Dagur - 03.12.1994, Blaðsíða 13
UTAN LANPSTEI NANNA
Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 13
mMH'
öur var Tom Arnold þekktur sem eiginmaður hinnar
skapstóru sjónvarpshlussu Roseanne en nú hefur hann
,getið sér gott orð sem leikari. Hann vakti verðskuldaóa
athygli sem aðstoóarmaður Arnie Schwarzenegger í myndinni
True Lies og hefur nú úr nógu aö velja. Stormasömu hjóna-
bandi hans og Roseanne lauk fyrr á þessu ári og ganga ásakan-
ir á víxl um andlegt og líkamlegt ofbeldi. Tom var fyrir
skömmu staddur á veitingastað ásamt breska leikaranum Hugh
Grant og lét þar gamminn geysa um fyrrverandi eiginkonu sína
og vandaði henni ekki kveðjurnar. Hjón á næsta borði komust
ekki hjá því að heyra allt sem á milli þeirra fór og voru svo
Tom Arnold ber fyrrvcr- hePPin að hafa lítið segulband við
◄ andi eiginkonu hendina. Þau hafa síóan gengió á
sinni ekki vel sög- milli æsifréttablaða og boðið þeim
una. snælduna til sölu fyrir morófjár.
fvyfU!* títtiAf
ollywood er ekki sá dýrðarstaður sem flestir telja. Christian Slater
segir að Hollywood sé ekki eins aðlaðandi og áóur og að þar þríf-
ist glæpagengi vel. Nýjasta mynd hans, Jimmy Hollywood, var
tekin að miklu leyti að næturlagi í Hollywood og þar hafi hann
kynnst skuggahlið staðarins. „Vió vorum um-
kringdir lífvöróum, byssuskotum og lögreglu-
bílum og fengum smjörþefmn af þeirri
hættu sem fólk býr við í Hollywood,“ seg-
ir Slater. „Hollywood hefur breyst mikið
á undanförnum árum. Aður fyrr var þetta
staður þar sem stjörnurnar bjuggu og
unnu. Nú eru bara dauðar kvikmynda-
stjörnur og steinsteypa í Hollywood. Þetta
er fátæktarhverfi og mikió um glæpi. Ekki
fögur sjón. Allar stjörnurnar hafa flutt til
Beverly Hills, Hollywood Hills,
Malibu eða eitthvað annað.
Oll helstu kvikmyndaverin
eru flutt líka. Allt sem er
eftir eru nokkur frábær
kvikmyndahús, ferða-
mannabúllur og skít-
ur,“ segir þessi
skemmtilegi leikari.
að getur oft verið erfitt að fá tvær stórstjörnur til að vinna saman
í kvikmynd. Ef allir eiga að vera ánægðir má ekki gera upp á
milli aðalleikendanna og framleiöendur hafa oft rekið sig á hætt-
ur þess að mismuna helstu leikendum. Julia Roberts var stödd í Eng-
landi í sumar aó leika í myndinni Mary Reilly ásamt John Malkovich og
yfirmenn breska kvikmyndaversins tóku engar áhættur. Þeir höfðu hjól-
hýsi þeirra á tökustað nákvæmlega jafn stór og þeim var lagt nákvæm-
lega jafnlangt frá inngangi kvikmyndaversins. Myndin er endurgerð
myndarinnar um Dr. Jekyll og Mr. Hyde og Julia og John fengu ná-
kvæmlega jafnhá laun, 7,5 milljón dollara. Þau fengu einnig nákvæm-
lega jafnmarga flugmiða til Bandaríkjanna til að skreppa heim á milli at-
riða en það dugði þó ekki til að halda stjörnunum ánægðum. Julia var
með miklar sérþarfir og þurfti t.d. að vera á sérfæði og heimtaði einka-
bílstjóra á meóan á tökum stóð. Malkovich vildi ekki eyðileggja fyrir
framleiðendunum og þagði yfir óréttlætinu á meðan að myndin var tekin
en um leið og lokió var síðustu töku lét hann álit sitt í ljós. Fyrir framan
tökulið og leikara myndarinnar
öskraði hann á leikkonuna:
„Þú ert ofdekraður
óþekktarormur," auk
þess sem hann sór þess
eið að vinna aldrei með
henni framar.
Julia Roberts fcr
gjarnan í taugarn-
ar á mótleikurum
◄ Barabara Streisand hefur
ekki verið talin í hópi feg-
urstu kvenna í Hollywood
fram að þessu en ætlar að nota nýj-
ustu tölvutækni til að breyta því.
£eikkonan nefstóra Barbara
Streisand er loksins að fara í
nefaðgerö. Gagnger lýtaað-
gerð er næsta kænskubragð Bar-
böru í væntanlegri mynd, The
Mirror Has Two Faces, þar sem
hún mun leika aðalhutverk jafn-
framt því sem hún er framleiðandi
og leikstýra myndarinnar. Myndin
fjallar um heldur ófríða konu sem
er gift manni sem hefur ógeð á út-
liti hennar en Jeff Bridges er tal-
inn líklegur til aö leika það hlut
verk. Hennar persóna er þreytt á
litlu sjálfsáliti og fer í lýtaaðgerð
til að bæta útlitið. Leikkonan
fer þó ekki sjálf í aðgerð (þótt
mörgum finnist tími til kom-
inn) en hún neitaði að taka
þátt í myndinin ef lýtaað-
gerðin væri ekki trúanleg.
Þess vegna hefur sérhæft
tölvufyrirtæki verið ráðið
til að fríkka hana eftir aö
aðgerðin fer fram en
fyrirtæki þetta náði
mjög góðum árangri
í myndinni Forrest
Gurnp, þar sem
fráfallnir forset-
ar voru vaktir
til lífsins
með undra-
verðum
hætti.
Pamela Ander-
son hcfur heillað
margan mann-
inn upp úr skón-
um.
furgellan Pamela Ander-
son sem leikur lögulegan
strandvöró í sjónvarps-
þáttunum Baywatch segist kunna
því vel að vera álitin heimsk
ljóska. „Mér finnst þægilegt að
uppfylla ímynd hinnar heimsku
ljósku. Þá get ég ekki annað en
komið fólki á óvart með hæfileik-
um mínum,“ segir Anderson. Fyr-
ir skömmu var hún að skokka á
ströndinni í áhrifamiklu atriði í
sjónvarpsþáttunum þegar að losn-
aði um bikini hennar og öll dýróin
blasti vió samstarfsfólki, upptöku-
liði og myndavélinni, sem tók allt
saman upp á spólu. Myndir þessar
áttu ekki aó koma til birtingar en
einhverjum óprúttnum náunga
tókst aö stela spólunni og óttast
Pamela nú að myndir þessar kom-
ist í dreifingu og verói seldar á
svörtum markaði.