Dagur - 29.12.1994, Page 4

Dagur - 29.12.1994, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 29. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI Um árabil hefur þung umræða verið uppi hér á landi um flótta fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Að sönnu hefur verið ástæða til. Sér í lagi var þessi þróun áberandi á meðan þensla ríkti í at- vinnu- og efnahagslífinu í Reykjavík en það er ekki einasta fólksflótti sem er áhyggjuefni heldur ekki síð- ur hitt að þeir sem flytja vilja frá höfuðborgarsvæðinu út á land hafa ekki úr mörgum sviðum í atvinnulífinu að velja. Allt sem hægt er að gera til fjölgunar at- vinnutækifæra, annað hvort með nýjum atvinnutæki- færum eða flutningi starfandi fyrirtækja frá höfuð- borgarsvæðinu út á land, á að skoða af fullrí alvöru. Sú hugmynd skaut upp kollinum fyrir nokkru að höfuðstöðvar íslenskra sjávarafurða hf. flyttust til Akureyrar. Hér er sannarlega ekki ráðist á gaiðinn þar sem hann er lægstur því um er að ræða eitt af stórfyrirtækjunum í landinu, fyrirtæki með fimmtíu hátekjustörf. Þó fátt hafi verið látið uppi opinberlega síðustu vilurr um þetta mál þá á það að vekja lands- byggðarfólk til umhugsunar um að fyrirtækjaflutning- ur út á land gerist ekki af sjálfu sór og gerist ekki nema fyrirtækjunum séu búin þau skilyrði að flutn- ingur og starfsemi úti á landi freisti þeirra. í Degi í gær birtist grein eftir Hólmar Svansson, rekstrarverkfræðing á Akureyri, þar sem hann fjallar um hugmyndina að flutningi íslenskra sjávarafurða til Akureyrar, áhrifin fyrir bæjarfélagið og hvað Akur- eyri hafi fyrirtæki á borð við Í.S. að bjóða. Þar er rétti- lega bent á að áhrifin má ekki aðeins mæla í þeim störfum sem flyttust til Akureyrar heldur og líka í þeim margfeldisáhrifum sem fylgja í kjölfarið. Þá seg- ir Hólmar einnig: „Síðast en ekki síst myndi bærinn losna úr ákveðinni kreppuímynd, sem hefur heltekið ibúa bæjarins og dregið þannig allan mátt úr pólit- ískri getu til endurvakningar Akureyrar. Slikt tækifæri gætí verið sameiningartáknið sem okkur hefur vantað síðustu 5-6 ár til að hrista af okkur slenið og móta stefnu og markmið fyrir þetta bæjarfélag sem hafin er yfir alla hentistefnu." Þetta atriði skiptir ekki svo htlu og heldur ekki hitt sem fram kemur í grein Hólmars um íslenskar sjávar- afurðir að málið verður að ræða á grunni sem hafinn er yfir póhtík og flokkadrætti. Þá skoðun hans er vert að taka undir að málið er alltof mikilvægt til að ein- hver stjórnmálaflokkur megi eigna sér það því málið varðar heildarhagsmuni landsbyggðarinnar og þá verður að setja í fyrirrúm. Sveitirnar þurfa að eflast innan firá „Gróðurmoldin er þjóöarinnar dýr- mætasta eign,“ sagói bóndi einn er hann var að slétta tún sitt meö frumstæðum verkfærum í byrjun aldarinnar og orð hans eru enn og verða lengi í gildi. Islenskur landbúnaður hefur lagt gildi sitt af mörkum til verðmæta- sköpunar og er lykill að umtals- verðum tekjum þjóðarbúsins, auk þess sem hann stendur vörð um ís- lenska náttúru og menningu til sveita. Arið sem nú er að kveðja okkur er að mörgu leyti eftirminnilegt og ekki hvað síst fyrir einstakt tíðarfar á liðnu sumri. Allt ó\ og dafnaði. Menn og skepnur nutu þess að lifa þá skemmtilegu daga sem margir urðu og voru þeir kvaddir meö eftirsjá. Ljós í haustmyrkrinu var aö hafa séð hve möguleikamir aukast í landinu þegar vel viðrar og ekki útilokað að nú sé þjóðin að sjá bet- ur og betur hversu mikilvægur landbúnaðurinn er þjóðinni og kemur margt til. Neytendasamtök á villi- götum - Bændur í sókn Hreinleiki landsins skapar landbún- aðinum dýrmæta möguleika á sviði vistvænna búskaparhátta betur en í þéttbýlli löndum. Athygli beinist að vaxandi magni eiturefna í matvæl- um víða um heim og algengt er að leifar finnist af lytjum. Neytendasamtökin á Islandi hafa verið órög við að berja á land- búnaðinum en lítið gert í því að benda fólki á heilbrigði afurðanna hér. Þannig hafa samtökin veikt þá trú sem hægt er að hafa á þeim, en betur og betur er að koma í Ijós gæði innlendra búvara og þegar er hafin vakning um þessi mál. Herför Alþýðuflokksins gegn bændum hefur beðið skipbrot enda ótrúlegt að allir flokksmenn hafi verið sáttir við þá stefnu sem höfð var uppi ef marka má ummæli Öss- urar Skarphéðinssonar á Alþingi í tjarveru Jóns Baldvins. I landinu býr ein samstillt þjóð þó enn séu til þeir þröngsýnu sem tala um sveitalubba og borgarpakk. Bændur buðu heim Opinn dagur hjá bændum sýndi og sannaði að áhugi þéttbýlisbúa er mikill á tilvist íslenskra sveitabýla og var það gleðiefni fyrir bænda- fólk hversu margir komu og sýndu ábúendum velvild og vinarhug. Til framtíðar þýðir það að samskipti framleiðenda og neytenda þarf að auka á marga vegu og má búast við að framhald verði á því framtaki sem hér um ræðir og reyndist vel- heppnað tilraunaverkefni. Þá gaf mikill áhugi fólks á landbúnaðar- sýningu í Eyjafirði til kynna að bú- greinin á sterk ítök í hugum þess. Ef til vill er þetta allt byrjun á veglegri endurreisn bændadagsins. Viðurkenning á möguleikum bænda á sviði landgræðslu. Bændur hafa lengi ætlað sér for- ystuhlutverk í ræktunarstarfi og sjálfbærri nýtingu gróóurs á kom- andi árum og má segja að auðir sandar og melar séu ónotaðar auð- lindir sem skapað geta möguleika þegar til lengri tíma er litið. Það að einn bóndi hafi bæði fengið land- græðsluverðlaun og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að landgræðslu á eigin jörð sýn- ir og sannar að þjóóin er að viður- kenna þekkingu og framtak bænda til þessara mála. Höfuðatriðið er auðvitað að haldið verði áfram af meiri styrk en verið hefur og bestur árangur í landgræðslu næst með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar, bæði þéttbýlisbúa og bænda. Landbúnaður eða sjálfs- þurftarbúskapur? Því miður standa margar búgreinar höllum fæti vegna lækkunar á af- urðaverði og standa framleiðendur frammi fyrir fjöldagjaldþrotum eins og t.d. í kartöflurækt. Bændur standa meira eða minna berskjald- aðir gagnvart verðsveiflum á mark- aðnum með framleiðslu sína sem þýðir að þeir fái ekki upp í fram- leiðslukostnað nema fyrir hluta, stundum aðeins lítið brot. I nágrannalöndum okkar hafa menn komið upp svonefndu lág- marksverði sem tryggir lágmarks- stöóugleika innan vissra marka. Uggvænleg þróun á kindakjöts- markaönum bendir til að þar geti skapast kartöfluástand, en þar er heimaslátrun og sala fyrir utan markaðinn ein af orsökunum. Ólík- legt má telja að ríkisvaldið sé vilj- ugt að gera nýjan búvörusamning þegar samningsaðilar fara svo á bak við kerfið sem raun ber vitni. Sauðfjárbændur þurfa að beita sér í málinu og velja um hvort þeir vilja stunda landbúnað með reisn eða vera með frumstæðar kjöt- vinnslur hver í sínu homi. Milliliðir hafa matað krókinn Tæplega verður rætt um landbúnað nema að ræða milliliðakostnaö sem í sumum tilfellum er gífurlegur. Oft hefur verið rætt um nautakjötið sem nú hefur verið í lágu verði, of háan sláturkostnað og háan vinnslukostnað við úrbeiningu. Atli Vigfússon. Þar hefur komið í Ijós að bónd- inn hefur á tuttugu mánuðum haft minna fyrir að ala og hugsa um skepnuna heldur en kjötvinnslan á þeim stutta tíma sem úrvinnsluferl- ið tekur. Annað dæmi er súrmjólkurlítri sem kostar 81 krónu út úr búð. Þar eru hlutföllin svona: Greiðsla samlags til framleióanda 27,40 kr. Smásölukostnaður 8,63 kr. Vinnsla, pökkun, heildsölukostn 35,15 kr. Virðisaukaskattur 9,82 kr. Þess skal geta að auk greiðslu samlags fær bóndinn beinar greiðslur frá ríki, misháar eftir árs- tíma og nýtingu greiðslumarks en að meðaltali 24,40 kr./líter, sem kemur fram sem bein verðlækkun til neytenda. Af þessu má ráða að kostnaður við vinnslu og pökkun er hærri en upphæð þeirrar greiðslu sem bónd- inn fær fyrir hráefnið frá samlagi, en þess skal geta að við framleiðslu á hreinni jógúrt er dæmið mun meira sláandi þar sem greiðsla samlags til bónda er kr. 4,93 per/180 cl, en vinnsla, pökkun og heildarsölukostnaður er kr. 24,31 per/180 cl eða 5 sinnum hærri. Eflaust mætti nefna mörg dæmi og það ekki einungis í landbúnað- argeiranum. Verðmyndun í landinu er orðin í meira lagi undarleg og enginn er ábyrgur. Hvar verða „Gatt- vörurnar“ til sölu? Sú staðreynd að brátt verði fluttar inn búvörur í framhaldi af Gatt- samkomulaginu er alvarlegt mál fyrir hinum almenna bónda en tím- inn er allt að því kominn. Hvort þessar vörur verða seldar í einni búð í Reykjavík eða úr einni hillu í hverju kaupfélagi skal ósagt látið, en eitt er víst að stjómvöld hafa ekkert gert til þess að kynna Herför Alþýðu- flokksins gegn bændum hefur beð- ið skipbrot enda ótrúlegt að allir flokksmenn hafi verið sáttir við þá stefnu sem höfð var uppi ef marka má ummæli Össurar Skarphéðinssonar á Alþingi í fjarveru Jóns Baldvins. framleiðendum það sem koma skal. Vonandi verður það ekki eins og þegar fullviróisréttur var settur á í mjólk og bændur þurftu að farga kúnum nýbomum eða jafnvel komnum að burði. Nei, landbúnaður verður ekki skipulagður sem atvinnuvegur með hentistefnu því það að framleiða búvörur er langt ferli þar sem þarf að sá og bíða uppskeru. Stofnum ungliðahreyfingar innan bændasamtakanna Á nýliðnum haustfundi búnaðar- sambandanna ræddu forráðamenn bændastéttarinnar um mörg athygl- isverð mál landbúnaðarins. Eitt þeirra var öldrun í stéttinni og jafn- vel atgervisflótti. Rétt er það að ungu fólki gefst lítið svigrúm á tímum samdráttar en það þarf að gera því grein fyrir að landsbyggðin getur verið eitt- hvað til þess að lifa á og lifa fyrir. Það er nauðsynlegt aö efla þekk- ingu til öflugs atvinnulífs í dreif- býlinu og leggja þannig gmnninn að nýjum möguleikum. Stofnun ungliðahreyfinga innan búnaðarsambandanna í hverju hér- aði ætti að geta orðið til þess að efla trú fólks á þær sveitir þar sem Þau ráöuneyti sem svöruðu um fjölda kvenna og karla á vegum þeirra sögðu að sem aðalmenn í opinberum nefndum og ráðum væri fjöldi kvenna og karla 2482. Frá árinu 1990 hefur orðið hreyf- ing uppá við þó hægt miói hvaó varðar jafna stöðu kynjanna því konur eru 592 eða 20,8%. Sam- kvæmt framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar frá maí 1993 var það býr, efla trú þess á sjálft sig og eigin möguleika. Það er enginn sem kemur og leysir málin með „patent“-Iausnum, heldur þarf þróunin að koma frá fólkinu sjálfu og hvert samfélag og hverja sveit þarf að byggja upp inn- an frá. „Ræktun lýðs og lands“ - orð í fullu gildi En trúin á landið og byggðimar verður aldrei fengin nema meó því að vinna markvisst að því að skapa hana og rækta frumkvæði og vilja fólks til framfara. Fjölmiðlar gera oft heldur mikið af því að tilkynna það sem miður fer og nærtækt dæmi er svæðisút- varpið sem búið er að tala um at- vinnuleysi í flestum fréttum svo ár- um skiptir. Áhrif þess em þau að ungt fólk hættir að trúa því að til sé atvinna norðan heiða rétt eins og veikur maður verður veikari ef aldrei er talað við hann um annað en hans eigin veikindi. Því miður em mörg búnaðar- og ungmennafélög við það að gefa upp öndina eða þá að starfsemi þeirra hefur einangrast við einn þátt. Hugmyndin um ræktun lýðs og lands var góð og hana þarf að hefja til vegs og virðingar á ný. Betri framtíð Áramótin eru jafnan sá tími sem margir nota til þess að horfa til baka og líka fram á veginn. Það er riauðsynlegt að ganga ætíð með drauminn um enn betri framtíð og fyllast löngun til þess að skapa ný verðmæti. Það er líklegt að landbúnaður eigi framundan góða daga ef að því er unnið, en hafa skal í huga að það gerir enginn fyrir okkur - við þurf- um sjálf að beita áhrifum okkar. Gléðilegt nýár. Atli Vigfússon. Höfundur er bóndi á Laxamýri í Suóur-Þing- eyjarsýslu og formaður Búnaóan.ambands Suó- ur-Þingeyinga. stefnt að 30% markmiði fyrir 31. desember 1996 en ekki er sýnt að þaó náist fyrr en árið 2002 með sama áframhaldi, eða eftir 8 ár. Þó hefur hlutur kvenna aukist tölu- vert í þremur ráðuneytanna, fé- lagsmálaráðuneytinu úr 22,2% í 39,9%, dómsmálaráðuneytinu úr 6,5% í 16,5% og forsætisráðu- neytinu úr 6% upp í 23,4%. MH Jafnrétti kynjanna í opinberum nefndum, ráðum og stjórnum 1994: Hlutur kvenna að aukast

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.