Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR
Miðvikudagur 14. desember 1994 - DAGUR - 3
Nýr íþróttasalur við Oddeyrarskóla að verða tilbúinn:
í notkun eftir áramót
Nýi salurinn við Oddeyrarskóla nýtist bæði sem felagsrými og íþróttasalur
og hér er unnið að lokafrágangi við salargólfið. Mynd: Robyn.
Nú er unnið að lokafrágangi við
nýjan íþróttasal við Oddeyrar-
skóla á Akureyri. Salurinn nýtist
raunar undir fleira en íþróttir,
því auk leikfimikennslu verður
þar félagsaðstaða skólans. Þá er
gert ráð fyrir að almenningi gef-
ist kostur á að leigja þar tíma til
íþróttaiðkana.
Byggingin hefur, aö sögn Ing-
ólfs Armannssonar, skóla- og
menningarfulltrúa, að mestu stað-
ist tímaáætiun, en tafir á afhend-
ingu efnis seinkuðu þó fram-
kvæmdum eitthvað. Hins vegar
verður salurinn, ásamt tilheyrandi
búningsaðstöðu og því sem til
þarf, tilbúinn til notkunar um ára-
mót. Þó heildarkostnaður liggi
ekki alveg fyrir, bendir ekkert til
annars ön hann verði innan þeirra
marka sem ráð var fyrir gert, að
sögn Ingólfs.
„Það er stefnt að því að um ein-
hverja útleigu verði að ræöa, fyrir
trimmnotkun sem passar fyrir
þessa stærð af sal, en hann er að-
eins stærri en salurinn í íþrótta-
húsinu við Laugargötu. Það verð-
ur hugsanlega auglýst mjög fljót-
lcga,“ sagði Ingólfur.
Leikfimikennsla fyrir Oddeyr-
arskóla fiyst nú úr íþróttaskemm-
unni. Fyrir nokkru síðan var talað
um að leggja jafnvel Skemmuna
af sem íþróttahús, en að sögn Ing-
ólfs er það ekki á döfinni alveg á
næstunni í þaó minnsta. HA
Hugmyndir um flutning íslenskra sjávarafurða til Akureyrar:
Gaman ef menn renna
til okkar hýru auga
- segir Benedikt Sveinsson, forstjóri
Fyrir nokkru var greint frá
þeirri hugmynd sem Jakb
Björnsson, bæjarstjóri á Akur-
eyri, kynnti á bæjarráðsfundi, að
bjóða íslenskum sjávarafurðum
að flytja starfsemi sína til Akur-
eyrar. Um er að ræða
næststærsta fyrirtæki landsins
sem velti 18,3 milljörðum árið
1993. Einnig var inni í dæminu
að Útgerðafélag Akureyringa
flytti viðskipti sín yfir til fyrir-
tækisins. Jakob Björnsson varð-
ist allara frétta af framgangi
mála þegar haft var samband
við hann fyrir helgina og Bene-
dikt Sveinsson, forstjóri ÍS,
sagði í gær að sér vitanlega hefði
ekkert nýtt komið fram.
„Þessi umræða lifnaði norður á
Akureyri, en við höfum í sjálfu sér
ekki sett okkur neitt inn í þetta eóa
tekið neina urnræðu um málið.
Vió erunt kannski svolítið eins og
„prímadonna.“ Okkur linnst gam-
an ef menn eru að renna til okkar
hýru auga og ekkert nema gott um
þaó að segja,“ sagði Benedikt.
Hjá Islenskum sjávarafurðum
vinna um 65 manns og Benedikt
sagði því ckki að neita að það
heföi komið nokkuð á starfsfólk
þegar umræðan komst skyndilega
á fiug í fjölmiðlum. „Auðvitað var
það alveg óviðbúið þessu og mik-
ið mál að þurfa að rífa sig upp og
fiytja. Þetta kom því kannski svo-
lítið eins og þruma úr heiðskíru
lofti.“
Starfscmi Islenskra sjávaraf-
urða byggist á útflutningi og
Benedikt sagói í sjálfu sér lítið til
fyrirstöðu að reka fyrirtækið nán-
ast hvar sem er á landinu. „Við
vinnum mikið af okkar verkefnum
í gegnum fjarskipti, með ferðalög-
um o.fi., en auðvitað erum við
háðir, eóa notum rnikið, þjónust-
una í kringum okkur. Það er því
efiaust margt sem kemur upp ef
menn þurfa að færa sig. Það er
líka inn í umræðunni aö við selj-
um húnæðið sem við erum í. Þar
með vissu menn að við þyrftum
að flytja og þannig spannst þetta
nú kannski upp allt saman.“ HA
Sorphirða í Svarfaðardal:
Samið við Sorptak sf.
frá komandi vori
- samingur við Gámaþjónustu Norðurlands hf. ekki endurnýjaður
Svarfaðardalshreppur hefur sagt
upp sorphirðusamningi við
Gámaþjónustu Norðurlands og
samið við Stefán Friðgeirsson á
Dalvík, sem rekur fyrirtækið
Sorptak sf. Samingurinn við
Gámaþjónustuna rennur út í vor
og tekur samningurinn við Sorp-
tak sf. því ekki gildi fyrr en að
honum liðnum. Samið er um
ákveðið verð fyrir hverja ferð en
sorpinu verður ekið til urðunar
upp á Glerárdal ofan Akureyrar.
Sorptak sf. sér nú um að hirða
allt plast frá bændum í Svarfaóar-
dal sem til fellur af heyrúllum.
Atli Friðbjömsson á Hóli, oddviti
Svarfaðardalshrepps, segir að
Gámaþjónusta Norðurlands hf.
hafi óskað el'tir samningaviðræð-
urn og rætt hafi verið við þá um
framhald viðskipta en Gámaþjón-
ustan óskaði eftir því að allt sorp
yrði sett í gáma sem staðsettir
yröu á nokkrum stöðum um Svarf-
aðardal. A það var hreppsnefnd
ckki tilbúin að sættast. I dag er
sorp sótt heim á bæi að sumarlagi
Heilsufar Eyfirðinga virðist hafa
verið svipað í nóvember og í
mánuðinum á undan, ef marka
má mánaðarlega skýrslu frá
Heilsugæslustöðinni á Akureyri
um fjölda smitsjúkdóma o.fl.
Tíðni helstu sjúkdóma er svip-
uð og í október. Talsvert miklu
færri leituðu þó til læknis vegna
cn aó vetrarlagi, frá október til
apríl/maí, hefur sorpið verið sett í
gárna og er greitt aukagjald fyrir
þá. I samningnum við Sorptak sf.
verður allt sorp sótt heima á bæi,
engir gámar verða settir niður. GG
kvefs, hálsbólgu og bronkítis, eða
490 á móti 647 í október, 30
vegna streptókokkahálsbólgu (20 í
október), 20 vegna lungnabólgu
(17 í október) og tvo hrjáði svo-
kölluð einkymingasótt. Vegna
magasjúkdóma komu 171 (148 í
október), 11 vegna kláðamaurs
(15 í október) og hlaupabólutil-
felli voru tvö. HA
Heilsufar Eyfirðinga í nóvember:
Færri með kvef
uce/rm
miÁ/u úroali
Ráöhústorgi • Sími 11837
AætEun Sæfara
um jól og áramót
Fram að jólum samkvæmt áætlun.
Milli jóla og nýárs: 28. des. 1994.
Lestað á Akureyri kl. 08.00-09.00. Farið kl. 09.00 til
Hríseyjar, Dalvt'kur og Grímseyjar. Komið til baka seint
um kvöldið.
Miðvikudágur 04. jan. 1995.
Lestað á Akureyri kl. 08.00-09.00. Farið kl. 09.00 til
Hríseyjar, Dalvíkur og Grímseyjar. Komið til baka seint
um kvöldið.
09.01.1995 samkvæmt áætlun.
Skipstjóri.