Dagur - 21.10.1994, Síða 14

Dagur - 21.10.1994, Síða 14
SÆVAR HREIÐARSSON 14 - DAGUR - Föstudagur 21. október 1994 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur - bikarkeppni Umferðarráðs: Stórleikur í Höllinni - Þórsarar fá Víkinga í heimsókn í kvöld leika Þórsarar í 32ja liða úrslitum bikarkeppni HSÍ og mót- herjar þeirra eru ekki af lakari gerðinni. Víkingar koma í heim- sókn í íþróttahöllina á Akureyri með allar sínar stórskyttur og er þetta sennilega stærsta verkefni Þórsara í vetur. Völsungur leikur einnig í kvöld, gegn UBK, og KA fær ÍR-inga í heimsókn á morgun. „Eg vona að fólk komi á leikinn vegna þess að Víkingar eru í dag með eitt af skemmtilegustu liðum Islands. Þeir eru með leikmenn eins og Sigga Sveins, Birgi og Bjarka Sig. og svo má alls ekki gleyma að þeir eru með tvo fyrrum leikmenn okkar, Rúnar Sigtryggsson og Krist- inn Hreinsson, sem spiluðu lengi með Þór og ég vona að þeir fái báðir að spila,“ sagði Jan Larsen, þjálfari Þórs, um leikinn gegn Víkingum. Þórsarar hafa unnið báóa leiki sína í 2. deildinni til þessa og eru meó léttleikandi lið en hafa þó ekki verið mjög sannfærandi. „I leikjunum til þessa hefur pressan verið á okkur en á morgun getum við tekið á þessu af fullum krafti og séð til hversu langt það nær. Auðvitað langar mann til að fá sóknarleikinn til að fljóta betur en mótherjamir leyfa okkur ekki að spila eins og maður vill helst og þaó þarf tvö jákvæð lið til að hafa leik- inn skemmtilegan. Víkingar koma ekki hingað til að hanga á boltanum, þeir koma hingað til að skemmta. Við munum heldur ekki hanga á boltanum, við tökum fulla áhættu og viljum helst búa til skemmtileg- an leik,“ sagði Jan Larsen. Þórsarar hafa oft komið á óvart í bikarkeppn- inni og veitt stóru liðunum harða keppni. Fyrir þremur árum náðu þeir tvisvar framlengingu gegn FH, sem þá vann bæði deild og bikar. Arið þar á undan var einnig fram- lengt í bikarleik hjá Þór gegn ÍBV, sem síðan vann bikarinn. Þess ber sérstaklega aö geta að ársmiðahafar fá ekki frítt inn í kvöld Ingólfur Samúclsson, línumaður Þórs. þar sem þetta er bikarkeppni og samkvæmt reglum HSÍ verður að skipta innkomu milli liða og gilda því ekki sömu reglur og á deildar- leikjum. KA-ÍR Á moi^un kl. 13.30 leika KA-menn gegn IR-ingum í KA-heimilinu og þar verður eflaust hart barist. Fyrir rúmri viku mættust þessi lió í deild- inni á sama stað og þá hafði KA betur, 27:22. Þar var greinilegt að KA-menn eru meó sterkara lið en IR-ingar náðu þó að hanga í þeim lengst af og Branislav Dimitrivic og Róbert Rafnsson voru heimamönn- um oft erfióir. Það gæti einnig þyngt róður KA að þeir fá aðeins einn dag í hvíld á milli Ieikja á með- an ÍR fær tvo en þeir unnu HK á miðvikudag. Völsungur-UBK Húsvíkingar eru ekki með lið í deildakeppni í ár og ræóur þar fjár- hagsstaða mestu. Þeir munu þó mæta galvaskir til leiks í bikar- keppninni í kvöld og hafa fullan hug á að leggja Fylkismenn að velli og vonast til að heimamenn fjölmenni til aö standa við bakið á köppunum. Leikurinn hefst kl. 20.30. Aðalfundur Gilfélagsins á Akureyri: „Heitir fimmtudagar lunni“ í vetur Gilfélagið hélt aðalfund þann 24. september sl. í Deiglunni. Á fund- inum voru fluttar skýrslur um starf- semi félagsins^ og um Listasumar. Guðmundur Ármann, sem verið hefur formaður félagsins frá upp- hafi, gaf ekki kost á sér til frekari stjómarstarfa. Nýr formaður var kjörinn, Guð- mundur Oddur Magnússon. Aðrir í stjóm em Ólöf Sigurðardóttir, vara- formaður, Gísli Gunnlaugsson, gjaldkeri, Ragnheiður Ólafsdóttir, MINNINO ritari, og Rósa Kristín Júlíusdóttir, meðstjómandi. Varamenn em Vió- ar Eggertsson og Jón Hlöðver Ás- kelsson. Á fundinum lýstu menn áhyggj- um af slysahættu í Grófargili og í framhaldi af því var samþykkt ályktun sem send var til skipulags- nefndar og menningarmálanefndar Akureyrarbæjar. Nýja stjómin hefur þegar hafió störf og mun í vetur brydda upp á ýmsum nýjungum, svo sem „Heit- Neal kaupir Phil Ncal, stjóri Coventry, hefur verið að leita sér aó nýjum vam- armðnnum að undanfömu cftir að liðið seldi Phil Babb til Li- verpool. í vikunni var gengið frá kaupum liðsins á skoska mið- veiöinum Steve Pressley frá Rangers. Coventry borgaði 600.000 pund fyrir kappann en hann er leikmaður með skoska U21 árs landslióinu og talinn eiga bjarta framtíð. Hrifnmg Mðrg cnsk félög nrífast af sænska landsliómanninum Kenn- eth Andersson, sem leikur nú með Caen í Frakklandi. Samn- ingaviðræður við Sheffield Wed- nesday sigldu í strand eftir að franska liðið hækkaði verð hans úr 1,5 milljónum punda í 2 millj- ónir. Nú herma fregnir að Leeds. hafi áhuga á aó fá hann í sínar raðir en gæti þó lent í samkeppni við Everton og Crystal Palace. Dani í vörnina? Everton-vömin hefur verið slök á tímabilinu og vantar einhvem til að binda hana saman. Mike Wal- ker skrapp til Danmcrkur fyrir skömmu og fylgdist mcð Marc Riepcr, miöverði danska lands- Iiósins og Bröndby, en talió er að hann þurfi að borga 1 milljón punda fyrir að fá hann til Eng- lands. Æsingur Dennis Wise, leikmaður Chelsea, hefur verió á forsíðum ensku blaðanna undanfama daga fyrir að missa stjóm á skapi sínu síðla nætur og stórskemma leigubíi. Eftir það missti hann fyrirlióa- stöðuna hjá Chelsea en hann er þó hæstánægður hjá félaginu og mun sennilega skrifa undir sex ára samning við Chelsea á næstu dögum. um fimmtudögum í Deiglunni" þar sem ýmsar skemmtilegar uppákom- Ur verða á döfinni. (Fréltalilkynning) * 'ánsson Fæddur 18. júlí 1902 - Dáinn 10. október 1994 Kveðjuorð frá Náttúrulœkninga- félagi Akureyrar. Guðmundur Kristjánsson, vél- smióur, Grundargötu 12 á Siglu- firði, sem fæddur var 18. júlí 1902, lést á sjúkrahúsi Siglufjarð- ar 10. október sl. og því rétt orð- inn 92 ára er hann kvaddi þetta jarðsvið. Kynni Náttúrulækningafélags Akureyrar og Guðmundar stóðu aðeins yfir í fá en einstök ár. Þau hófust meó því að góður vinur hans hér á Akureyri færði félaginu þau boð að Guðmundur vildi leggja fram eina og hálfa milljón til ákveóins verkefnis í Kjama- lundi. Síðar bætti hann enn um betur og færði Náttúrulækningafélagirui erfðaskrá þar sem hann arfleiddi það að nær öllum sínum eigum. Við þessari einstöku vináttu og rausn gat félagið aðeins brugöist með þeim hætti aó útnefna hann heióursfélaga sinn. Guómundur var á Siglufirói jafnan nefndur „Guðmundur góði“, enda fóru góðverk hans víða innanlands sem utan. Á Ind- landi var hann í sambandi við „Móður Theresu“, og studdi henn- ar merka starf fyrir fátæk börn með ómældum framlögum. Náttúrulækningafélag Akureyr- ar kveður nú þennan velgjörðar- mann sinn með viróingu og miklu þakklæti og bióur honum blessun- ar á Guös vegum. Blak: Þjálfaralausir KA-menn - leika gegn HK í kvöld í kvöld keppa bæði karla- og kvennalið KA í blaki gegn HK í KA-heimiIinu. Karlarnir eru enn þjálfaralausir en eins og kunnugt er hvarf bandarfski þjálfarinn og leikmaðurinn, Mike Whitcomb, sporlaust fyrir síðasta leik. Talið er að hann sé nú kominn aftur á ströndina f Kaliforníu. KA-menn hafa átt í viðræðum við Hauk Valtýsson og Bjama Þórhallsson um að taka að sér þjálfun liðsins en það mun þóækki gerast strax. Þeir munu þó stjóma liðinu til bráðabrigða í kvöld. Bjami er þjálfari kvennaliðsins og það gæti orðið erfitt aó sameina störfín auk þess sem hann er einn af lykilmönnum karlaliðsins inni á vellinum. Hann segir KA menn ekki vera búna að jafna sig á uppátæki Kanans. „Nei, það erum við ekki og þurfum t.d. að gera ýmsar tilraunir meö mismunandi uppstillingar í þessum leik,“ sagði Jóhanna Erla Jóhannesdóttir spilar stórt hlutvcrk i kvcnnaliði KA. Bjami. HK er með sterkt lið og er aðeins búið að tapa tveimur hrin- um það sem af er mótinu og er með fullt hús stiga eftir þrjár um- ferðir. Það er því ljóst að KA- menn veróa að taka á öllu sem þeir eiga til þess að Ieggja gestina að velli í kvöld. Kvennalió KA kom skemmti- lega á óvart þegar það lagói IS um síðustu helgi og stelpumar eru staóráónar í að halda sig- urgöngunni áfram. KA stendur betur að vígi en HK í deildinni en það gæti þó breyst fljótt ef gest- imir fara meö sigur í kvöld. Leikur karlaliðanna hefst kl. 19.30 en stelpumar taka við strax að þeim leik loknum eða um kl. 21.00. HANDKNATTLEIKUR: Bikarkeppni HSI: Föstudagur: Völsungur-UBK kl. 20.30 Þór-Víkingur kl. 20.30 Laugardagur: KA-IR kl. 13.30 KÖRFUKNATTLI Úrvalsdeildin: LIKUR: Sunnudagur: I»ór-ÍR kl. 20.00 ÍA-Tindastóil kl. 20.00 1. deild kvenna: Laugardagur: ÍR-Tindastóil kl. 17.00 2. deild karla: Föstudagur: USAII-Þór B kl 20.00 Laugardagur: Daivík-Leiftur kl. 16.00 BLAK: Föstudagur: 1. deild karla: KA-HK kl. 19.30 1. deiid kvenna: KA-HK kl. 21.00 Kjördæmisráð sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra: Stjórnmálaályktun Aðalfundur kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna í Norðurlands- kjördæmi eystra, haldinn á Húsavík 16. október 1994, fagnar þeim mikilvæga árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar á yfirstandandi kjör- tímabili. Stóraukið aðhald í rík- isrekstri og bætt fjármálastjórn hefur dregið úr rekstrarhalla rík- issjóðs og komið á jákvæðum viðskiptajöfnuði við útlönd. Stöóugieiki í verólagsmálum og lækkun vaxta hefur skapað ný vaxtarskilyrði fyrir atvinnulífið í landinu, sem er mikilvægur þáttur í að draga úr atvinnuleysi og tryggja ungu fólki atvinnu. Þýðingarmikið er að haldið verði áfram á sömu braut og erlendar skuldir lækkaóar sem kostur er. Ekki er ásættanlegt að skattbyröi almennings aukist frá því sem nú er. Stefna ber að því að jafna at- kvæðisrétt í kjördæmum landsins og er skoraó á Alþingi að sam- þykkja stjómarskrárbreytingu þar að lútandi fyrir komandi Alþingis- kosningar. Ekki verður við það un- að að Norðurlandskjördæmi eystra beri skarðan hlut í þingmannatölu. Stefna ber að fullvinnslu afurða okkar í sjávarútvegi og landbúnyði. Gæðastjómun og ýtmstu hag- kvæmni verði fylgt við framleiðsl- una þannig aó íslensk matvæli geti í framtíóinni náó enn meiri út- breiöslu á erlendum mörkuðum. Koma þarf á markvissri beitar- stjórnun og stórauka uppgræðslu og frióunaraógerðir þannig að svæði sem em í hættu vegna jarð- vegseyóingar eða eru örfoka nú, geti orðið grundvöllur að matvæla- framleiðslu í framtíðinni. Draga ber úr mióstýringu ríkis- valdsins og halda áfram á þeirri braut aó færa vald frá ríki heim í hérað. Yfirtaka sveitarfélaga á mál- efnum grunnskóla er stór áfangi á þeirri braut. Mikilvægt er aó yfir- stjórn náttúrurverndarmála flytjist heim í héraó. Aðalfundur kjördæmisráðsins álítur að lagning heilsársvegar milli Norður- og Austurlands sé forgangsverkefni í vegamálum. Jafnframt hvetur aöalfundurinn til þess að haldið verói áfram varan- legri vegageró meðfram ströndinni milli landshlutanna. Bættar sam- göngur eru forsenda fyrir aukinni samvinnu byggða á sviði atvinnu- mála og opinberrar þjónustu og hafa mikla þýðingu fyrir uppbygg- ingu ferðaþjónustu. Brýnt er aö Sjálfstæðisflokkur- inn fái þaó brautargengi í komandi Alþingiskosningum aó hann geti áfram unnió að bættri stjóm efna- hagsmála og treyst þannig undir- stöóur atvinnulífs og annarra þátta þjóðlífsins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.