Dagur - 18.01.1995, Síða 1
78. árg.
Akureyri, mWvikudagur 18. janúar 1995
12. tölublað
Skandia
Lifandi samkeppni
W - lœgri iSgjöld
Geislagötu 12 • Sími 12222
Samhug-
ur í verki
- landssöfnun vegna
náttúruhamfara í Súöavík
Þjáning og sorg íbúa í Súðavík
og gífurlegt eignatjón kallar á
skjót viðbrögð annarra íslendinga
þeim til hjálpar og stuðnings.
Af þeim ástæðum hafa Rás I og
II hjá Ríkisútvarpinu, Ríkissjón-
varpið, Stöð 2, Bylgjan, FM-95,7,
Aðalstöðin, X-ið, Brosið, og Al-
þýðublaðið, Dagur, DV, Morgun-
blaðið, Morgunpósturinn og Tím-
inn ásamt Pósti og síma ákveðið í
samvinnu við Rauða kross Islands
og Hjálparstofnun kirkjunnar að
efna til söfnunar á meðal allra
landsmanna.
Landssöfnunin „Samhugur í
verki“ hefst annað kvöld, 19. janú-
ar, klukkan 19.55 með ávarpi for-
seta Islands, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, samtímis á báðum
sjónvarpsrásunum og öllum út-
varpsrásum landsins. Sjá bls. 3. GG
Gífurlegt snjómagn á Norðurlandi.
Margrét EA-710 fékk á sig brotsjó á leiðinni til Súðavíkur:
Verður frá veiðum í margar
vikur vegna skemmdanna
Samheijatogarinn Margrét
EA-710 fékk á sig brotsjó á
níunda tímanum á mánudags-
kvöldið þegar skipið var statt út
af Dýraflrði með um 9 hjálpar-
sveitarmenn um borð, sem skipið
hafði tekið á Þingeyri. Förinni
var heitið til Súðavíkur með
hjálparsveitarmennina, en einnig
mun hugmyndin hafa verið að
- viðgerð fer fram á Akureyri
taka Ieitarmenn á Flateyri. Brúin
laskaðist, siglingartæki flest ónýt
og um tíma sló skipinu öðru
hvoru flötu meðan stýrinu var
aftur komið í lag. Einnig komst
sjór í vistarverur skipverja.
Togarinn hafði verið á veiðum
á Vestfjarðarmiðum en leitað vars
í Dýrafirði á sunnudeginum ásamt
fleiri skipum. Ákveðið var að
leggja leitinni á Súðavík lið með
því að flytja þangað hjálparsveitar-
menn. Þrír togarar, Baldvin Þor-
steinsson EA, Guðbjörg IS og
Vigri RE komu strax til aðstoðar
og lóðsuðu Margréti EA til Þing-
eyrar.
„Við teljum að skipið hafi ekki
verið í hættu en það liggur næst
fyrir að sigla skipinu til Akureyrar
til viðgerðar í góðu veðri og eftir
Dagsprent hf.:
Söfnun hluta-
« i i fjármiðarvei
Fyrir liggja loforð um 18,5
milljónir króna í nýtt hlutafé
í Dagsprent hf., sem gefur út
dagblaðið Dag. Dagsprent hf. er
í greiðslustöðvun og lýkur henni
24. janúar nk.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
samþykkti síðla síóasta árs að
KEA og Kaffibrennsla Akureyrar
legðu fram 10 milljónir króna í
nýtt hlutafé í Dagsprent hf. gegn
því að aðrir hluthafar legðu fram
sömu upphæð, þ.e. 10 milljónir
króna, í hlutafé. Af þessum tíu
milljónum hafa nú safnast 8,5
milljónir króna í nýtt hlutafé.
Eins og fram hefur komið sam-
þykkti hluthafafundur 27. desem-
ber sl. að færa hlutafé Dagsprents
hf. niður um 95%. Hluthafar
höfðu hálfs mánaðar frest til þess
að neyta forkaupsréttar og rann
hann út í síóustu viku. Hörður
Blöndal, framkvæmdastjóri Dags-
prents hf., segir að fáir hluthafar
hafi nýtt sinn forkaupsrétt, m.a.
hafi framsóknarfélögin í Eyfirði
og á Akureyri, sem voru til sam-
ans þriðji stærsti eignaraðilinn að
Dagsprenti hf. fyrir niðurfærslu
hlutafjár, ekki neytt forkaupsrétt-
ar.
Auk Kaupfélags Eyfirðinga og
Kaffibrennslu Akureyrar hafa eft-
irtaldir aðilar samþykkt að leggja
nýtt hlutafé í Dagsprent hf.: Lím-
miðar Norðurlands 2,5 milljónir,
Höldur hf. 1 milljón, Kaupmanna-
samtök Akureyrar 1 milljón, Út-
gerðarfélag Akureyringa hf. 1
milljón, starfsmenn í Dagsprenti
hf. 1 milljón og Hlutabréfasjóður
Norðurlands 500 þúsund. Til við-
bótar þessu nemur hlutafé annarra
fyrirtækja og einstaklinga samtals
um 1,5 milljón króna. óþh
Mynd: Robyn
að búiö verður að koma einhverj-
um siglingartækjum um borð en
það er fyrirsjáanlegt margra vikna
stopp. Þetta er verulegt tjón, brúin
skemmd og tæki skemmd eða
ónýt, en ég átta mig ekki á því
hvort það er meira nú en í janúar-
mánuói 1993 þegar Margrétin fékk
einnig á sig brotsjó sem eyðilagði
brúna og öll siglingartæki,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Samherja hf. GG
Harmleikurinn í Súðavík:
Leitað við erfiðar aðstæður
Margrét EA verður frá veiðum næstu vikur.
Mynd KP
Kolbeinsey ÞH
sleit landfestar
- skipinu siglt
Höfnin er hreinlega ófær fyr-
ir svona skip í þessu veður-
fari,“ sagði Helgi Kristjánsson
hjá Höfða hf. í gær. Kolbeinsey
ÞH sleit landfestar sem verið var
að reyna að hemja hana með í
gærmorgun, en þá hafði skipið
andæft í sólarhing fyrir utan
Húsavíkurhöfn.
Ekki var viðlit að hemja skipið
vegna veðurs og sjógangs og var
því siglt til Akureyrar þar sem það
landaði afla sínum í gær. Um 45
til Akureyrar
tonnum af ísuðum fiski úr skipinu
var ekið frá Akureyri til Húsavík-
ur en einnig var landað um 35
tonnum af frystum fiski. Aflaverð-
mæti eftir veiðiferðina var um 12
milljónir, þar af 9 milljónir fyrir
frysta fiskinn.
Mikið sog var í Húsavíkurhöfn
í gær, svipað og daginn áöur.
Mikill sjór var og vaxandi, auk
þess var að skipta um átt og brim-
ið kom meira vestanað. IM
Þrotlaus leit hefur staðið yfir í
Súðavík allan síðasta sólar-
hring og skömmu áður en blaðið
fór í prentun í gærkvöld var enn
eins saknað, ellefu höfðu fundist
á lífl en þrettán voru látnir. Ljóst
er að snjóflóðið er með þeim
mannskæðari á þessari öld.
Aðstæður björgunarmanna í
Súóavík hafa verió afar erfiðar og
þeir hafa unnið þrekvirki. Björg-
unarmenn vestra fengu um miðjan
dag í gær liðsauka frá Reykjavík,
sem kom vestur meö varðskipinu
Tý, og þeir hófu leit undir kvöld.
Fleiri björgunarmenn voru á leið
til Súðavíkur í gær, m.a. björgun-
arsveitarmenn frá Sauöárkróki um
borð í Mánafossi. Ferð þeirra sótt-
ist afar seint vegna veðurhæðar.
Annað snjóflóð féll í Súðavík í
fyrrinótt og í kjölfarið fór rafmagn
af plássinu. Þetta gerði björgunar-
mönnum enn erfiðara fyrir og voru
aðstæður þó nógu slæmar vegna
veðurofsans.
Ríkisstjórnin sendi eftirfarandi
frá sér að loknum ríkisstjómar-
fundi í gærmorgun:
„Ríkisstjórn Islands færir því
björgunarfólki sem nú leggur svo
hart að sér í Súðavík eða berst vió
að komast þangað þakkir þjóðar-
innar. Vonir þjóðarinnar em
bundnar við þrekvirki þeirra og
ótrúlegt úthald við erfiðustu að-
stæður. Reynslan síðustu tímana
sýnir að enn lifir von og ekki verð-
ur gefist upp fyrr en sérhver sá
sem saknað er hefur fundist.
Ríkisvaldið mun gera sitt ýtr-
asta til aó bæta það tjón, sem orðið
er og í mannlegu valdi er að bæta.
Ibúar í Súðavík bera nú þungar
sorgarbyrðar og íslenska þjóðin
deilir þeim sorgum með þeim.
Hörmungar síóustu sólarhringa
munu verða til þess að forvarnir
vegna snjóflóðahættu verða teknar
til endurmats í náinni samvinnu
viðkomandi ráðuneyta og heima-
manna á hverjum stað.“
I gær sendu ríkisstjómir Noregs
og Bretlands og landsstjóm Fær-
eyja forsætisráðherra samúðar-
kveðjur til íslensku þjóðarinnar og
þeirra sem eiga um sárt að binda
vegna snjóflóðsins í Súðavík.
óþh
Prófkjör Framsóknarflokksins
á Norðurlandi vestra:
Byrjað að telja í dag
Eins og sagt var frá í gær var
prófkjör Framsóknarflokks-
ins á Norðurlandi vestra, sem
ljúka átti á sunnudaginn, fram-
lengt fram á mánudagskvöld.
Það var síðan enn framlengt og
lauk ekki fyrr en um miðjan dag
í gær.
Kjömefnd kemur saman á
Sauðárkróki í dag kl. 15.00 og
hefst þá undirbúningur talningar.
Ekki er búist við að tölur liggi fyrir
strax í kvöld, en á morgun ættu úr-
slit að vera ljós. Rafmögnuð
spenna ríkir í kjördæminu um
þessar mundir og bíða menn
spenntir eftir úrslitum, einkanlega
hvor þingmannanna það verður
sem leiða mun listann, Páll Péturs-
son eða Stefán Guðmundsson. HA