Dagur - 29.11.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1994, Blaðsíða 8
SÆVAR HREIÐARSSON 8 - DAGUR - Þriójudagur 29. nóvember 1994 ÍÞRÓTTIR Blak -1. deild karla: Stúdentar teknir í kennslustund - öruggur sigur hjá KA-strák Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Stólarnir óheppnir gegn Keflvíkingum Á laugardaginn mættust KA og ÍS í 1. deild karla í blaki í KA- heimilinu og voru það heima- menn sem höfðu betur, 3:1. Hrinurnar vorú langar en sigur KA var í raun aldrei í hættu og greinilegt að þeir voru með yflr- burðalið. Fyrsta hrinan gekk hnökralaust fyrir sig framan af hjá KA og liðió komst í 11:1 áður en þeir fengu einhverja mótspymu. Síðustu stig- in voru erfið og eftir mikinn barn- ing kom Friðmundur Guðmunds- son niður síðasta stiginu og sigur vannst í hrinunni, 15:7. Onnur hrina var aðeins jafnari í byrjun en eftir aó staðan var 3:4 fyrir gestina tóku heimamenn mikinn kipp og komust í 12:4. Aftur jafnaðist leikurinn og gest- irnir náóu að minnka muninn nið- ur í tvö stig, 12:10 áður en KA- menn kláruðu hrinuna og góð há- vörn frá Davíó Búa Halldórssyni tryggði síóasta stigiö, 15:11. I þrióju hrinu misstu KA-menn einbeitinguna og töpuðu 12:15. Heimamenn komust reyndar í 5:0 og þá var sem þeir héldu að sigur væri unninn. Þetta nýttu Stúdentar sér og svöruðu með átta stigum áður en KA-menn náóu aftur stigi. Mesti móðurinn var þá af liðinu og IS komst í 14:6 næsta mót- spyrnulaust og lítil samstaða var í liðinu. Heimamenn vöknuðu aftur og náðu að þjappa sér saman og breyta stöðunni aftur í 12:14 en þar munaði mestu um hvað vörnin styrktist. Þessi góói kafli KA- manna dugði ekki til og ÍS náöi síðasta stiginu. Stúdentar byrjuðu fjórðu hrinu með því að næla í tvö fyrstu stigin en heimamenn svöruðu með næstu fímm stigum. Stefán Jóns- son kom inná hjá KA og vann gott stig í hávörn og KA gekk mjög Líkamsrækt Sólstofa Nuddpottur og vatnsgufubaS Alltaf heitt á könnunni Hamar félagsheimili Þórs sími 12080. vel. Friðmundur Guðmundsson var „svínsterkur" eins og einn áhorfandi orðaói það og vann mikilvæg stig með kraftmiklum smössum sínum. Stúdentar náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin en þrátt fyrir það var sigur KA öruggur, 15:11, og 3:1 í leikn- um. Miðjusóknirnar gengu mjög vel hjá KA og það auðveldaði mikið fyrir kantspilurum en miðjusóknin dró til sín menn í vörn Stúdenta og við það opnaðist gat í vörnina á köntunum. Friðmundur átti mjög góðan leik og einnig vann Bjarni Þórhallsson mikið af stigum, að venju. Dalvíkingar áttu litla möguleika gegn íslandsmeisturunum frá Njarðvík í 16-liða úrslitum bik- arkeppni KKÍ á föstudagskvöld. Leikurinn í Iþróttahúsinu á Dal- vík bar þess glöggt merki hversu mikill munur var á liðunum og lokastaðan var 160:55 fyrir gest- ina. KA-stelpur töpuðu fyrir Stúdín- um í 1. deildinni í blaki í KA- heimilinu á laugardag. Eftir góða byrjun og sigur í fyrstu hrinu missti heimaliðið taktinn og gestirnir unnu örugglega, 3:1. I lió ÍS vantaði besta leikmann liósins, Þóreyju Haraldsdóttur, sem á við meiósl að stríða og í fyrstu hrinu var sem liðið saknaði hennar mjög mikió. KA-stelpur fengu fljúgandi start og komst í 8:0. IS náði aðeins að bæta sinn hlut áður en KA-kláraði hrinuna, 15:7, og var sigurinn léttur og þurftu KA-stelpur lítió að hafa fyrir hlutunum. Eftir þetta virtist sem heimalið- ið væri orðið sigurvisst og stelp- urnar héldu eflaust að framhaldið yrði jafn létt og fyrirhafnarlaust en annað konr á daginn. Jafnræði var alla aðra hrinu þar til staðan var 9:8 fyrir KA en þá tóku gestirnir aö síga framúr og sigruðu í hrin- unni....10:15. Allur vindur var úr KA-stclp- um í þriðju hrinu þær náðu aðeins Sauðkrækingar kom nokkuð á óvart þegar þeir stóðu vel í Kefl- víkingum á Suðurnesjum á sunnudagskvöld. Lokatölur voru 105:97 fyrir heimamenn eftir mjög sveiflukenndan leik, þar sem staðan var 49:52 fyrir Tindastól í hálfleik. Engin sér- stök spenna eða átök voru í leiknum en þó áttu Stólarnir alltaf góða von gegn Keflvíking- um og spiluðu mjög vel. Miklar sveiflur voru í leiknum þar sem lióin skiptust á að taka leikinn í sínar hendur. Um miðbik fyrri hálfleiks voru það Stólarnir sem náðu afbragðs leikkafla en þaó var fyrst og fremst vegna þess að Omar Sigmarsson hitti úr þremur þriggja stiga skotum sem liðið náði að breyta stöðunni úr 28:20 í 39:50 á þessum tíma. I upphafi síðari hálfleiks náðu Keflvíkingar síðan góðum leik- kafla, keyröu hraðann mikið upp í sókninni og beittu pressuvörn. Þannig náðu þeir sæmilegu for- skoti sem þeir héldu út leikinn. Stólamir voru þó alltaf inni í leiknum og eygðu von um sigur. Þegar tvær mínútur voru til leiks- loka var staöan 94:90 fyrir Kefla- vík en daufur leikkafli Stólanna í lokin gerði vonir þeirra um sigur að engu. Omar Sigmarsson var burðarás Tindastóls þetta kvöld í Keflavík og skoraði m.a. sex þriggja stiga körfur sem allar komu á mjög mikilvægum tíma. Auk þess barð- síöan ekki söguna meir Dalvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 6:4 en eftir það sprungu þeir á pressunni. Gestirnir tóku leiknum af fullri al- vöru og stefndu aö því að setja stigamet, sem þeir og gerðu. Þeir spiluðu sinn vanalega leik, þar sem þeir byrjuóu strax að pressa um allan völl og létu alla sína töpuðu fyrir Stúdínum, aó standa í gestunum á upphafs- mínútunum en eftir það virtist áhuginn horfínn og Stúdínur áttu í Jóhanna Erla Jóhannesdóttir kein- ur boltanum ytir netið og Karítas Jónsdóttir fylgist vandlega mcð. Mynd: SH. ist hann eins og ljón allan tímann og gerði hinum lipru leikmönnum Keflvíkinga lífið leitt með ákefð sinni í varnarleiknum þar sem hann skreið og skutlaði sér á eftir boltanum hvar sem í hann var að ná. Torrey John skilaói einnig sínu hlutverki vel. Hann er góður leikmaður en virðist þó ekki hafa þá grimmd sem þarf til að taka leiki í sínar hendur. Hinrik Gunn- arsson, sem hefur verið einn af hornsteinum liðsins í vetur, var af- spyrnu daufur í þessum leik, sér- staklega í sókninni. Leanar Burns skoraði 38 stig fyrir Keflvíkinga og var besti maóur vallarins. Ungu mennirnir í liði Keflvíkinga áttu góðan dag en þó ber þar hæst frammistaða Kristjáns Guðlaugs- sonar, sem baróist af krafti í vörn- inni og hélt uppi góðum hraða í sókninni. EG. Gangur leiksins í tölum: 6:9, 23:13, 28:20, 33:33, 39:50, 49:52 - 66:56, 76:68, 86:76, 90:80, 94:90, 105:97. Stig Keflavíkur: Leanar Bums 38, Sigurður Ingimundarson 17, Kristján Guðlaugsson 16, Sverrir Þór Sverris- son 10, Jón Kr. Gíslason 10, Einar Einarsson 5, Gunnar Reynarsson 5, Birgir Guðfinnsson 4. Stig Tindastóls: Ómar Sigmarsson 33, Torrey John 25, Hinrik Gunnars- son 10, Amar Kárason 7, Páll Kol- beinsson 9, Halldór Halldórsson 6, Sigurvin Pálsson 5, Atli Bjöm Þor- bjömsson 2, Dómarar: Ámi Freyr Sigurðsson og Einar Einarsson. Gerðu óvenju mörg mistök í leiknum en þau höfðu ekki úrslitaáhrif. bestu menn spila. Njarðvíkingar keyróu mjög grimmt á heima- menn, sem áttu sér ekki viðreisnar von. Dalvíkingar spiluðu vel undir meðallagi í leiknum, létu gestina um að keyra upp hraðann og eltu allan tímann. Njarðvíkingar voru, eins og tölurnar gefa til kynna, sterkari á öllum sviðum. 1:3 engum erfiðleikum meó að sigra, 15:3. IS byrjaði fjórðu hrinu með sama krafti og var komið í 4:0 þegar að uppspilari liðsins, Berg- þóra Guðmundsdóttir, varð að fara útaf meidd og við það riðlaðist leikur gestanna. KA tók við sér og með góöum leikkafla komst liðið í 12:5 og svo virtist sem stelpurnar væru að ná sér á strik á nýjan leik. Þeim tókst þó ekki að halda út og þegar að Stúndínur fundu taktinn á ný gafst heimaliðið upp og gest- irnir sigruöu, 15:12. Algört metnaðarleysi var ríkj- andi hjá KA í þessum leik og um leið og lióið fékk mótspyrnu gáf- ust stelpurnar upp og þær skorti allan kraft til að rífa sig upp aftur. Liðið hefur nú tapaó illa tveimur leikjum í röð og þarf að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar að ná lengra. Mikið býr í þessu liði og spilið var gott þegar liðið náði upp stemmningu en langtímum saman vantaói allan vilja og metn- aö til að klára dæmið. KÖRFUKNATTLEIKUR: Úrvalsdcildin: Skallagrínmr-Wr 74:78 ÍA-Snæfell 113:102 Keflavík-Tindastóll 105:97 ÍR-Gríndavík 85:83 Valur-KR 86:83 Staðan: A-riðill: Njarðvík 14 131 1348:1104 26 Skallagr. 15 8 7 1165:1142 16 Þór 14 7 71232:1219 14 Haukar 14 5 91104:117010 Akranes 15 5 10 1253:1366 10 Snæfell 14 0 14 1053:1483 0 B-ríðill: Grindavík 15 12 3 1499:1223 24 ÍR 15 11 41301:1233 22 Kcllavík 15 10 5 1517:1380 20 KR 15 8 7 1262:1220 16 Valur 15 5 101215:1343 10 Tindastóll 15 411 1227:1291 8 1. deild kvenna: Tindastóll-Njarðvík 62:47 ÍS-Valur 44:61 Keflavík-ÍR 95:31 Staðan: Keflavík 10 9 1 794:49818 KR 9 7 2 602:463 14 Breiðablik 6 6 0487:307 12 Tindastóll 104 6606:631 8 Valur 6 3 3 378:349 6 Grindavík 6 3 3 357:352 6 ÍS 9 3 6 436:534 6 Njarövík 8 2 6 399:537 4 ÍR 10 0 10404:792 0 Bikardráttur: Á laugardag var dregið í 8-liða úrslít bikarkeppn- innar og í karlaflokki drógust cft- irtalin lið saman: Njarðvík-ÍA, Tindastóll-Kcflavík, Grindavík; Þór og Valur-Haukar. í kvennaflokki drógust saman: KR/Smefell-Fjölnir, Njarðvík- Keflavík, Grindavík- Breiðahlik og ÍR-Valur. BLAK 1. deild karla: KA-ÍS 3:1 Þróttur R-Þróttur N 3:0 Stjarnan-HK 1:3 1. deild kvenna: KA-ÍS 1:3 Víkingur-Þróttur N 3:0 Staðan: 1. deild karla: ÞrótturR 87 1 23: 9 445:332 23 HK 87 1 22: 9 433:356 22 KA 86 2 20:13414:400 20 Stjarnan 7 2 5 12:15 361:345 12 ÍS 826 12:19360:413 12 ÞrótturN 9 09 3:27 275:442 3 1. dcild kvenna: Víkingur 6 6 0 18:1 283:164 18 ÍS 85 3 17:12367:32217 KA 743 13:14315:351 13 HK 7 34 12:15 324:325 12 ÞrótturN 8 08 6:24 294:421 6 HANDKNATTLEIKUR: Bikarkeppni HSÍ - 16-liða úrslit: Karlaflokkur: KA-Víkingur 30:24 Breiðahlik-ÍBV 23:27 Afturelding-Valur 20:22 Haukar-ÍH 29:17 Valur b-KR 24:26 Grótta-Fram 31:19 Selfoss-FH 26:22 Stjarnan-HK 27:25 Kvennaflokkur: FH-Stjarnan 15:34 ÍBV-Víkingur 23:22 Valur b-Fram 9:26 Fylkir-Ármann 18:23 * Fjögur lið sátu hjá og það voru: Valur, KR, Ilaukar og ÍBA. * Dregið vcrður í morgun. 8-liða úrslit á Körfuknattleikur - bikarkeppni KKÍ: Dalvíkingar sterkir í byrjun Blak -1. deild kvenna: Metnaðarlausar KA-stelpur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.