Dagur - 18.01.1995, Qupperneq 3
Miðvikudagur 18. janúar 1995 - DAGUR - 3
FRÉTTIR
8ÍUMÓHUSTÍU4
Fjölmenni á Vetrarsport ’95
Góð aðsók var að vélsleða- og útilífssýninguna Vetrarsport ’95, sem haldin var í íþróttaskcnnnunni á Akureyri um
hclgina. Versnandi veður þegar líða tók á sunnudaginn hafði þó einhver áhrif. Fjöldi gesta var svipaður og á síðasta
ári, eða um 1500 manns. Sýningin þótti hcppnast hið besta, en þar sýndu 19 aðilar vörur sínar, tcngdar vélslcða-
mennsku og útivist. Mynd: Halldór.
Samhugur í verki:
Landssöfnun fjölmiðla
hefst annað kvöld
Landssöfnun fjölmiðla til styrktar
íbúum Súðavíkur hefst annað
kvöld, 19. janúar, klukkan 19.55
með ávarpi forseta íslands, frú
Vigdísar Finnbogadóttur, samtím-
is á báðum sjónvarpsrásum og öll-
um útvarpsrásum landsins.
Landssöfnunin verður með því
sniði að fólk getur hringt í símanúm-
er landssöfnunarinnar og tilgreint
fjárupphæð sem er sett á greiðslu-
kort eða heimsendan gíróseðil. Hins
vegar er hægt að leggja inn á sér-
stakan bankareikning söfnunarinnar
hjá öllum bönkum og sparisjóðum.
Símanúmer söfnunarinnar er
800-5050 (grænt númer) en banka-
reikningurinn er númer 1117-26 800
í Sparisjóði Súðavíkur. Tekið verður
á móti framlögum í símamiðstöðinni
frá klukkan 20.00 til 22.00 fimmtu-
daginn 19. janúar; frá klukkan 09.00
til 22.00 föstudaginn 20. janúar og
frá klukkan 10.00 til 22.00 laugar-
daginn 21. janúar og sunnudaginn
22. janúar. Auk þess verður tekið á
móti framlögum á bankareikning
söfnunarinnar frá 20. janúar til 3.
febrúar nk.
Þeir sem standa að Landssöfnun
vegna náttúruhamfara í Súðavík
hvctja alla Islendinga til aó sýna
samhug í verki og láta sitt af hendi
rakna svo að milda megi áhrif hinna
válegu atburða á líf og afkomu fjöl-
skyldna og einstaklinga í Súðavík.
___________________________GG
Ólafsfjörður:
Áfengi og tóbaki
stolið á hótelinu
Brotist var inn í Hótel Ólafsfjörð
aðfaranótt þriðjudags og þaðan
stolið nokkru magni af áfengi og
tóbaki.
Málið upplýstist að fullu síðari
hluta dags í gær í samvinnu við
rannsóknarlögregluna á Akureyri
og reyndust hinir fingralöngu vera
hópur unglinga. Málið er að fullu
upplýst. GG
Fjögur norðlensk fyrirtæki hafa nýverið keypt skip í öðrum byggðarlögum og skrá þau þar:
„Þýðir lítið að setja lög ef hægt er að
leika á anda þeirra með þessum hætti"
Kaup fjögurra norðlenskra fyrir-
tækja á sl. ári á skipum úr öðr-
um byggðarlögum hafa þannig
farið fram að stofnað hefur verið
fyrirtæki um kaupin í viðkom-
segir Guðni Agústsson alþingismaður
andi sveitarfélagi í stað þess að
skipið eða báturinn sem verið er
að festa kaup á sé skráð beint
eign kaupandans. Þetta fyrir-
komulag kemur m.a. í veg fyrir
Bjórmarkaðurinn hér á landi:
Innlendu verksmiðjurn-
ar með 68% hlutdeild
- markaðshlutdeild Viking Brugg hf.
33,81% í fyrra
bjórverksmiðjurnar, leiðslu nam 648 þúsund lítrum,
eða 8,94% af bjórmarkaónum.
JÓH
Innlendu
Viking Brugg hf. og Ölgerðin
Egill Skallagrfmsson hf., höfðu
sem næst jafna markaðshlut-
deild á innanlandsmarkaði fyrir
bjór á síðasta ári. Báðar juku
verksmiðjurnar sölu í magni en
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
jók einnig markaðshlutdeild sfna
frá fyrra ári, fyrst og fremst á
kostnað innflutts bjórs.
Samkvæmt yfirliti Afengis- og
tóbaksverslunar ríkisins yfir bjór-
söluna 1994 seldu innlendu verk-
smiðjurnar tvær samtals tæpar 5
milljónir lítra, sem svarar til röskra
68% af bjórmarkaðnum. Heildar-
sala á bjór hérlendis var á árinu
um 7,2 milljónir lítra og hafði auk-
ist um 1,4 milljónir lítra frá árinu
1993.
Ölgeróin Egill Skallagrímsson
seldi árið 1993 um 1,6 milljónir
lítra af bjór, sem var 28,4% af
heildarsölunni. I fyrra var hlutur
fyrirtækisins kominn í 34,5%.
Samtals var salan 2,5 milljónir
lítra.
Hjá Viking Brugg hf. var salan
2 milljónir lítra árið 1993, sem
svaraði til 34% hlutdeildar á mark-
aðnum. I fyrra var markaðshlut-
deildin eilítið minni, eða 33,81%
og salan 48 þúsund lítrum minni
en hjá Ölgcrðinni.
Sú innflutta framleiðsla sem
komst næst innanlandsverksmiðj-
unum í fyrra í sölu var frá Brauerei
Beck & Co. Sala þeirra l'ram-
að sveitarstjórn heimabyggðar
bátsins sem verið er að selja geti
neytt forkaupsréttar á honum
eins og lög sem sett voru eigi alls
fyrir Iöngu gera ráð fyrir.
Þau skipakaup sem m.a. hafa
farið fram með áðumefndum hætti
eru kaup þriggja fyrirtækja á
Hvammstanga á Sigurborgu frá
Vestmannaeyjum en kaupandi er
Vonin hf. í Vestmannaeyjum;
Sjóli HF sem Skagfiróingur hf.
keypti í Hafnarfirði og er togarinn
skráður á fyrirtækið Djúphaf hf. í
Hafnarfirði; Stokksnes EA sem
Samherji hf„ Strýta hf. og Söltun-
arfélag Dalvíkur hf. keyptu í
Reykjavík, en togarinn var áður
skráður á Hornafirði, en kaupandi
er Stokksnes hf. í Reykjavík og
síðan kaup Jökuls hf. á Raufar-
höfn á Asgeiri Guðmundssyni frá
Hornafirði, en báturinn er skráður
á Atlanúp hf. á Hornafirði en hann
mun fá nafnið Atlanúpur. Guðni
Agústsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins í Suðurlandskjördæmi,
sagði á fundi með útgerðarmönn-
um í Vestmannaeyjum nýverið að
með þessum hætti væri verió aó
fara kringum lögin og raunar að
hæðast að þeim og það þyrfti að
stöðva. Guðni sagói aö bæjarráð
Vestmannaeyja hefði hvatt veð-
hafa til að samþykkja ekki nýja
eigendur að Sigurborgu, sem seld
hefur verið til Hvammstanga, en
eigandi er Vonin hf„ fyrirtæki
sem er eign Meleyrar hf„ Kaupfé-
lags Vestur-Húnvetninga og
Hvammstangahrepps en skráð
með aðsetur í Vestmannaeyjum.
Stærsti veðhafinn er Fiskveiða-
sjóður.
„Andi laganna er sá að í hvert
skipti sem lífsbjörgin er að fara úr
höfn þá hafi heimamenn umþótt-
unartíma í heilan mánuð til þess
aó kanna hvort þeir ráða við það
fjárhagslega að halda skipinu í
byggðinni.
Eg mun taka þetta mál upp í
þingflokki Framsóknarmanna og
sjá hvað Framsóknarfiokkurinn
vill gera í þessu byggðarmáli og
fylgja því eftir. Það þýðir lítið að
setja lög ef alltaf er hægt að leika
á þau eða anda þeirra meó þessum
hætti,“ sagði Guðni Ágústsson.
GG
Tilraunaverkefni hjá Metró á Akureyri:
Gömul plastmálning endurunnin
Hjá Metró á Akureyri hafa und-
anfarna mánuði staðið yfir til-
raunir með endurvinnslu á gam-
alli plastmálningu. Verkefnið er
unnið í samvinnu við Sorpu hf. í
Reykjavík og Sorpsamlag Eyja-
íjarðar.
Með auknum skilum almenn-
ings og fyrirtækja á spilliefnum til
móttökustöðva vaknaði sú spurn-
ing hvort hægt væri aó endurnýja
heillegustu hluta ýmissa vöruteg-
unda, svo sem málningar, og
minnka um leið þaö magn efna
sem þarf að eyða eða urða.
Forsvarsmönnum Sorpu ofbauð
það magn sem skilað er og í fram-
haldinu fór Metró að athuga með
endurvinnslu á málningunni sem
þangaö berst. Hjá Metró hafði áð-
ur verið geró tilraun meö endur-
vinnslu á gamalli málningu sem
verslunin flutti inn og hafði það
gefist ágætlega.
Ingimar Friðriksson, fram-
- gífurlegt magn fellur til á ári
kvæmdastjóri Metró, segir að hér
sé um tilraunavcrkefni að ræða
sem stendur yfir í nokkra mánuði
en síðan verður athugað frekar
með framhaldið. Tilraunin snýst
aðallega um að athuga bæði magn
og ástand málningarafganga sem
berast til flokkunarstöðva og
breyta þeim í seljanlega vöru. Ef
þetta þykir fýsilegur kostur, kem-
ur til greina aö stofna sérstakt fyr-
irtæki um þessa endurvinnslu.
Talið er að hundruð þúsunda
lítra af málningu falli til á ári hér á
landi og því eru taldar ágætir
möguleikar á því að svona endur-
vinnsla geti staðið undir sér. Ekki
er um það að ræða, að greitt verói
fyrir afgangsmálningu, enda eng-
inn grundvöllur fyrir því. Hins
vegar hefur komið til tals að greitt
verði skilagjald fyrir málninga-
dósir, sem aftur gæti verið hvatn-
ing fyrir fólk aó skila afgangs-
málningunni og tómum ílátum.
KK
Metró fær gamla málningu bæði frá Sorpu í Reyjavík og Urvinnslunni á
Akureyri og eru málningadósir og fótur fluttar með bílum norður í sérstök-
um kcrum.