Dagur - 03.12.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 03.12.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 5 „Ég vissi í raun ckkert út í hvað ^ ég var að fara og hafði enga ^ þekkingu á heilsuvörum,“ scgir cjg- andi Heilsuhornsins, Þóra G. Ás- gcirsdóttir. Afstressandi, vöðvaslakandi og kveflosandi leirböð, vítamín sem bæta blóðrennsli og minni, náttúrulegar snyrtivörur, grænmetissuðugrindur, barna- nuddolía, krydd og te. Ef marka má auglýsingar frá sér- vöruversluninni Heilsuhorninu á Akureyri er þetta einungis lítið brot af þeim óvanalega varningi sem verslunin býður upp á, eða eins og eigandi verslunarinnar, Þóra G. Ás- geirsdóttir, segir: „Sérstaðan er það sem heldur versluninni gangandi.“ Heilsuhornið er ein af þessum litlu, vinalegu verslunum þar sem hvert pláss er nýtt undir varning af ýmsum toga. Fyrir ókunnugan virka þessar vörur margar hverjar hálf framandi og ekki er laust við að viss dulúð hvíli yfir búðinni. Óþarfi er þó að láta það slá sig út af laginu þar sem Þóra býr yfir Náttúrulega gott URUALSDEILDIN í KÖRFUBOLTA MIUUIVÍK SUNNUDAG KL. 20.00. ALIIR í HÖLLINA 0G SJÁIÐ SPENNANDI LEIK ÁFRAM ÞÓR Greifinn ÍSLANDSBANKI miklum fróðleik varóandi vörurn- ar sínar og veitir hún fús þær upp- lýsingar sem beóið er um. Hún fiytur sjálf inn mikiö af þeim vör- um sem hún selur og kennir þar ýmissa grasa. Þar má til dæmis finna lakkrísrætur er nota má í tc sem þykir gott fyrir hálsinn. I búðinni fæst líka te sem á að hafa góð áhrif á meltingu, gigt og fieiri kvilla. Þar má einnig finna vörur úr náttúrulegu, lífrænt ræktuðu hunangi. Heilsuhornið sérhæfir sig í vör- um sem eru unnar úr náttúruleg- um hráefnum. Margs konar sæl- keravörur fást einnig í versluninni og þar má finna austurlenskar matvörur og hnetubar. Verslunin hefur verið starfrækt í áratug en fyrir einu og hálfu ári keypti Þóra búðina og hóf rekstur hennar. „Ég hafði verið atvinnulaus í hálft ár þegar ég ákvað að slá til og kaupa verslunina. Ég vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara og haföi enga þekkingu á heilsuvör- um. Fyrsta hálfa árið var mjög erfitt þar sem ég þurfti að læra allt frá grunni. Ég sé hins vegar ekki eftir þessari ákvörðun enda starfið fjölbreytt og skemmtilegt.“ Aó- Islenskt já takk. Atvinna til frambúöar spurö segir Þóra að rekstur versl- unarinnar gangi vel og hún eigi sér fastan hóp viðskiptavina sem Höfundur þessarar greinar er Marta Kristin Hrciðarsdóttir, nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. Marta er 23 ára, fædd og uppalin á Akureyri. Hún er með BA- gráðu í félags- fræði. fari stækkandi. „Viöskiptavinirnir eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá námsmönnum til ellilífeyr- isþega. Námsmennirnir biðja gjaman um eitthvað sem gerir þeim auðveldara að fara á fætur á morgnana og skerpi athyglisgáf- una. Hinir eldri eru oftar að leita að einhverju sem geri þeim al- mennt gott.“ Þegar Þóra er bcðin um að nefna þær vörur sem hún hefur hvaö mesta trú á mælir hún sér- staklega með hunangsvörunum. Hún telur þær flestra meina bót til aó mynda gegn kvefi í stað pensi- líns. Hún vill þó taka það fram að hún sé enginn læknir og þær vörur sem hún hafi á boðstólnum séu fyrst og fremst ætlaðar sem heilsubót en ekki lyf til lækninga. Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í árekstri! ||UMFERÐAR Gefðu þér tíma til að njóta .. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.