Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. október 1994 MANNLÍ F Jón I>orsteinsson, tenór, hlær dátt. Til vinstri er Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík, og til hægri Helga Pálína Brynjóifsdóttir, kennari í Hrafnagilsskóia. Þriggja manna „band“ lék nokkur létt lög fyrir viðstadda. Frá vinstri: Eiríkur Stephcnscn, Hjörleifur Hjartarson og Vaiva Gísladóttir. Auk þeirra þrcmcnninga þandi Hafliði Ólafsson á Urðum í Svarfaðardal nikkuna. Bræður Kristjönu Arngrímsdóttur í Tjarnarkvartcttinum ásamt eiginkonum. Frá vinstri: Einar Arngrímsson, Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Örn Arngrímsson og Kristín Júlíus- dóttir. Björn Sigmundsson, tæknimaður á Útvarpi Norðurlands, Sverrir Páll Erlcndsson, menntaskólakennari, og Kristján Sig- urjónsson, útvarpsmaður. Tjarnarkvartettinn kominn á geísladisk - efnt til útgáfuhátíðar í Deiglunni á Akureyri sl. fimmtudagskvöld Tjarnarkvartettinn, Hjörleifur Hjartarson, Kristján Hjartarson, Kristjana Arngrímsdóttir og Rósa Kristín Baldursdóttir ásamt útgefandanum, Frið- riki Friðrikssyni. Myndir: Óskar Þór Halldórsson. Fjölmenni var í Deiglunni á fimmtudagskvöldið. Náttúrulækningafélag Akureyrar: Fræðsluerindi á afmælisári Náttúrulækningafélag Akureyrar boðar sem fyrr til fræðsluerinda, nú á fimmtugasta starfsári sínu, en félagið var stofnað 27. ágúst 1944. Fræðsluerindin munu flest að einhverju leyti tengjast jákvæðum áhrifum hreyfingar á heilsufar og Hðan fólks, ásamt hollustu í mat- aræði. Fræósluerindin verða í húsi fé- lagsins í Kjarnalundi og gefst tækifæri um leið að skoða þetta glæsilega hús. Stefnt er að stuttum gönguferóum á upplýstum göngu- brautum í Kjamaskógi í lok fræóslufundanna fyrir þá sem vilja. Kynningar veróa á ýmsum hollustuvörum á fundunum. Fyrsta erindið er „Breytingar- aldurinn - hvað er til ráða?“ Fyrir- lesari er Jónas Franklín, læknir, og verður það haldið 27. október kl. 20. Annað erindió er „Hreyfing og heilsa - er ástæöa til aó hreyfa sig?“ Fyrirlesari er Friórik Vagn Guójónsson, læknir, og verður það haldið 17. nóvember kl. 20. Fram- hald verður á fræðsluerindum eftir áramót. Þátttökugjald er 400 krón- ur fyrir hvern fræðslufund. Allir em hjartanlega velkomnir á þessi erindi. (Prcllalilkynning) Stígamót: Xengill starfandi á Akureyri Stígamót, samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, vilja koma því á framfæri að starfandi er tengill á vegum Stígamóta á Akureyri. Tengiliður okkar er tilbúinn til að taka viðtöl og koma af stað sjálfs- hjálparhópi fyrir þolendur kyn- feróislegs ofbeldis. Til að komast í samband við tengiliðinn verður að hafa samband vió Stígamót í síma 91-626868 eða 91-626878. Geisladiskur með söng Tjamarkvartetts- ins í Svarfaóardal kom út sl. fimmtudag og af því tilcfni var efnt til veglegrar út- gáfuhátíðar á fimmtudagskvöldió í Deiglunni á Akureyri. Mikill fjöldi fólks, vinir og velgjöróarmenn „Tjam- arkrakkanna", samfagnaói listafólkinu og útgefandanum, Frióriki Friðrikssyni, sparisjóðsstjóra á Dalvík. Þetta cr fyrsti geisladiskur Tjamar- kvartettsins, en ekki sá síðasti, ef marka má oró Friðriks útgefanda Friðrikssonar. Friðrik sagói frá tiluró disksins og kom fram aó söngvurunum hafi þótt hugmynd um þessa útgáfu fjarri öllu lagi þegar hann hafi fyrst sett hana fram. En mál æxluóust samt svo að kvartettinn ákvað að slá til og síðla sumars vom 22 lög fest á band og em þau öll án undirleiks. Upptökumar fóm fram í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík og stjórnaði Hreinn Valdimarsson upp- tökum. Lagaval á geisladiskinum er fjöl- breytt, allt frá gömlum evrópskum mad- rígölum til íslenskra dægurlaga sem mörg em útsett sérstaklega fyrir kvart- ettinn. Undanfarið ár hefur kvartettinn notið liðsinnis og þjálfunar Gerrit Schuil, píanóleikara. Tjamarkvartettinn hcfur starfað í fimm ár, en hann skipa tvenn hjón, ann- ars vegar Kristján Hjartarson og Kristj- ana Amgrímsdóttir, Tjöm í Svarfaðar- dal, og Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð í Svarfaóardal. Þeir Kristján og Hjörleif- ur cm bræóur, synir hjónanna Hjartar E. Þórarinssonar og Sigríðar Hafstað á Tjöm. Friðrik Friðriksson, útgefandi geisladisksins, endurútgaf á sl. ári gamla og ófáanlega plötu meó söng Karlakórs Dalvíkur og hann segist ekki hafa í hyggju að feta sig frekar út á út- gáfubrautina. Friðrik lét þess getið í Deiglunni sl. fimmtudagskvöld að disk- urinn (og hljóósnælda) yrði á boðstólum í hljómplötuverslunum um allt land eftir helgina og nyti hann aóstoðar Skífunnar í Reykjavík við dreifinguna. Þá sagói Friðrik að diskurinn yrói á boóstólum í sparisjóðunum. „Sparisjóóurinn sér jú um sína,“ sagði Friðrik og brosti. Eins og venja er á útgáfuhátíó tók Tjamarkvartettinn nokkur lög af diskin- um og þarf ekki aó fara um þaó mörg- um oróum að honum var frábærlega vel fagnaó. Söngur kvartettsins er afar fág- aður en jafnframt svífur léttleikinn yfir vötnum. Ohikað má segja að þessi disk- ur sé mikill fengur fyrir tónlistarunn- endur. I þaó minnsta gáfu tóndæmi í Deiglunni sl. fimmtudagskvöld þaó til kynna. A næstunni veróur Tjarnarkvartett- inn á faraldsfæti og kynnir diskinn. Eftir því sem næst veróur komist mun hann koma fram í þætti Hemma Gunn., A tali, mióvikudagskvöldið 9. nóvember og í þeirri viku veróa væntanlega út- gáfutónleikar í Islensku ópemnni. óþh Lögin á diskinum 1. Pavanc - gamalt franskt þjóðlag. 2. Come Again - John Dowland. 3. Can’t Buy Me Love - LcnnonAlcCarlney. 4. Einu sinni á ágústkvöldi - Jónas og Jón Múli. 5. Afmælisdiktur - Atli Heimir/Þórbergur Þórðarson. 6. Hún móðir mín - Jón Hlöðver Askelsson/Böðvar Guðmundssoa 7. Hjá lygnri móðu - Jón Asgeirsson/Haildór Laxness. 8. Vorvísa - Jón Ásgeirsson/Halldór Laxness. 9. Sofðu unga ástin mín - Þjóðlag/Jóhann Sigurjónsson. 10. Enn syngur vornóttin - Schröd- er/Tómas Guðmundsson. 11. Vor í Vaglaskógi - Jónas Jónasson/Kristján frá Djúpalæk. 12. Gömul vLsa um vorið - Gunnsteinn Olafsson/Steinn Stcinarr. 13. Ini crt - Þórarinn Guðmundsson/Gestur. 14. Katarína - Jón frá Hvanná/Davíð Stefánsson. 15. Daisy - Spilverk þjóðanna. 16. Muse/Plant No Trees - Spilvcrk þjóðanna. 17. Ástarsæla - Gunnar I>órðarson A>orsteinn Eggertsson. 18. Svantes lykkelige dag - Bcnny Anderson. 19. Næturljóð - Evert Taubc. 20. Úti í mó - sænskt þjóðlag. 21. Moon Rivcr - Henry Mancini. 22. Some Of These Days - Mills bræður. Anna Sigga syngur með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands Eins og kom frani í Degi í gær heldur Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands tónleika um helgina á Húsavík og Akureyri. Tónleikam- ir á Húsavík verða í kvöld kl. 20.30 á sal Tónlistarskólans og á morgun kl. 17 í Akureyrarkirkju. A tónleikunum kcmur fram með hljómsveitinni Anna Sigríöur Helgadóttir, betur þekkt sem Anna Sigga úr sönghópnum „Emil og Anna Sigga“. Anna Sigga hóf söngnám hjá John Speight og nam síðan við Söngskólann í Reykjavík en nú síðast hefur hún dvalist í þrjú ár á Ítalíu og numið hjá Rinu Maltrasi. Anna Sigga er nú starfandi söng- kennari á Sauóárkróki. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar Noróurlands á tónleikunum um helgina er Guðmundur Oli Gunn arsson. óþh Anna Sigríður Helgadóttir syngur með hljómsveitinni. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórn- ar Sinfóníuhljómsvcitinni á tónleik- unum á Húsavík og Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.