Dagur - 11.10.1994, Page 15

Dagur - 11.10.1994, Page 15
Þriðjudagur 11. október 1994 - DAGUR -15 Skólamál Að þessu sinni fcngum við að- senda grein í dálkinn okkar. Vig- dís Steinþórsdóttir, sem er í stjórn Heimilis og skóla, fór í haust á Norðurlandafund samtakanna og er þetta frásögn hennar. Foreldrasamstarf á Norðurlöndum Foreldrasamtökin Heimili og skóli eru nú til á öllum Norðurlöndun- um. Samtökin okkar á Islandi eru yngst. I Svíþjóð eru þau yfir 100 ára gömul, en þrátt fyrir það glíma Svíar viö ýmis vanda- mál. Við get- um fundið ýmislegt hjá þeim sem sýnir okkur að svona starf ber árangur sem er þó ekki alltaf mælanlegur fyrr en eftir mörg ár. Þess vegna þurfum við íslenskir foreldrar að sýna sam- stöðu og vinna saman að hags- munum bama okkar á komandi árum. Greinarhöfundur tók þátt í Norðurlandafundi Heimilis og Skóla í Svíþjóð nú í haust. Island hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í slíkum fundi og þá með einn fulltrúa en nú voru þeir níu. Það er mjög gaman að fá að taka þátt í slíkum fundi. Allir eru þar að vinna að sömu áhugamál- unum: „Velferð bama og ung- linga“. Menn skiptast á skoðunum og komast að því að vandinn er oft hinn sami en einnig fá menn nýjar hugmyndir til að vinna meö þegar heim er komið. Fyrirlesarar opna ný sjónarmið eða staðfesta að vinnan heima þokast í rétta átt. Prófessor Mats Ekholm, fyrir- lesari, sagöi frá könnum sem gerð var í Svíþjóð. Könnunin staðfesti að við foreldramir erum mikil- vægasti áhrifavaldur bamsins okkar og að það erum við sem ráðum mestu um hvemig baminu gengur í skóla. Samkvæmt könn- uninni fengu nemendur meira sjálfstraust eftir því sem foreldr- amir veittu meiri stuðning við námið. Einnig kom fram að menntun foreldra hefur minna vægi en stuðningurinn sem þeir veita. Mats ræddi „gæði skólans". Hvað er góöur skóli? A sumum Norðurlandanna geta foreldramir ákveóið í hvaða skóla bamið fer. Það er ekki bundið hverfum. En það getur verið erfitt að velja skóla og dæma um hvort valið var rétt. I Svíþjóð, þar sem val á skól- um er frjálst, eru ekki margir sem velja annan skóla en þann sem næstur er. I máli Mats kom fram að það þarf að bæta kennara- menntun svo og samstarf kennara og foreldra. Skóli á samdráttartímum var eitt umræðuefnið. Þar kom fram meðal annars: Peningar bæta ekki lélegan kennara eða neikvæðan nemanda. I könnun sem gerð var meðal foreldra um gæði skólans varð niðurröðunin þessi: 1. Fagmcnnska innan skólans. 2. Velferð bamanna í skólanum. 3. Orðstír skólans. 4. Að tengsl náist við kennara. Þama sést aö það er ekki verið að leggja áherslu á þá hluti sem kosta mesta peninga, s.s. húsa- kynni og aðbúnað. Það er mörgu hægt aó breyta og ýmislegt má færa til betri vegar með góðri skipulagningu án mikils tilkostn- aðar. Hins vegar þurfa .allir að gera sér grein fyrir því að skóli er nauðsyn og hann þarf sitt rekstrar- fé. Kynntir voru þeir miklu mögu- leikar sem við höfum í norrænu skólasamstarfi meö tölvum. Þar opnast tækifæri til skemmtilegs náms í t.d. landafræði og tungu- málum. Dæmi um spumingar sem upp komu í lokin: Hvað viljum við fá út úr skólanum? Hvað á skólinn að meta? Hvemig tryggj- um við að bömin fái það sem þeim ber? Er ekki mikil- vægt nú í öllu náms- framboðinu að gera ein- staklinginn þannig að hann kunni að leita eftir þekking- unni? Islenski hópurinn setti sér m.a. þessi markmið: Virkja foreldrana til samstarfs við skólana, opna skólana til samstarfs við foreldr- ana, hafa grunnskóladag og bæta foreldraviðtölin. Ég enda þessa umfjöllun á slagorði Svíanna: Böm þurfa á foreldrum að halda. Foreldrar þurfa hverjir á öðrum að halda. Skólinn þarf á foreldrum að halda. Vigdís Steinþórsdóttir, stjórnar- maður Heimilis og skóla. Skrifstofa Heimilis og skóla Við viljum enn og aftur hvetja foreldra og annað áhugafólk um skólamál til að senda okkur pistla og frásagnir eða hafa samband símleiðis. Síminn er 96-12522. Starfsmaður _ skrifstofunnar er Hildigunnur Olafsdóttir. LANDSSAMTOKIN HEIMILI OG SKÓLI Sjávarfréttir í bókarformi Sjávarfréttir 94/95 eru komnar út í þriðja sinn í bókarformi. Um handbók er að ræða fyrir starfs- menn til sjós og lands og aðra þá sem leita þurfa margvíslegra upp- lýsinga er varðar skipaflotann og þjónustuaóila í landi. I bókinni er skipaskrá, sem er frábrugðin öðrum skipaskrám að því leyti að auk hefðbundinna upplýsinga um skipin er þar að finna heimilisföng, símanúmer, faxnúmer og kennitölur útgerðar- aðila skipanna. I bókinni eru far- símanúmer skipanna. Bókin innihcldur ágrip af skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand fiskistofna og ráðlegg- ingar stofnunarinnar um aflahá- mark á komandi fiskveiðiári; afla- þróun helstu fisktegunda, listi yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtækin og kvótaeign þeirra. Síöast en ekki síst er birtur kvóti allra fiskiskipa á nýbyrjuðu fiskveiðiári. GG Mál og menning gefur út: Kennslubækur í mannkynssögu Mál og menning hefur sent frá sér tvær nýjar kennslubækur handa framhaldsskólanemum í mann- kynssögu: Heimsbyggðin I, mann- kynssaga fram til 1850 og Heims- byggðin 2, mannkynssaga frá 1850. I Heimsbyggðin 1, mannkyns- saga fram til 1850, er saga mann- kyns rakin á einkar skýran og skipulegan hátt og dregin upp greinargóð mynd af þróuninni í réttri tímaröð. Höfundarnir taka mið af nýjustu rannsóknum og heimildum, enda kalla þau gagn- geru umskipti sem orðið hafa í heimsmálum á síöustu árum á ferskt sjónarmið á ýmsa þætti úr sögu fyrri alda. í seinni bókinni, Heimsbyggðin 2, mannkynssaga frá 1850, er saga mannkyns frá nítjándu öld til okkar daga rakin á skilmerkilegan hátt. Hrun austurblokkarinnar, lok kaldastríðsins, vaxandi þjóðemis- kennd og þrengingar í efnahags- og umhverfismálum kalla á nýtt og ferskt sjónarhom á söguna. Bækurnar em ríkulegar, mynd- efni fjölbreytt og að stærstum hluta í lit. I sérstökum rammagreinum er skerpt sýn á sitthvað sem er ofar- lega á baugi eða bregður ljósi á mannkynssöguna. Heimsbyggðin 1 kostar 3999 krónur. Heimsbyggðin 2 kostar 3999 kr Áttavita- og GPS-námskeið fyrir rjúpnaskyttur og ferðafólk verður haldið laugardaginn 15. október nk. Námskeiðið hefst kl. 13.00 í húsnæði Hjálparsveitar skáta, Lundi v/Viðjulund, Akureyri. Fluttir verða fyrir- lestrar um notkun korts, áttavita og GPS-staðsetning- artækis. Síðan verður farið í gönguferó þar sem þátt- takendum gefst m.a. kostur á að prófa GPS- tæki við rötun. Upplýsingar og skráning þátttöku á skrifstofu FFA, Strandgötu 23, sími 22720, milli kl. 18 og 19 fimmtud. 13. okt. og föstud. 14. okt. eða í síma 27866 eftir kl. 19. Ferðafélag Akureyrar. Landnýting og skógrækt: Markaðssetning skógarafurða - fræðslufundur að Ýdölum Fræðslufundur um bændur, skóg- rækt og landnýtingu, ásamt stöðu Þingeyjar í mannlífsmynd héraðs- ins, verður haldinn að Ydölum föstudaginn 14. okt.kl. 20.30. Það eru Skógræktarfélag Þingeyinga og Búnaðarsamband Suður-Þing- eyinga sem fyrir fundinum standa en hann er öllum opinn. „Við þurfum að vinna saman að þessum málum, bændur og skógræktarfólk. Þetta á að vera ntjög fróðlegur fundur,“ sagði Hólmfríður Pétursdóttir, formaóur Skógræktarfélagsins. Tíu vilja í starf ríkissáttasemjara Alls bárust 10 umsóknir um starf ríkissáttasemjara en umsóknar- frestur rann út þann 7. október sl. Umsækjendurnir eru; Birgir Guðjónsson, Guðmundur Bene- diktsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Harald Sigurbjörn Holsvik, Hjalti Steinþórsson, Jón Hjartarson, Jón Gauti Jónsson, Kristín Einarsdótt- ir, Már Gunnarsson og Þórir Ein- arsson. KK Á fundinum mun Þröstur Ey- steinsson, fagmálastjóri Skógrækt- ar ríkisins flytja erindi um skóg- rækt í landbúnaði framtíðar, land- nýtingu, skjólbelti, bindingu kol- vetnis, trjátegundir og markaðs- kerfi. Þar er um aó ræöa markaðs- setningu afurða skóganna sem huga þarf að þegar menn sjá hvað hægt er að framleiða. Brynjar Skúlason, nýráðinn skógræktarráðunautur á Norður- landi, talar um skipulagsmál og áætlanagerð í skógrækt. Brynjar mun leiðbeina bændum um plönt- ur og val á plöntum í ræktunar. Stefán Skaftason, ráðunautur, mun fjalla um landgræðslustörf bænda. Siguróur Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri og formaður Héraðs- nefndar S.-Þing., skýrir frá Þing- eyjarmálum. Hólmfríður segir að tími sé kominn til að Þingey „komist á kortið'1. Hreyfing sé fyrir því aó gera Þingey aðgengi- legri fyrir fólk og sýna staðnum verðskuldaöan sóma. Auk þessara erinda verða leyfðar fyrirspurnir og almennar umræður á fundin- um. 1M JJWA HEILSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI Inflúensu- bólusetning Upp úr miðjum októbermánuði gefst almenningi kostur á inflúensubólusetningu við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri. Fyrirkomulag verður með þeim hætti, að þeir sem bólusettir voru á síóastliðnu ári og óska eftir að svo verði einnig nú þurfa ekki aö láta skrá sig, heldur verð- ur haft samband við þá með nokkurra daga fyrirvara. Einungis þeir, sem ekki voru bólusettir á síðasta ári, en óska eftir því að það verði gert nú, svo og þeir sem voru bólusettir sl. ár en vilja það ekki nú, eru beðnir að láta vita á Heilsugæslustöðina, í síma 22311. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri, simi 96-26900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu emb- ættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 14. október 1994 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Byggðavegur 97, Akureyri, þingl. eig. Ragnheiður Árnadóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Landsbanki Islands. Furuvellir 5, B-hluti, eignarhl. Akur- eyri, þingl. eig. Eyri hf., gerðarbeið- andi lónlánasjóður. Hafnarstræti 97, hl. 2A, Akureyri, þingl. eig. Bakkasel hf., gerðarbeið- andi Iðnlánasjóður. Hafnarstræti 97, hl. 3A, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind hf., gerðarbeiðandi Hekla hf., lón- lánasjóður, Landsbanki íslands og íslandsbanki hf.___________________ Hafnarstræti 97, hl. 5A, Akureyri, þingl. eig. Bvggingarfélagió Lind hf„ gerðarbeiðendur Hekla hf„ Iðn- lánasjóóur, Landsbanki íslands og íslandsbanki hf. Hafnarstræti 97, hl. 6A, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind hf„ gerðarbeiðendur Hekla hf„ Iðn- lánasjóður, Landsbanki íslands og íslandsbanki hf. Hafnarstræti 97, hl. 4A, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind hf„ gerðarbeiðendur Hekla hf„ Iðn- lánasjóður, Landsbanki (slands og íslandsbanki hf. Óseyri 16, Akureyri, þingl. eig Vör hf„ gerðarbeiðendur Iðnlánasjóður og íslandsbanki hf. Rauðamýri 19, Akureyri, þingl. eig. Sigurjón O. Sigurðsson, gerðar- beiðendur Akureyrarbær, Lands- banki íslands, Lífeyrissjóður verk- stjóra og (slandsbanki hf._______ Sunnuhlíð 12, Þ-hl„ Akureyri, þingl. eig. Skúli Torfason, gerðarbeiðend- ur Kaupþing hf. og íslandsbanki hf. Sýslumaðurinn á Akureyri, 10. október 1994.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.