Dagur - 29.10.1994, Síða 9
Laugardagur 29. október 1994 - DAGUR - 9
Minnismcrki heigað vinabæjum Murnmansk. Til hægri eru nöfn vinabæjanna Tromsö, Rovanicmi og Vatsö og þar
fyrir neðan verður nafn Akureyrar skráð.
„Höföinglegar
móttökur
í Murmansk“
- segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri
Þann 8. október héldu þrettán
íslendingar til Rússlands til við-
ræðna við Rússa um samskipti
miili þjóðanna og möguleg við-
skipti.
I þessum hópi var Jakob
Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Hópurinn dvaldi í Murmansk,
500.000 manna hafnarborg á Kól-
arskaga í Norðvestur-Rússlandi, í
vikutíma en auk þess var Moskva
sótt heim. Föstudaginn 15. októ-
ber undirritaði bæjarstjórinn á Ak-
ureyri vinabæjasamkomulag milli
Akureyrar og Murmansk.
En hvemig er þessi nýi vinabær
Akureyrar í Rússlandi og hvernig
kom hann bæjarstjóranum á Akur-
eyri, Jakobi Björnssyni, fyrir sjón-
ir?
„Þetta er stór borg á okkar
mælikvarða, þarna býr hálf millj-
ón manna.
Það sem mér fannst sérkenni-
legast þegar ég kom inn í borgina
var að þar virðast eingöngu vera
stórar blokkir en ekkert minna
íbúðarhúsnæði.
Túlkurinn okkar, rússnesk
kona, átti heima í blokk sem hún
sagði að væri ekkert ntjög stór,
margar blokkir væru mun stærri
en það voru 130 íbúðir í henni
sem auóvitað er stórt fjölbýlishús
á okkar mælikvarða. Ég fór nokk-
uð víða um borgina og einbýlishús
sá ég ekki. Þetta eitt gerir borgina
mjög ólíka Akureyri.
Murmansk er ung borg, 78 ára.
Hún varð mjög illa úti í stríðinu
og í kjölfarið voru stórir hlutar
borgarinnar endurbyggðir. Hins
vegar fannst okkur Islendingunum
vióhald húseigna almennt lélegt
og húsin því óhrjáleg.“
- Virtist þér að bæjarbúar væru
fátækir?
„Já, ég held að það sé alveg
greinilegt. Þarna er mikil verð-
bólga og verðlag á uppleið á nán-
ast öllum hlutum auk þess eru
auðvitað mjög miklar breytingar í
þjóðfélaginu á allan hátt. En laun-
in sem nefnd voru í okkar eyru,
erlendu gestanna, voru alveg með
ólíkindum lág og að okkar mati
eru margir bæjarbúar í Murmansk
fátækir.“
- Hvernig er veðurfarið í
Murmansk, var íslenskt haustveð-
ur þar þessa daga sem þú dvaldir
þar?
„Já, það má segja þaó. Það var
ágætis veður, hitastigið var vel yf-
ir frostmarki. Hins vegar verður
mjög kalt í Murmansk á veturna,
mun meira frost en við Islendingar
eigum að venjast.
Borgin er svo norðarlega að
þeir sem búa þar fá nokkurskonar
staðaruppbót, hærri laun en aórir
íbúar landsins þó lág séu og
lengra sumarfrí. íbúar Murmansk
tala um pólarnóttina sem stendur
yfir í þrjá mánuði. Þá fer sólin
aldrei upp fyrir sjóndeildarhring, í
mesta lagi glittir í hana einstöku
sinnum, skammdegið er því al-
gjört.“
- Hverjir eru aöalatvinnuvegir
íbúanna?
„Atvinna bæjarbúa byggir á
sjónum á ýrnsan hátt en einnig
hernum og iðnaði. I Murmansk er
gífurlega mikil útgerð og þar er
miðstöö ísbrjótanna, sem halda
norðursiglingaleióinni opinni. I og
við borgina er umsvifamikil flota-
miðstöð rússneska hersins. En
auðvitað er um stóra borg að ræða
og fjölbreytta atvinnu. I borginni
eru til dæmis stór iðnaóarhverfi.“
- Er mikil mengun í borginni?
„Já, það er gífurlega mikil
mengun þar og öllu hreinlæti er að
mínum dómi ábótavant. Það kom
mér á óvart hvað öll umhverfismál
eiga langt í land en forsvarsmenn
borgarinnar áttuðu sig fullkom-
lega á vandanum og hafa hug á
því aö vinna að úrbótum. En þar
er um gífurlegt verkefni að ræða.“
- Þið hafið væntalega búið á
hóteli, hvernig var viðurgjörning-
urinn?
„Við dvöldum á stóru hóteli
sem var ágætlega búiö. Vió
bjuggum á fjórðu hæð hótelsins
sent er sérstaklega útbúin fyrir er-
lenda gesti.
Maturinn var vissulega ólíkur
því sem viö eigunt að venjast. í
sjálfu sér var aó rniklu leyti um
sömu fæðutegundir aó ræða eins
og hér en matreiðslan er meó öðr-
um hætti. Mér virtist aó ekki væri
lagt jafn mikið upp úr að maturinn
væri ferskur eins og við Islending-
ar gerum og ekki þótti mér allur
maturinn góður.“
- En það hefur verið tekið vel á
móti ykkur?
„Já, það var mjög höfðinglega
á móti okkur tekið og viö mættum
miklum velvilja og gestrisni. Allir
þcir sem við hittum voru ákaflega
vinsamlegir og fulltrúar borgar-
innar voru mjög jákvæðir."
- Svo fóruð þið til Moskvu.
Var það ekki eftirminnilegt?
Jakob Björnsson, bæjarstjóri, og Oleg Naidjonov, borgarstjóri Murmansk,
undirrita vinabæjasamkomulagið. Við enda borðsins er Sergei Melnikov,
aðstoðarmaður borgarstjóra. Sergei sér meðal annars um erlend viðskipti
og samskipti við vinabæi Murnmansk. Hann er íslandsvinur, sem hcfur
komið nokkrum sinnum til Akureyrar.
Yfirmenn íþróttamála í Murmansk tóku á móti íslensku sendinefndinni.
Annar frá hægri er Nemkin Vyacheslav, fyrrvcrandi afrcksmaður í lyfting-
um, sem nú er íþróttamálfulltrúi borgarinnar.
Jakob við stýrið á kjarnorkuísbrjótnum Lenín. Lcnín var fyrsti ísbrjóturinn
sinnar tcgundar í heiminum. Hann getur siglt á 13 hnúta hraða í gegnum 2.5
metra þykkan ís og það eru 40.000 kjarnorkudrifin hcstöfl, sem bæjarstjór-
inn hefur þarna undir höndum.
Við höfnina í Murnmansk.
íslcnska scndincfndin hcimsótti barnahcimili í Murmansk og þcssir rússn-
ensku krakkar dönsuðu fyrir gcstina.
„Þaó var mjög eftirminnilegt.
Viö sóttum ýmsa þekkta staði
heim svo.sem Rauðatorgið, Kreml
og grafhýsi Lcníns. En það var
aóeins þar, í grafhýsi Leníns og
um borð i kjarnorkuísbrjótnum
Lenín í Murmansk, en þangaó var
okkur boðið til kvöldverðar, sem
við máttum ekki taka myndir í
þessari Rússlandsferð, annars var
það heimilt.
I Moskvu komumst viö á
óperusýningu í Bolsjo leikhúsinu
og það var mjög ánægjulegt. Leik-
húsið er stórfengleg bygging,
íburðarmikil og falleg, sýningin
var skemmtileg og framlag lista-
mannanna mjög gott.“
- Hvers virði er það fyrir Akur-
eyringa aó eiga Murmansk sem
vinabæ?
„Reynslan sýnir að vinabæja-
samband greiðir fyrir samskiptum
á ýmsum sviðum til dæmis varð-
andi listir, menningu og íþróttir cn
vonandi einnig í þessu tilfelli á
sviði verslunar og viðskipta.
Ritstjóri dagblaðsins Vechemiy
Murmansk tók við mig viðtal og
þar á bæ er mikill áhugi fyrir að
koma á samskiptum við dagblaðiö
Dag, þannig gætu blöðin orðið
mikilvægur tengiliður fólksins
sem býr í þessum vinabæjum.“
KLJ