Dagur - 02.12.1994, Side 3

Dagur - 02.12.1994, Side 3
•, r%r> *• r-t I I Föstudagur 2. desember 1994 - DAGUR - 3 FRETTIR Þrýst á að hrefnuveiði verði leyfð á ný: „Hótanir Greenpeacemanna ekkert annað en orðagjálfur“ - segir Gunnlaugur Konráðsson á Árskógsströnd Gunnlaugur Konráðsson á Ár- skógsströnd, sem stundaði m.a. hrefnuveiðar fyrir Norðurlandi allt þar til þær voru bannaðar, segir að enginn virðist gera sér grein fyrir því hversu gífurlegt fiskmagn hrefnunar éti og því síður það magn af seiðum sem þær innbyrði. Gunnlaugur segir Fyrirtækiö Indís stofnað á Akureyri: Indverskur matur úr eld- húsi Surekhu Á Akueyri hefur verið stofnað fyrirtæki sem framleiðir ind- verskan mat. Eigandi fyrirtækis- ins, sem ber nafnið Indís, er Surekha Datye og er ætlunin að þjónusta einstaklinga jafnt sem smærri fyrirtæki. Á Islandi hafa sprottið upp á síðustu árum veitingahús af ýms- um þjóðemum þar sem hægt er að velja á milli fjölbreyttrar mat- reiðslu. Með tilkomu fyrirtækisins Indís gefst Akureyringum og ná- grönnum tækifæri á að njóta ind- verks lostætis en fyrirtækið mun framleiða indverska rétti. Surekha Datye, eigandi Indís, hefur búið á Akureyri í fjórtán ár. Hún er indversk að uppruna, kem- ur frá Nýju Dehli á Indlandi. Hún hefur haldið námskeið í indverskri matargerð í nokkur ár við mjög góða aósókn. Síðastliðió vor sótti hún námskeið í stofnun og rekstri smáfyrirtækja hjá Iðnþróunarfé- lagi Eyjafjarðar með þaó í huga að vinna að uppbyggingu eigin fyrir- tækis, sem nú hefur litið dagsins ljós. Markmiðió með framleiðslu Indís er að mæta fjölbreyttum kröfum neytenda meó því að bjóða upp á grænmctis- og bauna- rétti, auk fisk- og kjötrétta. Ur elhúsi Surekhu er áformað að bjóða minni fyrirtækjum þjón- ustu með hádegisverðartilboðum fyrir starfsfólk. Hægt verður að velja á milli þriggja rétta í senn og verða þeir sendir heim. Jafnframt þessu er ætlunin aö bjóða upp á veisluþjónustu fyrir minni veislur. Þá gefst fólki sem vill prófa eitt- hvað nýtt tækifæri til þess að kitla bragðlaukana með framandi rétt- um. Námskeiðahald Surekhu fyrir minni hópa veröur áfram í boði. Fyrirtækinu Indís hefur verið búin aóstaða í Suðurbyggð 16. JÓH Þórir Einars- son skipaður ríkis- sáttasemjari Félagsmálaráðherra hefur skip- að Þóri Einarsson, prófessor, í embætti ríkissáttasemjara, að höfðu samráði við Alþýðusam- band íslands, Vinnuveitenda- sarnband íslands og Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Skipunin gildir til næstu fjög- urra ára, frá 1. janúar nk. en þá lætur Guðlaugur Þorvaldsson af embætti vegna aldurs. Alls sóttu 10 manns um stöóu ríkssáttasemj- ara. KK að fjöldi hrefna hafi aukist gíf- urlega á undanförnum árum og segir að þær lágmarkstölur sem Hafrannsóknastofnun hafi gefíð út eftir hvalatalningu nýverið séu svo lágar að ekki nokkur sála leggi trúnað á þær. Hafrannsóknastofnun hafi gef- ið út aó 28 þúsund hrefnur væru við landið en nær sé að tala um a.m.k. 100 þúsund hrefnur. Gunn- laugur segir að því sé þrýstingur á stjórnvöld um að hrefnuveiðar verði leyfðar á ný mjög mikill. Afurðirnar yrðu fyrst í stað seldar á innnanlandsmarkaði en þetta yrði skref í þá átt að hvalveiðar hefjist aftur hér vió land. „Alþjóóa hvalvcióiráðið fékk þessar tölur í millitíðinni og þar var talan skorin niöur um nokkra tugi prósenta en allar umræður og yfirlýsingar kringum hvalinn eru svo ruglingslegar og villandi að ekki er hægt að henda reiður á einu eða neinu. Hjá Alþjóða hval- . veiðiráðinu er mikið lið sem hugs- ar ekki um annað en að friða hval- inn. Norðmenn hafa veitt hrefnu sl. tvö ár og fengið að gera það óáreittir enda eru efndir Green- peacemanna ekkert annað en orðagjálfur. Islendingar sam- þykktu hvalveiðibann 1985 en hófu vísindaveiðar árið 1986 í berhöggi við almenningsálitið í heiminum og fengu alla gegn sér. Norðmenn studdu okkur ekki einu sinni. Nú eigum við að hefja veið- ar áður en hvalirnir hafa étið allan þorskinn frá okkur,“ segir Gunn- laugur Konráðsson á Árskógs- strönd. GG HLJOMSVEITILLUGA auglýsir: Fáðu hljómsveit sem fjör er í! Spilum danstónlist viö allra hæfi. Tökum einnig aö okkur að sjá um dinnertónlist og stjórnum fjöldasöng á samkomum sé þess óskaö. Allar upplýsingar gefa Þórarinn í heimasíma 41304, vinnusím- um 985- 33803 og 40456, eða Sigurður í heimasíma 41072 og vinnusíma 40436. O Ð R U V I S I ODDEYRINNI Loksinsi! OPNUM A MORGUN Aðventan boðar komu jólanna... ...og líka komu Blómasmiðj unnar. Ný g\2£' ,veg öðruví,.,- og g]a^aNÍ c\ vV owfflíSSS00 l^MHÓUrKRW0*' FRÁ K.R- BLOMA SMIÐJAN STRANDGOTU 37 - SIMI 1 3040

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.