Dagur - 29.12.1994, Síða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 29. desember 1994
ffí fréttum var þetta helst"
- stiklað á stóru um poppviðburði ársins 1994
Nú í árslok er ekki úr vegi, svona til gamans,
að drepa á nokkra af þeim viðburðum sem áttu
sér stað í popp- og rokkheiminum árið 1994.
Eins og gefur að skilja, er af svo miklu að taka
að ekki er hægt að nefna nema örfá atriði og
kannski gleymist eitthvað líka, sem að ósekju
ætti að vera í stað annars. En það verður þá
bara að hafa það, þó vonandi valdi það engum
leiðindum. Notar umsjónarmaður hér síðan
tækifærið og óskar lesendum gleðilegs nýárs.
JANUAR
- Björk Guðmundsdóttir hclt upp-
teknum hætti frá liðnu ári, að sópa
að sér viðurkenningum. Lesendur
hins virta popprits Melody maker
völdu Björku tóniistarkonu ársins
1993 og kusu jafnframt myndbandið
við lagið hennar Human behaviour,
það besta á árinu. Þetta reyndiist
vera fyrirboði frekari afreka hjá
söngkonunni „okkar“. Átti Björk síð-
an samkvæmt lista MM, best seldu
„óháðu“ plötuna 1993, Debut.
- Ensku þungarokkaramir vin-
sælu í Iron maiden, staðfestu loks
það sem lengi hafði legið í loftinu,
aó Blaze Bayley, áður söngvari í
Wolfsbane, yrði eftirmaður Bruce
Dickinsons í hljómsveitinni.
- Gítarleikari Faith no m more,
bandarísku sveitarinnar sérstöku, Jim
Martin, var að undangengnum
vangaveltum, rekinn úr hljómsveit-
inni.
- Harry Nilson söngvari og höf-
undur vinsælla laga á borð við Ev-
erybody’s talking og Without you,
andaðist um miðjan mánuðinn, tæp-
lega 53 ára að aldri.
- Eftirlifandi Bítlamir þrír, Ge-
orge, Paul og Ringo, neituðu sögu-
sögnum um að þeir ætli að koma
fram aftur sem Bítlamir. Hins vegar
komu þeir saman í hljóðveri til að
vinna efni fyrir heimildarmyndina
The long and winding road.
- Markverðar plötur sem litu
dagsins ljós í mánuöinum voru m.a.
Jar of flies með Alice in chains, Hips
and makers með Kristin Hersh, An-
tenna með ZZ top, Under the pink
með Tori amos, Whiskey for the
holy ghost með söngvara Screaming
trees, Mark Lanegan, og
dansplötumar, D:ream on volume
one með D:ream og Dubnobass-
withmyheadman með Underworld.
- Hér heima á Fróni gerðist það
m.a. í ársbyrjun að Sigga Beinteins
kom fram með nýja hljómsveit, sem
síðar fékk nafnið Nl+. Verslunar-
skólanemar fmmsýndu Jesus Christ
Superstar og birt var yfirlit yfir best
seldu íslensku plötumar frá liðnu ári.
Þar tróndu Kiddi Konn og Bubbi á
toppnum í 1. og 2. sæti.
FEBRÚAR
- Sá poppviðburður sem íslending-
um finnst örugglega vera merkileg-
astur frá árinu 1994, átti sér stað að
kvöldi hins 14. Björk stal þá senunni
við afhendingu bresku poppverð-
launanna og hlaut bæði þau verðlaun
sem hún var tilnefnd til, sem besta
alþjóðlega söngkonan og skærasta
alþjóðlega nýstimið.
- Alvaran, ný hljómsveit með
Grétar Örvarsson í fararbroddi, kom
fram í dagsljósið undir nafninu A*l-
varan. Bæði Alvaran og Nl+, hljóm-
sveit Sigríðar Beinteinsdóttur, áttu
svo lög á safnplötum sumarsins, en
lögðust síðan af með haustinu.
- Árið virtist ætla að fara vel af
stað hjá Seattlerokkrisunum í Nir-
vana. Miðar seldust upp á örskömm-
um tíma á fyrirhugaóa tónleikaröó
hljómsveitarinnar í Bretlandi og
ákveðið var í byrjun mánaðarins, að
hún verói í fararbroddi í Lollap-
alooza tónleikaferóinni miklu um
Bandaríkin um sumarið. Annað verra
átti hins vegar eftir að koma á dag-
inn.
- Meðal góðra platna sem út
komu í mánuðinum voru Troubleg-
um með Therapy?, Tiger bay með
Saint Etienne, Brave með Marillion,
Kerbdog með samnefndri nýrri sveit
frá Leeds, Gct a lilife með löndum
Therapy?, Stiff little fingers og
Gauragangur, plata með tónlistinni
úr samnefndu leikriti eftir Ólaf Hauk
Símonarson, samin og flutt af Ný
dönsk.
- Doningtonrokkhátíðin fræga
kom úr eins árs fríi og var ákveðið
að hún yrði í byrjun júní. Aðalhljóm-
sveit var þegar ákveðin Aerosmith.
Raunin varð sú að hátíðin tókst mjög
vel.
MARS
- Kurt Cobain leiðtogi Nirvana
reyndi að taka líf sitt á hóteli í Róm
að morgni fjórða dags mánaóarins.
Lífi hans var naumlega bjargað og
ekki er vitað betur en allt hafi verið
gert til að hjálpa honum á réttan kjöl
í framhaldinu. En...
- Mötley crue, ein af stærstu
sveitunum í bandaríska rokkinu,
sendi frá sér nýja samnefnda plötu,
sem miklu var búist við af. Hún fór
líka vel af stað í sölunni, en það
reyndist skammgóður vermir. Datt
salan fljótlega niður og tónleikaferð
til aó fylgja henni eftir fór líka í
vaskinn. Þetta leiddi síðan til þess að
útgáfufyrirtækið Elektra lét sveitina
„flakka" nú í árslok.
- Bubbi Morthens boðaði að
næsta plata, sem koma ætti út síóar á
árinu verði rapp- og reggaeplata.
- Fyrstu merki um að íslensk vor-
útgáfa væri í nánd voru nokkrar
safnútgáfur, m.a. Reif í tólið og
Heyrðu aftur.
- Sögusagnir um endurkomu
Zeppelin komust enn á ný á kreik. í
þetta sinn reyndist sá fótur fyrir þeim
að þeir Plant og Page hófu samstarf
að nýju. Utkoman varð sú að platan
No quarter kom frá þeim undir lok
ársins. Fékk hún ágætis viðtökur.
- I lok mánaðarins sigruðu ný-
bylgjustrákamir í Maus í Músíktil-
raunum Tónabæjar.
- Plötur mánaðarins voru margar
hverjar ekki af verri endanum og
sumar með þeim bestu sem út komu
á árinu s.s. Superunknown með So-
undgarden, Brutal youth með Elvis
Costello and the attractions, Vaux-
hall and I með Morrissey, Mellow
God með Beck, Give out but don’t
give up með Primal scream, Com-
forter meó One little indiansveitinni
Compulsion The downward spiral
með Ninc inch nails, Far beyond dri-
ven með Pantera og August and ev-
erything after með óþekktri sveit,
Counting crows. Hún varö það hins
vegar ekki lengi og platan telst vera
mcð þeim athyglisverðari frá nýlið-
um á árinu.
APRÍL
- Kurt Cobain steig skrefið til fulls
og svipti sig lífi meó því aó skjóta
sig í höfuðið með haglabyssu. I kjöl-
farið fór rokkheimurinn á hvolf og er
vart ennþá nú í árslok búinn að jafna
sig. Meðal annars fékk dauði Coba-
ins svo mjög á söngvara Pearl jam,
Eddie Vedder, að hann lýsti því yfir
á tónleikum skömmu eftir voða-
verknaðinn, aö þetta gæti orðið hans
síðasta á sviði. Kappinn jafnaði sig
þó fljótlega og hélt áfram af fullum
krafti.
-1 Bretlandi töldu menn að í upp-
siglingu væri nýtt pönktímabil, sér-
staklega með tilliti til sveitarinnar
SMASH. Eitthvað varð þó minna úr
því á árinu, en í Bandaríkjunum varö
hins vegar aldeilis pönksprenging
með sveitum á borð við Green day
og Offspring, sem seldu plötur sínar
flestum að óvörum í milljónum ein-
taka á árinu.
- 25 árum eftir að Woodstock
tónlistarhátíðin skók heimsbyggðina,
þótti mönnum kominn tími til aö
endurtaka leikinn. Raunar voru fleiri
en einn aóili um hituna, en svo fór
að sú sem með réttu kallast Wood-
stock 2 og haldin var í fyrra hluta
ágúst, heppnaðist mjög vel.
- Ein plata öðrum fremur vakti
athygli í útgáfu mánaðarins, the di-
vision bell með rokkjörlunum í Pink
Floyd. Fóru Dave Gilmour og félag-
ar mikla sigurför um heiminn með
plötuna. Aðrar sem nefna má eru
m.a. Let love in með Nick Cave,
Parklife með Blur, Crash boom bang
með Roxette, Our town, safnplötu og
jafnframt svanasöng hinnar skosku
Deacon blue, How to make frien
með Terrorvision, A night in San
Fransisco með Van Morrison og
Blues með Jimi Hendrix.
MAÍ
- Rokkfyrirbærið Þrettán, öðru nafni
Hallur Ingólfsson og fylginautar,
sendu frá sér verkið Salt, föstudag-
inn 13. maí.
- Óþekktir kanadískir kráarraul-
arar kváðu sér hljóðs, en sögðu þó
ekki meira en Mmm, mmm, mmm,
mmm til að byrja með. Það dugði
hins vegar meira en nóg til að afla
þeim gríðarlegra vinsælda og gera þá
að nýliðum ársins meó aðra plötuna
sína, God shuffled his feet. Sveitin er
Crash test dummies.
- Rokkrisamir í Whitesnake
snéru aftur með nýjan gítarleikara,
Warren De Martini, í stað Steve Vai.
Safnplata með vinsælustu lögum
þeirra var síðan gefin út um sumarið,
sem fékk þokkalegar viðtökur. Ný
plata mun vera væntanleg frá „Is-
landsvinunum" á nýju ári.
- Plötur sem vöktu athygli eru
m.a. samnefnd með Dos pilas, Aro-
und the next dream, með BBM, Jack
Bruce og Ginger Baker úr Cream
sálugu og Gary Moore, Strange ple-
asure með Texasblúsrokkaranum
Jimmy Vaughan, I say, I say, I say
með Erasure og Last of the indepen-
dents með Chrissie Hynde og Preten-
ders.
JÚNÍ
- Pláhnetan gaf út sína aðra plötu á
fyrsta degi mánaðarins. Hún vakti
einna mesta athygli fyrir útlitið, með
meðlimi sveitarinnar vafða inn í
plast. Plast er einmitt heiti verksins
og markaði upphafið af miklu út-
gáfuflóði í lýðveldisafmælismánuð-
inum. íslandslög 2 og íslandsklukkur
eru dæmi um plötur sem koma út
með beinni skírskotun til tímamót-
anna, en einnig sáu dagsins ljós í
mánuðinum tvær af vinsælli plötum
ársins. Æöi með Vinum vors og
blóma og Milljón á mann með Páli
Óskari og Milljónamæringunum.
- Ham, ein fræknasta rokksveit
landsins, söng sitt síðasta þann 4. á
tónleikum í Tunglinu.
- Listahátíð var haldin í Reykja-
vík og á hana komu bresku sveitimar
Underworld og Saint etienne og
héldu ágætistónleika. Einn af há-
punktunum á hátíðinni voru tví-
mælalaust tónleikar Bjarkar á bar-
áttudegi kvenna, þann 19. Þar gerði
hún sér m.a. lítið fyrir og söng allt á
íslensku við mikla hrifningu.
- í Noregi var leitt til lykta eitt af
skugglegri málum sem tengst hafa
rokkinu á seinni árum, þegar djöfla-
rokkarinn Oysten Arseth var dæmd-
ur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa myrt
annan slíkan og keppinaut í kvenna-
málum, Varg Vikerness árið 1993.
- Plötur sem settu svip voru m.a.
Thc last temptation með Alice Coo-
per, Real things með dansdúóinu 2
unlimeted, Purple með Stone temple
pilots A date with the smitereens,
Pomme Fritz með sveitinni The orb
og samnefnd plata meö Edie Reader.
- Kristen Pfaff bassaleikari í
Hole, sveit Courtney Love, ekkju
Kurts Cobain, svipti sig lífi röskum
tveimur mánuðum eftir dauða Coba-
ins. Var hún ein nánasta vinkona Lo-
ve.
JÚLÍ
- Guns n’ roses komust enn eina
ferðina í lréttimar og að venju var
það ekki komið til af góðu. Virtist
hreinlega upplausn ríkja í sveitinni,
sem m.a. birtist í því að Axl Rose
söngvari rak hinn tiltölulega nýtil-
komna gítarleikara Gilby Clarke,
10 bestu íslensku plötur
ársins 1994
1. Æ ...........................................Unun
2. Salt .........................................Xlll
3. Klæóskeri keisarans ...........................Kol
4. Kynjasögur .....................Kolrassa krókríðandi
5. Fuzz ..................................Jet black Joe
6. Allar kenningar heimsins ......................Maus
7. Spilaöu lagið ............................Mannakom
8. Dos pilas ................................Dos pilas
9. 3 heimar ...........................Bubbi Morthens:
10. BJF......................Bjöm Jörundur Friðbjörnsson
Efnilegastar: Maus, Unun.
10 bestu erlendu plötur
ársins 1994:
1. Superunknown ........................Soundgarden
2. Troublegum .............................Thcrapy?
3. Slippin’ in ..........................Buddy Guy
4. Monster .....................................REM
5. Vitalogy ............................. Pearljam
6. From the cradle.......................Eric Clapton
7. Neil Young & Crazy horse ........Slecps with angels
8. Strang pleasurc ..................Jimmie Vaughan
9. Dulcinea .....................Toad the wet sprocket
10. Hips and makers .....................Kritin Hersh
Ömurlegasti viðburður ársins. Sjálfsvíg Kurts Cobain.