Dagur - 29.12.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. desember 1994 - DAGUR - 9
Þriðjudaginn 27. desember,
þriðja dag jóla, frumsýndi
Leikfélag Akureyrar jóla-
leikrit sitt, Ovæntá heimsókn, eftir
J. B., Priestley í þýðingu Guðrún-
ar J. Bachmann. Leikstjóri sýning-
arinn er Hallmar Sigurðsson, Lýs-
ing unnin af Jóhanni Bjama
Pálmasyni, tónlist eftir Lárus
Halldór Grímsson og leikmynd og
búningar verk Helgu I. Stefáns-
dóttur.
Ovænt heimsókn hefur svip-
bragð sakamálaleikrits, spennu
þess og framrás. Þegar Birling
fjölskyldan er að fagna trúlofun
dótturinnar, samruna fyrirtækja
með meiri gróóa og hagræðingu
fyrir augum og bja.rta framtíó í
vændum, ber að garði mann, sem
kollvarpar öllum kringumstæðum.
Hann rannsakar bakgrunn hvers
manns og tengir hann átakanleg-
um dauðdaga ungrar stúlku. Hann
er þó ekki venjulegur rannsóknar-
maður. Hann lítur framar öðru í
hjörtun; flettir vægðarlaust ofan af
hroka og sjálfbirgingshætti, leggur
sjálfmótað stærilæti hinna sjálf-
umglöðu í rúst og sýnir hverri per-
Leikendur í lok vei heppnaðrar frumsýningar á Óvæntri heimsókn si. þriðjudagskvöid.
Myndir: Robyn.
Óvænt heimsókn
sónu innri gerð sína. í marg-
slungnum þræði verksins vekur
höfundur í huga áhorfenda áleitn-
ar spumingar um samhengi hlut-
anna, um afleiðingar gerðanna,
um fræið, sem sáð er og sem af
sprettur greinamörg jurt; illgresi,
sem spillir og eyðileggur. Hann
beinir líka spjótum sínum að sið-
ferði samfélagsins, gerð þess og
mætum, af því að þetta yfirvegaða
verk Priestleys er ekki einungis
þrunginn og spennandi sakamála-
leikur, sem heldur áhorfendum
föngnum, heldur ekki síóur pólit-
ískt verk; reyndar samið fyrir um
hálfri öld, en enn verk, sem á er-
indi í umfjöllun sinni um mann-
legt félag, sekt þess og sakleysi.
Umbúnaður verksins; leikmynd
og búningar Helgu I. Stefánsdótt-
ur og lýsing Jóhanns Bjarna
Pálmasonar, er sérlega vel unninn.
A áhrifaríkan hátt en þó einfaldan
hefur leikmyndarhönnuðinum tek-
ist að byggja hefðarmikinn sal á
svið Samkomuhússins og gera
hann þannig úr garði, að hann
býður upp á mikla möguleika
túlkunar og hrifa. Þessir rnögu-
leikar eru undirstrikaðir og nýttir
af natni og hugkvæmni í vandaðri
lýsingu Jóhanns Bjarna. Fram
koma fagrar myndir, sem ná há-
marki í hrífandi örskotsleiftri í
leikslok rétt í þann mund, að leik-
arar eru kallaðir fram til þess að
taka á móti fagnaðarklappi áhorf-
enda.
Tónlist Lárusar Halldórs
Grímssonar er veigamikill þáttur í
yfirveguðum umbúnaöi uppsetn-
ingarinnar. Hún lætur ekki mikið
yfir sér, heldur er í bakgrunni, en,
eins og vera ber með góða leik-
hústónlist, verkar hún með því,
sem fram fer á sviðinu, fylgir því,
og byggir upp. Höfundurinn
bregður fyrir sig áhrifaríkum at-
riðum, svo sem hjartslætti, þegar
spenna eykst, risi og hnigi eftir
því, sem atburðarásin segir fyrir
um, og regnhljóði, þegar hinir
seku leitast viö að hvítþvo sig.
Inn í þennan ramma ganga
leikararnir. Þráinn Karlsson í hlut-
verki fyrirtækisrekandans, Athurs
Birlings, Sunna Borg sem kona
hans, Sybil Birling, Rósa Guðný
Þórsdóttir í hlutverki dótturinnar,
Sheilu Birlings, Dofri Hermanns-
son sem sonurinn Eric Birling,
Sigurþór A. Heimisson sem unn-
usti dótturinnar, Gerald Croft,
Bergljót Arnalds í hlutverki þjón-
ustustúlkunnar Ednu, og Arnar
Jónsson, gestaleikarinn í upp-
færslunni, í hlutverki rannsókar-
mannsins Goofle.
Það er ekki auðvelt að gera upp
á milli í frammistöðu þessa góða
liðs listamanna. Hver fyllir sitt
hlutverk af piýði. Þráni Karlssyni
bregst ekki bogalistin í sjálfbirg-
ingsskap upphafsatriðanna, vió-
leitni sinni til vamar eöa sjálfs-
upphafningu lokaatriðanna. Sunna
Borg er tiginleg í hroka sínum,
sjálfréttlætingu og afneitun þess
að eiga nokkra sök. Örlítið betur
hefói mátt huga að umskiptum
persónunnar, þegar upp fyrir
henni rennur samhengi hlutanna.
Rósa Guóný Þórsdóttir gerir vel í
gleði upphafsatrióanna, túlkun
sektar sinnar og gagnrýninni á
yfirdrepsskap hinna eldri, er að
lokum dregur. Dofri hefur ekki
gert betur í nokkru hlutverki sínu
hjá Leikfélagi Akureyrar en í
heild tekið vel unninni túlkun
sinni á hinum drykkfellda auðnu-
leysingja og liðleskju, Eric Bir-
ling. Sigurþór A. Heimisson hefur
í langflestu heildstæð tök á hinum
aðalborna, verðandi tengdasyni,
Gerald Croft, og nær verulegum
styrk í lokaatriðum verksins.
Bergljót Arnalds er prúðleg og
ekta í hinu smáa hlutverki þjón-
LEIKLIST
HAUKUR
Á6ÚSTSSON
SKRIFAR
ustustúlkunnar, sem kemur og fer
hljóólát sem skuggi. Arnar Jóns-
son er óhagganlegur og sterkur í
hlutverki rannsóknarmannsins,
sem rekur þræði fortíóarinnar og
fellir þá saman í samfellda ásök-
un, sem brýtur hvem af öðrum allt
til leiksloka.
Hlutur leikstjórans, Hallmars
Sigurðssonar, í þessari uppfærslu
er góður. Hann hefur stillt hraða
sýningarinnar á rétt tempó. Hann
teflir kyrrlátum atriðum mót öðr-
um, sem búa yfir meiri hraða.
Hann hefur skipað sviðshreyfing-
um á áhrifaríkan hátt, sett upp
stöður, sem efla verkið og skerpa
skilin i ádeilu þess, og náó í heild
að skapa ferli, sem þjónar tilgangi
jafnt spennunnar sem uppgjörsins.
Því miður fellur verkið þó lítillega
Frumsýningargestir fagna leikurum og öðrum aðstandcndum Ovæntrar
hcimsóknar.
Kjarnafæði hf.:
Ný deild sinnir veislu- og veitingaþjónustu
- rekin undir nafninu Hldhús meistarans
Innan fyrirtækisins Kjarnafæð-
is hf. á Akureyri hefur verið
stofnuð deild sem hóf starfsemi
1. desember sl. og verður rekin
undir heitinu Eldhús meistar-
ans, veislu- og veitingaþjónusta.
Um er að ræða veisluþjónustu
sem Valmundur Árnason, mat-
reiðslumeistari, veitir forstöðu.
Valmundur var áður mat-
reiðslumaður í mötuneyti Slipp-
stöðvarinnar-Odda hf. en Eld-
hús meistarans hefur tekið við
rekstri þess. Meginhluti starf-
seminnar mun þó snúast um að
annast veislur fyrir almenning
og fyrirtæki, jafnt í hcimahús-
um sem í veislusölum bæði á
Akureyri og utan bæjarins.
Valmundur sagði í samtali við
blaðið aó Kjarnafæði hafi um
nokkurt skeið annast sölu á matar-
bökkum í hádeginu til fyrirtækja
en ætli sér með þessari deild að
fara „með fullri áhöfn" í veislu-
þjónustu.
„Það má segja að starfscmi
okkar sé tvíþætt. Annars vegar er
það veisluþjónustan, þar sem við
ætlum okkur að sinna jafnt stærri
sem minni veislum, bæði á Akur-
eyri og um allt Norðurland. Þessi
þjónusta verður fjölþætt því við
komum til með að taka að okkur
veislur í heimahúsum og hjá fyrir-
tækjum en bjóða einnig upp á sali
undir veislur fyrir þá sem á þurfa
að halda. Hinn þáttur starfseminn-
ar verður hádegisverðarþjónustan
en auk mötuneytanna í hádeginu
sendum viö um 80-100 matar-
skammta í fyrirtæki út í bæ og
ætlurn okkur í framhaldinu að efla
þá þjónustu,“ segir Valmundur.
Hjá Eldhúsi meistarans starfa
nú þrír matreiðslumenn og verður
starfsemin fyrst um sinn í eldhúsi
Slippstöðvarinnar-Odda en hugað
verður að öðru húsnæði í bænum
þegar frá líður. Auk þessa nýtir
Eldhús meistarans aðstöóu
Kjarnafæðis, bæði á Akureyri og
einnig nýja aðstöðu fyrirtækisins á
Svalbarðseyri.
Valmundur segir að í veislu-
þjónustunni séu nokkrar sveiflur
eftir árstíma. Nú fyrir jólin var
rnikil eftirspurn eftir jólahlaóborð-
um og í hönd fer annatími vegna
þorrablóta, árshátíða og síðar
ferminga, þegar nær dregur vor-
inu. Valmundur segir nú þegar
byrjað að panta vegna slíkra
veislna. JÓH
í lokaatriðunum eftir að rannsókn-
armaðurinn er horfinn af vett-
vangi. Þar veróa átökin annars
eólis og fá annan svip sem ekki
hefur tekist að móta nægilega vel
til þess að alveg full samfella ná-
ist.
Það er skemmtilegt aó mega
njóta listar Arnars Jónssonar í
þessu verki. Hann gekk sín fyrstu
skref á sviði í uppfærslu Leikfé-
lags Akureyrar á Hans og Grétu í
Samkomuhúsinu fyrir fjörtíu árum
og leggur sannarlega sitt til þess
að gera þessa aðra uppfærslu
Leikfélags Akureyrar á Óvæntri
heimsókn að því áhrifamikla verki
sem hún er. Hún er á meðal þess
besta, sem undirritaður hefur séð á
sviði Samkomuhússins á Akureyri
til þessa, og mun geymast í minni
sem viðmiðun til framtíðar.
Leikfélag Dalvíkur
sýnir söngleikinn
Land míns
föður
eftir Kjartan Ragnarsson
Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir
Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil
17. sýning
fimmtud. 29. des. kl. 21
18. sýning
föstud. 30. des. kl. 21
Sýningar eru í Ungó og
hefjust kl. 21
Miðasala kl. 17-19
sýningardaga í Lambhaga,
sími 61900, og í Ungó eftir
kl. 19 fram ab sýningu
Tekið við pöntunum í
símsvara í sama númeri
allan sólarhringinn