Dagur - 03.01.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 03.01.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. janúar 1995- DAGUR -11 Norræn æska - norræn list eða „Et levende Norden“ er heiti á norrænu samstarfsverkefni er fram fór í grunnskólum á Norðurlöndunum á síðastliðnum vetri. Verkefnið var styrkt af norrænu ráðherranefndinni og tilgangur þess að efla tilfinningu nemenda í efri bekkjum grunnskóla fyrir listum og menningarlífi, gefa þeim kost á að kynnast listamönn- um og að síðustu að efla skilning á milli þjóða. Verkefnið fór fram á alls átta svæðum á öllum Noröur- löndunum að Islandi meðtöldu og varð Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið fyrir valinu hér á landi. Verkefnið fór að miklu leyti fram í þrennu lagi eða í þremur lotum en í nokkrum skólum var ákveðið að vinna það smám saman yfir allt skólaárið. Nemendur úr Myndlistaskólanum á Akureyri ásamt leiðbeinendunum, Maria Hagberg, sænskum lcikara, og Ditte Rejers, sænskum myndlistar- manni. Hcr cr hópurinn við umhverfislistaverk við Siippstöðina á Akureyri. Ditte Rejers i'rá Svíþjóð er hér að vinna með krökkum í Myndlistaskólanum á Akurcyri. Sköpun - skilningur - upplifiin - meginefni norræns samstarfsverkefnis í grunnskólum Fyrsta lota hins samnorræna verk- efnis hófst í október og stóð yfir fram í nóvember. Önnur lotan fór fram í febrúar og mars og þriðja og síðasta lotan stóó yfir í síóari hluta maímán- aðar og byrjun júní. Norrænt listafólk annaðist leiðbeiningar að mestu ásamt kennurum viðkomandi skóla og ein- stökum innlendum listamönnum. Nemendum var kynnt leiklist, mynd- list og tónlist og tóku þeir fullan þátt í þeim verkefnum sem leióbeinendur og kennarar skipulögðu. I skýrslum frá leióbeinendum kemur fram al- menn ánægja með störf að þessu verk- efni og einnig með áhuga og framlag hinna íslensku grunnskólanema. Stór hluti nemenda grunnskólanna á Akur- eyri og í Eyjafirði tóku á einhvem hátt þátt í þessu verkefni; bæði þar sem þaó tengdist sérstökum þemavikum innan skólanna og einnig þar sem hvert verk var unnió sjálfsætt með viðkomandi hópum eða bekkjardeild- um. Láta mun nærri að um 650 nem- endur í 12 skólum á þessu svæði hafi notið leiósagnar hinna norrænu lista- manna auk þess sem mun fleiri nem- endur nutu flutnings verka sem skóla- félagar þeirra unnu í tengslum vió samnorræna verkefnió. Leiklist, myndlist og „raku“ leirbrennsla Norræna samstarfsverkefnið hófst í tveimur skólum á Akureyri; Lundar- skóla og Oddeyrarskóla, með því að Kristiina Hurmerinta frá Finnlandi vann leikverk með nemendum úr þess- um skólum. Notaði hún meðal annars minni úr goðafræðinni cn einnig kristnitöku Islcndinga á Þingvöllum ár- ið 1000 sem grunn að leikverkunum. Hurmerinta starfar við framúrstefnu- brúðuleikhús í Vaasa og komu ein- kenni þess glöggt fram í verkum henn- ar þar sem hún notaói lifandi fólk; í þ>essu tilviki nemcndur fyrir leikbrúð- ur. Hluti af uppfærslum hennar fólst í leikmynd og búningum en hún er einnig starfandi myndlistarmaður. Aðr- ir listamcnn sem komu til starfa á Ak- ureyri og í Eyjafirði í fyrstu lotu verk- efnisins voru Edward Fuglö frá Klakks- vik í Færeyjum, Björn Asle Tollan frá Þrándheimi í Noregi, Olle Kortekangas frá Esbo í Finnlandi og Greta Hessel- berg Klemetsen frá Hortcn í Noregi. Edward Fuglö og Björn Asle Tollan unnu meðal annars að uppsetningu Þrymskviðu meó börnum í 10. bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar þar sem Fuglö annaðist hönnum búninga en Asle Tollan leikstýrói verkinu. Olle Kortekangas samdi tónlist við verkið ásamt því að vinna með nemendum við Gagnfræðaskólann og Tónlistarskól- ann á Akureyri. Bjöm Asel Tollan og Edward Fuglö unnu einnig að leiklist- arverkefnum með nemendum Bama- skóla Akureyrar og Þelamerkurskóla auk þess sem Edward Fuglö vann að myndlist með nemendum Valsárskóla. Þá er ógetió starfa Gretu Hasselberg Klemetsen sem kenndi leirbrennslu, svonefnda „raku“ brennslu í Glerár- skóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Söngleikir og sögur úr heimabyggð Önnur lota Norrænar æsku - norrænar listar hófst í febrúar. I tengslum við hana komu til Akureyrar; Preben Friis, leikstjóri frá Danmörku ásamt Marianne konu sinni, Kaj Puumalain- en, leikmyndahöfundi frá Finnlandi og Kristiina Hurmerinta frá Finnlandi sem kom í annað sinn til Akureyrar í tengslum vió samnorræna verkefnið. Meóal þeirra verkefna sem norræna listafólkið vann að í þessari lotu voru söngleikir sem Marianne og Preben Friis settu á svió ásamt Kaj Puumala- inen í Ólafsfirði og á Arskógsströnd sem eru nágrannabyggðalög vió Ak- ureyri. Báðir þessir söngleikir voru byggöir á sögum og sögnum úr heimabyggðum nemenda en færðir Þessi mynd var tekin í Oddeyrar- skóla. Leiðbeinandi þar var Kristi- ina Hurmerinta frá Finnlandi. inn í heim ævintýrisins í hinum leik- ræna búningi. Sögulegt þemaverkefni í Dalvíkurskóla Eitt viðamesta viðfangsefnið á vegum hins samnorræna verkefnis, var unnið á þemaviku í Dalvíkurskóla á þessu tímabili. Meginefni þess var umfjöll- um um harðan jarðskjálfta er varð á Dalvík 2. júní 1934 og Dalvíkingar minnast nú að 60 ár eru liðin frá þeim atburði. Jarðskjálftinn er talinn hafa verið um 6,25 stig á Richter kvaróa en engir jarðskjálftamælar voru þá til staðar er mælt gátu styrkleika hans með nákvæmni. Mikið tjón varð á Dalvík og í nágrenni í þessum náttúru- hamföram og er jaróskjálftinn gróinn í minni fólks er upplifði hann. Nemend- ur sjötta til tíunda bekkjar Dalvíkur- skóla fjölluðu um þetta efni frá ýms- um sjónarhomum. Þeir viðuðu að sér upplýsingum um atburóinn; meðal annars úr fréttaskrifum frá þeim tíma og einnig með viðtölum við fólk er mundi atburðinn eóa tengdist honum á einn eða annan máta. Þau fjölluðu einnig nokkuð um þær þjóðfélags- breytingar er orðið hafa á þeim 60 ár- um sem liðin era frá jarðskjálftanum og bragðu upp ýmsum myndum af umhverfi og mannlífi á Dalvík á fjórða áratugnum. í lok þemavikunnar var gefið út blað með efni er unnið var og eínnig var gefin út bók með ýmsum hugleiðingum bamanna er til urðu út frá sjálfu þemaefninu, bæði í bundnu og óbundnu máli. Er gaman að sjá hvað komið hefur í huga bamanna við umfjöllun um þessar náttúrahamfarir og á hvem hátt sum þcirra setja þenn- an atburð og það ástand er hann skap- aði í samband við nútímann. Ein stúlka í sjötta bekk lýsir hugrenning- um sínum í Ijóði er hún kallar Jöróin: „Haltu þérfast þv't nú kemur hvasst. Jörðin titrar út um allt og ber þar engan að. “ Stúlka í fimmta bekk lýsir hug- renningum sínum á eftirfarandi hátt: „Það var einu sinni að ég var að lœra. Allt í einu var eins og flugvél vœri að lenda á þakinu, síðan byrjaði allt að nötra og skjálfa. Það hristist allt eins og ég veit ekki hvað. Við vor- unt í mjög traustu húsi, en húsið á móti var að klofna í sundur. Það var hrikalegt að horfa upp á þetta. Brátt hœtti titringurinn. Aumingja fólkið sem bjó í húsinu á móti þurfti aðflytja burt, því húsið þeirra var gjörónýtt. Eg má þakka fyrir að ekkert komfyrir húsið okkar. “ Umhverfislistaverk við skipasmíðastöð Þriðja lota Norrænar æsku - norrænar listar hófst síðla maímánaðar. Þá komu til Akureyrar þær Ditte Reijers, myndlistarmaður, og Maria Hagberg, leikhúsmaður, báðar frá Svíþjóð og unnu með sjö til tíu ára bömum á veg- um Myndlistaskólans á Akureyri. Bömin unnu meóal annars umhverfis- listaverk á lóð Slippstöðvarinnar hf., skipasmíðastöðvar á Akureyri, undir forystu og leiðsögn hinna erlendu leiðbeinenda en starfi þeirra lauk meó sýningu í Myndlistaskólanum á Akur- eyri. Mikill áhugi á áframhaldandi verkefnum í yfirliti er unnið var af starfsfólki við- komandi skóla að verkefnunum lokn- um kemur fram aó vel hafi tekist til í öllum tilvikum. Flestir starfsmanna skólanna er gáfu umsögn um verkefn- in töldu aó þau hafi verið fræóandi og skemmtileg. Nokkram fannst þau hafa traflandi áhrif á skólastarf en neikvæó ummæli voru mjög sjaldséð. Þá var spurt um tungumálaeiífiðleika á milli nemenda og einstakra kennara af mis- munandi þjóóemum. Þar kom fram að engir teljandi erfiðleikar hafi orðið. Margir listamannanna tjáóu sig á enskri tungu og áttu mun fleiri nem- endur auðveldara með að skilja hana en norrænu tungumálin. Þá kom fram að starfsfólki skólanna fannst hinir norrænu listamenn standa sig vel, bæói sem listamenn og einnig sem leiðbeinendur. Mikill áhugi er fyrir endurtekningu á verkefni sem þessu, en nokkuó mismunandi sjónarmió vora um hversu oft efna ætti til þeirra. Mikill áhugi reyndist fyrir því að fá íslenska listamenn til að vinna með grannskólanemum á þennan hátt og einnig norræna listamenn en minni áhugi virðist vera á að fá alþjóðlega listamenn hingað til slíkra verkefna. Ingólfur Armannsson, skóla- og menningarfulltrúi á Akureyri, er hafði yfirumsjón með hinu samnorræna verkefni í skólum á Akureyri og við Eyjafjörð, tók undir þau sjónarmið sem koma fram í umsögnum skóla- manna á svæðinu. Hann sagöi aó einnig hafi verið eftirtektarvert hvaó ýmsir nemendur, er átt hafi í erfiðleik- um hvaó skólastarf og nám varðar, hafi verið áhugasamir um þetta verk- efni og verió duglegir þátttakendur. Hann kvaðst telja verkefni af þessu tagi vel fallin til að ná til þeirra nem- enda er af einhverjum orsökum hafi gengið sína eigin götu í skólastarfinu og átt í erfiðleikum meö að tileinka sér tiltekin námsefni eóa að samlagast daglegu lífi. Sömu sögu er að segja af vióbrögðum þátttakenda; bamanna og unglinganna í grunnskólum og sér- skólum á Akureyri og í Eyjafirði. Langflestum þóttu þessi verkefni spennandi en mjög fáum leiðinleg. Mörgum nemendum fannst erfitt að skilja norðurlandamálin en yfirgnæf- andi hluti taldi lítil vandkvæði á að eiga samskipti við erlenda leiðbein- endur á ensku. Flest ungmennanna notuðu ensku til samskipta við leið- beinanda sinn, nokkrir noróurlanda- mál og reyndar einnig íslensku þar sem að minnsta kosti einn leibeinanda skildi nokkuð í henni en aóeins örfáir kváðust ekki hafa reynt að tala við hina erlendu aðila á annarri tungu en íslensku. / Anægjulegt ef meira sam- starf yrði í framtíðinni Leióbeinendumir létu einnig vel af dvöl sinni á Islandi og kváðust flestir hafa vitað nokkuð um land og þjóð áóur en þeir komu hingað og þeir vora einnig ánægðir með allan aðbúnaó hér á landi. Bjöm Asle Tollan frá Noregi sagði aó frá sínum sjónarhóli hafi samstarfið verið ánægjulegt. Greta Klemetsen kvað að æskilegt hefði ver- ið aó listamennimir hefóu náð að hitt- ast meira innbyrðis og að meiri sam- vinna hefði átt sér staó á milli þeirra. Edward Fuglö frá Færeyjum sagði að ef til vill hefði verið betra að hafa inn- lenda listamenn úr heimabyggóum meó í verkefninu. Þannig hefðu hinir erlendu listamenn kynnst kollegum sínum og ef til vill orðið umræður um íslenskar hefðir og venjur innan hinna mismunandi listgreina. Ingólfur Ar- mannsson, skóla- og menningarfull- trúi Akureyrarbæjar, sagði reynsluna af þessu verkefni vera mjög góða. All- ar umsagnir leiðbeinenda og þátttak- enda væru jákvæóar og sá tilgangur verksins hafi aó sínu mati náðst áægt- lega. Alltaf megi segja að eitthvað geti betur farió og þá verði menn aó læra af reynslunni. Ingólfur sagði ánægjulegt ef unnt yrói að koma einhverju slíku samstarfi á í framtíð- inni. Efíaust yróu aðrir staðir fyrir val- inu ef sambærilegt verkefni verður endurtekið en þá sé spumingin um annað form og hvað við getum gert sjálf - til dæmis í samstarfi við inn- lenda listamenn. Þórður Ingimarsson. Þcssi mynd var tekin i Gagnfræðaskólanum á Akurcyri og sýnir atriði úr Þrymskviðu. Björn Asle Tollan frá Noregi var leikstjóri en um gerð leik- myndar sá Edward Fuglö frá Færcyjum. Láttu fagmenn með áratuga reynslu sjá um viðhaldið Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26300.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.