Dagur - 18.01.1995, Side 2
Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Félagar í D.í.
Akureyringar athugið!
Síðustu dagar innritunar
10 vikna dansnámskeið hefst 21. janúar
>•
Kennslustaður Oseyri 6, efri hæð.
Kennum:
Gömlu- og samkvæmis-
dansa, suður-ameríska
dansa, rokk, tjútt, barna
dansa og leiki.
Einnig:
Nýjustu dansana,
hip hop, doop og
kahlua groove.
Sérnámskeið fyrir félagasamtök og hópa
Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 11405 og 11693 milli kl. 13.00 og 19.00.
ODYRASTA OG BESTA FAANLEGA
KENNSLAN NORÐAN HEIÐA
VERSLUM í HEIMABYGGÐ
Hver tími 50 mín. fyrir börn, VA klst. fyrir fullorðna
( MiUUUU
íuiau'1 uoi'iu
t.d. sandwcemis
fuóla, d/vss
oq d/vdttí/1
Ráðhústorsi • Sími 118:
FRÉTTIR
DAGUR - Miðvikudagur 18. janúar 1995
Menntasmiðja kvenna á Akureyri:
Starfsemin á fulla
ferð a ny i næstu viku
- alls bárust 24 umsóknir um skólavist
Starfsemi Menntasmiðju kvenna
á Akureyri fer á fulla ferð á ný í
næstu viku en þá hefst námskeið
fyrir konur sem eru án launaðr-
ar vinnu. Alls bárust 24 um-
sóknir um skólavist og er útlit
fyrir að hægt verði að taka inn
allar þær konur sem sóttu um.
Pálína Guðmundsdóttir, verk-
efnisfreyja Menntasmiðjunnar,
sagði í samtali við Dag, að mikill
áhugi væri fyrir starfseminni en
þó hafi færri konur sótt formlega
um skólavist en hún átti von á cn
þær eru hins vegar yngri en áður.
„Það hefur verið mikið hringt
og spurst fyrir en ég held að
ástæóan fyrir færri umsóknum en
ég reiknaði með, séu erfiðleikar
fyrir konur með barnapössun.
Maóur verður var við aukna fá-
tækt hjá fólki og það gerir því
m.a. erfiðara með aö borga barna-
pössun.“
Fyrri áfangi kennslunnar stend-
ur frá 25. janúar til 17. mars en sá
seinni frá 27. mars til 26. maí og
er kennt á virkum dögum frá kl. 9-
15. Pálína segir að gera þurfi hlé á
kcnnslunni, svo að þær konur sem
eru á atvinnuleysisbótum, missi
ekki bótarétt. „Fólk sem er á at-
vinnuleysisbótum má ekki vera í
námi, nema í átta vikur í einu en
eftir stutt hlé er hægt aó halda
áfram án þess að missa bætur.“
Tvær umsóknir bárust frá kon-
um sem búsettar eru utan Akur-
eyrar. Önnur þeirra er úr Eyja-
fjarðarsveit og hefur sveitarstjórn-
in þar samþykkt að standa straum
af kostnaði við námið. Hin konan
sem búsett er utan Akureyrar, fær
einnig inni á námskeiðinu, svo
framarlega sem sveitarstjórnin í
hennar heimabyggð samþykkir að
greiða kostnaðinn við námið.
Hugmyndafræði Menntasmiðj-
unnar byggir á reynslu frá lýðhá-
skólum og kvennadagháskólum á
Norðurlöndum og námskeiðum
sem þróuð hafa verið fyrir konur
hér á landi. A meðal námsþátta á
námskeiðinu má nefna íslensku,
erlend tungumál, bókhald, tölvu-
fræði, sjálfstyrkingu, líkamsrækt,
listsköpun og umhverfisvernd.
Pálína segir aó mikil þörf sé
fyrir starfsemi Menntasmiðjunnar
og að margar þær konur sem
kynntu sér starfsemina nú hafi lýst
yfir áhuga á því aö sækja um á
haustönn, svo framarlega sem
þessari starfsemi verði haldið
áfram. KK
Siglfirðingur hf. á Siglufirði:
Togarar útgerðarsnnar
öfluðu 6.200 tonn
- Siglir aðeins 8 mánuði á sjó
Úthafsveiðitogarinn Siglir frá
Siglufirði, eign Siglfirðings hf.,
var keyptur til landsins frá Kan-
ada á sl. vori og var við veiðar í
8 mánuði á sl. ári. Afli togarar-
ans var 3.100 tonn af úthafs-
karfa á Reykjaneshrygg og 800
tonn af þorski í Smugunni og
var allur aflinn frystur um borð
en um borð er fiskimjölsverk-
smiðja, sem vinnur mjög úr öll-
um úrgangi. Um 8% af aflaverð-
mæti er tilkomið vegna mjöl-
framleiðslunnar um borð.
Unnið er að því að skrá Sigli
hérlendis samkvæmt svokallaðri
B-skráningu, og þarf að gera litlar
breytingar á skipinu til að uppfylla
kröfur Siglingamálastofnunar.
Helst er að setja þarf skutrcnnu-
loka.
Frystitogarinn Siglfirðingur SI-
150 aflaói 2.361 tonn á sl. ári og
var aflaverómætið liðlega 300
milljónir króna. GG
Landssamtökin Heimili og skóli:
Samningamálin
þola enga bið
- kennaraverkfall gæti skaðað skólagöngu
þúsunda barna óbætanlega
Yfirvofandi kennaraverkfall
hefur neikvæð áhrif á skóla-
starfið og skapar kvíða og óró-
leika hjá börnunum. Samninga-
málin þola enga bið, samnings-
aðilar þurfa að vinna hratt og
skipulega til þess að koma í veg
fyrir óbætanlegan skaða. Þetta
er mat landssamtakanna Heim-
ilis og skóla, sem hafa lýst yfír
alvarlegum áhyggjum vegna
yfirvofandi röskunar á
skólagöngu 60 þúsund nemenda
í grunn- og framhaldsskólum.
„Helsta hagsmunamál foreldra
og barna er góður skóli. Eitt af
frumskilyrðum til þess að bæta
skólastarfið er að endurskoða frá
grunni löngu úrelt fyrirkomulag,
s.s. kennslutíma skóla, starfsdaga
kennara og hámarksfjölda í bekkj-
ardeildum. Krafa okkar er einset-
inn skóli þar sem kennari hefur
umsjón meó einum bekk og getur
helgaö sig kennslustarfinu
eingöngu enda er það ein helsta
forsenda fyrir árangri í skóla-
starfi,“ segja landssamtökin
Heimili og skóli í tilkynningu
sinni vegna kennaraverkfallsins.
Samtökin höfða til kennara í
yfirlýsingunni og segja að til
samninga verði þeir að ganga með
opnum hug enda sé þeim að fullu
Ijóst að óbætanlegt tjón geti orðið
á skólagöngu þúsunda barna ef til
verkfalls komi.
„Ríkisstjórnin hefur mótað
menntastefnu í takt við kröfur nú-
tímans og lagt fram lagafrumvarp
um einsetinn skóla. Þessu hafa
foreldrar fagnað en jafnframt
spurt hvernig því frumvarpi yrði
fylgt eftir. Stjórnvöld geta nú sýnt
vilja sinn í verki með því að stíga
þau skref sem nauðsynleg cru, s.s.
að semja um breyttan vinnutíma
við kennara,“ segir jafnframt í
yfirlýsingu landssamtakanna
Hcimilis og skóla. JÓH
Baráttufundum
KÍ og HÍK
aflýst
Kennarasamband íslands og
Hið íslenskra kennarafélag tóku
þá ákvörðun að aflýsa baráttu-
fundum félaganna, sem halda
átti í Reykjavík í gær og í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri í dag kl.
17.00.
Kennarafélögin vilja með þcss-
ari ákvörðun sýna samhug og
hluttekningu með þeim sem eiga
um sárt að binda vegna afieiðinga
hinna hörmulegu náttúruhamfara í
Súðavík. KK