Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994 Hann heitir Helgi Símonarson og býr á Þverá í Svarfaðardal. Hann heilsar með þéttu handar- bandi, og augun, sem hafa séð svo margt, búa yfír fjöri og festu, hann er á hundraðasta aldursári og býður okkur í stofu til sín. Ef til vill má segja að ævistarf Helga á Þverá hafi verið ræktun lýðs og lands. Bóndi var hann alla tíð en einnig kennari og skólastjóri um áratugaskeið. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum á langri ævi, lagt hönd á plóginn í næstum hundrað ár í sinni sveit. elgi Símonarson fæddist í Gröf í Svarfaðardal 13. september árið 1895. Hann missti föður sinn þegar hann var á öóru ári og ólst því upp hjá móöur sinni, Guðrúnu Jóhönnu. Helgi og móðir hans voru í Gröf hjá móðurforeldrum Helga þangað til hann var níu ára þá fluttu þau í Skrióu, þurrabúð í Grafarlandi og þaðan í Brautarhól en þar var Helgi fram yfir ferm- ingu. Eftir fermingu flutti Helgi í kirkjustaðinn Velli. Helgi eignaðist tvö hálfsystkin, stúlku sem dó á bamsaldri og hálf- bróður, Jón Jónsson, sem var kenn- ari á Dalvík og er nú látinn. „Við vorum fjögur fermingar- systkinin en ég var fermdur aö hausti til. Þá þurftu fermingarbörn að vera oróin 14 ára áður en þau fermdust. Eg fékk eitt fermingar- kort, ég man þaó, en ég var nú ekki var við neinar fermingargjafir, enda tíðkuðust þær mjög lítió þá. Eg var fermdur haustið sem far- skólinn var settur í fyrsta skipti hér í dalnum, árið 1909. Hann var ætl- aður börnum frá 10-14 ára en við gátum verið í skólanum þó við værum fermd og það gerði önnur fermingarsystir mín. Mig langaði í skólann en það varð ekkert úr því. Það var kennt á nokkrum bæjum í dalnum og í mínu nágrenni var kennt á Hofi.“ Að fá tækifæri til að læra „Eg fór því aldrei í barnaskóla nema hálfan mánuð fyrir fermingu og þá á Hofi en árið 1910 var ung- lingaskóli á Völlum og þá fór ég í Sólveigu Eggerz. Hann kenndi mér vissar greinar og hinar las ég sjálf- ur án nokkurrar hjálpar, þetta gekk nú að vísu mis vel en gekk samt. Prestshjónin voru fyrirmyndar- hjón og heimilið glæsilegt. Sólveig sá um kýmar sem voru milli tíu og tuttugu. Hún lét sér ekki bregða þó að þyrfti að taka til höndunum vió óþrifaverk. Sólveig var yndisleg manneskja sem var boðin og búin að leggja þeim hjálparhönd sem á þurftu aó halda. Eftir gagnfræðaprófíð var ég heimiliskennari á nokkrum bæjum hér í Svarfaðardal. Það var svo árió 1922 sem ég fór í Kennaraskólann í Reykjavík. Eg hefði nú farið í Menntaskólann í Reykjavík ef ég hefði haft peninga en það tók styttri tíma að fara í gegnum Kenn- ararskólann og þangað fór ég. Þrátt fyrir að mig langaði til að fara í Menntaskólann og læra annað hvort norrænu eða sögu en það var nú ekki um það að ræöa. Eg fór í Kennaraskólann og fékk undan- þágu til að koma í annan bekk eftir nýár. Auðvitað átti ég að koma um haustið en séra Stefán á Völlum hljóp undir bagga með mér svo ég fékk að hefja nám þar eftir áramót. Eg útskrifaðist úr Kennaraskól- anum árið 1923 og það var nú öll mín skólaganga en ég sé nú eigin- lega ekkert eftir því þó ég færi þessa leið og úr frekara námi yrði ekki.“ Við létum lýsa með okkur „Konunni minni, Maríu Stefáns- dóttur frá Vermundarstöóum, kynntist ég á Völlum en hún ólst þar upp. Hún lést árið 1963. Það voru margir unglingar á Völlum skóla. Kennarinn kenndi á Völlum, Dalvík og Arskógsströnd, sína vik- una á hvorum stað og því var ég í skóla þriðju hvora viku þennan vetur. Við lærðum hefðbundnar greinar, íslensku, reikning, sögu, landafræði og náttúrufræði svipað og nú er. Seinna fór ég í Gagnfræðskól- ann á Akureyri og útskrifaðist það- an árið 1919 sem gagnfræóingur. Eg hafði lesið fyrsta veturinn heima á Völlum utan skóla, séra Stefán Kristinsson prestur á Völl- um bauó mér það en ég var vinnu- maður hjá þeim hjónum honum og böm sem komu þangað og voru í lengri eóa skemmri tíma. Við giftum okkur vorió 1927 á Völlum. Við þurftum að láta gifta okkur í kirkju því að við létum lýsa með okkur. Eg hugsa að það hafi verið síðasta giftingarlýsingin á Völlum. Það þurfti að lýsa með okkur við þrjár messur áður en giftingin gat farið fram. Ætli við höfum ekki farið þessa leið vegna þess aó það var ódýrara. Ef við hefðum ekki látió lýsa meó okkur hefðum við þurft að kaupa leyfis- bréf sem kostaði töluvert. Vió María áttum sex börn, tvö dóu við fæðingu, það þriöja nokk- urra daga gamalt en þrjú komust upp. Hér á Þverá eru tvö, sonur minn Símon sem býr hér og Sigrún dóttir mín. Það var eiginlega mesta áfallið í lífi mínu þegar ég missti hina dóttur mína, Halldóru. Hún varð undir dráttarvél á veginum hérna fyrir ofan bæinn þá ung kona. Eg er svo sem búinn að vita hvað það er að sakna en ég kvarta ekkert yfir því, ég hef líka notið margs." Kennarinn „Ég var kennari í tuttugu ár. - Helgi á Þverá í Svarf- aðardal sóttur heim Kennsla átti ekkert illa við mig og ég lærði mikið af krökkunum. Eftir aó ég hóf kennslu hætti ég algjör- lega að nota bæði tóbak og áfengi, sem ég að vísu hafði aldrei notað neitt að ráði, en ég gat ekki leið- beint börnunum og verið þeim fyr- irmynd nema hætta því algjörlega. Það var bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt að kenna. Ég hætti kennslu árið 1943 vegna anna við búskapinn. Börnin voru ekkert annað en þæg og elskuleg. En auð- vitað gekk þeim misvel að læra. Þegar þau komu í skólann, tíu ára að aldri, áttu þau aó vera orðin læs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.