Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. desember 1994 - DAGUR - 9 inni, var nýlega sýnd í kvik- myndahúsum í Reykjavík við miklar vinsældir. Þegar Mark Sway laumast einn daginn ásamt litla bróður sínurn út í skóg fyrir utan heimili þeirra í Memphis verða þeir vitni að óhugnanlegum atburði. Maöur ek- ur bíl sínum inn í rjóður í skógin- um og hefur augljóslega í hyggju að svipta sig lífi. En áður en það gerist fær Mark að heyra hættulegt leyndarmál, sem getur kostað ma- fíubófa langa fangelsisvist. Mark er klár og úrræðagóður strákur en hann á í höggi við ofurefli liðs. Hann veit aö ef hann leysir frá skjóóunni á hann grimmilega hefnd mafíunnar vísa. Og hann þorir engum að treysta - nema lögfræðingnum sínum, henni Reggie Love - konu sem á aö baki dvöl í víti og á sér nú aðeins eitt markmið: Að vernda þá sem þurfa á hjálp að halda, þótt hún þurfi bæði að ganga á hólm við yfírvöld og glæpalýð. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi bókina sem er 262 bls. Verð kr. 2480. Óskars saga Halldórssonar - eftir Ásgeir Jakobsson Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina „Óskars saga Halldórs- sonar“ eftir Asgeir Jakobsson. Óskar Halldórsson var lands- frægur athafnamaöur og varð snemma þjóðsagnapersóna í sam- tímanum sem manngerð. Hann var margir menn í einum og engum líkur. Af honum lifa enn sögur með núlifandi mönnum og hann varð lýrirmynd Laxness að sögunni um Islandsbersa. Hann var spekúlant spekúlantanna, varð fjórum sinnum gjaldþrota, en borgaði allar sínar skuldir. 1 þeirri sögu, sem hér er sögð, kynnist lesandinn Óskari Hall- dórssyni sem garðyrkjumanni, bú- fræðingi, lifrarbræóslumanni, síld- arspekúlant, frumkvöðli að stofn- un Síldarverksmiðja ríkisins, hafnargeróarmanni, skipamiðlara, stjórnmálamanni og greinahöf- undi, heimslistarmanni og ntein- lætamanni, eiginmanni, föður og elskhuga - og loks bregður fyrir í sögunni íslandsbcrsa Laxness sem hafínn var yfír stund og stað. Bókina prýða 100 myndir. Hún er 384 bls. Verð kr. 3580. Allt um ljósmyndun Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina „Allt um ljósmynd- un“ í þýðingu Örnólfs Thorlacius. Handbók fyrir þá sem vilja taka betri myndir, eftir hinn heims- fræga ljósmyndara og kennara John Hedgecoe. Bókin er fyrir byrjendur og reynda áhugaljós- myndara. Uppistaðan í bókinni er sjötíu og eitt verkefni sem leiðir lesandann inn í heim ljósmynd- anna, allt frá undirstöðuatriðum um gcrð og verkun myndavélar- innar yfir í tækni við töku og vinnslu ljósmynda. Efninu til skýringar eru 500 ljósmyndir, þar af 400 litmyndir. Bókin er 224 blaðsíður. Verð kr. 2980. Að vera íslendingur - eftir Gylfa Þ. Gíslason Bókaútgáfan Setberg hefur gefiö út bókina „Að vera Islendingur - vegsemd þess og vandi“ eftir Gylfa Þ. Gíslason, fyrrv. ráðherra. A fimmtíu ára afmæli lýðveld- isins búa Islendingar í allt annars konar veröld en þegar lýðveldið var stofnað 1944. Nú standa Islendingar frammi fyrir nýjum vandamálum, á sviði atvinnumála, tækni og samskipta við aðrar þjóóir. Það er meiri vandi en áóur að vera Islendingur í siíkum heimi. Þennan nýja vanda þurfa allir Islendingar að skilja, sérstaklega unga fólkið. Þessi bók er ætluð ungum Is- lendingum á hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins. Bókin er 160 bls. Veró kr. 1490. Hörpuútgáfan: Dásamleg veiðidella Hörpuútgáfan a Akranesi hcfur gefíð út bókina Dásamleg veið- della, sent cr ný veiðibók eftir Eggert Skúlason, fréttamann, sem sjálfur er rnikill veiðimaður og dellukarl. Eggert hefur skráð í þessa bók tólf veiðisögur byggðar á samtölum við menn sem upp- lifðu atburðina. Sögurnar eru úr ýmsurn áttum. Stangaveiði og skotveiði koma jöfnum höndum við sögu. Lax, silungur, refur, gæs, selur, rjúpa og minkur. Veiðimennirnir eru ólíkir en sög- urnar einkennast allar af kímni og hispursleysi sem eru aðalsmerki veióimanna. Sögumcnnimir og þeir sem koma vió sögu eru nt.a.: Helgi Bjarnason, Húsavík, Palli í Veiði- húsinu Reykjavík, Ingólfur As- geirsson, Reykjavík, Ami Bald- ursson, Hafnarfirði, Bjarni Hafþór Helgason, Akureyri, Tómas Agn- arsson, Akureyri, Ólafur E. Jó- hannsson, Reykjavík, Birgir Lúð- víksson, Húsavík, Páll Magnús- son, Garðabæ, Kristján Már Unn- arsson, Reykjavík, Valgerður Baldursdóttir, Hafnarfírði og Þór- unn Alfreðsdóttir, Vökuholti. Bókin Dásamleg veiðidella er 151 bls. í stóru broti, prýdd fjölda ljósmynda, sem Gunnar Bender hafði umsjón með. Prentvinnsla var í höndum Odda hf. Iðunn: Leynifélagsbók eítir Enid Blyton Bókaútgáfan Iðunn hefur gefíð út nýja bók eftir hina sívinsælu skáldkonu Enid Blyton, höfund Ævintýrabókanna, Fimmbókanna og Ráðgátubókanna. Þetta er fimmta bókin sem út kemur hjá Iðunni um vinina í leynifélaginu Sjö saman og nefnist hún Leynifé- lagið Sjö saman gefst aldrei upp. I bókinni segir frá því þegar Pétur úthlutaði öllum krökkunum verkefnum til að æfa sig á. Þá var nú fjör - fyrir alla nema Georg greyið! Hann lenti í hræðilegum vandræðum og neyddist til að hætta í lcynifélaginu. Krakkarnir völdu sér nýjan félaga í staðinn - og svo uppgötvuðu þau leyndar- dóm sem þurfti aö rannsaka nánar. Hvcrnig í ósköpununt gat hundur gufað upp? Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi bókina sem er 85 blaðsíður, prent- uð í Prentbæ hf. Verð hennar cr 1.480 kr. Bónus-baniim - stutt spjall við Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóra í KEA-Nettó Hann leiddi KEA-Nettó til sig- urs í einu snarpasta verðstríði sem háð hefur verið á íslandi. Jóhannes í Bónus varð að játa sig sigraðan og hvarf á braut en eftir stóð Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri í KEA-Nettó, með pálmann í höndunum. Á milli þess sem hann leggur Jó- hannesa þessa heims í valinn, syngur hann sig inn í hug og hjörtu ungmeyjanna með hljóm- sveitinni Namm. Þegar Júlíus lítur til baka á rimmuna vió Bónus viðurkennir hann að verðlækkanirnar hafí far- ió út í algera vitleysu. Hann getur ekki annað en glott þegar hann rifjar upp ferð sem hann fór út í Bónus til að kanna verðlag á nokkrunt vörutegundum. Hann var nýfarinn frá Bónus nteð list- Höfundur þessarar greinar er Swdrí Skúíason, nemandi í hagnýtri fjöimiðlun við Háskóla íslands. Sindri er 27 ára og er með BA-próf í félags- og fjölmiðlafræði. Hann er borinn og bamfæddur --------------- Reykvíkingur. Júlíus viðurkennir að verðstríð KEA-Nettó og Bónuss hafi verið koinið út í algjöra vitleysu. Mynd: Sindri. ann yfír verólagningu þegar hann mundi að ein vörutegund haföi gleymst og sneri því vió. Hann rak í roga stans þegar hann kom aftur inn því þá var búió að breyta verð- inu á öllurn þeim vöruflokkum sem hann hafði verið að skoða. Júlíus er einungis 29 ára gamall en hefur þó gcgnt stöðu verslunar- stjóra innan KEA síðastliðin 8 ár. Hann hefur veriö verslunarstjóri KEA-Ncttó alveg frá byrjun. Þcg- ar Iitið er til áhugamála hans má llnna skýringuna á þessari vel- gcngni. Vinnan er þar í fyrsta sæti sem aðaláhugamál númer eitt, tvö og þrjú. Hann reynir einnig aö eyða eins miklum tíma með fjöl- skyldunni og hann getur, en Júlíus er kvæntur og tveggja barna faðir. Hann var mikió í íþróttum hér á árum áður en lætur sér nú nægja að þjálfa strákana sína í fótbolta. Stoltur faðir þar á ferð. Einnig ncfnir hann sönginn og ekki er laust við að glampi komi í augun. Júlíus starfar með hljómsveitinni Namrn á Akureyri og hafa þeir fé- lagar haft nóg að starfa á þeint vettvangi. Hann vióurkennir að oft geti vcrið erfítt að samræma áhugamálin cn þetta bjargist þó alltaf. Framundan hjá hljómsvcit- inni er hugsanlega lag á safnplötu fyrir jólin og auðvitað er stcfnt að stórri plötu í framtíðinni. Starfs- fólk lætur nijög vel af Júlíusi og Ijóst er að þar fer maður sem á framtíðina fyrir sér. Fátt gctur stöóvað Bónus-banann að minnsta kosti ckki Jóhannesar þessa heims. Húsbréfadeild Við minnum á að gjalddagi fasteignaveðbréfa er 15. desember Við viljum vekja athygli á því að gjalddagi fasteignaveðbréfa húsbréfadeildar er 15. þessa mánaðar. Það borgar sig að láta greiðslu afborgana af fasteignaveðbréfum hafa forgang. Forðist dráttarvexti! Ckjb HÚSNftÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEIID • SUÐURLANDSBRAUT U • 108 REYKJAViR • SÍMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA Flísfatnaður Úrval af fatnaöi úr flísefnuin. * Hlýjar, mjúkar, fallegar, nytsamar jólagjafir. j Verð frá kr. 400.- á lúffum og treflum. á A j Verðum í Bólumarkaðnum nk. laugardag. A * / I Saumastofan Arskógssandi j sími 61052 fyrir hádegi. Margar tegundir af sápum og baðlínum. Ilmherðatré, ilmjurtir og jólailmurinn góði í ilmjurtum, olíum, reykelsi og ilmkertum. Ýmsir hlutir hentugir til jólagjafa - kertastjakar, kerti, jólaservíettur og jólaskraut.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.