Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 17

Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 14. desember 1994 - DAGUR - 17 Bókagerðin Ararit á Akureyri: Gefiir út Orðin eftir Jean-Paul Sartre Út eru komnar æskuminningar franska rithöl'undarins J. P. Sartr- es, og nefnast þær í íslenskri þýð- ingu „Orðin“. Bókin kom út árió 1964 og var þá þýdd á fjölmargar þjóðtungur, en hefur ekki áður fengist á íslensku. Höfundur segir margt af lífi sínu á æskuárum, en leiðarstefið er tilvistarvandinn sem leitaði á hann þá. Hann lýsir kvíða sínum yfir þeirri kennd að eiga sér ekkert hlutverk í heimin- um, og hvernig hann hafi leitað staðfestu lífs síns í Guði, mönnurn og rituðu máli. Niðurstaðan varð þó sú, að ekkert tryggi honum hlutverk í lífinu fyrirfram, heldur hljóti hann að ráóa sér það sjálfur. Sú tilvistarhugsun er alkunn úr öórum ritum Sartres. Allt tengist þetta mjög kynnum höfundar af bókunt, eins og ráöa má af heiti bókarinnar og tveggja hluta henn- ar („Lesa“ og ,,Skrifa“). Ungur dvelst hann að mestu innan veggja heimilisins og kynnist veröldinni af bókunt; seinna tekst hann á við heiminn nteð því að skrifa þær sjálfur. Bókin er gefin út undir merkj- um bókagerðarinnar Ararita, Ak- ureyri. Þýðandi er Sigurjón Hall- dórsson. Notum íslenskar vörur, veitum íslenskri vinnu brautargengi TENDRE POISON

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.