Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR
Laugardagur 22. október 1994 - DAGUR - 3
í gær fór aðalfundur sambands iðnmcnntaskóla fram í Gryfjunni í Vcrk-
menntaskólanum á Akureyri. Um 70 manns sækja fundinn og á innfelldu
myndinni cr Ingvar Ásmundsson, formaður sambandsins, í ræðustóli, en
hann er skólameistari Iðnskólans í Reykavík. Myndir: Robyn.
Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar:
Atvinnurekendur telja ekki
þörf á að fækka starfsfólki
Norðlendingar viljugir
að bjarga skötu-
hallæri í Reykjavík
Aukin umsvif í þjóðarbúskapn-
um setja svip sinn á niðurstöður
atvinnukönnunar Þjóðhags-
stofnunar, sem gerð var í sept-
ember sl. I fyrsta skipti frá árinu
1991 telja atvinnurekendur ekki
þörf á því að fækka starfsfólki,
þegar á heildina er litið.
Starfsmannafjöldinn er að öllu
samanlögðu í samræmi við cftir-
spurn. Niðurstöðurnar eru hins
vegar mismunandi fyrir einstakar
atvinnugreinar og landssvæði.
Þegar litið er til einstakra
greina skiptir nokkuð í tvö horn.
Skortur virðist vera á starfsfóllki í
fiskiðnaði en á móti er talið æski-
legt að fækka fólki í bygginga-
starfsemi, verslun og vcitinga-
starfsemi. Aðrar greinar virðast í
betra jafnvægi. Eðli málsins sam-
kvæmt kemur því viljinn til fækk-
unar starfsfólks fram á höfuðborg-
arsvæðinu en til fjölgunar á lands-
byggðinni.
Á höfuðborgarsvæðinu vildu
atvinnurekendur fækka um 265
manns, eða um 0,5% af mannafla.
Þar munar mest um æskilega
fækkun í byggingastarfscmi um
115 manns og í þjónustu um tæp
100 manns. Atvinnurekendur á
landsbyggðinni vildu fjölga um
265 manns, eða 0,9% af mannafla.
Munar þar mest um æskilega
fjölgun í fiskiðnaði um 200
manns.
í nýbirtri þjóðhagsspá cr áætlað
að atvinnulcysi veröi 4,8% á
þessu ári. Þetta samsvarar því að
um 6.300 manns hafi verið án
vinnu allt árið að meðaltali. Gert
er ráð lyrir því að atvinnuleysi
verði svipað á næsta ári. KK
„Það hafa verið alveg ágæt við-
brögð miðað við að þetta var
bara fyrri auglýsing af tveimur,“
sagði Óskar Gumundsson, fisk-
kaupmaður hjá Sæbjörgu hf. í
Reykjavík, en hann auglýsti sl.
fimmtudag í Degi eftir tveimur
tonnum af skötu. Skýringin á
þessari óvenjulegu auglýsingu er
einfaldlega sú að mun meiri
slagur er um skötuna en áður á
mörkuðunum vegna mjög góðs
verðs á henni í Frakklandi og
þessu til viðbótar virðast margir
aðilar halda að sér höndum að
láta sína skötu fara inn á mark-
aðina. Þetta veldur áhyggjum
stærri fiskkaupmanna.
Sæbjörg hf. auglýsir aftur í
blaðinu í dag en miðað við við-
brögóin sem komu strax þá segir
Óskar að sér bjóðist nægjanlegt
magn en spurningin snúist um
verð. Hann væntir þess þó að
heyra í framhaldinu í stærri út-
gerðarmönnum og fiskverkendum.
Þó niargir borði skötu í öllum
mánuðum ársins þá snýst slagur-
inn um að eiga nóg þegar kemur
að hinu árlega Þorláksmessuáti.
Óskar segist þurfa 4-5 tonn til að
anna eftirspum sinna viðskipta-
vina en nú þegar hafi hann aðeins
oróið sér úti um 2 tonn. Því þurfi
hann aö grípa til ráðstafana sem
virðist strax ætla aðbera árangur.
Ut úr búð í fyrra kostaði skatan
um 480 kr. kílóið en Óskar segir
nánast útilokað annað en veröið
hækki í ár. JÓH
Bæjarráö Húsavíkur:
Vegamálaálykt-
un VH vísað til
Héraðsnefndar
Fulltrúum Húsavíkurbæjar í
Héraðsnefnd Suður-Þingeyinga
var falið að kynna ályktun
Verkalýðsfélags Húsavíkur um
vegamál á fundi í nefndinni í
byrjun næstu viku.
„Bæjarráð taldi rétt að málið
væri rætt á grundvelli sveitarfé-
laga í Þingeyjarsýslu áður en bæj-
arráð eða bæjarstjóm færi að
álykta um þaö,“ saógi Guðmundur
Níelsson, bæjarritari. Ályktun VH
um vegabætur norður með strönd-
inni hefur vakió mikió umtal, en í
ályktuninni cr skoraó á sveitar-
stjómir að álykta um málið og er-
indið var tekið fyrir á fundi bæjar-
ráðs sl. þriðjudag. IM
Ytri-Torfustaöahreppur:
Nýr íþróttavöllur
bíður tyrfingar
KTNNIIC
á öryggissímanum AP-1090
pósthúsinu Akureyri 24. okt. kl. 13.30,
pósthúsinu Húsavík 25. okt. kl. 13.30 og
pósthúsinu Sauðárkróki 26. okt. kl. 13.30.
Ungmennafélög í Vestur-Húna-
vatnssýslu hafa að undanförnu
verið að vinna að uppbyggingu
íþróttavallar að Laugarbakka,
en um er að ræða grasvöll fyrir
knattspyrnu ásamt hlaupabraut-
um, atrennubrautum fyrir stökk
og stökkgryfjur. Völlurinn er til-
búinn til tyrfingar en nýlokið er
framkvæmdum við drenlagnir
og síðan jarðvegslag þar ofan á,
en ólíklegt er talið að ráðist
verði í að tyrfa völlinn á þessu
ári úr því sem komið er.
Nýting á nýju íþróttahúsi að
Laugarbakka hefur verið mjög
góð síðan húsið var tekið í notkun
fyrir tveimur árum og eru það
bæði íbúar Ytri-Torfustaðahrepps
og ekki síður úr nágrannasveitar-
félögum sem nýta sér það. Þar er
bæði um einstaklinga og hópa að
ræða, og bæói keppnisíþróttafólk
og aðra sem setja markió lægra.
Fjölmennastir eru íbúar Hvamms-
tanga og félagsmenn ungmennafé-
lagsins Kormáks, enda ekki nema
um 12 km akstur að ræða milli
staðanna. Grunnskólinn á
Hvammstanga nýtir húsið til
íþróttakennslu og er bömunum
ekið á milli staðanna á skólatíma.
Verið er að ljúka byggingu
tveggja íbúðarhúsa að Laugar-
bakka sem Hjörleifur Júlíusson,
byggingaverktaki á Blönduósi,
reisir og vcróa húsin afhent full-
búin. Ytri-Torfustaðahreppur
kaupir annaó húsió undir sveitar-
stjórann, Bjöm Hermannsson, en
hitt húsið er til sölu á frjálsum
markaði. Bændur í hreppnum, og
raunar einnig í nágrannahreppum,
hafa sumir verið í útihúsafram-
kvæmdum og er þeim flestum lok-
ió eða þær eru á lokastigi. GG
Kaldbakur EA
til Akureyrar
Togarinn Kaldbakur EA-301
kom til heimahafnar, Akureyr-
ar, í morgunsárið, en skipið hef-
ur verið í Póllandi í gagngerri
viðgcrð, viðhaldi og endurbót-
um. M.a. var skipið sandblásið
og málað, skipt um spil og sett í
það flotvinda.
Skipið heldur til veiða í næstu
viku og sagði Sveinn Hjálmarsson
skipstjóri enga ákvörðun liggja
fyrir á hvaða mió yrði haldið. GG
Við AP-1090 öryggissímann er hægt að
tengja öryggishnapp, reykskynjara,
hreyfiskynjara og margt fleira. Allur pessi
búnaður er þráðlaus, þ.e. engar lagnir
þarf að honum. AP -1090 öryggissíminn er
mjög einfaldur í notkun, íslenskar
leiðbeiningar fylgja og notanda er
leiðbeint með íslenku tali.
PÓSTUR OG SÍMI