Dagur - 29.10.1994, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 29. október 1994
PÝRARÍKI ÍSLANDS
SR. SIÚURÐUR ÆÚISSON
Fuglar 59. þáttur
Rita
(Rissa tridactyla)
Ritan er af ættbálki strandfugla
(fjörunga), en tilheyrir þaðan ætt
máva. Þeir eru mjög algengir um
allan heim, og eru til af þeim um
45 tegundir. Ættin er m.a. þekkt
fyrir sundfitj.ir og langa og mjóa
vængi, og yfirleitt eru kynþroska
fuglar auk þessa með hvítan búk.
Hér á landi verpa einungis 7 teg-
undir máva; auk ritu eru það Átt-
unda tegundin, bjartmávurinn,
sem er mjög algengur við Islands-
strendur á vetrum, einkum norð-
an- og vestanlands, en kemur ann-
ars frá S- og SV-Grænlandi, hefur
ekki ennþá reynt varp hér, að því
er menn telja.
En þótt ritan tilheyri mávaætt-
inni, er hún yfirleitt ekki talin af
mávakvíslinni, Larus (sem allar
hinar íslensku mávategundirnar,
þ.e.a.s. svartbakur, hvítmávur,
silfurmávur og stormmávur til-
heyra), heldur vegna ýmissa sér-
kenna (hún er m.a. töluvert lág-
fættari en aórar mávategundir, og
hefur að auki ákaflega vanþrosk-
aöa afturtá, þannig að í raun sjást
bara 3 tær, í stað 4 hjá öðrum; sbr.
latneska heitið trydactyla: sú meó
þrjár tær) Iátin í sérstaka ættkvísl,
Rissa.
Ritan er 38-41 sm á lengd, um
400 g á þyngd, og með 95-120 sm
vænghaf. Karlfuglar eru ívið
stærri en kvenfuglar.
Annars er það um rituna að
segja, aö hún er í fullorðinsbún-
ingi (varpbúningi) mjög lík storm-
mávi. Bakið er grátt, sem og herð-
ar og yfirvængir (lítið eitt dekkra
en á áðurnefndum mávi), fimm
ystu handfuglafjaðrir þó alsvartar
í oddinn (þ.e.a.s. endar vængj-
anna), en búkurinn að öðru leyti
drifhvítur. Nefió er gult, en munn-
vik rauðgul. Augu mjög dökk.
Fætur svartleitir.
Vetrarbúningur er eins í megin-
atriðum; þaö eina sem breytist er
að höfuðió gránar.
Enginn litarmunur er á milli
kynja.
Ritan er fugl strandhafa og út-
hafs um allt norðurhvel jarðar og
er mestur sjófugl íslenskra máva.
Um er að ræða tvær myndir henn-
ar: R. t. tridactyla, sem er að finna
Atlantshafsmegin, og R. t. pollica-
ris, sem aftur er að finna á Kyrra-
hafi og við. Fuglar hinnar síðar-
nefndu undirtegundar eru að jafn-
aði dekkri og stærri, með öllu
þroskaðri afturtá og -kló.
Ritan er ákaflega félagslynd og
verpir gjama í stórum og þéttum
byggðum, ýmist út af fyrir sig eða
þá innan um eöa í nábýli við svart-
fugla (einkum langvíu og stutt-
nefju) og fýl. Aóalvarptíminn er
seinni hluti maí og byrjun júní.
Hreiðrið er oftast tiltölulega mikil
og há dyngja, gerð úr rofalýjum og
sinu, er fuglinn límir saman með
driti sínu og munnsafa, yfirleitt á
þverhníptar, litlar bjargsyllur með
sjó fram, en þó einnig utan í lág-
um eyjum; sjaldan ofan á þeim.
Eggin eru 2-3 og að lit ekki
ósvipuð svartbakseggjum, þ.e.a.s.
gráleit eða brún í grunninn, en
ísett dekkri blettum, misstórum.
Utungun tekur um 4 vikur og sjá
bæói foreldri um ásetuna. Ungarn-
ir eru hreiðurkærir. I fyrstu,
þ.e.a.s. sem dúnungar, eru þeir
silkigráir eða hvítir á búkinn
(dekkstir aó ofanverðu) en nef og
fætur bera svartan lit. En með
dögunum taka þeir aö líkjast meir
foreldrum sínum. Þeir verða svo
fleygir 5-6 vikna gamlir.
Ritan er yfirleitt þögul, nema á
varpstöðvunum. Röddin er þá fin-
gert en hávært, mjóróma stef.
I fyrsta vetrarbúningi hefur rit-
an einkennilegt vængmynstur,
með svörtum vinkli, og enn
greinilegra þriggja lita mynstur,
svart, hvítt og grátt. Að auki er
hún með svart belti á hnakka og
annað eins á stéli. Nef er líka
svart.
Utan varptíma er hún algjör-
lega óháð landi og fer þá bæði
langt og víða, enda mikill og góð-
ur flugfugl, og létt á sér. M.a. hafa
endurheimst merktir, íslenskir
fuglar við Nýfundnaland og N-
Afríku. Mynstur þessa flakks er
samt lítt þekkt. Helstu varpstöðv-
arnar (a.m.k. fugla af Vesturlandi)
eru þó taldar vera á Grænlandi
sunnan til, bæói á vestur- og aust-
urströndinni.
Aðalfæðan er nær eingöngu
fiskmeti, sem yfirleitt er tínt að
Rita á hrciðri sínu.
(A/an Richards; Seabirds of the
Northern Hcmisphere. 1990.)
yfirborði sjávar á flugi. Stundum
þá sótt undir sjávarlokið.
Ritan er ein þeirra fuglateg-
unda, sem nýttar voru hér á landi
áöur fyrr. Bera örnefni þessu m.a.
glöggt vitni, eins og t.d. Rytukór í
Elliðaeyjabjargi á Breiðafirði,
Rytugjá í Látrabjargi og Ryssu-
skúti í Drangey (en önnur nöfn
fuglsins eru t.d. rylla, ryssa, ryt-
fugl, rytsa og skegla). Eggin voru
ekki mikið hirt, nema þá í Gríms-
ey, heldur sóttust menn frekar eft-
ir unganum, er sumir kölluðu ryll-
upysju, og var tekinn rétt áður en
hann varð fleygur.
Margir sjófuglastofnar við ís-
land eru eða hafa verið í örri
aukningu síðustu áratugi eða jafn-
vel aldir. í sumum þessara tilfella
er vafalaust um að ræóa fjölgun,
eftir að slaknaði á veiðum. Ritan
er hér engin undantekning; greini-
leg fjölgun helur orðiö á N-Atl-
antshafi, þótt reyndar ekki sé vitað
í því tilfelli hvað valdi. Nákvæmar
stærðartölur íslenska ritustofnsins
liggja ekki fyrir, en fjöldi varp-
para mun liggja einhvers staðar á
bilinu 100.000-1.000.000.
Elsta rita, sem ég veit um, náði
21 árs aldri.
Með þessum 59. fuglaþætti sr. Siguró-
ar Ægissonar verður nú gert hlé á um-
fjöllunum um íslenska fugla, en fugla-
þættir verða aftur í Degi frá og með
næsta vori. Fyrsti fuglaþáttur Sigurðar
birtist í Degi 4. júlí 1992 og enn á
hann eftir að fjalla um 13 tegundir ís-
lenskra fugla (þ.e.a.s. sílamáv, silfur-
máv, hvítmáv, súlu, himbrima, storm-
svölu, sjósvölu, húsönd, duggönd,
skúfönd, urtönd, skeiðönd og hrafns-
önd) auk lokaþáttar um flækingsfugla
og nýja landnema, sem þá yrði þáttur
nr. 73. Þegar upp er staðið verður búið
að fjalla í Degi um allar þær tegundir
fugla, sem kallast íslenskir varpfuglar.
Sr. Sigurður Ægisson verður eigi að
síður annað slagið á síðum helgarblaðs
Dags í vetur. Birtur verður eftir hann
afar fróölegur greinaflokkur um ís-
lenskar hvalategundir og verður fyrsti
þátturinn 19. nóvcmber nk. Ritstj.
MATARKRÓKUR
„Físk á minn disk“
Það er Ólína Steindórsdóttir
útivinnandi húsmóðir sem býr í
Bjarmastígnum á Akureyri sem
leyftr lesendum Dags að kíkja í
uppskriftabókina sína að þessu
sinni.
Ólína starfar í eldhúsi veitinga-
staðarins Lindarinnar við
Leiruveg og þar er í nógu að
snúast enda var Lindin stœkkuð
verulega síðastliðið vor. Að-
spurð sagði Ólína að vinsœlasti
rétturinn á sínum vinnustað
vœri Lindarhamborgari enda
vœri hann mjög gómsœtur.
Olína œtlar hinsvegar að láta
okkur í té tvœr fiskuppskriftir og
uppskrift afpastarétti og epla-
köku. Hún segist hafa mikið
uppáhald á fiski, hann sé að
sínu mati besti matur og hann er
vinsœll á hennar heimili.
Ólína œtlar að skora á vinkonu
sína Róslín Tómasdóttir sem býr
í þorpinu á Akureyri að leggja
til uppskriftir í nœsta matar-
krók. „Róslín er bœði snilldar
saumakona og kokkur, hún á ör-
ugglega gómsœtar uppskriftir í
pokahorninu, “ sagði Olína.
KU
Fiskisúpa
50 g mjörl.lolía
I stór laukur
1 rifsaxaður hvítlaukur
2-3 kartöflur í teningum
1 stór gulrót, söxuð
1 dós tómatpurre, lítil
1 lárviðarlauf
/ tsk. basil
2 tsk. sege
2/ bolli fiskisoð afteningi
2/ bolli mysa
2-3 sellerý-stönglar
1 paprika
800 gfiskur, lúða, lax, rœkjur,
ýsa
1 dl rjómi
Grænmetið kraumað í olíunni,
fisksoó, mysa, tómatpurre, og
krydd soðið í 10 mín. Fisknum og
rjómanum bætt í.
Súpan er borin fram með góöu
brauði.
Djúpsteiktur fiskur
600 g ýsa, eða annar fiskur
Deig:
1 pilsner
2 egg
1 msk. olía
1 tsk. sítrónupipar
1 tsk. aromat
4-5 dl hveiti
Pilsner, olía, egg og krydd sett í
skál. Hveiti bætt í uns deigió er
hæfilega þykkt. Fiskurinn hjúp-
aóur í deiginu og djúpsteiktur í 3-
4 mín.
Borió fram með salati, hrísgrjón-
um og súrsætri sósu.
Súrsœt sósa
2-3 msk. olía
1 paprika, í bitum
2-3 ananshringir í bitum
1 bolli ananassafi
/ bolli púðursykur
/ bolli edik
2 tsk. tómatsósa
salt, pipar
Paprika og ananas brúnað í ol-
íunni, öllu hinu bætt í og suðan
látin koma upp. Jafnað með 1-2
msk maísenamjöl. Gott að sneiða
agúrku og bæta henni í að lokum.
Pasta
200 g pasta, soðið í 8 mín.
sósa:
200 g rjómaostur
/1 rjómi
1 stk. laukur, lítill
I stk. paprika
I tsk. aromat
1 msk. smjör
Laukurinn og paprikan látin
mýkjast í smjörinu. Síðan er
rjómanum bæjt út í, þá ostinum
og kryddinu. Út í sósuna má setja
sveppi, ananas, kjúklingabita eða
annað sem til er.
Ljúffengt með hvítlauksbrauði.
Eplakaka
4 dl sykur
4 stk. egg
1 tsk. lyftiduft
2 dl rjómi
5 dl hveiti
100 g smjör, brœtt
Egg og sykur þeytt vel. Hveitinu
bætt í, þá smjöri og svo rjóma.
Sett í form. Eplabátum velt upp
úr kanelsykri og raóað yfir deig-
ið, eitt til tvö lög. Bakað við
175°Cí 40-50 mín.
Góð kaka með rjóma eða ís.