Dagur - 03.12.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 3. desember 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SfMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(fþróttir),
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Á alþjóðlegum
degi fatlaðra
í dag er alþjóðlegur dagur fatlaðra og af því tilefni er
minnt á baráttumál fatlaðra og stöðu þeirra í þjóðfé-
laginu. Því fer fjarri að fatlaðir á íslandi búi við hindr-
analaust þjóðfélag þó margt hafi horft til betri vegar
á síðari árum. Fötluðum er mikilvægt að geta komist
leiðar sinnar úti í hinu daglega lífi og falla á þann
hátt inn í mannlífið, geta sýnt og sannað að fötluð-
um á að búa jöfn tækifæri á við aðra samfélags-
þegna.
í blaðinu í dag eru kynntar grunnreglur Samein-
uðu þjóðanna um jöfnun tækifæra fyrir fatlaða. Þar er
að finna mörg mikilsverð atriði fyrir fatlaða, t.d. hvað
varðar stjórnun á eigin lífi og sjálfsvirðingu. Þar seg-
ir:
„ Grunnreglur SÞ endurspegla nútímlegt viðhorf til
fötlunar og tilgangurinn með þeim er að umbreyta
hugmyndafræði í aðgerðir. Lengi vel voru fatlaðir
einangraðir og réttur þeirra til þroska, náms og
mögulegs framlags til þjóðfélagsins var vanmetinn.
Fatlaðir voru stimplaðir og sú stiplun réttlætti oftast
stofnanavist við útjaðar samfélagsins. í dag er hins
vegar lögð áhersla á hæfileika þeirra, réttindi, val-
frelsi og jöfn tækifæri. Reynt er að aðlaga umhverfið
að þörfum fatlaðra en ekki öfugt. Áhersla er lögð á
stuðning (Uðveislu) til sjálfshjálpar og þjónustu í
heimabyggð. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að
samfélagið taki upp þessi viðhorf til fatlaðra. Lögð er
áhersla á að fötlun varði okkur öll og sé ekki málefni
minnihlutahóps. “
Einmitt þessi síðustu orð ber að hafa í huga, ekki
aðeins í dag á alþjóðlegum degi fatlaðra heldur
einnig alla aðra daga. Sá tími mun vonandi aldrei
koma að á fötlun verði litið sem ávísun á einangrun
og útilokun frá gangverki þjóðfélagsins. Þvert á móti
sýna fatlaðir fram á það á hverjum degi hvers virði
þeim er virk þátttaka í daglega lífinu og að sama
skapi er öðrum þegnum þjóðfélagsins hollt að
standa við hlið þessa fólks.
I UPPAHALDI
verkinu, Heims um ból og...“
Það er Helgi Jónsson rithöf-
undur, bókaútgefandi og
skólastjóri Gagnfrœða-
skólans í Olafsfirði, sem er í
uppáhaldi Dags í dag. í Gagn-
frœðaskólanum á Ólafsfirði eru
60 nemendur í 8.-10. bekk og 25
nemendur sem eru í framhalds-
deild, 1. bekk fi-amhaldsskóla.
Helgi er Ólafsfirðingur, sem
er sestur að í heimahögum
ásamt konu sinni Höllu Harðar-
dóttur, hjúkrunarfrœðingi frá Ak-
ureyri. Þau hjónin eiga t\v syni.
Fyrir þessi jól koma út t\’cer
bcekur efiir Helga, unglingabók-
in Brosað gegnum tárin og
barnabókin Kraftaverkið en hún
er myndskreytt af Sölva íngi-
mundarsyni nemanda í Mynd-
listaskólanum á Akureyri. Bœk-
urnar eru gefhar út af bókaút-
gáfu Helga, Tindum, en auk
Kraftaverksins og Brosað gegn-
um tárin gefa Tindar út bókina
Heims um ból efiir Björn Dúa-
son.
Hvað gerirðu lielst í frístundum?
„Ég les mikið og svo rcyni ég
aó sinna fjölskyldunni.“
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Gott lamba- og nautakjöt.“
Vppáhaldsdrykkur?
„Það er vatn og ákveóin teg-
und af bjór.“
Helgi Jóasson.
Hvaða heimilisstörffinnst þér
skemmtilegustlleiðinlegust?
„Það er skemmtilegast að
moppa gólfið en leióinlegast að
skúra.“
Stundar þú einhverja líkamsrœkt?
„Ég er í innahússfótbolta með
gömlum Leiftursstrákum, það er
mikið fjör og jafnvel lífshætta.“
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Ég kaupi lítið af blöðum en
ég les Morgunblaðið, Dag og
DV. Ég kaup eitt erlcnt tímarit,
Timc.“
Hvaða bók erá náttborðinu lijá þér?
„Ég er að lesa The night
manager eftir John Le Carré.“
Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er
ímestu uppáhaldi hjá þér?
„Dire Strages.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Ég dáist alltaf jafn mikið að
Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur sund-
konu.“
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
„Fréttir og bíómyndir."
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
„Það er alveg óhætt að segja
það, engum."
Hvar á landinu vildirðu helst búa ef
þú þyrftirað flytja búferlum nú?
„Reykjavík eóa Akureyri
koma hclst til greina."
Hvaða hlut eða fasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mund-
ir?
„Eg myndi gjaman vilja eiga
nýtt sjónvarp.“
Hvert erþitt uppáhalds verkefni í
jólaundirbúningnum á heimili
þínu?
„Aó setja límmiðana á jóla-
kortaumslögin.“
Hvað œtlarðu aðgera um helgina?
„Ég verð að dreifa bókunum
sem Tindar gefa út, Kraftaverk-
inu, Heims um ból og Brosað
gcgnum tárin." KLJ
EITT MEÐAL ANNARS...
Á jólaföstu
Bestu Dagslesendur nær og fjær! Það yfirgefur enginn sinn
fæðingar-hrepp kvað Jón úr Vör í Þorpinu sínu. Á fyrsta
sunnudegi jólaföstu annó níutíuogfjögur reikar hugurinn heim
til Akureyrar við Eyjafjörð: oft var hann spennandi desember-
inn i denn. Að vísu ekki alltaf af prenthæfum ástæðum. Fellur
undir liðinn önnur mál og veigameiri ef svo má að orði komast.
Og gildir enn sem fyrr að lesa á milli línanna!
Hér í Hólminum er allt með friói og spekt. Svíar jafnlynd
þjóð og skipulagðir til þess að gera og komnir í Evrópusam-
bandið, sem margir vilja meina að sé hámark allrar sælu, bæði
hvað fjárhag snertir og friðarhorfur í álfunni. Aðrir láta sér
færra um finnast og tala heldur kuldalegar um þýska faðmlag-
ið. Ég tók eftir því í Degi um daginn að kaupmenn bæjarins
voru meó auglýsingu í blaðinu og hvöttu bæjarbúa að láta af
þeim ósóma að fljúga af landi brott að morgni dags og versla í
Glasgow eða Dublin og koma svo drekkhlaönir heim að
kvöldi. Þeim bæri frekar að halda sig heima við. Hugsa ég að
slík flug kæmu mönnum ansi spánskt fyrir sjónir hér í Hólmin-
um. Enn fremur tók ég eftir því aó húsnæðisvandræði til
hljómleikahalds virðast vofa yfir Kristjáni vorum Jóhannssyni
með vorinu. En þröngt mega sáttir sitja og efa ég ekki að fund-
in verður gáfuleg lausn og akureyrsk á þessum vanda. Skyn-
samlegast að sníða sér stakk eftir vexti: ætla sér af en ekki frá.
Og eins og áður sagði bara rólegheitin hér: cngar auglýsingar í
ríkissjónvarpi né útvarpi, ekkert jólalagaþvargan. Imynda ég
mér einna helst að jólastressið í Friði Jóhannesar, Úlfasundum,
Bromma (hvar ég bý) sé valla viðameira en á Tanganum í
Vopnafirói, eða jafnvel bara á Guðmundarstöðum þá þeir
bjuggu þar bræðumir Sighvatur og Stefán. Títtnefndir
„Gvendlar“.
Senn líður að jólum og áramótum. Sérhver hátíð er æ og sí
ný, rétt eins og sekúndan, mínútan og stundimar: droparnir í
mæli tímans: andráin sem nú er liðin. Imyndum okkur aptur
eða fram í janúar. . . Á kvöldkvistinum. Ljós úr gluggum fjöl-
býlishúsanna. Og bláleitur bjarminn af skjánum. Sígildir sjón-
varpsgeislar! Jólum lokið þetta sinnið: Kertasníkir horfinn til
síns heima hjá Grýlu. Nú bíðum vió, ég og hinir, eftir dags-
birtunni. Sumir enn gráir í framan eftir áramót og þrettánda-
gleði. Aðrir ekki fölari en þeir eiga aö sér. Ég er náttuglan.
Mikill galdur í myrkrinu svosum en bara heldur mikill hér á
norðurhjara veraldarinnar. Löngu-tönginni Skagaströnd! Og þó
ég verði þess enn ekki áþreifanlega var, er það þó örlítil hugg-
un að vera kominn héma megin við Vetrarsólstöður. Og nálg-
ast nú Jónsmessu með hækkandi sól, ofurhægt en samt. Eins
og skrifað stendur í fomri skammdegisdrápu úr Lundi, nánar
tiltekið 13/121980:
„mikill er þungi myrkursins umhverfis hrjáðan Ijósmceli
hins örstutta dags kolsvartasta skammdegið á flötum Skáni.
marga heillar tvöfóld vœrðarvoðin og dregur til sín vindblásin
kvöldin fyrir frarnan traustan sjónvarpsgeislann. en þegar
neyðin er stœrst er hjálpin nœst: meira myrkur en tuttugasti og
fyrsti des býður upp á er ekki á boðstólum almanaksins: þá
getum við bókfœrt að við fjarlœgjumst ekki lengur hina eftir-
lýstu birtu og þann margrómaða yl heldur fœrumst nœr surnri
sentimeter eftir millimeter. . . öll hreyfing upphefst úr kyrr-
stöðu, vitaskuld! látum því frjálst loft hljónta og streyma um
flœðarmál og fjallatinda hugarfarsins, kveikjum í öllum ófrjó-
um fúnum sprekum og rykföllnu drasli liðinnar tíðar og komum
til dyranna eins og við erurn klœdd því
sól skín
rnyrkur dvín
þrumur hvína
sítrónur í trjánum “
Ekki mér á móti skapi að nálgast nóttina. . . Hún hefur oft
reynst mér hljóð og góó til skrifta. Svart sammet. Tarot. The
Fool! Að ganga meó gæfuna í skónum sínum en veróa samt
aldrei var við hana. The Hanged Man! Ek rauðum penna eftir
hvítri örk inn á svartan spegil næturinnar. Blá eru fjöll og
himnar bernsku minnar, blátt haf eyjunnar hvítu, bláar óskir
mínar og vonir, bláir draumar, og kannski bláust þráin af því
hún er rauó. Blám orðum fer ég þennan draumveruleika og sýg
í mig raka næturloftsins gegnum glufu vindaugans. Ljós grunn-
ur gæti gersamlega eyóilagt þessa mynd! Hún hvílir í svert-
unni. . . Ég gæti málað þig útfjólubláa á spanskgrænum stöpli
eikarstofnsins. Andardráttur minn stríður en blíður milli skinns
þíns og hörunds. Ég gæti einnig málað þig hunangsgula og
skaðræðisrauða á smaragðsgrænum kjól í drapplitu flosi (sam-
met eða silki: veldu það sem þú vilt) en ég geri það ekki. Það
geri ég ekki. Ég anda að rnér frísku næturloftinu raka og svala
gegnum rauf gluggans. Ég anda að mér vetrarnáttúrunni. Ég
mála þig kolbikasvarta þannig að þú rennur saman við nóttina:
hvít og kyrr og hrein eins og sú klassíska bæn atómljóðsins,
eða óreglulega há og liöast grá eins og brúngulur reykurinn úr
strompi ölverksmiðjunnar eöa blár reykur bemsku minnar á
Eyrinni heima eða í Vopnafirði. Fata morgana! Og ég leiði
ekki lengur nein orð hjá mér, heldur tek opinn og áhugasamur
á móti þeim. Sum enda komin til langdvalar. Eyjar á órólegu
vatni þankagangsins. Blikandi sund! Blikandi tungl! Svartur
spegill nætur, svartur spegill vatnsins. . . Ó móðurbrjóst með
æðum blám aó teyga sem barn í draumi.. . Orð eins og hring-
inn í kringum. Á vinnustofu minni. Lífsherberginu. Manni
leggst alltaf eitthvaó til í kammesinu í skammdeginu hafi mað-
ur lesið lexíumar sínar og vandað uppþvottinn á leirtauinu.
Man það svo gjörla úr skólanum þegar ég las þær ekki, heldur
indjánabækur, bláar bækur, bækumar um Gvend Jóns og hló
svo ég sprakk að Strák á kúskinnsskóm.
Lesendum mínum óska ég gleðilegra jóla, árs og friðar. Og
fyrirgefið mér andlegheitin öll. Vissa mín og trú þó sú að
gömlum sveitungum mínum veiti sumum hverjum ekkert af
ögninni öðruvísi texta en þeim sem mest ber á innbundnum í
læknum bakkafulla. Hittumst heil á nýju ári!