Dagur - 29.12.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 29.12.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 29. desember 1994 Harðsnúið lið í þína þágu Flutningur grunnskólans frestast um a.m.k. eitt ár - aö mati Einars Njálssonar, formanns Eyþings og bæjarstjóra á Húsavík Sem kunnug er hefur staðið til í nokkurn tíma að sveitarfé- lögin taki að fullu yfir rekstur grunnskólans frá ríkinu þann 1. ágúst nk. Það sem bætist við er einkum laun kennara og rekstur fræðsluskrifstofu, sem er um 62% af rekstri grunnskólanna miðað við árið 1993. Mörgum þykir tíminn sem til stefnu er skammur og efast um að um- rædd dagsetnig fái staðist. Einn af þeim er Einar Njálsson, bæj- arstjóri á Húsavík og formaður Eyþings - Sambands sveitarfé- Iaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýsi- um. „Það eru mörg ef í þessu máli ennþá og yfirtaka á þessum kostn- aði sem eftir er, hangir auðvitað saman vió tilfærslu tekjustofnanna og að kjarasamningar vió kennara verði frágengnir.“ - Er raunhæft að miða við upp- haflejgu dagsetninguna? „Eg hef enga trú á að það verði búið að vinna þessa vinnu nægi- lega snemma til þess aó það geti átt sér stað. Ég tel að við séum að tala um að fresta þessu a.m.k. í eitt ár frá upphaflegu dagsetning- unni.“ - Eru menn þá almennt farnir að ganga út frá því í sinni vinnu? „Ég skal ekki segja hvað menntamálaráðherra er að hugsa í því máli, en í hugum sveitarstjórn- armanna almennt held ég að menn séu alveg orðnir klárir á því, að þessi yfirfærsla eigi sér ekki stað á næsta ári. Sveitarstjórnarmenn vilja hafa þessa tvo hluti sem ég Stúlka fyrir bíl Fjórtán ára stúlka varð fyrir bfl á mótum Bugðu- síðu og Teigasíðu á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt á slysa- deild Fjóróungssjúkrahússins á Akurcyri en samkvæmt upp- lýsingunt lögrcglunnar á Akur- eyri voru meiðsl hennar ekki talin alvarleg. óþh nefndi áðan, tilfærsu tekjustofna og samninga við kennara, alveg klára áður en yfirfærslan á sér staó,“ sagði Einar. I skýrslu sem Eyþing lét vinna kemur fram, að kostnaðarauki sveitarfélaga í kjördæminu við yfirtöku grunnskólans veröur sam- tals a.m.k. 504 milljónir kr. Eru sveitarfélögin afar misjafnlega í stakk búin til að mæta þessum kostnaðarauka og sé miðað viö að auknum kostnaði vegna yfirfærslu grunnskólans sé mætt með hækk- uðu útsvari, þyrftu heildar útsvars- tekjur sveitarfélagana í landshlut- anuni að hækka um 31,5%. HA Sjá nánar bls. 5. LiðSmenn Hjálparsvcitar skáta sýna hér brot af því sem er á boðstólnum. Úrvalið á flugeldamörkuðunum er mikið og þar ættu aliir að geta fundið citthvað við sitt hæfi. Mynd: Robyn. Flugeldamir ódýrari en í fyrra Flugeldasala er nú komin á fulla ferð og hugsa eflaust margir sér gott til glóðarinnar að fagna nýju ári á viðeigandi hátt. Á Akureyri eru stærstu flugelda- markaðirnir, líkt og undanfarin ár, á vegum Hjálparsveitar skáta og íþróttafélagsins Þórs. Þar feng- ust þær upplýsingar að talsverð verðlækkun hefur orðið á flugeld- unum frá því í fyrra, mismikil eft- ir tegundum, en algengt er að vör- ur séu 15-20% ódýrari. Flugeldasalan er sem kunnugt er ein aðal tekjulind björgunarsveit- anna og Hjálparsveit skáta er með fjóra sölustaði á Akureyri. Mesta úrvalið er í bækistöðvum sveitar- innar í Lundi við Skógarlund og á Bílasölunni Stórholti, en einnig eru söluskúrar við Hagkaup og verslun- ina Hita, Draupnisgötu 2. Fjölskyldupakkamir eru alltaf vinsælir og af þeim er hægt að fá fjórar stærðir. Sá ódýrasti kostar 1.300 kr. en sá dýrasti 6.400. Úrval- ið af öðrum vömm er einnig geysi- lega mikið. Rakettur og skotkökur em til í öllum stærðum og kostó stærstu rakettumar 3.600 og stærstu kökumar 2.200. Þess má geta að í kvöld verður glæsileg flugeldasýn- ing á vegum Hjálparsveitarinnar austan við Möl og sand. íþróttafélagið Þór er meö sína flugeldasölu í félagsheimilinu Hamri. Helgi Pálsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði að fjölskyldupíikkamir væru mjög vinsælir. Ódýrasti pakkinn er á 1.300 kr. og stærsti pakkinn kostar 5.500 kr. Síðan er að sjálfsögðu mikið úrval af skotkökum, tertum og rakettum, að ógleymdu smádót- inu. Helgi sagói söluna komna vel af stað, en þetta er í 6. sinn sem Þór er með flugeldasölu og Helgi sagði hana mikilvægan þátt í fjáröflun fé- lagsins. „Ég hvet fólk til að versla við aóila í heimabyggð og síðan vil ég minna á glæsilega flugeldasýn- ingu sem við verðum með á þrett- ándanum á árlegri þrettándagleði Þórs. Þess má geta að þeir sem versla fyrir 3.000 kr. eða meira fá mánaðarkort í líkamsræktina í Hamri í kaupbæti. Ekki amalegt til þess að ná af sér jólakílóunum. Sölustaðir hjá báðum þessum aðilum eru opnir frá kl. 10-22 í dag og á morgun og 9-16 á gamlársdag. HA Bráðabirgðatolur um mannfjölda 1. desember sl.: Kyrrstaða á Norðurlandi eystra - sláandi fækkun í Hofshreppi, Mývatnssveit og Árskógshreppi Aárinu 1994 hefur fólki fækk- að á Norðurlandi vestra um 1,4% en tala íbúa á Norðurlandi © VEÐRIÐ Samkvæmt spá Veðurstofu íslands verður nokkuð hvöss norðanátt í dag og éljagangur um norðanvert landiö. Ekki ósvipaðan „matseðil" er boðió upp á á morgun - frost verður á bil- inu 2-6 stig. Horfur eru á góðu áramótaveðri. Spáð er hægri, breytilegri átt á gaml- ársdag og nýársdag. Frost veróur 0-3 stig. eystra stendur nánast í stað, Qölgunin er 0,1%. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hag- stofu íslands um mannfjölda á landinu 1. desember sl. Samkvæmt þessum bráða- birgðatölum Hagstofunnar var mannfjöldi á landinu 266.786, þar af voru karlar 133.784 en konur 133.002. Fjölgun frá árinu 1993 er 0,7% og hefur þessi tala á lýðveld- istímanum sjaldan verið lægri. Það er aðeins á árunum 1969-1970, 1977 og 1985 sem íbúafjölgun var jafnlítil eða minni. Hagstofan segir að svo virðist sem tala aðfluttra til landsins verði um 850 lægri en tala brottfluttra, en tala fæddra 2.700 hærri en tala dá- inna. Líklegt er að sem næst 4.450 böm fæðist á árinu og um 1.750 manns deyi. Bamsfæðingar verða nær örugglega færri á þessu ári en því síðasta. Til landsins flytjast um 2.700 manns en frá því um 3.550 manns. Norðurland vestra Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar em íbúar á Norðurlandi vestra nú 514 færri en árið 1985. Á Skagaströnd og Sauðárkróki varð óvemleg fjölgun en annars fækkaði fólki, mest á Siglufirði um 2,6%. Ibúar þar em nú 1.734 en þegar þeir vom flestir, árið 1948, voru þeir 3.103. Á Blönduósi og Hvammstanga hefur fólki fækkað á þessu ári um 2%. Annars staðar á landssvæðinu hefur fólki fækkað um 15% á liðnum áratug. Norðurland eystra Fólki hefur fjölgað lítillega á Norð- urlandi eystra á árinu en fólksfækk- un hefur haldið áfram í strjálbýlis- sveitarfélögum. Á Þórshöfn fjölg- aði um 5,6% og á Akureyri um 0,8%. Fólksfjöldi stóð í stað í Ól- afsfirði og á Húsavík og í Eyja- fjarðarsveit en á Dalvík fækkað um 1,6%. Mikil fólksfækkun heldur áfram í Grýtubakkahreppi og Skútustaðahreppi. I Árskógshreppi hefur íbúum fækkað um 7% á ár- inu. óþh Sjá nánar á blaösíðu 2. Sjómannafélag Eyjafjaröar: Krefst bóta vegnaof langrar útiveru Stokksness EA Síðasti veiðitúr togarans Stokksness EA-410, eign Stokksness hf. í Reykjavtk, sem er í eigu Matvælaiðjunn- ar Strýtu hf. á Akureyri, Sölt- unarfélags Dalvíkur hf. og Samherja hf, á Akureyri, stóð frá 19. nóvember sl. til 22. desember sl. en samkvæmt kjarasamningum átti skipið að vera inni í síðasta lagi 20. desember. Skipið var á rækjuveiðum og er aflinn ís- aður um borð. Sjómannafélag Eyjafjarðar lagi fram kröfu um bætur sem byggist á því að í kjarasamn- ingum segir að vegna brota á samingi beri útgeróinni að greióa sekt í félagssjóð við- komandi sjómannafclags. Krafa sjómannafélagsins hljóð- ar upp á kr. 248.080, en ef út- geröin neitar aó greióa kröfuna mun krafan afhent lögmanni félagsins til innheimtu. I kröf- unni var Stokksnesi hf. gefinn frcstur til dagsins í dag aó greiða kröfuna. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., og jafnframt Stokksness hf„ segir að frcsturinn hafi ver- ið framlcngdur fram yfir ára- niót og þá verði sest niður og rætt við forsvarsmenn Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. GG INNANHUSS- 10 lítrar frá kr. 3.990,- 0KAUPLAND HF. Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 RAFTÆKI í MIKLU ÚRVALI Vöfflujárn frá 4.880,- Kaffivél frá 2470,- 0 KAUPLAND HF. Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.