Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994
FRETTIR
Jafnréttisnefnd
Akureyrar
OPIÐ HUS
24. október 1994
Kynningarfundur um jafnréttisverk-
efni og jafnréttisstefnu í skólum á
Akureyri
Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð mánudag
kl. 20.00-23.00.
Kynning á Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar
og styrkjum jafnréttisnefndar.
♦
Kynning á jafnréttisverkefnum á skóiasviði:
Leikskóladeild Akureyrarbæjar - „Börn eru bæði stelpur og
strákar."
Skóladagheimilið Brekkukot - „Stelpur, strákar - framtíðin."
Gagnfræðaskóli Akureyrar - „Kynjaskiptar deildir í 8. bekk."
Menntaskólinn á Akureyri - „Stelpur- égget...“
Menntaskólinn á Akureyri - „Glöggt er gests augað."
Kennaradeild Háskólans á Akureyri - „Jafngildi og jafnrétti
kynja ískólum, sem hluti af kennaramenntun."
Kaffi og almennar umræður í hópum.
♦
Pallborðsumræður.
Jafnréttisfulltrúi.
Gislaved
sœnsk gœbavara
Látið^fsjá um hjólbarðaskipti
fyrir veturinn
Endurneglum
gömlu hjólbaröana
Yfirförum rafgeyminn
Veríb velkomin!
Debet
Réttarhvammi
603 Akureyri
Sími 96 12600
Fax 96-12196
Hæstiréttur vísar heim í hérað ákæru í meintu kynferðisafbrotamáli:
Engra sérfræðilegra gagna aflað
- um líkamlegt og andlegt atgervi kærenda
Hæstiréttur hefur vísað heim í
hérað máli ákæruvaldsins gegn
Norðlendingi, sem sakaður var
um kynferðisafbrot gegn tveim-
ur stjúpdætrum sínum fyrir um
átta árum síðan. Dæmt var í
málinu í Héraðsdómi Norður-
lands eystra sl. vor. Ákæran var
byggð á kæruskýrslum tveggja
stjúpdætra ákærða um átta ár-
um eftir meint brot ákærða
gagnvart þeim og fjórum árum
eftir að móðir kærenda varð að
nokkru kunnugt um tilefni ann-
arrar kærunnar.
I dómi Hæstaréttar segir m.a.
að engra sérfræðilegra gagna hafi
verið aflað um líkamlegt og and-
legt ástand kærenda, vióhorf
þeirra til ákæröa og ákæruefnisins
og áhrifa hinna meintu brota
ákærða á þær. Ennfremur segir að
viótalsskýrslur iæknis vió þær hafi
ekki fundist og ekkert gert til að
kveðja lækninn fyrir dóm til
skýrslugjafar. Ekki lágu fyrir nein
gögn um ákærða sjálfan né við-
horf hans. Hæstiréttur telur að
skortur á gögnum sé svo þýðing-
armikill við mat á sönnunargildi
munnlegs framburóar ákærða og
kærenda aó héraósdómari hefði
ekki átt að leggja dóm á málió án
þeirra. Því er málinu vísaö aftur
heim í hérað til frekari meóferðar
og dómsálagningar að nýju. GG
Bæjarráð Blönduóss fjallar um greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs:
Samningsbrot sem
skapar tortryggni
í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyr-
ir að á árinu 1995 verði sveitarfé-
lögum á landinu gert að greiða
samtals 600 miiljónir kr. til At-
vinnuleysistryggingasjóðs. Þetta
telja sveitarstjómarmenn vera
brot á samningi ríkis og sveitar-
félaga frá 10. desember 1993, þar
sem fram kemur að ekki verði
framhald á greiðslum sveitarfé-
iaga til sjóðsins á árinu 1995.
Bæjarráð Blönduóss hefur
fjallað um málið og álítur aö sam-
skipti ríkis og sveitarfélaga hafi
þróast í þá átt á undanfömum ár-
um að gætt hafi vaxandi skilnings
á þörfum og ábyrgö hvors aðila
um sig. Því ber að harma að samn-
ingsbrot þetta skuli verða til þess
að skapa tortryggni og efasemdir í
hugum sveitarstjómarmanna gagn-
vart ríkisvaldinu. Bent er á að
framundan eru vióræður um flutn-
ing grunnskóla frá ríki til sveitar-
félaga og því brýnt að samskipti
séu á þann veg að fullt traust ríki
þar á milli.
I ljósi þess sem hér hefur verið
sagt vill bæjarráð Blönduóss skora
á ráðherra, alþingismenn og sam-
tök sveitarfélaga, að beita sér fyrir
því að fallió veröi frá áformum
þessum. HA
Aflinn í Barentshafi 25 þúsund tonn:
Norðlenskir togarar hafa
aflað 55% þess magns
Afli íslenskra togara í Barents-
haf! var 25.046 tonn í ágúst- og
septembermánuði sl. samkvæmt
samantekt Fiskistofu. Hlutur
norðlenskra togara er þar 55%,
eða 13.798 tonn. Af þeim afla
hefur Baldvin Þorsteinsson EA-
10 aflað mest, 1.159 tonn, sem er
8,4% af hlut Norðlendinga.
Mest hafa akureyrskir togarar
aflað, eða 5.057 tonn, sem er
20,2% af heildarafla, síðan kemur
Ólafsfjörður með 2.732 tonn, eða
10,9% og þar á eftir Skagaströnd
nteð 1.474 tonn (5,9%), Sauðár-
krókur með 1.358 tonn (5,5%) og
Siglufjörður með 1.318 tonn
(5,3%). Meóalafli hjá 24 norð-
lenskum togurum var 575 tonn.
Afli togaranna, raðaó eftir
magni, birtist hér að neðan. Á list-
anum eru ekki togarar skráóir
undir hentifána en í eigu norð-
lenskra útgeröa. GG
Baldvin Þorsteinsson EA-10 1.159
Örvar HU-21 1.104
Mánaberg ÓF-42 954
Víóir EA-910 883
Akureyrin EA-110 829
Sigifiróingur SI-150 745
Sólberg OF-12 708
Bliki EA-12 702
Svalbakur EA-302 618
Hegranes Sk-2 603
Sigurbjörg ÓF-1 584
Sólbakur EA-307 544
Stakfell ÞH-360 535
Margrét EA-710 530
Harðbakur EA-303 494
Múlaberg ÓF-32 486
Skagfirðingur SK-4 385
Rauðinúpur ÞH-160 383
Drangey SK-1 380
Helga II RE-373 377
Arnar II HU-101 370
Stálvík SI-1 196
Björgúlfur EA-312 141
Frosti ÞH-229 88
Margrét EA hefur veitt rúm 500 tonn í Barcntshafi. Mynd: KP