Dagur - 03.12.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 03.12.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 3 Norðurland eystra: Prófkjör Fram- sóknar undirbúið - 23 gefa kost á sér Húsnæðisnefnd Akureyrar: Pan hf. afhendir íbúöir Fyrirtækið Pan hf. á Akureyri afhenti Húsnæðisncfnd Akurcyrar á fimmtudag scx íbúða fjölbýlishús við Snæ- gil 5 á Akureyri. Húsið cr fullhúið bæði að utan og innan og lóð og bílaplan frágcngin. Um er að ræða 3 tveggja herbergja íbúðir og 3 þriggja herbergja. Búið er að selja allar íbúðirnar og munu fyrstu íbúarnir flytja inn á mánudag. Verð minni íbúðanna er 5,2 milljónir króna en þeirra stærri 6,8 milljónir. Ætlunin er að bjóða bæj- arbúum að skoöa íbúðirnar milli kl. 13 og 17 á morgun sunnudag. A innfclldu myndinni má sjá Gísla Kr. Lór- enzson, formann Húsnæðisnefndar Akureyrar, taka við lyklum að fjölbýlishúsinu af Magnúsi Ingólfssyni, cins ciganda Pan hf. JÓH Bæjarfulltrúar á Húsavík: Orðnir langeygir eftir fram haldi á sögu staðarins Fyrir allmörgum árum var gefið út 1. bíndi af Sögu Húsavíkur. Von var á öðru bindinu innan tíðar og síðustu árin hafa menn árlega reiknað með að 2. bindið yrði jólabókin þar næsta ár. Nú er ljóst að það efni sem verið er að vinna að fyllir a.m.k. tvö bindi og að ekki er hægt að fara með efnið í prentsmiðju fyrr en haustið 1995, ef allt gengur að óskum. Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag spurði Jón Á. Saló- monsson (A) hvort ekki væri orð- ið tímabært að rita sögu um ritun sögu Húsavíkur. Taldi hann að tómt vandræðamál væri hér á ferðinni og söguritunin að verða að athlægi í bænum. Katrín Ey- mundsdóttir (D) minnti á að hún hefði lofað Reykjavíkurborg öðru bindi af sögunni er hún afhenti fyrsta bindið á 200 ára afmæli borgarinnar. Á fundi sögunefndar á dögun- um var nýr formaður nefndarinnar kjörinn, Þormóður Jónsson. Sæ- mundur Rögnvaldsson, sagnfræð- ingur, hefur verið ráðinn til sögu- ritunarinnar og lagði hann lram ítarlega greinargerð um stöðu verksins á fundinum. Efnisflokkar eru 10 og er gert ráð fyrir að fimm þeirra verði tilbúnir um áramót og lárið að hylla undir þrjá til viðbót- ar, en öörum tveim geti síðan ver- ið lokió í júní á næsta ári. Þá er cftir heilmikil vinna við frágang, samræmingu og atriðaorðaskrá, auk þess aö safna myndum. Á fundinum lýstu nefndarmenn yllr ánægju með verkáætlunina sem Sæmundur lagði fram og binda þeir vonir við að hún geti staðist. Nefndin er þó sammála Sæmundi um að leggja beri höf- uðáherslu á gæði og nákvæmni í vinnubrögóum, þó það komi niður á verktímanum. IM Kjörnefnd Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra hefur birt lista með 23 nöfnum fólks sem gefið hefur kost á sér til próf- kjörs vegna komandi alþingis- kosninga. Prófkjörið fer fram á Hótel Húsavík 10. des. Þar munu nær 200 fulltrúar á aukakjördæmis- þingi kjósa frambjóðendur í sjö efstu sæti listans, í eitt sæti í senn þar til frambjóðandi nær mciri- hluta atkvæða. Nöfnin 23 eru komin eftir tilnefningar frá fram- sóknarfélögunum í kjördæminu, en hverju félagi er skylt að til- nefna fjóra frambjóðendur til prófkjörsins, þar af minnst einn frá eigin félagi. Kjörnefd er heim- ilt að bæta við tilnefningar og öðr- um en kjörnefnd er einnig heimilt að bjóða menn fram til prófkjörs- ins. Þá þarf að fylgja skriflcgt samþykki frambjóðandans ásamt meðmælum 25 flokksbundinna rnanna í kjördæminu. Slíkt fram- boð þarf að berast kjörnefnd eigi síðar en tveimur sólarhringum fyr- ir setningu aukakjördæmisþings- ins. Formaður kjörnefndar er Egill Olgeirsson á Húsavík. Þeir sem gcfið hafa kost á sér til prófkjörsins eru: Elsa Friðfinnsdóttir, Akureyri Jón lllugason, Mývatnssveit Stefán Eggertsson, Þórshafnarhreppi Valgerður Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppi Gísli Sigurðsson, Ljósavatnshreppi Guðmundur Stefánsson, Akureyri Jóhanna Valdimarsdóttir, Eyjafjarðarsveit Ásdís Eydal, Akureyri Haraldur E. Jónsson, Raufarhöfn Ingunn St. Svavarsdóttir, Öxarfjarðarhreppi Halldóra Jónsdóttir, Aðaldælahreppi Þröstur Aðalbjamarson, Oxarfjarðarhreppi Helga Jónsdóttir, Ólafsfirói Hulda Finnlaugsdóttir, Mývatnssveit Guðmundur Bjamason, Húsavík Sigurbjörg Jónsdóttir, Raufarhöfn Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Eyjafjarðarsveit Helga Eiríksdóttir, Dalvík Gunnlaugur Aðalbjamarson, Reykjavík Kristín Thorberg, Eyjafjarðarsveit Bjami Aðalgeirsson, Húsavík Sara Hólm, Reykdælahreppi Kristján Ólafsson, Dalvík _______________________IM Örn KE einn við loðnuleit Loðnubáturinn Örn KE-13 fann aðfaranótt föstudags loðnu á Strandagrunni, norður af Vest- íjörðum, er báturinn var á leið- inni til Iöndunar hjá SR-mjöl á Siglufírði. Alls landaði hann 150 tonnum á Siglufirði. Eftir að hafa leitað að loðnu norðaustur af Langanesi, en hafa nánast hvergi orðið var, var haldið vest- ur með Norðurlandi á Stranda- grunn. Öm KE er eini loðnubáturinn sem er að leita að loðnu, hinir eru ýmist í höfn, eða á öðrum veiðum, t.d. rækjuveiðum eða á síld. Leið- indabræla var á Strandagrunni í fyrrinótt en Örn KE var á leiðinni þangað aftur í gærmorgun til að kanna svæðið frekar. GG Nýja innan- landsflugfélag- ið stofnað á næsta ári Sem kunnugt er þá ætla Flug- leiðir hf. að stofna nýtt félag til að sjá um innanlandsflugið. Að sögn Einars Sigurðssonar, upp- lýsingafulltrúa Flugleiða, gengur undirbúningur að stofnuninni vel og gert er ráð fyrir að félagið líti dagsins ljós einhvern tímann á næsta ári. „Viö erum núna í ákveðinni undirbúningsvinnu. Það er byrjað aó ræða við starfsfólk og þess háttar, en þctta er allt í þeirri vinnuáætlun sem sett var niður snemma í haust. Viö viljum ekki á þessu stigi nefna einhverja dagset- ingu í þessu sambandi, en sam- kvæmt áætlunum verður þetta ein- hvern tímann á næsta ári og við höldum að það standist alveg.“ HA Snjóbyssa í notkun á Dalvík: Tilraunaframleiðsla á skíðasvæðinu Framleiðsla á snjó með snjóbyssu, sem Jón Halldórsson sportvöru- kaupmaður á Dalvík hafði milligöngu um að flutt var til Dal- víkur í fyrra stendur fyrir dyrum. í fyrra gerði mikla snjókomu svo í dag spá veðurfræðingar Veðurstofu íslands hægvióri noróanlands, úrkomulausu og um það bil þriggja stiga hita. Á morgun er spáð vestan og suðvestan stinn- ingskalda, éljum og tveggja til þriggja stiga frosti. Á mánudag er gert ráö fyrir hægviðri og úrkomulausu veðri, frostið veróur eitt til þrjú stig. notkun byssunnar varð óþörf, raunar hálffennti hana í kaf. Einhverja næstu daga verður geró tilraun meó snjóframleióslu ef veður verður hagstætt, þ.e. frost. Vatn í snjóbyssuna verður tekið úr tjörn sem er rnilli byggð- arinnar og skíðasvæóisins í Böggvisstaðafjalli en snjóbyssan verður staðsett upp í brekkunum við skíðalyfturnar og vatninu dælt að henni. Jón Halldórsson sótti um 80 þúsund króna styrk til Dal- víkurbæjar til kaupa á rafmagns- kapli til að hrinda snjólramleiðsl- unni í framkvæmd. Bæjarráð varð ekki við því en gekkst hins vegar í ábyrgð vegna láns á rafmagns- kapli frá Rafmagnsveitum ríkisins og bætir RARIK allt tjón sem veróa kann á kaplinum meðan notkun hans tengist notkun snjó- byssunnar. CÍG Einstakur fróðleikur um liðna tíð! Sýslu- og sóknalýsingar Þingeyjarsýslna Skrifaðar á síðustu öld að beiðni Hins íslenska Bókmenntafélags Nú í aðgengilegri bók frá Góðu máli hf. „Af 100 manns sem eru í prestakallinu yfir 16 ára eru 10 skrifandi, sá elsti afþeim um sjötugt en yngsti um tvítugt. Fáir afhinum 90 get eg sagt að skrifi lœsilega nafn sitt. “ „Síveðrasamt er ísveitþessari aföllum áttum, stórbylja- samast af landsuðri, en stormavindasamast afaustri og norðvestri, eins á öllum tímum ársins. “ „Helstu viðloðandi sjúkdómar eru: Sú banvœna og skað- vœna barnaveiki (andateppuveiki) og fljótaveiki (neðan- spýja) v[el] kólera, sem lœknirinn rœður bót með útlendum meðölum eftir megni og þó með heppni. “ Skemmtileg og óvenjuleg bók Fæst í bókabúðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.