Dagur - 29.11.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 29.11.1994, Blaðsíða 15
MINNINC Þriðjudagur 29. nóvember 1994 - DAGUR - 15 Þegar komið er að kveðjustund vakna minningar liöinna ára. Þau eru farin að nálgast fimmta tuginn, árin sem ég hef verið svo heppin að eiga þig að. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þig fyrir vinkonu og eiginlega aðra móður. Oft er sagt að maður komi í manns stað, en það getur ekki átt við í þínu tilfeili. Enginn getur nokkurn tíma komið í staóinn fyr- ir þig, elsku Hilda mín. Alltaf gat ég leitað til þín með alla hluti, bæði í gleði og sorg, og alltaf fór ég hressari frá þér. A einfaldan og jákvæöan hátt lýstir þú upp urn- hverfið, uppörfaðir og hældir, svo manni fannst allir vegir vera færir. Sú eina staðreynd sem okkur er gefin við komuna til þessarar jarð- vistar er það, að einhvern tímann munum við deyja. Þessi staðreynd kemur okkur samt oft á óvart, þegar vinir okkar eiga í hlut, jafn- vel þó aðdragandinn að vistaskipt- unum hafi verið nokkur. Eg get þó ekki annað en glaðst fyrir þína hönd, aö þú skyldir fá að kveðja núna, því þegar ég kom síðast til þín sá ég hvað þú varst orðin mik- ið veik. Þú hefur þjónað hlutverki þínu hér á jörð með sóma og við sem eftir stöndum erum stolt af því að hafa staðið þér nær. Þín verður ávallt sárt saknað, en minningin um þig hverfur aldrei. Eg kveó þig kæra vinkona með þakklæti fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Halla Svavarsdóttir. Okkur langar að minnast ömmu okkar Hildigunnar Magnúsdóttur, sem lést aðfaranótt mánudagsins 21. nóvember síðastliðinn. Þaó er erfitt að sjá á bak svo góðri konu, sem hefur sýnt okkur mikla umhyggju og gefið okkur innsýn og skilning á því lífi sem hennar kynslóð lifði. I lífi hennar skiptust á skin og skúrir, sem með hugrekki og jákvæðu hugarfari sigraðist hún á hverri þaut. Báðar urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í nálægó ömmu. Eg, Kristín, minnist þess sérstaklega að hafa átt hjá henni skjól þegar ég var lítil og gekk hún mér í móðurstað einn vetur sem ég bjó hjá henni. Alla tíð síð- an hafa verió sterk bönd á milli Hann Sveinn Brynjólfsson er dá- inn, var það fyrsta sem kona mín sagði mér þegar hún hringdi í mig laugardaginn 19. nóvember sl. Hvaða Sveinn, sagði ég og trúói ekki mínum eigin eyrum, en hafði þá heyrt í fréttum urn hið hörmu- lega slys skömmu áður. Hann Sveinn í knattspyrnustjórn, sagði hún. En svona cru örlögin grimm og mann setur hljóðan, maður í blóma lífsins hrifinn á brott, brott til æðri hcima þar sem hans bíða örugglega verðug verkefni. En erfitt er að skilja tilganginn. Ég kynntist Sveini í gegnum samstarf okkar í stjórn Knatt- spyrnudeildar K.A., þar sem Sveinn vann mikió—og óeigin- gjarnt starf í mörg ár og eyddi ómældum tíma í. Hann var mikill áhugamaður um bætta aðstöðu til knattspyrnu- iðkunar á Akureyri, cinnig um jöfnun ferðakostnaöar íþróttafólks milli landsbyggðarinnar og suð- vesturhornsins, hann samdi og flutti tillögur í þá átt á þingum K.S.I. en hlaut dræmar undirtektir fyrir. En Sveinn var ekki hættur þessu starfi, hann hafói óbilandi trú á framtíð knattspyrnunnar á Akureyri og hafði stórhuga hug- myndir í kollinum um uppbygg- ingu og framgang hennar, hug- myndir sem hann minntist oft á. Þótt stundum á móti blési í starfinu, þá lét Sveinn aldrei hugfallast og dreif menn áfram með sér með bjartsýni á framtíð- ina, þótt á þessum tíma væri frek- ar á brattann aó sækja. Hans fé- lagsstarf fór kannski ekki hátt, en starf sitt vann hann af eljusemi og brennandi áhuga. Hann hafði mik- inn áhuga á að koma yngri sem eldri á framfæri viö landsliðs- nefndir og varð vel ágengt. Ég minnist þess sérstaklega fyrir nokkrum árum, er við vorum að koma á fót Sportskóla K.A., að vió vorum komnir í tímahrak að koma frá okkur upplýsingum í blað um starfsemi K.A. það sum- arið. Viö sátum yfir þessu fram undir miðnætti og varð það úr að Sveinn ætlaði að reyna aö redda þessu næsta dag en var samt mjög upptekinn við sín daglegu störf. En viti menn, hann birtist heima hjá mér kl. sjö næsta morgun og hafði þá unnið þessar upplýsingar alla nóttina. Meó þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Sveini samvinnuna sem þó var allt of stutt og óska honum velfarnaóar á ókunnum vegum til austursins eilífa þar sem Hinn Hæsti mun taka honum opn- um örmum, í ljóssins sölum. Stórt skarð er nú höggvið í rað- ir okkar K.A.-manna, en miklu meiri er söknuður og sorg hans ástríku fjölskyldu sem nú á um sárt að binda. Góóur Guð gefi ykkur styrk á erfióum stundum. Eiginkonu hans, börnunt og fjölskyldu sendi ég mínar dýpstu samúöarkveðjur. Blessun fylgi minningu Sveins R. Brynjólfsson- ar. Axel B. Bragason. Það er gömul saga og ný að jarð- vistin er undarleg. Menn koma og fara, aðstæður breytast og menn- irnir með. Um fyrri helgi bárust fréttir um slys fyrir utan Akureyri. Enn eitt slys og í þetta sinn bana- slys. Fregnin barst, þetta var hann Denni! I Fyrstu sótti á okkur efi og vantrú, síóan doói. Hvernig ntá þetta vera? Það þarf tíma til að átta sig á að Denni, jafnaldri okk- ar, skólabróðir og l'élagi, sé ekki lengur á rneðal okkar. Hugurinn reikar heim í Olafsfjörð þar sem við ólumst upp við leik, störf og skólagöngu. Denni var afburöa námsmaður, ágætur íþróttamaður en umfram allt drengur góóur. Landsprófshópurinn 1970-71 var óvanalega stór í Ólafsfirði. Úr honurn héldu níu nemendur til náms vió Menntaskólann á Akur- eyri og þar héldum vió hópinn. Denni var framarlega í flokki en hélt þó sjálfstæöi sínu svo ekki varð um villst. Frægt var þegar hann og annar til létu snoðklippa sig, til aó standa við vcðmál, en á þcim tíma var „bítlatískan“ alls- ráðandi. Það kom að því að utanaðkom- andi kvenmenn geróu tilkall til sumra í hópnurn. Innrás þeirra varð til þess að á stuttum tíma, í lok menntaskólaáranna, fjölgaói ntjög í hópnunt þegar nýir einstak- lingar litu heiminn fyrsta sinni. Hópurinn brást hart við og ákvað að styrkja foreldra urn barnavagn meó fyrsta barni. Hópgöngur okk- ar með nýja barnavagna urðu nokkuð tíðar á árunum 1974 og 1975. Denni var ckki í þeim öllum því einn vagnanna fór til hans og fóstraði Brynjólf Sveinsson yngri. Vorið 1975 lukunt við llest stúdentsprófi frá Menntaskólanum og einnig Sigrún Guðjónsdóttir, barnsmóðir Denna og síðar eigin- kona. Frá þeim tíma hefur sam- gangur okkar minnkað vegna mis- munandi starfa og búsetu. Vissan um barnavagnshópinn var samt alltaf til staðar og var eins konar trygging í tilverunni. Nú er höggvið skaró í hópinn og við hrökkvum við um leið og við syrgjum látinn félaga. Viö vitum að sorg aðstandenda er djúp, en minningin um góðan dreng lifir. Við vottum eiginkonu, börnum, aldraóri móður, systrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úö. Megi almættið varðveita ykk- ur og styrkja. Barnavagnshópurinn úr árgangi 1955. HBHHHHBBBBBHBOHHHHHHÍ1HHBOHHHHHHHBHHHHBHHHE3HHHHHI LÍMMIÐAR NORÐURLANPS HF. Strandgötu 31 • 600 Akureyri Prentum allar gerðir 7 og stærðir límmiða Sími 96-24166 BHHBÖBBBHyHHBHBHHHCÍIHyHHBHHBHHHBBHHHHHHHUÖBHHHHHI okkar. Síðan el'tir að ég átti dreng- ina mína þrjá hafa þeir notið sömu ástúðar frá henni og ég. Þaó er mér sérstaklega minnisstætt að hversu órólegir sem þcir voru, voru þeir ævinlega rólegir og góð- ir hjá henni. Þeir sakna hennar eins og við hin. Arin sem vió bjuggum í Skarðshlíðinni, hún uppi og við niðri, var mikill samgangur milli heimilanna og nutum við systurn- ar góðs af. Hún var ávallt boðin og búin að gæta okkar sem og annarra barna. Hún var mjög barngóð og hændi öll börn að sér fyrirhafnarlaust. Bæði vöndurn við barnabörnin komur okkar til ömmu, en einnig krakkar sem bjuggu í nágrcnninu og voru henni alls óskyld. Allir voru vel- komnir. Því var oft glatt á hjalla og mikið um dýrðir hjá ömmu. Mig, Hildigunni, langar sérstak- lega að minnast þeirra ófáu stunda sem við frænkurnar, ég og Adda, áttum hjá ömmu. Þegar foreldrum okkar varð nóg um uppátektar- semi stelpnanna stóðu dyr hennar ávallt opnar. Það sem aðrir hneigöust til að kalla óþekkt varð að lífsgleði og uppáfinningarsemi hjá ömntu. I Skarðshlíðinni hjá henni eru ntargar okkar bestu sameiginlegu bernskuminningar. Kynni okkar systra, sem og ann- arra barna, af henni hafa mótað okkur og vonandi gert okkur að betri manneskjum. Við minnumst þín amrna meó söknuði og þökkum þér allt sem þú hefur gefið okkur. Þaö er erfitt að sjá á bak þér en viö vitum að þú sem varst oróin þreytt af langri lífsgöngu ert kontin á bjartan stað. Við vitum að systir okkar Reb- ekka, sent er á ferðalagi um Asíu, minnist þín með sama hlýhug. O ntinning, minning. Líkt og ómur íjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liónu daga, sent hurl'u sinn dularlulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr) Hildigunnur Þráinsdóttir og Kristín Konráðsdóttir. Innilegar þakkir til fjölskyldu minnar og j i allra þeirra sem glöddu mig meö gjöfum, blómum og heillaóskum á 80 ára afmæli mínu þann 25. nóvember sl. 11 Guð blessi ykkur öll. !! HELGAINGIMARSDÓTTIR. Elskulegur sonur okkar og bróðir, KRISTINN EGILSON, Oddeyrargötu 36, Akureyri, lést laugardaginn 26. nóvember. Jarðarförin auglýst siðar. Sveinbjörn Þ. Egilson, Sólveig Björk Kristinsdóttir og systkini. Okkar elskulegi, JÓN EINAR GUÐJÓNSSON, blaðamaður, til heimilis Assiden Terrasse 36c, Pnr. 1160 Oslo, lést á Ulleval sjúkrahúsinu fimmtudaginn 24. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Nord Strand kirkju í Oslo þriðjudaginn 6. desember nk. Ingvild Svendsen, Sindri J. Einarsson, Freyr J. Eínarsson, Koibeinn Helgason, Sigríður Jónsdóttir, Ríkharð Jónsson, Anja Jónsson, Þorvaldur Jónsson, Rósa M. Sigurðardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.