Dagur - 16.12.1994, Side 2

Dagur - 16.12.1994, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 16. desember 1994 FRÉTTIR Niðurgreiðsla á gömlu kjöti: Eyðileggur sölu á nýju kjöti „Lífíð er lambakjöt,“ auglýsir Garðar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Hann segir allgóða sölu í hangikjöti nú fyrir jólin, en litla sölu í lambakjöti, nema að gamalt sé. Hjá Fjallalambi eru unnin 20 ársstörf, að slátur- húsvinnunni frátalinni. Á döf- - kjöt af nýslátruðu - segir Garðar inni er þó að nýta betur húsnæði fyrirtækisins til atvinnusköpun- ar, en þar er mikil frystigeta sem ekki er nýtt til fulls. „Það er niðurgreiðsla á gamla kjötinu frá ’93 og það eyðileggur sölu á lambakjöti frá því í haust. Salan á nýju kjöti er hálfgerð rennur út og einnig hangikjöt af veturgömlu Eggertsson hjá Fjallalambi á Kópaskeri hörmung," segir Garðar. Hann segir að breyting hafi orðið síð- ustu árin, þannig að áður hafi verslanir aðallega tekið lamba- kjötið í heilum ósöguóum skrokk- um, en vilji nú nær eingöngu fá það í neytendapakkningum. „Eg óttast að lambakjötsneyslan sé að minnka og orsökin sé sú að nær Kjötiðnaðarstöð KEA: „Meiri hangikjots- sala en í fyrra“ - segir Páll Hjálmarsson, kjötmeistari „Það er glimrandi sala og meiri en í fyrra,“ sagði Páll Hjálmars- son, kjötmeistari hjá Kjötiðnað- arstöð KEA, aðspurður um hangikjötssöluna fyrir jólin. „Við seljum mikið magn af hangikjöti, þetta er fastur punktur í jólahaldinu. Fólk vill hafa kjötið eins frá ári til árs. Við reynum að anna eftirspurn, en það er tvísýnt með hvort það tekst eða ekki,“ sagði Páll. Aðspurður um sölu á jólamat sagði Páil að alltaf væri selt mest af hangikjöti, en einnig svínaham- borgarhryggur og lambahamborg- arhryggur. „Við vonumst til aó eiga nóg kjöt handa öllum og að enginn verði svangur á jólunum,“ sagði Páll. IM alltaf sé verið aó selja gamalt lambakjöt. Svo er frestað að selja kjöt af nýslátruðu þar til á næsta ári, þegar það er farið að eldast. Nú stendur yfir útsala til áramóta og nýja kjötið selst ekki á meðan. Þetta er neyðarleg staða fyrir okk- ur, því okkur hefur tekist að miða okkar sölu við framleiðsluna og höfum selt upp kjöt frá árinu áður í september. Við eigum því ekki gamalt kjöt og höfum þurft aó leysa málin meö því að kaupa gamalt kjöt af öðrum til að sinna okkar viðskiptavinum. Salan af haustslátruðu er mjög lítil fyrir vikið," sagói Garðar. Hann sagði að nýtt ófrosið kjöt seldist þó vel, en Fjallalamb hefur slátrað hálfsmánaöarlega frá því í ágúst, um 70 dilkum í senn. Kjöt- ið er aðallega selt í þremur versl- unum á Reykjavíkursvæðinu, og rennur út. Garóar sagði að vax- andi eftirspurn virtist eftir nýju ófrosnu kjöti, og það hefði vinn- inginn yfir gamla kjötið, þó það væri dýrara. Garðar sagðist giska á að hangikjötssalan fyrir jólin væri svipuð og í fyrra, en þó væri aukin sala í hangikjöti af fullorðnu. Hangikjöt af veturgömlu hefur verið markaðsett sérstaklega af Fjallalambi. Garðar sagði að gíf- urleg eftirspum væri eftir þessu kjöti og hann annaði ekki eftir- spurn þó hann hefði keypt slíkt kjöt frá öðrum húsum til að reykja. IM KEA-hangik.jötið selst vel í ár. M Kjötiðja KÞ: Onnum ekki eftir- spurn eftir hangikjöti - segir Sigmundur Hreiðarsson Bílasala • 1 Bíls isklp Iti ^mrnuÆ X"" ' M * &jl2 Toyota Corolla Touring 4x4 XLi ’92 MMC Colt GLXi EXE A/T ’92 ek. 41 MMC Pajero V-6 ’92 Super ek. 53 þ. km. V: 1.250.000,- þ. km. V: 1.020.000,- ek. 29 þ. km. V: 3.100.000,- „Hér er allt í góðu gengi, hangi- kjötið rennur út og það stefnir í að það seljist upp eins og um tvenn síðustu jól,“ sagði Sig- mundur Hreiðarsson, kjötmeist- ari hjá Kjötiðju Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavík, aðspurður um hangikjötssöluna fyrir jólin. f Sláturhúsi KÞ starfa að jafnaði 35 manns og þar hefur verið mjög mikið að gera síðan slátur- tíð lauk í haust. „Það virðist alltaf vera að fjölga þeim aðilum sem vilja fá kjöt frá okkur og því miður þurfum við að Bílaskipti Subaru Legacy GL 1800 4 d ’90 Subaru Legacy GX 2200 5 d ’90 Daihatsu Charade IX ’91 ek. 45 þ. ek. 76 þ. km. V: 1.150.000,- ABS sóll. ek. 63 þ. km. V: km. V: 650.000,- 1.600.000,- Hangikjötið rennur út, segir Sig- mundur Hreiðarsson. neita þó nokkuð mörgum verslun- um. Við emm með stóra samninga t.d. við Nóatún og Kjötbúr Péturs, og auðvitað þurfum við að eiga kjöt fyrir heimamarkaðinn," sagði Sigmundur. Framleiðslugeta Kjötiðjunnar í hangikjötsvinnslu er fullnýtt. Rætt hefur verið um að auka fram- leiðslugetuna en ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Sigmundur segir að kjötið frá þeim sé oröió þekkt vegna gæða og fólk taki ekki áhættu á að kaupa ódýrt sprautu- saltaó hangikjöt fyrir jólin. Því er hringt allsstaðar að til að biðja um Húsavíkurhangikjötið, t.d. frá Vestfjörðum og Suðurnesjum, en áhersla er lögð á að þjóna föstum viðskiptavinum. Sigmundur reiknaði með að jólamaturinn yrói hefðbundinn í ár og nefndi svínakjöt og hamborgar- hrygg. Hann sagði minna framboð af svínakjöti í ár en í fýrra. „Hangikjötssalan er komin vel af stað hjá okkur, en það er eftir gríðarlega stór vika í hangikjötinu þannig að það blasir við að þetta klárast. Það fjölgar ár frá ári þeim aóilum sem vilja hafa kjötið frá okkur í sínum verslunum og á sínu jólaborði,“ sagði Sigmundur. IM Bilasala Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga: „Það slokknar aldrei á reykofninum" - segir Guðmundur Sveinsson Isuzu Trooper 2600i 3 d. ’90 ek. MMC Colt GLi ’93 ek. 54 þ. km. 90 þ. km. V: 1.450.000,- V: 940.000,- Vantar allar tegundir bíla og vélsleða á skrá og á staðinn Opið í söludeildum 27.-30. des. frá kl. 13-17. Isuzu Pick-up bensín ’90 ek. 16 þ. km. V: 1.050.000,- H RÍLASAUNN 'öldur hf. B í L A S A L A við Hvannavelli Símar 24119 & 24170 „Þetta er í mjög hefðbundnu formi hjá okkur, það slokknar aldrei á reykofninum,“ sagði Guðmundur Sveinsson, kjöt- meistari hjá Kjötvinnslu Kaup- félags Skagfírðinga, aðspurður um hangikjötssöluna í ár. „Jólamaturinn virðist vera af- skaplega hefðbundinn hjá okkur. Þó vió séum að lauma inn nýjum vörutegundum virðist það hafa sáralítil áhrif,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að unnið væri að markaðssetningu á léttreyktu kjöti og það virtist vera heldur í sókn. Léttreyktir lambahryggir hefðu verið nokkuð ráöandi á þeim markaði en nú væri lögð áhersla á léttreykt lambalæri og sala virtist fara vaxandi. „Fyrir jólin vill fólk fá hefóbundið hangikjöt. Það virð- ist vera mjög rík hefð fyrir því sem erfitt er aó breyta, enda held ég að þetta eigi að vera svona,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist geta selt meira af hangikjötinu en afkastageta Kjötvinnslunnar gefur tilefni til. „Það þarf ekki að bjóða bækur með kjötinu svo það selj- ist,“ sagði Guðmundur. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.