Ruel Fox. NEWCASTLE-BLACKBURN 1:1 Stórmeistarajafntefli Á sunnudag mættust New- castle og Blackburn í leik þar sem tvö af sterkustu liðum tímabilsins áttust við og var búist við skemmtilegri bar- áttu. Leikurinn stóð þó ekki undir vonum ef undan eru skildar dramatískar lokamín- útur. í fyrri hálfleik var lítiö um færi en markahrókurinn Alan Shearer komst þó næst því að skora fyrir Blackburn þegar hann átti skalla framhjá og hin- um megin átti Robert Lee lang- skot sem fór rétt framhjá mark- inu, Síðari hálfíeikurinn var öllu skemmtilcgri og mcira um færi. Pavcl Smicek hafði í nógu að snúast fyrri hluta hálfleiksins og varði glæsilega frá bæði Alan Shearer og Chris Sutton. Hann var þó valdurinn að fyrsta marki leiksins þegar hann felldi Jason Wilcox innan vítateigs á 57. mín. og vítaspyma var dæmd. Alan Shearer skoraði af miklu öryggi úr spymunni. Newcastle sótti ákaft í lokin og Blackburn dró sig tilbaka. Chris Sutton var settur í stöðu mið- varðar en það dugði skammt og eftir nokkrar homspymur í röð tókst Newcastle að jafna þegar cin mínúta var til leiksloka. Vamarmaðurinn Stcve Howcy náði ágætu skoti á markið sem Wilcox bjargaði á línu en bolt- inn fór í bak markvarðarins, Tim Flowers og í netið. Ian Wright kom Arsenal á bragðið. meó höndinni áður en hann snéri á varnarmenn og skoraði með góðu skoti. Undir lokin náði harðjaxl- inn Vinnie Jones að minnka mun- inn fyrir Wimbledon með góðu skoti eftir góðan undirbúning frá Dean Holdsworth. NORWICH-LEEDS 2:1 Sigur Norwich var tæpur en þó fyllilega sanngjarn. Þeir sóttu mun meira og eftir tvo sigurleiki í röð færast þeir nú hratt upp töfluna. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik en í upphafí þess síðari fékk Leeds vítaspyrnu eftir að Rob Newman datt á boltann í teignum. Gary McAllister tók spyrnuna en Bryan Gunn varði glæsilega. Mark Robins kom aftur inrt í lið Norwich eftir meiósli og hann skoraði fyrsta markið á 61. mínútu af stuttu færi. Gegn gangi leiksins náði Rod Wallace að jafna á 89. mínútu með fallegum skalla eftir fyrirgjöf frá Gary Spe- cd. Gestirnir töldu sig vera búnir að ná öðru stiginu en Neil Adams var á öðru máli og innan við mín- útu síðar hafði hann skoraó sigur- markið fyrir Norwich. Það gerði hann einnig með skalla, eftir fyrir- gjöf frá Robins. CHELSEA-LEICESTER 4:0 Yfirburðir Chelsea voru miklir og greinilegt að liðið hans Glcnn Hoddle er í hópi bestu liða í ár. Eftir aðeins 19 sekúndur haföi John Spcncer skoraó fyrsta mark- ið, með skalla eftir sendingu frá Gavin Peacock. Annað skallamark á 4. mínútu kom Chelsea í 2:0 og að þcssu sinni var þaó Peacock sjálfur sem skoraði. Spencer haföi fengió nokkur færi til að bæta viö mörkum áóur en hann skoraði þriðja markið á 49. mínútu. Enn fékk hann sendingu frá Peacock áður en hann kom boltanum í net- ið. Hann haltraði útaf meiddur stuttu síðar og Neil Shipperly kom inná í hans stað. Ekki var hann síðri fyrir framan markið og sá um að innsigla sigurinn á 76. mínútu af stuttu færi eftir sendingu frá David Rocastle. Leicester var heillum horfið í leiknum en geta þó verið ánægðir með að enginn leikmaður liösins var rekinn af leikvelli í leiknum en þeir ná sjald- an að klára leik með fullskipað lió. SOUTHAMPTON-EVERTON 2:0 Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu var sigur heimamanna sanngjam og hefði allt eins getað orðið stærri. Daninn Ronnie Ekelund skoraði fyrra markið eftir glæsilegt spil við Matthew Le Tissier og Neil Maddison og Le Tissier voru nálægt því að bæta við mörkum fyrir hlé. Le Tissier skoraði síðara markió á 73. mínútu með hámá- kvæmu skoti. Neville Southall bjargaði því sem bjargað varð í marki Everton. Eina verulega hætt- an við mark Southampton skapað- ist þegar að David Burrows átti skot eftir aukaspymu rétt framhjá. l.DEILD: Bæði toppliðin, Wolves og Midd- lesbrough, töpuðu sínum leikjum og Reading nálgast þau nú óð- fluga. Úlfarnir sóttu Swindon heim og töðuóu 3:2. Paul Bodin, Keith Scott og Joey Beauchemp skoruðu fyrir Swindon en David Kelly sá um að gera bæði mörk gestanna. Middlesbrough fékk Tranmere í heimsókn og það var að sjálfsögðu John Aldridge sem skoraði eina mark leiksins. Þetta er fyrsta heimatap Boro á tímabil- inu og þeir höfðu yfírburði í leikn- um en náðu ekki að nýta sér þá.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.