Dagur


Dagur - 16.12.1994, Qupperneq 1

Dagur - 16.12.1994, Qupperneq 1
Tónaflóð í Skjaldarvík Sú hefð hefur skapast á undanfórnum árum að Kiwanisklúbbur- inn Kaidbakur á Akureyri í samvinnu við nemendur Tónlistar- skólans á Akureyri standi fyrir tóniistaruppákomu á dvalar- hcimilum aldraðra og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Síð- degis í gær spiluðu nemendur Tónlistarskólans fjölbreytta tónlist fyrir heimilisfólk á Vistheimilinu Skjaldarvík í Glæsibæjar; hreppi þar scm Ijósmyndari Dags tók mcðfylgjandi mynd. I kvöld kl. 19.30 taka nemendurnir lagið fyrir heimilisfólk á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri, á morgun kl. 13.30 fá sjúklingar og starfsfólk FSA að njóta tónlistarflutnings þeirra og sömulciðis verður spilað fyrir heimilisfólk á Seli. A sunnudaginn kl. 13.30 liggur leið nemenda Tónlistarskóians á Kristnesspítala þar scm spilað verður fyrir sjúklinga og starfsfólk. óþh Stofnfundur Ferðamálafélags Norðausturhornsins: Stórt svsði sem hefur mikið að bjóða - segir Stefán Jónsson, Atvinnuþróunarfélaginu Stofnfundur Ferðamálafélags Nprðausturhornsins var haldinn á Þórshöfn sl. miðviku- dagskvöld. Á fundinum voru kynnt drög að samþykktum fyr- ir félagið. Skipuð var átta manna bráðabirgðastjórn sem falið var að útfæra samþykkt- irnar fyrir febrúarlok og leggja þær fyrir fyrsta félagsfund, en til þess tíma er hægt að gerast stofnaðili. Gunnlaugur Júlíus- son, sveitarstjóri á Raufarhöfn, var kjörinn formaður bráða- birgðastjórnarinnar. Fulltrúar sveitarfélaga á svæð- inu frá Tjömesi að Hellisheiði mættu á fundinn og skiptust á skoðunum um möguleika svæóis- ins og hvernig uppbygging félags- ins mætti vera svo það yrði virkt. Líflegar umræður urðu á fundin- um og komust 18 manns á mæl- endaskrá. Stefán Jónsson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Þing- eyinga, mætti á fundinn og ræddi tengsl hins nýstofnaða félags við ferðamálafulltrúa, sem mun verða ráðinn til Atvinnuþróunarfélagsins í næstu viku. Um stöðu hans hafa borist 17 umsóknir. Stefán sagði að stofnun ferða- málafélagsins væri þarft málefni. Félagssvæóið væri stórt, með óspilltri náttúru og hefði mikið að bjóða. Alfaraleió ferðamanna hefði ekki mikið legið um þetta svæði fram aó þessu. IM Sambandsstjórn Sjómannasambandsins: Vill ekki í kjaraviðræður - önnur samtök Ijúki samningagerðinni Síðari umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar nk. þriðjudag: Framkvæmdir við Sund- laug Akureyrar í bið - víkja fyrir einsetningu grunnskólans norðan ár Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar kemur til síðari umræðu í bæjarstjórn næstkom- andi þriðjudag. Á fúndi í bæjar- ráði í gær voru lagðar fram breytingartillögur við frumvarp- ið þar sem m.a. er stefnt að 15 milljóna króna sparnaði með rekstrarhagræðingu og þær fela einnig í sér að frekari fram- kvæmdum við Sundlaug Akur- eyrar verður frestað. í tillögum frá fulltrúum minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórn er m.a. lagt til að aflað verði nýrra tekna frá Rafveitu Akureyrar og að Fram- kvæmdasjóður selji af hlutbréf- um sínum til að bæta stöðu sína. Fyrrnefndum spamaði leggur bæjarráð til að verði m.a. náó með endurskoðun á launakostnaói hjá einstökum deildum, endurskoðun nefndakerfis, endurskoðun inn- kaupa á rekstrarvörum, end- urskoðun á rekstri skóladagheim- ila og fleiru. Lögð er til hækkun skatta af fasteignum, hækkun framlags til leikskóla í einkarekstri, hækkun á launalið Tónlistarskólans og hækkun á við- haldsfé Sundlaugar Akureyrar, svo dæmi séu tekin. Af gjaldfærðri fjárfestingu renna mestir fjármunir til gatna- og holræsagerðar, eða rúmar 70 milljónir og til íþrótta- og tóm- stundamála 13,5 milljónir, þar af óskipt 10 milljónir. Hvað varðar eignfærða fjárfest- ingu, að upphæð samtals rúmar 190 milljónir króna renna mestir fjármunir til fræðslumála, 83 milljónir króna, og til Leikskólans við Kiðagil, 50 milljónir. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, og Sigurður J. Sigurðs- son, Sjálfstæðisflokki, leggja bæói fram tillögur við síðari umræðu um fjárhagsáætlun. I tillögum Sig- ríðar er lagt til að afla 16,5 millj- óna króna tekna í bæjarsjóð með 2% afgjaldi af eigin fé Rafveitu Akureyrar á næsta ári og að hækk- un veröi m.a. á framlagi til Menntasmióju kvenna, embættis jafnréttis og fræðslufulltrúa og gjald- og eignfærðra fjárfestinga vegna fræðslu-, félags- og ntenn- ingarmála. Þá leggur Sigríður til hækkun á framlagi í Fram- kvæmdasjóð upp á 10 milljónir króna og að fé verói lagt til ritunar Sögu Akureyrar. í tillögu Siguröar J. Sigurðs- sonar, Sjálfstæðisflokki er einnig lagt til að Rafveitu Akureyrar verði gert að greióa árlegt fjár- framlag sem arð af starfsemi sinni og renni það í Framkvæmdasjóð. Lagt er til að framlagið verði 20 milljónir á næsta ári. Þá leggur Sigurður til sölu á hlutabréfum Framkvæmdasjóðs fyrir allt að 100 milljónir króna til að greiða vaxtakostnað sjóðsins og lækka skuldir hans. JOH Guðmundur Örn Ingólfsson, sjávarlíffræðingur og fram- kvæmdastjóri Máka hf. á Sauð- árkóki, er nýkominn frá Frakk- landi eftir tveggja mánaða dvöl þar. Hjá Máka hf. fer fram til- raunaeldi með fisktegundina barra, sem er hlýsjávarfískur. í haust var hlutafé í Máka hf. aukið verulega, en aukningin gekk ekki sem skyldi, m.a. stóðu ekki allir við gefin loforð um aukið hlutafé eða nýtt. Félagið er nú orðið almcnningshlutafélag, rneð 12 til 13 milljóna króna hlutafé, en stærsti einstaki hluthafi er Sauðárkróksbær. Von er á 100 þúsund barrahrognum frá Frakk- landi eftir áramótin en fyrir eru í stöóinni 2.300 fískar. Fyrstu fisk- arnir koma á markaðinn á Jóns- messunni 1995, ekki mikið magn, því fiskarnir eru enn hluti af rann- sóknarverkefni vegna hlýsjávar- eldis hérlendis. Hrognin sem Iályktun sambandsstjórnar- fúndar Sjómannasambands íslands segir að þar sem kjara- samningur sá sem undirritaður var milli SSÍ og LÍÚ þann 22. september sl. var felldur af LÍÚ á þeirri forsendu að nokkur að- ildarfélög SSÍ hafí fellt hann, standa sjómenn enn sem fyrr samningslausir þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir til að ljúka mál- inu. Einstök aðildarfélög SSÍ felldu samninginn vegna óánægju með nokkur atriði hans en mest áhrif koma eftir áramótin veróa orðin söluvara eftir 20 mánuði, eða haustið 1996, en þá verður sá físk- ur um hálft kg. Þar sem ræktun barra er enn á tilraunastigi er stöð- in enn í sóttkví. Starfsmenn hjá Máka hf. eru þrír í dag, en þeim mun fjölga þegar eldið eykst, en Eldi á hlýsjávarfiskinum barra fer fram fyrir innan þcssar luktu dyr. Mynd: GG hafði þó áróður annarra samtaka sjómanna gegn samningnum. I ljósi þess telur sambandsstjórn Sjómannasambandsins rétt að þau samtök sýni nú í verki getu sína til að ljúka samningagerðinni án þátttöku Sjómannasambands ís- lands. Sambandsstjórn SSI leggur því til að SSI fari ekki í vióræður um nýjan kjarasamning að svo stöddu, en boðað verði til fundar með formönnum aðildarféiaga í janúarmánuói nk. Hvatt er til þess að sjómannafélög afli sér verk- fallsheimildar. GG ekki er þörf á rýmra húsnæði vegna starfseminnar í nánustu framtíð. GG Fyrirsjáanleg aukning í hlýsjávareldi á Sauðárkróki: Um 100 þúsund barrahrogn frá Frakklandi til landsins

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.