Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 14. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 þess. Með samþykkt frumvarpsins yrði öllum heim- ilt að flytja inn og selja áfengi til ÁTVR, vínveit- ingahúsa, lækna og lyfsala. Fram kemur í greinar- gerð með frumvarpinu að þetta sé gert í samræmi við fyrirheit í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að draga úr ríkisumsvifum þar sem þess er kostur og vegna breyttra aðstæðna sé nú lagt til að gera þessa breytingu. Á sínum tíma hafi einkarétt- ur ríkisins verið rökstuddur með því að á þann hátt tækist að afla ríkissjóði tryggra tekna í formi vín- andagjalda og að auðveldara yrði að hafa eftirlit með innflutningnum. Telja verði að þassi rök eigi ekki við lengur því afla megi sömu tekna fyrir ríkis- sjóð með innflutningsgjöldum og sambærilegum sjóð hvor hátturinn er hafður á. “ Þó ekki sé með þessum breytingum gerð breyt- ing á smásöluverslun ÁTVR á áfengi er ástæða til að hvetja til að löggjafarvaldið fari sér að engu óðs- lega á þessari braut. Taka má undir að ríkissjóður þarf ekki að vasast i rekstri sem aðrir eru færir um en þegar kemur að áfengisinnflutningi og sölu er full þörf fyrir ríkisvaldið að hafa á þeim málum bönd. Reynslan í þeim löndum þar sem ekki er áfengiseinkasala, t.d. á Grænlandi og í Danmörku, segir skýrt og greinilega hvað getur gerst ef horfið er af þeirri braut því þessi lönd „státa" af mestu gjöldum af innlendri framleiðslu á sama hátt og tíðkist varðandi innheimtu ýmissa annarra óbeinna skatta. Einnig segir í greinargerðinni: „Jafnframt má benda á að óþarft er fyrir ríkið að vera í rekstri áfengisdrykkjunni af Norðurlöndunum. Hugsjónir um afnám ríkisrekstrar á mörgum sviðum mega ekki blinda augu stjórnvalda fyrir því að í sumum tilfellum kann slíkt að auka á vandann. Skref til frelsis á innflutningi áfengis er óæskilegt ef í kjölfarið á að fylgja afnám einkasölu áfengis. Að því hníga flest rök að slíkt er óæskilegt. LEIÐ^R! Nú hefur verið lagt fyrii Alþingi frumvarp til breyt- ingar á lögum um sölu á áfengi. Frumvarp þetta inniheldur veigamikla breytingu á því kerfi sem hér á landi hefur verið varðandi innflutning á áfengi, þ.e. að ríkið hefur haft einkarótt til innflutnings sem einkaaðilar eru færir um að leysa af hendi eða annast slíkan innflutning fyrir einkaaðila, einkum þegar haft er í huga að ekki skiptir máli fyrir ríkis- Greinargerð stjómar Loðskinns hf. Vcgna þeirrar umfjöllunar sem verið hefur að undanförnu um málefni Loðskinns hf. og Skinna- iðnaðar hf. vill stjórn Loðskinns hf. leiðrétta nokkur atriði sem þar hafa komið fram. 1. Tilboð Skinnaiðnaðar hf. vegna hugmynda um sameiningu Samkvæmt tilboði dagsettu 4. september 1994 kom fram að stjóm Skinnaiðnaðar hf. gæti sætt sig við sameiningu á eftirfarandi forsendum: a) Loðskinn hf. skyldi með aukningu hlutafjár og/eða niður- fellingu skulda lagfæra eiginfjár- stöðu fyrirtækisins um allt að kr. 65 milljónir. b) Við sameiningu, yrði að fyrra skilyrði uppfylltu, hlutur Loðskinns hf. í sameinuðu fyrir- tæki 25%. Gengið var út frá að innra virði eftir sameiningu yrði í lok árs um 180 milljónir króna. Á þcnnan hátt var því mat stjómar Skinnaiðnaðar hf. fyrir 25% (áætlað verðmæti 45 milljón- ir) þyrfti fyrst að leggja fram kr. 65 milljónir með einhverjum hætti. Þar sem stjórn Loðskinns hf. gat hvorki séö möguleika á framkvæmd tilboösins né sætt sig við slíkt mat á fyrirtækinu var til- boði þessu hafnað og óskað eftir því aó gert yröi raunhæft tilboó væri mönnum virkilega alvara í þessum málum. Nýtt tilboð barst hins vegar ekki stjórn Loðskinns hf. og var því frekari viðræóum hafnað. 2. Hagræðing í rekstri I umfjöllun er mikil áhersla lögð á þá hagræðingu sem hlytist af sam- einingu. I umræðum fyrirtækjanna var aðeins tvennt sem fram kom varðandi þessi mál: a) Vegna mikils hagnaóar á ár- inu gæti Skinnaiðnaður hf. nýtt sér skattalega ívilnun Loðskinns hf. sem á þessu ári gæti sam- kvæmt upplýsingum Skinnaiðnaó- ar hf. numið allt að 50 milljónum króna auk meira á næsta ári. b) Yfirstýring yrói sameinuö og mætti þar reikna með flutningi til Akureyrar. Onnur atriði varðandi hagræð- ingu komu ekki fram í umræðum og því ekki að fullu ljóst í hverju þær skyldu vera fólgnar. 3.20% hlutur Sláturfélags Suðurlands í Loðskinni hf. Á liðnu hausti seldi S.S. 20% hlut sinn í Loðskinni hf. til Skinnaiðn- aöar hf. sem hluta af stærri samn- ingi varðandi gærusölu. Sala þessi átti sér stað án samráðs vió aðra hluthafa Loðskinns hf. og fengu þeir því ekki á þeim tíma tækifæri til þess að neyta forkaupsréttar á þessu hlutafé. Síðan hafa hluthafar hjá Loð- skinni hf. tekið þá ákvörðun að nýta sér forkaupsrétt á þessu hlutafé á þann hátt sem lög félags- ins segja til um. Þar er um að ræóa að meta verður verðmæti þessa hlutafjár og er núverandi hluthöf- um fært að kaupa þetta hlutafé á endanlegu matsverði. Verði það mat lægra en kaupverð er ekki unnt að skoða þann mun sem yfir- borgun vegna gærukaupa. Með til- boði sínu til Loðskinns hf. hefur Skinnaiðnaður hf. lagt fram sitt mat á þessu hlutafé og því ætti að vera unnt að ganga frá þessu máli á skjótan hátt. Þaó er því ljóst að Skinnaiðnaður hf. á ekki og mun ekki eignast hlutafé í Loóskinni hf. og því ekki ráða neinu um stýringu og stjóm félagsins þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnarformanns þeirra í þá veru. Auk þess eru samningar milli S.S. og Skinna- iðnaðar hf. í þá veru að verði mat á hlutafé lægra en það sem Skinnaiðnaður hf. gaf fyrir þau ber S.S. engan skaða af því heldur kemur það í hlut Skinnaiðnaóar hf. að bera þann mun sem þar kann aó vera á milli. 4. Rekstur Loðskinns hf. vs. Skinnaiðnaðar hf. Vegna þeirrar neikvæðu ímyndar sem Skinnaiðnaður hf. hefur leit- Mér er ljúft aó verða við beiðni Hjálpræðishersins að minna fólk á jólapottana, sem eru á vegi okkar bæði í Reykjavík og á Akureyri fyrir þessi jól sem endranær. Það ætti að vera öllum Ijóst hve Hjálpræðisherinn vinnur gott og göfugt starf fyrir hina minnstu bræður og systur, sem þurfa á hjálp og náungakærleik að halda. Eitt af mörgu sem Hjálpræðis- hcrinn gerir á hverju aðfangadags- kvöldi, er að bjóöa þeim til jóla- fagnaðar í húsakynnum sínum sem einmana eða heimilislausir eru og eiga því hvorki von á húsa- skjóli eða jólagleói á þessari hátíð ast við aó draga af rekstri og stöóu Loðskinns hf. undanfarið viljum við aö eftirfarandi komi fram: a) Fjárhagsleg endurskipulagn- ing Loðskinns hf. fól í sér niður- fellingu skulda að upphæð kr. 200 milljónir auk þess sem hlutafé var aukið um kr. 50 milljónir. Að stærstum hluta voru þaó banki og sjóðir sem báru þessa niðurfell- ingu vegna skuldasamsetningar Loðskinns hf. Almennir kröfuhaf- ar felldu niður allt að 50% af kröf- um sínum. Gjaldþrot Islensks skinnaiðn- Pétur Sigurgeirsson, biskup. aðar hf. hljóðaði upp á 635 millj- ónir kr. og ekkert fékkst upp í al- mennar kröfur, 332 milljónir króna, þar á meðal kröfu frá Loð- skinni hf. aö upphæó 3 milljónir kr. b) Loðskinn hf. rekur starfsemi sína í eigin húsnæói og vélakostur sá sem notaður er við framleiðslu er eign félagsins. Skinnaiónaður hf. leigir hús- næði og vélar af Landsbanka ís- lands. Fyrir gjaldþrot voru þessar eignir metnar á um 570 milljónir ljóss og frióar. Hjálpræðsiherinn er ein af merkustu líknarstofnunum kirkj- unnar um víða veröld. En hann þarf á hjálp okkar að halda til þess að hjálpa. Ef við tökum höndum saman um að setja nokkra aura í jólapottinn, þá gerir margt smátt eitt stórt, þ.e. að í pottinum „sýð- ur“. Þaó er tilgangurinn. Gerum okkar til þess að svo megi verða. Guö blessi Hjálpræðisherinn fyrir alla hjálp til handa þeim hjálparlausu, ekki aðeins á jólum, heldur árið um kring. Guð elskar glaðan gjafara. Pétur Sigurgeirsson, biskup. króna en eru nú leigðar á um 1 milljón á mánuði. Ef miðað væri við 12% vexti væri hér um að ræða mun hærri upphæð eða 5,7 milljónir á mánuói. Stuóningur Landsbanka Islands við Skinna- iðnað verður því að teljast veru- legur. c) Rekstur Loðskinns hf. hefur gengið vel á liðnu ári og skuldir fyrirtækisins hafa lækkað verulega milli ára. Kröfuhafar fyrirtækisins hafa því notið góðs af því góðæri sem verið hefur í iðnaðinum á þessu ári. Rekstur Skinnaiðnaðar hf. hef- ur einnig gengið vel en þess ber að gæta aó kröfuhafar Islensks skinnaiðnaðar njóta á engan hátt þessa góöæris þrátt fyrir að hafa borið rekstur félagsins í gegnum mögru árin. Það er því varhugavert að bera saman rekstur þessara tveggja fyr- irtækja með beinum hætti eins og gert hefur verið að undanförnu, heldur verður einnig að skoða for- sögu málsins og þær aðferöir sem beitt hefur verið til þess aó ná þessari stöóu. Miðstöð fólks í atvinnuleit: Hjálpar- starnð á dag- skrá í dag Miðstöð fólks í atvinnuleit verð- ur með „opið hús“ í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag kl. 15-18. Rætt verður um þá miklu erfiðleika sem mörg heimili standa nú frammi fyrir og hvernig Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar reyna að bæta úr brýnasta vanda. Góðir gestir koma í heimsókn. Kaffi og brauð verður á borð- um aö vanda þátttakendum að kostnaðarlausu og dagblöðin liggja frammi. Allir eru velkomn- ir. Nánari uppl. um starf Mió- stöðvarinnar veitir umsjónarmað- ur Safnaöarheimilisins í síma 27700 milli kl. 15 og 17 á þriðju- dögum og föstudögum. Hann tek- ur einnig á móti pöntunum fyrir „Lögmannavaktina“, sem er í Safnaðarheimilinu á miðvikudög- um rnilli kl. I6.30og 18.30. Látum sjóða í jólapottunum!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.