Dagur - 03.01.1995, Page 1
78. árg. Akureyri, þriðjudagur 3. janúar 1995 í. töiublað
PEYSUR
SKYRTUR
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Atvinnuleysi á Akureyri í ársbyrjun:
Talsvert minna en
á sama tíma í fvrra
Um áramótin, eða í lok des-
ember, voru 590 manns
skráðir atvinnulausir hjá Vinnu-
miðluninni á Akureyri. Atvinnu-
lausum hefur Qölgað um 108 frá
síðustu mánaðamótum. Þessi
Friðsöm áramót
á Norðurlandi
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Blönduósi,
Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafs-
firði og Dalvík voru áramótin
óhappalaus og friðsöm. Lögregl-
an á Akureyri lét einnig vel af
áramótahelginni, sem var að
þeirra sögn rétt eins og hver
önnur helgi hvað löggæsluna
varðaði. Þó skemmtu bæjarbúar
og gestir þeirra sér heldur lengur
fram á morgun en almennt er
um helgar.
Fimm manns fengu að gista í
fangageymslum lögreglunnar á
Akureyri vegna óspekta og ölvun-
ar og tveir ökumenn voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur, ein
rúða var brotin í miðbænum. Eng-
inn þurfti aó leita til slysadeildar
Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri
vegna óhappa af völdum ilugelda
eða blysa á nýársnótt.
Mikill fjöldi Akureyringa sótti
brennu Ferðaklúbbsins 4x4 og
Hjálparsveitar skáta við Réttar-
hvamm á gamlárskvöld. Umsjón-
armenn brennunnar vildu koma á
framfæri þakklæti til karlakórsfé-
laga sem tóku lagið við brennuna
og til fyrirtækja sem styrktu flug-
eldasýninguna sem þar var. KLJ
Slökkvilið Akureyrar:
Brunaútköllum
fjölgaöi
Aárinu 1994 voru 73 útköll
hjá Slökkviliði Akureyrar
en þau voru 67 árið áður. Af
þessum 73 útköllum voru 11
utanbæjar en árið 1993 voru 5
útköll utanbæjar. Alls voru 27
útköll án elds en 46 þar sem um
eld var að ræða. Flest eru útköll-
in á tímabilinu kl. 18-21 eða 11
og kl. 15-18 eða 10.
Stærstu brunatjónin á árinu
voru þegar íbúð í Brekkugötu 7
skemmdist af eldi þann 27. sept-
ember og þegar íbúðarhúsió
Hraunholt 6 skemmdist í eldi þann
29. desember sl. Ekkert manntjón
varð í bruna á svæði slökkviliðs-
ins. Þetta kemur fram í yfirliti frá
Tómasi Búa Böövarssyni,
slökkviliðsstjóra á Akureyri.
Sjúkraútköll voru 1135 á árinu
1994 þar af 203 utanbæjar en voru
1086, þar af 196 utanbæjar, árið
áður. Af þessum 1135 sjúkraút-
köllum voru 225 bráóatilfelli. 36
sjúkratúrar voru yfir 50 km að
lengd, þar af 18 yfir 100 km. Alls
60 sjúkraflutningar fóru fram á
varabílnum, á meðan hinn var
upptekinn í öðrum sjúkraflutningi,
en hann er ekki mannaður föstum
mönnum. KK
tala er þó talsvert lægri en á
sama tíma í fyrra þegar 728
voru án atvinnu. Ef árin tvö eru
borin saman kemur í ljós að um
mánaðamótin nóv.-des. var fjöldi
atvinnulausra svipaður 1993 og
1994. í desember 1993 fjölgaði
hins vegar atvinnulausum um
ríflega 260 en um 108 nú, sem
fyrr segir.
Alls voru atvinnuleysisdagar á
Akureyri 11.771 í síðasta mánuði,
6.899 hjá körlum og 4.872 hjá
konum. Af þeim 590 sem voru á
atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins
voru 340 karla en 250 konur og
atvinnuleysið því meira hjá körl-
um, ef marka má þessar tölur.
Verkafólk er lang fjölmennasti
hópurinn, en 159 verkamenn voru
á skrá og 139 verkakonur. Versl-
unarfólk er næst fjölmennast, 89
voru á skrá.
Líkt og um sama leyti í fyrra
var starfsfólk Útgeróarfélags Ak-
ureyringa að láta skrá sig atvinnu-
laust í gær. Þar er um að ræöa um
200 manns sem verða á atvinnu-
leysisskrá þar til vinnsla hefst aft-
ur í frystihúsinu, en fyrsti togarinn
fór til veiða aðfaranótt 2. janúar.
Er starfsfólk ÚA ekki reiknað með
í þeim tölum sem raktar voru hér
að framan. HA
Fyrsti Norðlendingur ársins var ekki allt of hrifinn af því að að Iáta mynda sig. A myndinni er hann mcð foreldrum
sínum, Margréti Baidvinsdóttur og Axel Gunnari Vatnsdai og stóru systur, Karen Hrönn, scm cr iiðlcga tveggja ára,
fædd 29. ágúst 1992. Mynd: Robyn
Norðurland:
Akureyringur fyrsta barn ársins
Fyrsta barn ársins á Norður-
Iandi fæddist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri að
morgni 2. janúar kl. 05.02. Það
var drengur, sem vó 3850
grömm, eða 15,5 merkur, og var
53 cm langur. Foreldrar hans
eru Margrét Baldvinsdóttir og
Axel Gunnar Vatnsdal til heim-
ilis að Melasíðu 1 á Akureyri.
Klukkan 14.20 í gær fæddist
svo annaó barnið á Noróurlandi á
þessu ári. Það var sveinbam, sem
sá dagsins ljós á Sjúkrahúsinu á
Húsavík. Drengurinn var 3350
grömm, eða 13,5 merkur og 51
cm á lengd. Foreldrar hans eru
Húsvíkingar, Anna Soffía Hall-
dórsdóttir og Pctur Guðni Péturs-
son. GG
Fæðingum fjölgaði á norðlenskum sjúkrahúsum milli áranna 1993/1994:
Nær sex tuglr fæðinga á Húsavík
Aárinu 1994 fæddust 415
börn á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri, 210 sveinbörn og
205 meybörn. Það er töluverð
Qölgun frá árinu 1993, en þá
fæddust á FSA 390 börn, en
heldur færra en 1992, en þá
fæddust 424 börn. Átta tvíbura-
fæðingar voru á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á árinu 1994.
Á Sjúkrahúsinu á Húsavík
fæddust 58 börn á árinu, 25 svein-
börn og 33 meybörn, sem er 50%
aukning milli ára, en á árinu 1993
fæddust 39 börn á Húsavík.
Á Sauðárkróki fæddust 42 börn
á sl. ári, 21 drengur og 22 stúlkur
sem er töluveró fækkun milli ára,
en á árinu 1993 fæddust þar 72
börn, 31 drengur og 41 stúlka. Ein
tvíburafæðing var á Sjúkrahúsinu
á Sauðárkróki.
Á Sjúkrahúsinu á Blönduósi
fæddust 25 börn á árinu, 14 dreng-
ir og 11 stúlkur. Á árinu 1993
voru fæóingar þar 30 og 22 á ár-
inu 1992.
Á Sjúkrahúsinu á Siglufirði
fæddist 21 barn á sl ári, 12 svein-
böm og 9 meybörn. Þaó er eilítil
fjölgun, því á árinu 1993 fæddust
þar 17 börn.
Eðlilega er hér ekki um heild-
artölu fæddra Norðlendinga á ár-
inu 1994 að ræða. M.a. sækjast
sængurkonur í Vestur-Húnavatns-
sýslu nokkuö eftir því að fæða
börnin á Sjúkrahúsinu á Akranesi
og eitthvað er um fæðingar í
Reykjavík og víðar. í Reykjavík
fæddust tvennir þríburar sem ann-
ars vegar búa á Húsavík, þeir Arn-
ar Már, Sævar Guðmundur og
Gunnar Jón, og svo hins vegar
Akureyringarnir Hafsteinn, Hauk-
ur og Hinrik. GG
Flugeldasala með besta móti
Svo virðist sem flugeldasala
hafi verið með líflegasta móti
fyrir þessi áramót, í það minnsta
á Akureyri. Stærstu söluaðilarn-
ir voru íþróttafélagið Þór og
Hjálparsveit skáta og á báðum
stöðum voru menn ágætlega
sáttir við afraksturinn.
Helgi Pálsson, framkvæmda-
stjóri Þórs, sagði söluna hafa
gengið ljómandi vel og hún hafí
verið mun meiri en í fyrra. „Þaö
seldist tvisvar upp hjá okkur. Dag-
inn fyrir gamlársdag var allt búið
og um nóttina fengum við viðbót-
arsendingu frá Reykjavík meó
leigbíl og hún seldist öll.“ Helgi
sagðist ekki hafa skýringar á reið-
um höndum með hvað skýrði
aukna sölu nú en vafalaust hafi
margt hjálpast að. Þór bauð upp á
nýtt kortatímabil og auk þess
fengu þeir sem keyptu fyrir 3.000
kr. eða meira, frítt kort í Iíkams-
rækt. Þaö sagði Helgi að mjög
margir hefðu nýtt sér. „Við veró-
um síðan að fá meiri flugelda fyrir
þrettándagleðina okkar,“ sagði
Helgi.
Magnús V. Amarson, sveitar-
foringi í Hjálparsveit skáta á Ak-
ureyri, sagói söluna hafa verið
svipaða í magni og í fyrra, en
minni í krónum talið vegna verð-
lækkunar. „Heilt yfir erum við
ekkert óánægðir. Mér sýnist þetta
vera svipað og í meðalári og við
virðumst ekki hafa misst neina
markaðshlutdeild."
Flugeldasalan er ein megin
tekuöflunarleið hjálparsveitarinnar
og sagði Magnús að um 65% af
tekjunum á hverju ári kæmu frá
hcnni. Hlutur flugeldasölunnar
sem fjáröflunarleiðar hefur þó aó
hans sögn minnkað á undanföm-
um árum, vegna aukinnar sam-
keppni o.fl. „Meðan við vorum
cinir á markaðinum dugði Uug-
eldasalan okkur, en nú gerir hún
það ekki. Við erum samt alveg
sæmilega sáttir við okkar hlut og
sjáum fram á að geta staðið við
þær skuldbindingar sem við ré-
umst í á árinu og rekið sveitina,“
sagði Magnús. HA
Bréf í Skagstrend
ingi hf. vinsæl
Hlutabréf voru seld á Verð-
bréfaþingi í síðustu viku
fyrir 326 milljónir króna. Af
fjórum norðlenskum fyrirtækj-
um á Verðbréfaþingi var mest
selt í Skagstrendingi en taka
skal fram að sala í útboðum
Hlutabréfasjóðs Norðurlands og
KEA eru ekki skráð á þingið.
I yfirliti um söluna á Veró-
bréfaþinginu má sjá að bréf seld-
ust í Skagstrendingi hf. fyrir 22
milljónir króna, í Útgeróarfélagi
Akureyringa hf. fyrir 14 milljónir,
í Þormóði ramma hf. fyrir 9 millj-
ónir og í Sæplasti hf. fyrir 4,4
milljónir króna.
Eftirtektarvert er að í þessari
síðustu viku var mikil sveifla á
gengi bréfa í Skagstrendingi því
sölur á bréfum í fyrirtækinu eru
skráðar lægst á genginu 2,09 en
hæst á genginu 2,90. JÓH