Dagur - 29.11.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 29.11.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 29. nóvember 1994 Vertu með okkur allan sólarhringinn: Tónlist - leikir - góö tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin. f y r i r a 1 1 a simi í stúdiói 27333, - auglýsingar og fax 27636 wnmh LOFTKERFAHRE/NSUN Hreinsum loftræstikerfi í skipum, frystihúsum, fjölbýlishúsum, einbýlishúsum og stofnunum. Jœknileg rábgjöf og reglubundib ••• emrm. | Blikk- og tækniþjónustan hf. Kaldbaksgötu 2 Pósthólf 449 602 Akureyri Sími 96-24017 Fax 96- 11279 Eimtmfflmfflmmfflttfflmwwmwwmramwmta A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A Stórglæsilegt jólahlaðborð á Hótel KEA 2., 3., 9., 16. og 17. desember 1994 OTRULEGT URVAL GOMSÆTRA KALDRA OG HEITRA RÉTTA AF HLAÐBORÐI í fyrra komust færri að en vildu, svo betra er að panta tímanlega Upplagt fyrir starfshópa og einstaklinga að gera sér glaðan dag fyrir jólin Úrvalið er hreint ótrúlegt: Kalt hangikjöt, reykt svínakjöt, magáll, hreindýrapaté, litl- ar kjötbollur (frikadeller), roast beef, heit kæfa, svínaspekk- steik (síða m/puru), reyktur lax, grafinn lax, 5 teg. sfld, skötukæfa, steikt smásfld, sviðasulta, gnsasulta, silungur í hlaupi, gæs, grænmetisbaka, rækjubaka, reykt laxapaté, grænmetis- og fiskipaté, smápylsur, piparhangikjöt, reykt- ur svartfugl, svartfugl í bláberjasósu, grillsteikt höfrunga- kjöt, sænsk svínapylsa, laufabrauð, rúgbrauð, flatbrauð, heimabakað brauð, kartöflusalat, 2 teg. kalt grænmeti, brúnaðar kartöflur, hvítar kartöflur, kartöflugratin, sinn- epssósa, cumberlandsósa, chantillysósa, sítrónurönd, trifflé, jólagrautur með saft eða ís handa þeim sem vilja. Aðeins kr. 1.750 á mann Afsláttur fyrir hópa Nánari upplýsingar gefur veitingastjóri í síma 22200 Verið velkotnin. HOTEL KEA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A BÓKARÝNI Hetjusaga Kvenfélagið Framtíðin Stofnað lð.janúar 1894. Saga félagsins 1894-1994. Útgefandi: Kvenfélagið Framtíðin, Akureyri 1994. Prentvinnsla: POB Akureyri 1993. Ýmsum mun að líkindum þykja fyrirsön umsagnar um af- mæíisrit Kvenfélagsins Framtíðar- innar næsta tilgerð. Sennilega ætla þau, sem þannig hugsa, að varla verði talió til hetjudáða aó starfa í góðgerðarfélagi. Sá, sem hér held- ur á penna, veröur að játa, að áöur en hann las bókina, Kvenfélagið Framtíðin 1894-1994, hafði hann ekki gert sér glögga grein fyrir hlutverki þessa félags við mótun lífvænlegs kaupstaóarsamfélags á Akureyri. Það kemur á daginn, aó þetta félag, sem stofnað var 32 ár- um eftir að staöurinn varö sjálf- stæður kaupstaður með bæjar- stjórn 1862, hefur látið mjög að sér kveða við uppbyggingu starfs og stofnana, er varöa velsæld og menningarlegar framfarir byggð- arlagsins. Störfuöu konurnar af köllun, spöruðu hvorki tíma né andlega og líkamlega krafta til þess að skipuleggja eða fram- kvæma hjálparstarf hvers konar. Svo giftusamlega hefur tekist til að tveir ritsnjallir og sögufróðir menn hafa ritað þessa sögu. Fyrri hlutann (þ.e. 75 bls.) reit dr. Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum fyrir hálfri öld og kom ritgerð hans þá út í tilefni af 50 ára afmæli Fram- tíðarinnar. Síðari hlutann hefur Sverrir Pálsson fyrrum skólastjóri ritað. Er hann rúmar 200 bls. Vel hefur tekist að gera hér eina heildstæða sögu úr miklu efni. Dylst engum, að Sverrir hefur gætt þess að hún fengi að njóta sín sem eólileg samfella, þótt ljóst sé aó honurn hefur verið mikill vandi á höndum og taka upp þráðinn á ný að löng- um tíma liðnum og fella þátt sinn að verki annars höfundar. Hann hefur haft úr miklu vióameiri heimildum að moða en Steindór og aó vissu leyti gerir það meiri kröfur í þessu tilviki. En Sverri er vandvirknin eðlislæg og hann stenst þessa þolraun. Skrásetjarar eru bæðir gæddir ritleikni, bók- menntalegri þekkingu og reynslu. Sendið vinum tQJJ S og vandamönnum 0 erlendis l gómsœta § KEA hangikjötið S um jólin Sendingaþjónusta Byggðavegi sími 30377 ^ ijí ^ (0i10 0 0 Höfundar bókarinnar Kvenfélagið Framtíðin 1894-1994, Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Sverrir Pálsson. Boiii Gústavsson segir í umsögn sinni um bókina að þeir hafí unnið gott verk. Þess nýtur þessi saga í ríkunt mæli, er læsileg, stórfróðleg og með köflum næsta skemmtileg. Sverrir Pálsson lætur þess getið í formála, að helstu heimildir hans hafi verið bækur Framtíðarinnar, fundagerðabækur og gjaldkera- bækur, einnig fundagerðabækur og bréfabækur bæjarstjómar Ak- ureyrar og ýmissa nefnda bæjar- ins. Þá getur hann þess að bæjar- blöðin á Akureyri hafí komiö sér að góðu gagni. Er vcrt að minnast þess, sem ekki er getið, að lengst af á þessu tímabili komu ekki út færri en fjögur bæjarblöð (þ.e. vikublöó) á Akureyri; Islendingur, Verkamaóurinn, Alþýðumaðurinn og Dagur. Væntanlega hafa ósjaldan orðiö nokkur skoðana- skipti í þeim unt ýmsar aðgerðir, sem kvenfélagið Framtíðin átti frumkvæði eða aðild aö, enda voru blöðin öll málgögn stjórn- málasamtaka, sem greindi á um margt. Sverrir bætti því við, að hann hafi einnig rætt við fjölda fé- lagskvenna Framtíðarinnar, sem hafi veitt aöstoó, þegar skriflegar eða prentaöar heimildir þraut. Þaö kemur glöggt í ljós í riti þessu, hve miklum breytingum samfélagið hefur tekið á einni öld eóa frá þeim tímum, er Grímur Thomsen orti í orðastað þeirra, sem flýðu land: Til Vesturheims magur og merglaus égflý mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Þá skorti þurrabúðarfólk ósjaldan mat á Akureyri og þörfin fyrir aðstoð var brýn eins og fram kernur í frásögn Steindórs. Hann varð að leita heimilda annað en í félagsbækur Framtíðarinnar, cr hann fjallaði um fyrstu tólf starfs- ár félagsins, því bækur þess frá því tímabili fórust í eldsvoða 1906. En um þann tíma ritar Steindór m.a.: „Fátækt var mikil, og atvinnulíf dauft og afkomu- möguleikar fáir. Ekki var langt liðið frá harðindaárunum, sem vafalítið hafa gengió nærri al- menningi á Akureyri eins og ann- ars staðar á landinu." Breytingar á aðstæðum fólks hafa sett mót sitt á starf Framtíð- arinnar frá því að aðaltilgangur fé- lagsins var (þ.e. árið 1894) „að gjöra gott fátækum börnum og styrkja bágstadda í Akureyrarbæ“, þar til þeirri grein var breytt (árió 1935) í þá veru, að aðaltilgangur félagsins væri „að koma upp elli- heimili fyrir Akureyrarbæ og gleðja fátæka l'yrir jólin." Þessari 2. grein félagslaga var síðast breytt árið 1974 og er hún nú á þessa leió: „Aðaltilgangurinn er aó stuðla að menningar- og líknar- málum og styrkja elliheimili bæj- arins á Akureyri og í Skjaldarvík". Þessar tilvitnanir í lögin segja sína sögu. Rit þetta um 100 ára félags- starf er gagnmerk heimild um bar- áttu, hugkvæmni, vonbrigði, sigra og samtakamátt. Þá er sagan krydduö með skemmtilegum sög- um, ekki síst um fjáröflunarleiðir, hátíðir og útiskemmtanir. Minni- stæður er þar kafli sem heitir: „Ættum við að hafa mennina með?“ I bókarlok eru birt kvæði, sem tiieinkuð eru Framtíóinni. Hefur skáldmæringurinn, séra Matthías Jochumsson, ekki látió sig muna um að yrkja tvö ljóð til söngs á samkomum félagsins árin 1907. og 1914. I síóara ljóðinu kemur gamli maðurinn sér þegar að efn- inu í fyrsta erindinu og lýsir þar markmiði félagsins: Gott er að gleðja gamla bœði og unga, svangan lýð seðja, sorgar létta þunga; og með systra samúð sýna til hins góða fullrœði fljóða. Yngsta kvæðið er mikill bálk- ur, gamanbálkur úr félagslífinu frá 1979 eftir Kristínu Halldórsdóttur og greinir á næsta skoplegan hátt frá flóamarkaði félagsins. Þá er þess að geta aó ytri bún- aður þessa afmælisrits er vandað- ur og er bókin prýdd fjölmörgum ljósmyndum. Akureyrarbær hefur notið þess að eiga góða sagnaritara frá því Klemens Jónsson fyrrv. ráðherra ritaði fyrstu gerð sögu Akureyrar 1929, sem gefin var út 1948. Spga Menntaskólans á Akureyri hefur komið út í 3 vænum bindum undir ritstjórn Gísla Jónssonar. Saga Leikfélags Akureyrar var rituð af Haraldi Sigurðssyni. Sögu Akur- eyrararkirkju skráöi Sverrir Páls- son og Jón Hjaltason sagnfræðing- ur sendir nú frá sér 2. bindi af nýrri sögu Akureyrar, sem er glæsilegt verk. Saga Kvenfélagsins Framtíð- arinnar er gott framlag í sögusjóð Akureyrar, sem okkur, er hér eig- um rætur, þykir gott aó ganga í til fræðslu, upprifjunarog ánægju. Hólunt í Hjaltadal, 15. nóvember 1994 Bolli Gústavsson. Akureyri: Foreldrafélag barna með sérþarfír efnir til fundar Foreldrafélag barna með sérþarflr á Akureyri efnir til opins fundar um frumvarp til laga um grunn- skóla á Hótel KEA á ntorgun, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Frummælendur verða Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, og Guðjón B. Olafsson, formaóur Félags ís- lcnskra sérkennara. Einnig talar Lilja Guðmundsdóttir, móðir, um áhyggjur foreldris af fötluðu barni í skóla. Leitað verður svara við eftirfar- andi spurningum: Hvaða breyting- ar eru í frumvarpinu varðandi kcnnslu fatlaðra barna og hvernig er þar áætlað að mæta þörfunt þeirra? Er grunnskólinn fyrir alia? Fram kemur viðhorf Félags ís- lenskra sérkcnnara til þeirra breyt- inga sem fyrirhugaðar eru á lögum og álit móður á því hvað slíkar breytingar kunni að hafa í för með sér fyrir fötluð börn. Fundurinn er öllum opinn og er áhugafólk um skólamál og velferð fatlaðra barna í skólakerfinu hvatt til að koma. Fréttatilkynning.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.